Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
Pilates. Hver æfing virkjar kviðvöðvana og
aðferðin leggur áherslu á að styrkja miðjuna; kvið,
mjóhrygg og rass.
• Hefst 7. janúar (8 vikur)
• Kennsla: Þriðjud. og fimmtud. kl. 17:30
• Þjálfari:Margrét Stefánsdóttir sjúkraþj. og
löggiltur Stott pílates kennari
• Verð: kr. 28.900 (þ.e. 14.450 pr. mán.)
• Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal fylgir námsk.
Skemmtilegar og hvetjandi æfingar til að styrkja
líkamann.
MarkmiðPílates er að lengja,
styrkja og stæla líkamann
með kerfisbundnumæfingum
Æfingarnarmiðaaðþví að
bæta líðan, styrk, jafnvægi og
líkamsstöðumeðþví að leggja
áherslu ádjúpa vöðvakerfið.
Hentar byrjendum jafnt sem
lengra komnum
Meðal þess tjóns sem vinstristjórnin olli á síðasta kjör-
tímabili var að standa gegn upp-
byggingu atvinnulífsins. Liður í því
var að hindra uppbyggingu stóriðju
og var rammaáætlun eitt af því sem
notað var í þessum
tilgangi.
Rammaáætluninvarð að póli-
tísku bitbeini í bak-
tjaldamakki stjórn-
arflokkanna, en
eins og smám sam-
an hefur verið betur upplýst um
voru baktjaldamakkið og pólitísku
hrossakaupin snar þáttur í starfi
síðustu ríkisstjórnar.
Fyrir kosningar var vitað að þeirflokkar sem nú eru við stjórn-
völinn höfðu aðra sýn á orkunýt-
ingu og atvinnuuppbyggingu en
vinstri flokkarnir og er það eitt af
því sem skilaði þeim í stjórnarráðið
en hinum sögulegu kosningatapi.
Nú hefur verið hafist handa viðað laga það sem misfórst í
orkunýtingarmálum með hrossa-
kaupunum á síðasta kjörtímabili og
þá taka fulltrúar hinnar föllnu
vinstri stjórnar við að minna á verk
sín með því að kvarta undan stefnu-
breytingunni.
Katrín Júlíusdóttir krefst fundarí þingnefnd til að ræða þá vá
sem að hennar mati fylgir því að
taka tillit til þarfa atvinnulífsins en
ekki aðeins pólitískra þarfa hrossa-
kaupsflokkanna.
Barátta þessara flokka gegn at-vinnuuppbyggingu í landinu á
eflaust eftir að halda áfram bæði
innan þings og utan á næstu miss-
erum og árum. Sú barátta er ágæt
áminning um að á meðan þeir hafa
engu gleymt og ekkert lært er þeim
ekki treystandi fyrir stjórn lands-
ins.
Katrín
Júlíusdóttir
Ágæt áminning
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 5.1., kl. 18.00
Reykjavík 2 léttskýjað
Bolungarvík -1 snjókoma
Akureyri 1 súld
Nuuk -2 skýjað
Þórshöfn 6 léttskýjað
Ósló 2 alskýjað
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Stokkhólmur 2 alskýjað
Helsinki 3 skýjað
Lúxemborg 3 skýjað
Brussel 6 léttskýjað
Dublin 11 léttskýjað
Glasgow 6 skýjað
London 8 heiðskírt
París 7 alskýjað
Amsterdam 6 léttskýjað
Hamborg 3 léttskýjað
Berlín 6 skýjað
Vín 7 alskýjað
Moskva 0 alskýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 8 alskýjað
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 8 skúrir
Aþena 11 léttskýjað
Winnipeg -36 léttskýjað
Montreal -7 snjókoma
New York 0 slydda
Chicago -6 snjókoma
Orlando 22 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
6. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:13 15:55
ÍSAFJÖRÐUR 11:52 15:26
SIGLUFJÖRÐUR 11:36 15:08
DJÚPIVOGUR 10:50 15:17
Sala á áfengi hjá ÁTVR jókst um
0,6% frá árinu 2012. Alls seldust um
18,6 milljónir lítra af áfengi, mest af
lagerbjór eða um 14 milljónir lítra.
Á vef vínbúða ÁTVR kemur fram
að sala á ávaxtavíni (cider) hafi að
mestu tekið við af sölu í blönduðum
drykkjum.
Mikill samdráttur varð á sölu á
sígarettum árið 2013 eða 12,2%,
einnig í sölu á neftóbaki, um 4%, og í
sölu á vindlum, um 10,2%. Sala á
reyktóbaki jókst um 5,9%.
Sala á áfengi í ÁTVR
Heimild: ÁTVR
Áfengi 2013 2012
Rauðvín 1.812,2 1.781,2 1,7%
Hvítvín 1.157,6 1.170,0 -1,1%
Ókryddað brennivín og vodka 219,1 231,7 -5,4%
Lagerbjór 14.096,1 14.173,8 -0,5%
Ávaxtavín 310,6 181,5 71,1%
Öl 278,9 224,7 24,1%
Jólabjór 616,0 573,0 7,5%
Annað 162,5 201,1 -19,2%
Sala áfengis samtals (þús. lítra) 18.653,0 18.537,0
Breyting
milli ára
Örlítið meira
selt af áfengi
Orkuveita
Reykjavíkur verð-
ur að láta gjald-
skrá fylgja verð-
lagsbreytingum
og því er ekki
mögulegt að
lækka gjald-
skrána, þrátt fyrir
að Planið svo-
nefnda hafi gengið
framar vonum,
eins og kom fram í Morgunblaðinu sl.
föstudag.
Bjarni Bjarnason, forstjóri OR,
bendir á að Planið hafi m.a. falið í sér
að OR fékk lán frá eigendum sínum
upp á 12 milljarða króna og í lánaskil-
málum samningsins sé kveðið á um að
OR beri að láta gjaldskrá halda verð-
gildi sínu, ella gerist félagið brotlegt
við lánasamninginn. Því komi lækkun
á gjaldskránni ekki til greina. Bjarni
segir gjaldskrána hafa hækkað um
20-30% á tímabilinu.
Reksturinn gengur vel
„Fyrirtækinu hefur gengið gríðar-
lega vel að vinna samkvæmt þessari
áætlun. Hún var erfið og það var alls
ekki gefið að hún myndi ganga eftir.
Þetta hefur gengið svona vel m.a.
vegna þess að við höfum látið gjald-
skrár fylgja verðlagsbreytingum og
við erum í raun skyldugir til þess,“
segir Bjarni. Hann bætir við að einnig
verði enginn arður greiddur út árið
2016 og að kostnaður við rekstur hafi
verið minni en áætlunin gerði ráð fyr-
ir.
Bjarni segir að þótt reksturinn
gangi vel þá sé fjárhagur OR ennþá
erfiður. „Það er fljótlegt að snúa
rekstrinum við með því að skera niður
kostnað við fjárfestingar og breyta
gjaldskrá þannig að við fáum allt út úr
rekstrinum sem að honum ber að
gefa. En það tekur lengri tíma að
rétta við fjárhaginn því að skuldirnar
voru svo gríðarlegar.“ agf@mbl.is
Gjaldskrá
OR fylgi
verðlagi
Lækkun á gjald-
skrá ekki möguleiki
Bjarni
Bjarnason