Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 1
M Á N U D A G U R 6. J A N Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  4. tölublað  102. árgangur  EINBEITIR SÉR AÐ ÆTTFRÆÐI Í VESTURHEIMI SAMTÖK ALLRA GREINA STEFANÍA BÓNDI OG LJÓÐSKÁLD Í ÁSTRALÍU SAMSTAÐA ÍÞRÓTTIR FRÁ NORÐFIRÐI 10KYNDILBERI 9 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landsvirkjun hefur lagt fram nýja útfærslu að Norðlingaölduveitu hjá Orkustofnun. Hægt var að skila til- lögum að virkjanakostum vegna 3. áfanga Rammaáætlunar til 1. des- ember sl. og var breytt útfærsla Norðlingaölduveitu þar á meðal, að sögn Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra. Fern náttúruverndarsamtök hafa ritað Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfisráðherra og mótmælt tillögu að breytingu á suðurmörkum fyrirhugaðrar stækkunar friðlands í Þjórsárverum. Samtökin segja að verði farið að þeirri tillögu sem nú hefur verið send sveitarstjórnum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ásahrepps muni einstök fossaröð Kjálkavers- foss, Dynks og Gljúfurleitarfoss í Þjórsá eyðileggjast. Þá verði víð- erni svæðisins vestan Þjórsár spillt. Það brjóti í bága við yfirlýsta stefnu um víðerni. Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnar 3. áfanga Rammaáætlunar, sagði að áform um framkvæmdir á þessu svæði þyrftu að fara í gegnum langt ferli sem gæti endað hvernig sem væri. Landsvirkjun vildi ekki tjá sig um málið í gær. »12 Ný Norðlingaölduveita Þjórsárver Ráðherra hefur lagt til breyt- ingu á mörkum stækkaðs friðlands.  Landsvirkjun er með nýja útfærslu  Eyðileggur fossaröð Morgunblaðið/RAX Rétt er að fara að öllu með gát þegar gengið er um gangstéttir, bílastæði og göngustíga á höfuðborg- arsvæðinu um þessar mundir. Víða er búið að sanda, eins og t.d. við Nauthólsvík þar sem þessi mynd var tekin í gær, og þar er óhætt að greikka sporið. Morgunblaðið/Kristinn Einstigi við svellbunka Guðni Einarsson Gunnar Dofri Ólafsson „Hálkuvarnir á fjölsóttum ferðamanna- stöðum eru nokkuð sem við þurfum að skoða og tryggja betri framkvæmd á en virðist vera nú,“ sagði Ragnheiður Elín Árna- dóttir iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sem fer með ferðamál. Hún sagði nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstaf- anir til að tryggja ör- yggi ferðamanna á þess- um árstíma og ætlar að ræða við innanríkisráð- herra um hvernig koma megi þessum málum í betri farveg en nú er. „Við höfum fengið kvartanir yfir að vegir eru ekki ruddir, til dæmis á laugardögum. Það er spurning hvort við getum breytt vinnulagi án mikils tilkostnaðar þannig að við getum staðið okkur betur.“ Ragnheiður Elín sagði það vera eitt af markmiðunum með náttúrupassa og ferða- korti að tryggja aukið fjármagn til atvinnu- greinarinnar, m.a. til að tryggja öryggi. Landsbjörg setur upp ný skilti Slysavarnafélagið Landsbjörg ætlar á næstu vikum að koma fyrir upplýsinga- skjám á fjölsóttum áningarstöðum ferða- manna. „Skjáirnir verða vonandi settir upp á stöðum á borð við Staðarskála, á vinsæl- um gististöðum, bensínstöðvum og víðar. Ýmsar bílaleigur hafa þegar fjármagnað uppsetningu eins skjás,“ segir Jónas Guð- mundsson hjá Landsbjörg. Hann vill skoða uppsetningu miklu meira áberandi skilta og merkinga við vegi til að gefa til kynna hvort þeir séu færir. Jafnvel kunni að vera rétt að loka ófærum vegum með slám. MNagladekk og hálka »6 Mokstur í betri farveg  Auka þarf öryggi ferðafólks að vetri til Ragnheiður Elín Árnadóttir  Innbyrðis átök sýrlenskra upp- reisnarhópa urðu til þess í gær að læknar á sjúkrahúsi í borginni Aleppo gripu til þess ráðs að fela sjúklinga sína til að vernda þá. Átökin standa milli liðsmanna Ísl- amsks ríkis í Írak og Miðjarðar- hafsbotni, ISIL, og uppreisnar- manna í Frjálsa sýrlenska hernum, FSA, en báðir hópar hafa barist gegn hersveitum forsetans Bashars al-Assads. Talsmaður FSA sagði í samtali við CNN á laugardag að herinn myndi ekki líða starfsemi hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og sakaði ISIL um tilraunir til að „ræna“ sýrlensku byltingunni. Íraski herinn undirbjó í gær árásir gegn uppreisnarmönnum ISIL í borginni Fallujah en þeir náðu Fallujah og hluta borgarinnar Ramadi á sitt vald á laugardag. A.m.k. 160 létu lífið í Anbar-fylki í Írak yfir helgina. »16 Standa að átökum í Sýrlandi og Írak Átök Ekkert lát er á bardögum í Sýrlandi.  Illa viðrar á Vesturlandi og sátu sex bílar fastir á Stein- grímsfjarð- arheiði og fjórir á Gemlufallsheiði í gærkvöldi þeg- ar Vegagerðin hætti mokstri og höfðu björg- unarsveitir verið ræstar út til aðstoðar. Að sögn Haralds Eiríkssonar hjá Veðurstofu Íslands verður engin breyting á veðrinu í dag og það mun haldast svipað út vikuna þar til á fimmtudag þegar það loksins skánar. Bílar fastir á heið- unum fyrir vestan Mokstur Bílar sátu fastir í gærkvöldi. Þrátt fyrir að í Bandaríkjunum noti 70% skíða- og snjóbrettafólks hjálma, fleiri en nokkru sinni áður, hefur banaslysum eða slysum sem leiða til alvarlegra áverka á heila ekki fækkað. Ein skýringin á þessu er sögð vera sú að fleiri virðast taka meiri áhættu í brekk- unum og skíða hraðar og sækja í erfiðari að- stæður en þeir ráða við. Aukin hjálmanotk- un hefur á hinn bóginn dregið mjög úr síður alvar- legum höfuðáverkum. Rúnar Bjarnason, rekstr- arstjóri í Bláfjöllum, vill gera hjálmanotkun að skyldu en Guð- mundur Karl Jónsson, forstöðu- maður í Hlíðarfjalli, er á annarri skoðun. Hann vill frekar reka áróð- ur fyrir hjálmanotkun, enda auki þeir öryggið, en sér ýmis vand- kvæði á að innleiða hjálma- skyldu. Margir stundi skíði afar sjaldan og dragi þau jafnvel að- eins fram einu sinni á ári, t.d. um páska þegar flest skíða- svæði fyllast. „Hvað á að segja við þá sem koma í fjallið og allir [250] hjálmarnir í leig- unni búnir?“ »18 Alvarlegum áverkum á heila ekki fækkað með aukinni notkun skíðahjálma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.