Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.12.2013, Blaðsíða 31
vildi sameina alla hreppi uppsveit- anna, þ.e.a.s. Þingvallasveit, Grafn- ingshrepp, Grímsnes, Laugardals- hrepp, Biskupstungur, Hrunamannahrepp, Skeiðahrepp og Gnúpverjahrepp. En það gekk nú ekki eftir. Þótti lík- lega of stór biti í einu. Hinsvegar sameinuðust Þingvallasveit, Laug- ardalshreppur og Biskupstungur í Bláskógabyggð. Hvítárbrú við Bræðratungu var hins vegar ekki komin á þessum ár- um en kannski hefði hún ýtt undir frekari sameiningu í austurátt.“ Troðfullur Menntaskólinn að Laugarvatni sl. þrjú ár En hvað er Páll að gera í frí- stundum sínum? „Maður finnur sér alltaf eitthvað til að dunda við. Ég hef haft töluverðan áhuga á ljósmyndun síðustu 10-15 ár- in. Ég tek yfirleitt myndir af því sem fyrir augu ber hverju sinni, mannlífi. mannvirkjum og náttúrunni, og leik mér síðan við að vinna úr því í Photos- hop. Ég hef haldið utan um myndefni fyrir heimasíðu skólans og þar er komið myndarlegt myndasafn sem á kannski eftir að fá heimildargildi þeg- ar fram líða stundir.“ En hvernig er aðsóknin að Menntaskólanum að Laugarvatni? „Skólinn er jafn gamall mér, stofn- aður árið 1953. Við höfum verið að halda upp á 60 ára afmæli hans á árinu. Aðsókn að skólanum hefur verið nokkuð sveiflukennd frá byrjun. Við upplifðum smálægð í aðsókninni í kringum aldamótin, en sl. þrjú ár hef- ur hún verið meiri en við getum ann- að og það hefur verið umræða í gangi um að stækka skólann, hvað sem verður. Við kvörtum þess vegna ekki undan aðsókninni.“ Fjölskylda Eiginkona Páls er Dröfn Þorvalds- dóttir, f. 8.8. 1956, leikskólakennari á Laugarvatni. Hún er dóttir Þorvalds Runólfssonar, sendibílstjóra í Kópa- vogi, og Guðbjargar Jónsdóttur verslunarmanns en þau eru bæði lát- in. Börn Páls og Drafnar eru Egill Árni, f. 12.2. 1977, óperusöngvari og starfar við rekstrarlausnir hjá Adv- ania, búsettur í Reykjavík en kona hans er Soffía Jónsdóttir, fé- lagsráðgjafi sem starfar á sambýli fyrir fatlaða, og eiga þau tvær dætur; Þorvaldur Skúli, f. 28.2. 1979, að ljúka doktorsnámi í verkjarannsóknum við Álaborgarháskóla, en kona hans er Ásta Hulda Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðinemi og eiga þau tvö börn; Guðný Rut, f. 27.3. 1984, MA í sníkju- dýrafræði, sem starfar á rannsókn- arstofu Ölgerðar Egils Skallagríms- sonar, búsett í Reykjavík, og Brynjar Steinn, f. 16.10. 1989, í námi í marg- miðlunarhönnun í Kaupmannahöfn. Systkini Páls eru Ásta Skúladóttir, f. 9.6. 1947, garðyrkjubóndi á Sólveig- arstöðum í Laugarási og móttökurit- ari við Heilsugæsluna í Laugarási; Sigrún Skúladóttir, f. 20.5. 1949, tannfræðingur, búsett á Selfossi; Benedikt Skúlason, f. 11.4. 1956, framkvæmdastjóri Bláskógaveitu, búsettur á Kirkjuholti í Laugarási, og Magnús Skúlason, f. 9.9. 1959, garð- yrkjubóndi í Hveratúni í Laugarási. Foreldrar Páls: Guðný Pálsdóttir, f. 7.10. 1920, d. 19.12. 1992, húsfreyja í Hveratúni í Laugarási, og Skúli Magnússon, f. 29.9. 1918, fyrrv. garð- yrkjubóndi í Hveratúni. Úr frændgarði Páls Magnúsar Skúlasonar Páll Magnús Skúlason Elín Magnúsdóttir húsfr. á Baugsstöðum af Bergsætt Jóhann Hannesson b. á Baugsstöðum Elín Jóhannsdóttir húsfr. á Baugsstöðum Páll Guðmundsson b. á Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi Guðný Pálsdóttir húsfr. og garðyrkjub. í Hveratúni Guðný Ásmundsdóttir húsfr. á Baugsstöðum Guðmundur Jónsson útvegsb. á Baugsstöðum Sæbjörg Jónasdóttir húsfr. á Seyðisfirði Björn Sigurðsson verkam. á Seyðisfirði Ingibjörg Björnsdóttir húsfr. á Freyshólum og víðar Magnús Jónsson b. á Freyshólum á Héraði og á Víkingsstöðum og múrari Skúli Magnússon fyrrv. garðyrkjub. í Hveratúni í Laugarási Ljósbjörg Magnúsdóttir húsfr, á Freyshólum Jón Guðmundsson b. á Freyshólum Afmælisbarnið Páll Magnús. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2013 Bjarni fæddist í Brautarholti áKjalarnesi 30.12. 1786. For-eldrar hans voru Vigfús Þór- arinsson, lengst af sýslumaður Rangárvallasýslu, og k.h., Steinunn Bjarnadóttir. Vigfús þótti með merkustu sýslu- mönnum á sinni tíð, sonur Þórarins Jónssonar, sýslumanns á Grund og ættföður Thorarensenættar, og Sig- ríðar Jónsdóttur húsfreyju. Steinunn var dóttir Bjarna Páls- sonar landlæknis og Rannveigar Skúladóttur, landfógeta Magn- ússonar. Systir Steinunnar var Þór- unn, kona Sveins Pálssonar, læknis og náttúrufræðings í Vík. Eiginkona Bjarna var Hildur, dóttir Boga Benediktssonar úr Hrappsey, og áttu þau fjölda barna. Bjarni ólst upp á Hlíðarenda í Fljótshlíð, lauk stúdentsprófi 15 ára, enda fluggreindur og bráðþroska, lauk lagaprófi frá Hafnarháskóla tví- tugur og starfaði í danska kans- ellíinu í nokkur ár. Hann varð dóm- ari í Landsyfirréttinum 1811 og eldaði þá grátt silfur við frænda sinn Magnús Stephensen dómstjóra. Bjarni þjónaði auk þess stiftamt- manns- og amtmannsembættinu í suðuramtinu í afleysingum, var sýslumaður í Árnessýslu í tvö ár, síð- an aftur dómari við Landsyfirrétt- inn, búsettur í Gufunesi, var skip- aður amtmaður í Norður- og austuramtinu árið 1833, flutti þá að Möðruvöllum í Hörgárdal og bjó þar til dauðadags. Bjarni var metnaðargjarn, agaður og strangt yfirvald, þjóðernis- og framfarasinnaður en íhaldssamur um stjórnarfar og konungssinni. Hann var tímamótaskáld og ásamt Jónasi Hallgrímssyni höfuðskáld Ís- lendinga á 19. öld. Hann var upp- hafsmaður rómantísku stefnunnar hér á landi og orti gjarnan undir bragarháttum Eddukvæða. Mörg þekktustu ljóð hans eru ættjarðar- eða náttúruljóð, svo sem Íslands minni. Auk þess samdi hann ást- arljóð og nokkur mögnuðustu erfi- ljóð tungunnar, s.s. eftir Baldvin Einarsson, Sæmund Hólm og Odd Hjaltalín. Bjarni lést 25.8. 1841. Merkir Íslendingar Bjarni Thorarensen 90 ára Guðni Ingimundarson Sigrún Árnadóttir Tryggvi Þorsteinsson Þorbergur Sveinsson 85 ára Árni Benediktsson Sigríður Kristjánsdóttir Torfhildur Steingrímsdóttir Þórólfur Þorgrímsson 80 ára Böðvar Guðmundsson Ragna Rögnvaldsdóttir 75 ára Elsa Pálsdóttir Guðbjartur Herjólfsson Halldór Jóhann Guðmundsson Jón Dahlmann Konráð Guðmundsson Magnús Sigursteinsson Pétur K. Pétursson 70 ára Einar Oddsson Pétur Pétursson Sigríður Alda Ásmundsdóttir Sigríður Jónsdóttir Vigdís Sigurðardóttir 60 ára Ásgeir Ásgeirsson Ellý Helga Gunnarsdóttir Gísli Örvar Ólafsson Halldóra H. Hafsteinsdóttir Halldóra Jóna Garðarsdóttir Herdís Halldórsdóttir Hörður Hrafndal Smárason Ingólfur Guðmundur Pétursson Kolbeinn Kolbeinsson Matthildur G. Matthíasdóttir Ríkharður Jónsson Símon Ásgeir Gunnarsson 50 ára Bjarni Brynjólfsson Geirþrúður María Rósadóttir Guðbjörg Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Hringur Hafsteinsson María Weiss Sigrún Jóna Óskarsdóttir Sigrún Soffía Hafstein Sigurður Gunnarsson Vilhjálmur Jónsson Örn Örlygsson 40 ára Albert Haukur Sanders Alda Heimisdóttir Ármann Guðni Hrólfsson Árný Elfa Helgadóttir Hafsteinn Þórisson Helga Heimisdóttir Mildrid Björk Gunnarsdóttir Oddný Rún Ellertsdóttir Rafn Hilmar Guðmundsson Þorgrímur Einarsson 30 ára Davíð Óskarsson Eva Dögg Einarsdóttir Melkorka Elmarsdóttir Viggó Már Ingason Til hamingju með daginn 30 ára Olga ólst upp í Ástralíu, er nú búsett á Sauðárkróki, lék með rokkhljómsveit í Ástralíu og í Bretlandi og er nú að fara í fæðingarorlof. Maki: Ross Di Blasio, f. 1985, fiskvinnslumaður. Sonur: Henry Þór, f. 2011. Foreldrar: Unnur Magn- úsdóttir, f. 1954, kennari á Sauðárkróki, og Sigurþór Baldursson, f. 1951, vinnuvélavirki og starfar nú í Ástralíu. Olga Danielle Sigurþórsdóttir 30 ára Ásgrímur ólst upp í Reykjavík, er þar búsett- ur, lauk lögfræðiprófi frá HR og er lögfræðingur hjá tollstjóra. Systkini: Júlía Snæbjört, f. 1991; Kristín Una, f. 1994; Margrét Birta, f. 2000; María Björg, f. 2001 og Arnar Eysteinn, f. 2005. Foreldrar: Ásmundur Gunnlaugsson, f. 1959, og Steinunn Gríma Krist- insdóttir, f. 1961. Ásgrímur Ásmundsson 30 ára Danía ólst upp á Akureyri, er þar búsett og stundar nám í hjúkr- unarfræði við HA. Maki: Guðni Helgason, f. 1979, verkfræðingur við fasteignir Akureyr- arbæjar. Börn: Pétur Orri, f. 2003; Tómas Atli, f. 2005, Stef- án Darri, f. 2007, og Anna Fía, f. 2012. Foreldrar: Anna Kristín Stefánsdóttir, f. 1963, og Anfinn Heinesen, f. 1059. Danía Anfinns- dóttir Heinesen Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón GJÖRIÐ SVO VEL!Hafðu það hollt í hádeginu HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og næringaríkan mat í hádegi. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.