Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Milli jóla og nýárs er jafnan rólegt yfir öllu og því hef ég oft-ast leyft mér að vera í fríi á afmælisdeginum. Nota þátækifærið til þess að fara í gönguferðir, vera með fjöl- skyldunni og lesa bækur,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýs- ingastjóri Reykjavíkurborgar og ritstjóri Veiðimannsins, sem er fimmtugur í dag. Bjarni er Ísfirðingur að uppruna en fór að vestan um tvítugt til háskólanáms. Var nokkur ár í Bretlandi þar sem hann las fjölmiðla- fræði. Að námi loknu sneri hann heim og starfaði lengi hjá Fróða, þar af í tíu ár sem ritstjóri Séð og heyrt en útgáfa þess blaðs hófst árið 1996. Má segja að þar hafi verið sleginn nýr tónn í íslenskri blaðamennsku. „Starfið hjá borginni sl. þrjú ár hefur einnig verið afar lærdómsríkt. Í Ráðhúsinu sér maður veruleikann frá nýrri hlið, t.d. hvað borgarkerfið er vel skipulagt og hvað hlutirnir ganga greitt fyrir sig hjá þessu stærsta þjónustufyrirtæki landsins,“ segir Bjarni sem hefur verið ritstjóri ýmissa tímarita á sínum starfsferli. Síðan í barnæsku hefur Bjarni verið kappsamur veiðimaður og rennir á hverju sumri fyrir laxfiska í Hrútu, Laxá í Aðaldal og víðar. „Svo eigum við fjölskyldan, sem ættuð er frá Vigur í Ísafjarðar- djúpi, sumarhús þar í eynni sem við köllum Pukru. Reynum alltaf að vera þar svo sem eina viku á sumri,“ segir Bjarni sem er kvæntur Ingibjörgu Önnu Arnarsdóttur og eiga þau tvær dætur. sbs@mbl.is Bjarni Brynjólfsson er 50 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fimmtugur „Starfið hjá borginni sl. þrjú ár hefur verið afar lær- dómsríkt,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri borgarinnar. Veiðimaðurinn frá Vigur í Ráðhúsinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. 80 ára Guðmundur fæddist á Hörgslandi á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu 30.12. 1933. Starfsferill: Guðmundur tók rúmlega tvítugur við búrekstr- inum á Hörgslandi I af afa sínum, Einari Pálssyni, f. 1880, en Pála, móðir hans, sinnti lengst af verslunarstörfum í útibúi Verslunarfélags Vestur-Skaftfellinga á staðnum ásamt Má bróður hans. Guðmundur og kona hans, Fanney, voru síðan búsett á Hörgslandi I en brugðu búskap haustið 1969 og fluttu til Hafnarfjarðar þar sem þau hafa búið síðan. Guðmundur var fyrstu árin vörubílstjóri hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á Langeyri í Hafnarfirði en árið 1975 hóf hann störf hjá Ísal í Straumsvík og starfaði þar til 30.12. 2003 er hann varð sjötugur. Maki: Guðmundur kvæntist 30.12. 1958 Fanneyju Óskarsdóttur, f. 2.3. 1938, og eiga þau því 55 ára brúðkaupsafmæli í dag. Börn Guðmundar og Fanneyjar: Einar Páll, f. 1958; Óskar Hrafn, f. 1959; Björgvin Smári, f. 1962; Sigrún Birgitta, f. 1963; Elín Þuríður, f. 1965; Guðmundur Finnur, f. 1969, og Klara Guðrún, f. 1972. Fyrir átti Fanney Sigurð Pétur Sigmundsson, f. 1957, sem Guðmundur gekk í föðurstað. Barnabörn Guðmundar og Fanneyjar eru 26 og barnabörnin eru orðin 11 talsins. Foreldrar: Pála Katrín Einarsdóttir, f. 26.11. 1909, d. 4.6. 2000, og Björgvin Páls- son, f. 1.4. 1908, d. 3.4. 1942. Afmæli Guðmundur Björgvinsson P áll Magnús fæddist í Hve- ratúni í Laugarási og ólst þar upp á garðyrkjubýli foreldra sinna. Hann var í Reykholtsskóla, stund- aði nám við Menntaskólann að Laug- arvatni og lauk þaðan stúdentsprófi 1974. Páll kenndi við Lýðháskólann í Skálholti í einn vetur eftir stúdents- próf, en stundaði síðan nám í ensku og uppeldisfræði við HÍ og lauk það- an BA-prófi 1979. Hann kenndi við Reykholtsskóla 1979-86 og við ML frá 1986, þar sem hann var líka náms- ráðgjafi og hefur verið aðstoð- arskólameistari frá 1999. Páll sat í sveitastjórn Biskups- tungnahrepps á árunum 1994-99. Þar vann hann ekki síst að hreppasamein- ingum í uppsveitum Árnessýslu: „Það voru tveir framboðslistar sem komu að sveitarstjórninni á þessum árum og í raun tókst ágætissamvinna um úttekt og kynningu á þeim samein- ingarkostum sem þá lágu fyrir. Ég Páll Magnús Skúlason aðstoðarskólameistari ML – 60 ára Fjölskyldan Páll Magnús og Dröfn, ásamt börnunum tengdabörnum og barnabörnunum. Kennari úr Laugarási Hjónin Páll Magnús og Dröfn láta fara vel um sig á kaffihúsi í París. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isVatnagörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 588 5151 - Fax: 588 5152 - glerslipun.is Glerslípun & Speglagerð ehf. Speglar Flotgler Öryggisgler Hert gler Bílspeglar Sandblástur Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Sjáðu sjálfan þig í nýju ljósi Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtuskilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.