Morgunblaðið - 06.01.2014, Side 2
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjar
Í gær afhenti Sigurgeir Jón-
asson ljósmyndari Vest-
mannaeyjabæ til varðveislu
ljósmyndasafn sitt sem í er á
fjórðu milljón mynda. Eru þær
afrakstur af 60 ára starfi Sig-
urgeirs þar sem viðfangsefnið
er mannlíf og náttúra Vest-
mannaeyja. Í hálfa öld tók
hann myndir fyrir Morg-
unblaðið og heimsfrægð hlaut
hann fyrir myndir sínar af
Surtseyjargosinu sem hófst
1963 og svo Heimeyjargosinu
1973.
Sigurgeir afhenti myndirnar
við hátíðlega athöfn í Safna-
húsinu í Vestmannaeyjum. Þar
sagði Elliði Vignisson bæj-
arstjóri safnið ómetanlegt fyrir
komandi kynslóðir þegar rýnt
yrði í sögu Eyjanna.
Ómetanleg gátt inn í fortíðina
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Saga Sigurgeir með þeim hluta fjölskyldunnar sem var við athöfnina.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Enn er nóg að gera í flugeldasölu Hjálparsveitar
skáta í Reykjavík, en í dag er síðasti söludagur
flugelda yfir hátíðirnar.
Þau Ingibjörg Markúsdóttir og Benedikt
Rafnsson unnu í gær hörðum höndum við að
taka upp flugelda í flugeldasölu skáta við Mal-
arhöfða 6, því margir vilja eflaust nýta tækifær-
ið og skjóta upp síðustu flugeldunum. Einnig eru
víða þrettándabrennur í tilefni dagsins.
Í dag er síðasti leyfilegi söludagur flugelda þangað til eftir næstu jól
Morgunblaðið/Kristinn
Sprengjurnar teknar upp úr kössunum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Nái þetta frumvarp fram að ganga
og verði samþykkt sem lög þrengir
mjög að okkur leigubílstjórum. Til-
gangurinn virðist líka mjög óljós.
Samkvæmt núgildandi lögum mega
hópferðabílar aðeins vera níu far-
þega eða fleiri, en nú er þetta fært
niður í fjóra farþega,“ segir Björg-
vin Kristinsson, formaður stjórnar
leigubílastöðvarinnar City Taxa í
Reykjavík. Þar á bæ eru menn
ósáttir við fyrirhugaðar breytingar
á lögum varðandi farþegaflutninga í
atvinnuskyni. Sú gagnrýni snýr
einkum og helst að því að færra fólk
þarf í bílinn svo talað sé um hópferð,
en einnig að leigubílstjórar þurfi að
skila inn starfsleyfi sínu sjötugir en
hingað til hafa þeir haft réttindin
sex árum lengur stæðust þeir lækn-
isskoðun. Þá hefur ekkju og ekkli
verið leyft að nýta réttindin í þrjú ár
eftir fráfall maka en nú verður sá
tími styttur niður í eitt ár.
Vilja lengri umsagnarfrest
Gróf aðför að heilli stétt, segir í
bréfi sem forsvarsmenn City Taxa
sendu alþingismönnum og fjölmiðl-
um um helgina. „Þetta frumvarp
kom fram í fyrra og við gerðum at-
hugasemdir þá. Málið náði ekki í
gegn þá og nú vorum við algjörlega
afskiptir þegar kom að umsögnum.
Fréttum af þessu fyrir helgina og
frestur til að skila inn athugasemd-
um rennur út á þriðjudaginn. Við
munum því óska eftir lengri fresti,“
segir Björgvin. Frumvarpið segir
hann vera viðamikið og margt kyn-
legt í því. Nokkrir í stétt leigubíl-
stjóra hafi verið búnir að fá frum-
varpið í hendur fyrir nokkru en
þeim kunni þó að hafa yfirsést eitt-
hvað – svo sem að hópferða- og
rútufyrirtækin fái nú að hasla sér
völl á markaði leigubílanna – þ.e. í
skemmri ferðum með einn til fjóra
farþega.
„Munum við fara fram á stjórn-
valdsúttekt varðandi þetta mál,
enda um gríðarlega mismunun á
milli starfsstétta að ræða. Fróðlegt
væri að vita hvaða hagsmunaaðilar
sátu við samningaborð við gerð
þessara frumvarpsdraga,“ segir í
bréfi City Taxa ehf.
Gróf aðför að heilli stétt
Leigubílstjórar ósáttir með lagafrumvarp um fólksflutninga Missa réttindin
sjötugir Hópferðir með fjóra farþega Vilja fá lengri frest til athugasemda
Morgunblaðið/Ómar
Leigubílar Aukin samkeppni og bíl-
stjórarnir láti af störfum sjötugir.
„Við vorum á
varðbergi en
þetta var ekkert
eins og við áttum
von á. Hér voru
líklega þús-
undir,“ segir
Sturla Eðvarðs-
son, fram-
kvæmdastjóri
Smáralindar, um
fjöldann af ung-
lingum sem mættu í Smáralind í
gær til þess að berja ungstirnið Je-
rome Jarre augum.
Fjöldinn var slíkur að starfsmenn
Smáralindar óskuðu eftir aðstoð
lögreglu og einhverjar verslanir
lokuðu tímabundið á meðan mest
gekk á. Einnig varð tjón á bílum
fyrir utan verslanamiðstöðina.
„Þetta var í líkingu við að Bítl-
arnir hefðu mætt í Smáralind,“ seg-
ir Sturla að lokum. agf@mbl.is
„Í líkingu við að Bítl-
arnir hefðu mætt í
Smáralind í gær“
Sturla
Eðvarðsson
„Við erum vön því
að rafmagnið fari
af í lengri tíma en
nú var raunin,“
segir Jón G. Guð-
jónsson veð-
urathug-
unarmaður í
Litlu-Ávík á
Ströndum. Raf-
magn fór af Ár-
neshreppi á
föstudagsmorgun þegar háspennu-
línan á Trékyllisheiði slitnaði vegna
ísingar. Starfsmenn Orkubús Vest-
fjarða gerðu nokkrar tilraunir til að
komast á staðinn til viðgerða en
tókst ekki fyrr en aðfaranótt sunnu-
dags. Gert var við línuna til bráða-
birgða og straum var svo hleypt á
Árneshrepp kl. 2:35 um nóttina.
„Margir eru með díselvélar heima
á bæjum og þær geta bjargað miklu
þegar svona aðstæður koma upp, en
slíkt gerist á hverjum einasta vetri.
Sjálfur er ég með slíka vél, sem er
nauðsyn vegna veðurathugana og
tölvusambands. Á nokkrum bæjum
hér eru kyndikatlar þar sem reka-
viðardrumbar eru eldiviður, en þar
sem hvorki eru slíkir katlar né vara-
stöðvar var orðið ansi kalt á bæjum
og það var kominn hrollur í fólk,“
segir Jón. sbs@mbl.is
Hrollur
í fólkinu
Rafmagn komst
aftur á í Árneshreppi
Jón G.
Guðjónsson