Morgunblaðið - 06.01.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.01.2014, Qupperneq 4
Ljósmynd/Daníel Kristjánsson Deplar Steyptir veggir í snjó í gær. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Góður gangur er í framkvæmdum á Deplum í Fljótum þar sem Orri Vigfússon og fleiri vinna að uppbyggingu. Í desember sl. var lokið við að steypa byggingu sem tengir sam- an gamalt íbúðarhús og fjárhús. Þar verður gistiaðstaða. Töluvert er um að á Tröllaskaga komi skíðakappar sem láta fljúga með sig á þyrlu upp á fjöll og renna sér svo niður á skíðum eða brettum. Það sport nýtur vaxandi vinsælda. Chad R. Pike, aðalframkvæmdastjóri og varaformaður fjárfestingasjóðs Blackstone í Evrópu, stendur að fjárfestingunni í Fljót- unum ásamt Orra. Saman sitja þeir í stjórn Verndarsjóðs villtra laxastofna. Pike starfar á vegum fyrirtækja sem hafa reist lúxushús á skíðasvæðum í Klettafjöllunum í Bandaríkj- unum, frönsku Ölpunum og á Englandi. „Við erum langt komnir og ljúkum fram- kvæmdum vonandi á þessu ári. Náum þessu þó ekki fyrir skíðavertíð þessa árs,“ segir Orri, sem keypti Depla fyrir þremur árum. Fyrir um áratug tók hann jörðina Bergland á leigu vegna veiðiréttinda í Fljótaá. Er að- staðan á Deplum hugsuð bæði fyrir skíðafólk og veiðimenn. „Það kemur sér vel að hafa öfl- uga bakhjarla með sér því sennilega kostar þetta um hálfan milljarð króna,“ segir Orri um gistihúsið nýja, sem mun taka 15 til 20 næturgesti. Frá 2008 hefur Jökul Bergmann rekið þyrluskíðafyrirtæki á Tröllaskaga. Hann hef- ur gert samninga um einkarétt á slíkum ferð- um á nokkur fjöll við Eyjafjörð og nágrenni. Orri segir þetta ekki trufla sig. Mat fróðra sem hann hafi ráðfært sig við sé að enginn hafi einkarétt á ferðum á einstök fjöll. Jökull hefur sagt að hann muni verja hagsmuni sína fyrir dómi. Uppsteypu lokið og haldið áfram  Framkvæmdir í Fljótum  Gistihús fyrir skíða- og veiðimenn reist á Deplum  Hálfur milljarður króna 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Sumarið 2014erkomið Kynntu þér brot af því besta á heimsferdir.is Allt a ð 15.00 0 kr. bóku naraf sláttu r til 10. janúa r 201 4. E N N E M M / S IA • N M 60 82 1 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Öll ferðalög hefjast með einu skrefi og af hálfu margra sem taka þátt í þessu verkefni er stóri áfang- inn sá að breyta um lífsstíl. Þessi fyrsta fjallganga ársins gekk ljóm- andi vel; sumir hefðu raunar mátt vera betur búnir til þess að klífa klakabunkana. Munu hins vegar draga lærdóm af því og koma þá betur búnir að viku liðinni,“ segir Páll Ásgeirs Ásgeirsson fararstjóri. Á Mosfell eftir viku Verkefni Ferðafélags Íslands 52 fjöll 2014 – eitt fjall á viku var ýtt úr vör í gær þegar góður hópur, tæplega 130 manns, gekk á Úlfars- fell við Reykjavík. Næstu vik- urnar verður gengið á ýmis fjöll í nágrenni borgarinnar en þegar kemur fram á vorið verður lagt í brattari brekkur og hærri hnjúka. „Göngurnar tvær fyrstu helgarnar eru án skuldbind- inga og allir geta verið með. Þegar kemur að þriðju göngunni þéttum við raðirnar og að fenginni reynslu reikna ég með að kannski 80 til 90 manns verði með okkur árið allt,“ segir Páll Ás- geir. Hann ætlar næsta Enn má sjá töluvert af bæði andlitum fólks og skráningarnúmerum bifreiða á 360° kortavef Já, þrátt fyrir að í úr- skurði Persónuverndar frá 6. ágúst sl. komi fram að Já hf. skuli sjá til þess að efni sem birtist á vefsíðum þess vegna götusýnar verði ópersónu- greinanlegt. Skal í því tilliti huga að því að afmá andlit og skráningar- merki ökutækja, segir í úrskurðinum. Sigríður Margrét Oddsdóttir, for- stjóri Já, segir fyrirtækið notast við sjálfvirkan hugbúnað sem skoði allar myndirnar og afmái persónuupplýs- ingar. „Þetta er svo mikið magn af myndum að við getum lent í því að það séu einhver frávik sem fólk vill benda okkur á að skoða betur,“ segir Sigríð- ur. Hún bætir við að Google og önnur fyrirtæki sem veita sambærilega þjónustu glími við sama vandamál. „Google gefur sér tvær til sex vikur til að bregðast við ábendingum en við gerum það innan nokkurra daga. Við hefðum aldrei bætt þessari nýjung við kortin án þess að vera viss um að við værum að framfylgja ákvörðun Per- sónuverndar.“ Hún segir Já ekki hafa borist kvartanir frá Persónuvernd eða ein- staklingum sem ekki var hægt að bregðast strax við myndum af. agf@mbl.is Andlit auðþekkj- anleg á götuvef Já  Já telur meirihluta myndanna í lagi Skjáskot/Já.is Laugavegur Á þessu skjáskoti af vef Já.is var aðeins andlit karlmannsins til vinstri afmáð. Önnur andlit má greina og einnig númer á bílunum. „Sumir, sem slást í 52ja fjalla hópinn eru algjörir byrjendur, hafa hvorki stundað útvist né verið neitt í að príla á fjöll. Þetta fólk er þó oft fljótt að komast á skrið og gefur þeim reyndari ekkert eftir þegar það er komið í svolitla æfingu og finnur að þetta er skemmtilegt,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, sem er þrautreyndur fararstjóri og hefur jafnframt skrifað fjölda bóka um leiðir, land og útivist sem hafa átt sinn þátt í vit- undarvakningu á þessu sviði. „Meðal fólks sem leggur gönguferðir fyrir sig hefur stundum verið haft sem viðmið að ætli það í virkilega krefj- andi ferðir til dæmis á Hvannadalshnjúk eða á Eyjafjallajökul, þangað sem við ætlum í vor, sé ágætt að ná upp að svonefndum Steini í Esjunni á um það bil klukkustund. Þar ertu kominn í 600 metra hæð og kominn langleiðina upp á Þverfellshorn,“ segir Páll Ásgeir. Finnur að þetta er skemmtilegt NÝLIÐAR GEFA ÞEIM REYNDARI EKKERT EFTIR sunnudag að ganga með sínu fólki á Mosfell í Mosfellsdal og að tveimur vikum liðnum á Helgafell við Hafn- arfjörð. Má raunar segja að í verk- efni þessu verði lagt til atlögu við allan þann stóra og fallega fjalla- hring sem sést úr höfuðborginni. Komið mörgum á sporið „Þátttaka í 52 fjöllum hefur kom- ið mörgum á sporið,“ segir Páll. Fólk sem hefur lítið gengið áður fer á fullt og af verkefninu hafa sprott- ið framhaldshópar og sjálfstæðir gönguklúbbar. Er fólk þá á eigin vegum í ferðalögum vítt og breitt um landið; fer Laugaveg, Strúts- stíg, á Lónsöræfi, Hornstrandir og svo mætti áfram telja vinsælar gönguslóðir. „Ég hef stundum sagt að þetta verkefni sé bæði trúboð og skóli. Áhuginn vaknar og fólk fer að stunda fjallgöngur og aðra útivist – gerir það að sínum lífsstíl og af hálfu okkar sem að þessu stöndum er leikurinn einmitt til þess gerð- ur.“ Morgunblaðið/Kristinn Upphaf Fjallgöngur eru á flestra færi og fín líkamsþjálfun. Gott er að byrja ferðina á að teygja aðeins á vöðvunum og hita þá upp og það gerðu Úlfarsfellsfararnir í gær og nutu þar góðrar leiðsagnar Rósu Sigrúnar Jónsdóttur. Stór hópur byrjaði árið á Úlfarsfellsgöngunni  Um 130 þátttakendur  Fara í brattari brekkur í vor

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.