Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 9
manni til manns, frá kynslóð til kyn-
slóðar.“
Yfir 520.000 nöfn
Um árabil hefur Sunna sinnt ætt-
fræðirannsóknum og fyrir skömmu
yfirtók hún ættfræðigrunn Hálf-
dánar Helgason með yfir 520.000
skráningum. Hún hefur stofnað
sjálfseignarstofnunina Icelandic Ro-
ots (icelandicroots.com) um grunn-
inn og aðra skylda starfsemi og
bendir á að möguleikarnir séu marg-
ir. Hún áréttar að Hálfdán hafi unn-
ið ótrúlegt starf og hann haldi áfram
sem ráðgjafi hennar og verði í stjórn
stofnunarinnar. Fólk, sem greiði
fyrir aðgang að síðunni, geti fengið
mikið magn upplýsinga um ein-
staklinga, fjölskyldur, staði og fleira.
Í því sambandi nefnir Sunna að hún
ætli að safna öllu sem hún geti á einn
stað. Allir geti lagt til efni en hún
hafi umsjón með því hvað fari inn á
síðuna. Þannig verði myndir af fólki,
legsteinum, kirkjugörðum, bæjum,
svæðum og svo framvegis aðgengi-
legar. „Hugmyndin er að fólk geti
fengið upplýsingar um nánast allt
sem viðkemur einstaklingunum í
grunninum,“ segir Sunna.
Styrkir unga fólkið
Hún bætir við að ættfræðigrunn-
urinn sé grunnur stofnunarinnar
Icelandic Roots en hún leggi í raun
áherslu á allt sem sé íslenskt – bók-
menntir, tungumál, menningu, hefð-
ir, sögu, félög, blaðið Lögberg-
Heimskringlu og Snorraverkefnið.
„Þetta er allt spurning um að halda
eldinum gangandi og láta kyndilinn
ganga. Það er það sem hefur gerst,
við höfum tekið við kyndlinum frá
forfeðrum okkar og höldum áfram.“
Allt starfið er unnið í sjálfboða-
vinnu og Sunna leggur áherslu á að
gjaldið, sem fólk þurfi að borga til
þess að komast inn á síðuna, fari í
kostnað við síðuna og til þess að
styrkja góð málefni, eins og til dæm-
is háskólastyrki fyrir krakka af ís-
lenskum ættum og þátttöku í
Snorraverkefninu.
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Mig hefur lengi langað til þess að
vera á Íslandi um áramót og Jeff,
eiginmaður minn, gerði drauminn nú
að veruleika,“ segir Vestur-
Íslendingurinn
Sunna Pamela
Olafson-
Furstenau, sem
býr jöfnum hönd-
um í Fargo og
Görðum (Gardar)
í Norður-Dakóta í
Bandaríkjunum.
Undanfarinn
áratug hefur
Sunna eflt tengsl-
in við allt sem íslenskt er. „Þú ættir
að sjá allar íslensku bækurnar mín-
ar,“ segir hún og er mikið niðri fyrir.
„Þessi tenging, íslenska arfleifðin,
skiptir svo miklu máli og það er mik-
ilvægt að láta kyndilinn ganga, frá
Boðberi arfleifðarinnar
Sunna Pam Olafson-Furstenau í N-Dakóta hefur stofnað
sjálfseignarstofnun um ættfræði og íslensk málefni vestra
Sunna Pam
Furstenau
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
Einrúm
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is
Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Sófi úr hljóðísogsefni sem býr
til hljóðskjól í miðjum skarkala
opinna skrifstofurýma, auk
þess að bæta hljóðvist rýmisins
Sturla Már Jónsson
Húsgagna- og
innanhússarkitekt
hannaði Einrúm
H
a
u
ku
r
1
.1
4
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Framleiðslufyrirtæki í sérhæfðum matvælum. Vaxandi rekstur.
Meðeigandi kæmi til greina fyrir góðan framkvæmda- eða sölustjóra.
• Vel þekkt innflutningsfyrirtæki með fæðubótarefni.
• Rótgróið glerfyrirtæki sem selur einnig aðrar vörur fyrir byggingar-
iðnaðinn. Fyrirtækið er með 70-80% markaðshlutdeild á sínu sérsviði.
Velta hefur haldist stöðug frá hruni og mjög góður rekstrarhagnaður.
Fyrirtækið er nú komið í mikinn vöxt og staðfestar pantanir til afgreiðslu
á næstu mánuðum eru nú þegar orðnar meiri en allt síðastliðið ár.
• Meðeigandi, sem jafnframt yrði framkvæmdastjóri, óskast að arðbæru
og vaxandi þjónustufyrirtæki í byggingariðnaðinum. Viðkomandi
myndi leggja félaginu til aukið hlutafé sem notað yrði til áframhaldandi
uppbyggingar og markaðssóknar. Æskilegt að framkvæmdastjórinn
hafi þekkingu á verslun og/eða byggingariðnaði.
• Rótgróin heildverslun með vinsælar vörur fyrir konur, sem seldar eru í
verslunum um land allt. Ársvelta 250 mkr. EBITDA 50 mkr.
• Áratuga gömul og vel þekkt sérverslun, sú stærsta og þekktasta á sínu
sviði. Hentar vel fyrir hjón eða konur. Ársvelta 150 mkr. EBITDA 25 mkr.
• Tveir Subway staðir á Benidorm. Velta 100 mkr. og góður hagnaður.
Miklir möguleikar fyrir duglega aðila að opna fleiri staði á svæðinu.
• Stálsmiðja sem framleiðir staðlaðar vörur fyrir sjávarútveg. Stöðug velta
og vel tækjum búin. Hægt að flytja hvert á land sem er og hentar vel
sem viðbót við starfandi vélsmiðju.
www.birkiaska.is
Bodyflex Strong vinnurgegn stirðleika
og verkjum í liðamótum og styrkir
heilbrigði burðarvefja líkamans.
2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt
aðminnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur
hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Bodyflex
Strong
BRIDS
SKÓLINN
Viltu læra að spila brids?
Námskeið fyrir byrjendur hefst 20. jan.
Átta mánudagskvöld frá 8-11 í Síðumúla 37.
Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir
neinni kunnáttu. Þú getur komið ein eða einn, með öðrum
eða í hóp og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða
þar á milli.
♦ Nánari upplýsingar og innritun í síma 898-5427.
♦ Sjá ennfremur á bridge.is (undir „fræðsla“).
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Dalvegi 16a Kóp. (Rauðu múrsteinshúsunum)
nora.is | facebook.com/noraisland |Opið virka daga
12.30-18.00 og laugardaga til jóla 12.00-16.00
Burleigh sveitastellið
Sunna Pam Furstenau flytur fyr-
irlestur á ensku á vegum Þjóð-
ræknisfélags Íslendinga í sam-
vinnu við Háskóla Íslands í
hátíðarsal HÍ á morgun, þriðju-
daginn 7. janúar, og hefst hann
klukkan 12.00.
Fyrirlesturinn, sem Sunna
nefnir „Passing the Torch“ og
tekur um 30 mínútur, fjallar um
íslensku arfleifðina í Norður-
Ameríku. Hvers virði hún er fyrir
yngri kynslóðir Íslendinga og
Vestur-Íslendinga og hvernig
henni verður viðhaldið. Sem fyrr
fléttar hún saman máli og mynd-
um og að þessu sinni sýnir hún
um 500 myndir með máli sínu.
Kyndillinn frá
manni til manns
FLYTUR FYRIRLESTUR Í HÁTÍÐ-
ARSAL HÁSKÓLA ÍSLANDS