Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
Flughálka hefur verið á vegum,
göngustígum og bílastæðum við vin-
sæla viðkomustaði ferðamanna frá
því fyrir jól. Þar má t.d. nefna Geysi,
Gullfoss, Þingvelli og Seljalandsfoss.
Sums staðar hefur verið reynt að
sanda til að sporna við hálkunni.
Ferðafólk sem skoðar þessar nátt-
úruperlur í vetrarbúningi á stundum
bágt með að fóta sig á svellinu og
hefur jafnvel fengið slæmar byltur.
„Við höfum lagt mikla vinnu í að
sanda og salta fyrir framan hjá okk-
ur og efra bílastæðið,“ sagði Svavar
Njarðarson sem rekur Gullfosskaffi
við Gullfoss. Alvarleg slys hafa ekki
orðið þar vegna hálkunnar í vetur.
Svavar sagði að neðra bílastæðið
og göngustígurinn að fossinum væru
á forræði Umhverfisstofnunar sem
ætti og ræki svæðið. „Þeir sendu
sandbíl í gær [á laugardag] eftir
mikla eftirfylgni bílstjóra,“ sagði
Svavar. Hann sagði vandann vera
þann að ekkert skipulag væri á
hálkuvörnum við Gullfoss eða aðra
fjölsótta ferðamannastaði í kring.
„Það þarf að sinna þessum göngu-
stígum, það er ekki gert nema það
sem við ráðum við sem lítið fyrir-
tæki. Ríkið á þetta og þarf að sinna
þessu, hvernig sem það er gert.“
gudni@mbl.is
Ferðafólk
skrikar á
svellinu
Misbrestur á
hálkuvörnum
Ljósmynd/Einar Ólafur Matthíasson
Seljalandsfoss Svell hefur verið
þar líkt og á fleiri stöðum.
Kristinn Andersen
gefur kost á sér í
1. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins 1. febrúar nk.
fyrir bæjarstjórn-
arkosningar í
Hafnarfirði. Hann
er verkfræðingur,
formaður Verk-
fræðingafélags Íslands, og var kjör-
inn bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í síð-
ustu sveitarstjórnarkosningum, þar
sem hann hefur starfað í fræðslu-
ráði og nú í bæjarráði.
Býður sig fram í 1.
sæti í Hafnarfirði
Kristinn Andersen
FRÉTTASKÝRING
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Mikill fjöldi ökumanna hefur lent í
vandræðum vegna færðar á vegum
þennan veturinn, einkum síðustu
vikur. Hluti þessa hóps eru er-
lendir ferðamenn, sem margir
hverjir hafa litla sem enga reynslu
af því að aka við vetraraðstæður,
s.s. í glærahálku eins og er á sum-
um vegum.
Bergþór Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar,
segir að yfir 90% bílaflota leig-
unnar sé á nagladekkjum. Bíla-
leiga Akureyrar er með útibú víðs-
vegar um landið. „Það eru þannig
aðstæður að okkur finnst við þurfa
að hafa það svoleiðis. Það er alltaf
krafa frá einhverjum ökumönnum
um umhverfisvæn dekk og við
bjóðum þann valkost, en það er al-
gjör undantekning. Við fáum ekki
margar óskir um það. Fjór-
hjóladrifnir bílar hjá okkur eru til
að mynda alltaf á nagladekkjum.
Þó svo að heilsársdekk séu orðin
mjög góð þá eru aðstæður þannig
núna, þar sem margir staðir eru
merktir flughálir, að þá skiptir
þetta máli.“
Bílaleigur reyna sitt ýtrasta
Hann segir langflestar bílaleigur
reyna sitt ýtrasta til að upplýsa þá
sem taka bíla á leigu um aðstæður
á íslenskum vegum. „Það eru ekki
bara dekkin sem skipta máli, held-
ur líka að fólk viti út í hvað það er
að fara. Innan Samtaka ferðaþjón-
ustunnar (SAF) höfum við hamrað
á að allir geri þessa hluti vel, en
menn verða að horfa í eigin barm
með þetta,“ en Bergþór er formað-
ur bílaleigunefndar SAF.
Hann segir að á hverjum
morgni prenti starfsmenn bílaleig-
unnar út veðurspá dagsins frá
Vegagerðinni og hengi upp á áber-
andi stað.
„Síðan er hverjum einasta ferða-
manni kynnt hvernig staðan á veg-
unum og færðin er.“
Helga Áradóttir, fram-
kvæmdastjóri SAF, segir alveg
ljóst að þeir sem heyra undir sam-
tökin leggi mikið upp úr því að
bílaflotinn sé á nagladekkjum.
„Það eru í raun og veru bara örfá-
ir bílar sem eru á heilsárs- eða
vetrardekkjum. Þetta hefur mikið
verið rætt í bílaleigunefndinni hjá
okkur, sérstaklega í ljósi þessarar
miklu aukningar á ferðamanna-
straumnum yfir vetrartímann. Síð-
an er mjög mikilvægt að allir sem
leigja bíla séu sem best upplýstir
um vetrarfærðina.“ Hún segir að
eftir því sem ferðamönnum fjölgi
koma eðlilega upp fleiri óhöpp.
Rukka í jaðartilvikum
Bergþór segir að það væri erf-
iðleikum háð að láta leigutaka
greiða fyrir mögulega björgun ef
til þess kæmi. „Það hefur ekki
verið skoðað til hlítar, en það hef-
ur komið til þess að við látum
leigutaka borga okkur fyrir björg-
un og við höfum síðan lagt þá upp-
hæð inn á reikning viðkomandi
björgunarsveitar. Stundum er það
þannig að fólk er að ana út í ein-
hverja algjöra vitleysu. Þetta er
ekki algengt en gerist árlega. Fólk
þarf samt að sýna af sér mjög
mikið gáleysi til að við grípum til
þessa ráðs.“ Hann segist ekki hafa
lent í því að björgunarsveitir hafi
skilið eftir bíla fólks sem bjargað
er, en hafi heyrt af því að það hafi
verið gert. „Það var aðallega
vegna þess að bílarnir voru hvort-
tveggja lélegir og á lélegum dekkj-
um eða þá aðstæður þannig að
ekki hafi verið hægt að koma bíl-
um til byggða,“ segir Bergþór.
Fyrirbyggjandi aðgerðir betri
Jónas Guðmundsson sér um
slysavarnamál hjá Slysavarna-
félaginu Landsbjörg. Hann vill
frekar tryggja öryggi fyrirfram
með upplýsingagjöf heldur en að
láta þá sem komast í ógöngur
greiða fyrir björgunina.„Það á
miklu frekar að auka aðgengi að
upplýsingum. Bílaleigurnar standa
sig ágætlega í að upplýsa ferðafólk
um aðstæður.“
Landsbjörg heldur úti síðunni
safetravel.is, þar sem ferðamenn
geta aflað sér upplýsinga um að-
stæður á Íslandi. „Á síðunni eru
reifaðar nauðsynlegar upplýsingar
sem ferðamenn þurfa um aðstæður
á vegum. Vandamálið er auðvitað
að við náum ekki nema til hluta
ferðamanna með þessu móti.“
Hann segir Landsbjörg hafa dreift
kynningarspjöldum á hótel, bíla-
leigur, bensínstöðvar og víðar, þar
sem fólki er bent á að kynna sér
efni síðunnar. Fólki finnist það
samt gjarnan ekki þurfa á svona
upplýsingum að halda.
Bílarnir séu á nagladekkjum
Segir langflesta bílaleigubíla á nagladekkjum Auka þarf upplýsingagjöf
til að koma í veg fyrir óhöpp Fékk ekki leigðan bíl á negldum dekkjum
Morgunblaðið/Kristinn
Vetrarveður Þó svo að margir njóti snjókomunnar er oft erfitt að athafna sig á vegum úti í hálku og miklum snjó.
90% af bílum Bílaleigu Akureyrar eru á nagladekkjum. Svipaða sögu er að segja af flestum meðlimum SAF.
Patrick Gut, þýskur ferðamaður, óskaði eftir að fá
leigðan bíl með nagladekkjum hjá bílaleigunni
Geysi, enda hafði kunningi hans bent honum á að
íslenskir vegir gætu verið illfærir að vetrarlagi.
„Ég hitti félaga minn og sagði honum að ég hefði
leigt bíl til að fara hringinn í kringum landið,“ segir
Patrick. „Hann spurði hvort bíllinn væri á nagla-
dekkjum. Ég svaraði því neitandi og spurði hvort ég
þyrfti nagladekk. Hann sagði að það væri alveg
nauðsynlegt og það væri óábyrgt að vera á ónegld-
um dekkjum á vegum úti á þessum árstíma.“ Pat-
rick Gut hringdi á bílaleiguna og óskaði eftir að fá nagladekk. Þar fékk
hann þau svör að það væri ekki nauðsynlegt og það gæfi falskt öryggi.
„Starfsmaður bílaleigunnar sagði að ekki væri hægt að fá bíl á nagla-
dekkjum því það ætti ekki að vera þörf á því. Hinn 29. desember keyrðum
við frá Reykjavík norður á Akureyri, áfallalaust. Ég er ekki reyndur vetrar-
ökumaður, nei. Í Sviss eru vegirnir eiginlega alltaf íslausir því þeir eru
saltaðir,“ segir Patrick Gut.
Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, segir
undantekningu að ferðamenn vilji negld dekk. Fæstir þeir ferðamenn sem
komi til Íslands yfir vetrartímann fari langt út fyrir suðvesturhornið og
mikill áróður hafi verið rekinn gegn nagladekkjum að undanförnu. Þar að
auki hjálpi þau bara í hálku, ekki í snjó.
Naglar gæfu falskt öryggi
FERÐAMAÐUR GAT EKKI FENGIÐ BÍL Á NAGLADEKKJUM
Meirapróf
Næsta námskeið hefst 8. janúar 2014
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737
Gunnlaugur E. Briem,
fyrrverandi yfir-
sakadómari í Reykja-
vík, lést á hjúkrunar-
heimilinu Hrafnistu í
Kópavogi að morgni
nýársdags, 91 árs að
aldri.
Hann fæddist á
Sauðárkróki 8. nóv-
ember 1922 og ólst þar
upp. Foreldrar hans
voru Kristinn Pálsson
Briem kaupmaður og
Kristín Björnsdóttir
Briem húsfreyja.
Gunnlaugur lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1943, embættisprófi í lögfræði
frá Háskóla Íslands 1949 og stund-
aði framhaldsnám í réttarfari í op-
inberum málum í Svíþjóð og Dan-
mörku 1950-1951.
Hann var fulltrúi hjá
Sakadómaranum í
Reykjavík 1949-1961,
var settur sakadómari
1961 og yfirsaka-
dómari frá 1973. Árið
1982 var hann síðan
skipaður yfir-
sakadómari og gegndi
því embætti þar til
hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir árið
1992. Gunnlaugur sat í
stjórn Dómarafélags
Íslands 1970-1972.
Gunnlaugur lætur eftir sig eig-
inkonu, Hjördísi Ágústsdóttur
Briem, sem hann kvæntist 6. nóv-
ember 1954. Þau eignuðust fjögur
börn: Valgerði Margréti, Kristin,
Gunnlaug og Áslaugu.
Andlát
Gunnlaugur E. Briem