Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 10
Magadansinn er upprunninn í Mið-
Austurlöndum og talið er að saga
hans nái afar langt aftur. Dansinn
hefur öðlast nokkrar vinsældir hér á
landi, enda talinn góð líkamsrækt.
Dansinn getur hentað þeim vel
sem vilja styrkja bak og maga.
Í vikunni hefst byrjendanámskeið í
magadansi, eða Bollywood, eins og
námskeiðið kallast í Kramhúsinu.
Ekki er gerð krafa um nokkra
reynslu í dansi og þátttakendur geta
verið hvernig sem er í laginu.
Kennslan er í höndum Margrétar
Erlu Maack sem er ein þeirra sem
hafið hafa magadansinn til vegs og
virðingar hér á landi á undanförnum
árum. Farið verður í gegnum undir-
stöðuatriði dansins á miðvikudags-
kvöldum næstu sex vikurnar en nán-
ari upplýsingar er að finna á vefsíðu
Kramhússins.
Fyrir fólk, hvernig sem er í laginu
Morgunblaðið/Eggert
Bollywood Vinsældir Bollywoodnámskeiða Kramhússins hafa verið töluverðar.
Byrjendanámskeið í magadansi
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
Tjörvi Ólafsson
Hagfræðingur hjá Seðalbanka
Íslands kynnir hagspá Íslands
2014/2015
Þorlákur Karlsson
Þorlákur Karlsson, dósent við HR
og rannsóknarstjóri Maskínu
kynnir niðurstöður rannsóknar-
innar: Hvernig hæfa samfélagsgildi
Íslendinga í breyttum heimi?
Valdimar Sigurðsson
Dósent við viðskiptadeild HR,
fundarstjóri
Daniel Levine – „The Ultimate Guru of Cool“ (skv. CNN)
er forstjóri Avant-Guide Institute. Maðurinn sem Saatchi
& Saatchi biður um að dæma keppnir hjá sér svo þær
séu eins svalar og hægt er. Stýrir risavöxnu alþjóðlegu
neti „trend-skoðara“ og veit alltaf hvað er að koma.
Mörg öflugustu fyrirtæki heims leita til hans þegar þau
vilja átta sig á hvað er handan við hornið, t.d. Master-
Card, Deutche Telekom og Samsonite.
Hver eru nýjustu „trendin“ í þörfum og væntingum neytenda?
Hvernig geta fyrirtæki lifað af og blómstrað í ögrandi
viðskiptaumhverfi nútímans með því að þekkja óskir
og þrár viðskiptavinarins?
Um allan heim eru fyrirtæki að nýta sér „trend“
þekkingu Avant-Guide. Hvers vegna ekki þitt fyrirtæki?
Morgunverðarfundur, Kaldalóni í Hörpu
9. janúar 2014, kl. 9–11
Skráning og nánari upplýsingar á imark.is
Takmarkaður sætafjöldi
DANIEL LEVINE
THEMEANINGFUL ECONOMY
Malín Brand
malin@mbl.is
Ásíðasta ári fögnuðu þauhjónin þrjátíu ára brúð-kaupsafmæli og er óhættað segja að þessi ár hafi
verið viðburðarík. Það sama má
segja um æsku Stefaníu en hún
kynntist sorginni ung að árum og
hefur með sérstökum hætti tekist
að yrkja um átakanlega atburði af
einstakri alúð og kærleika. Það hef-
ur margt drifið
á daga þessarar konu sem hef-
ur gefið íslenskum lesendum innsýn
inn í líf sitt á einkar hógværan hátt.
Norðfjörður og Ástralía
Svo skemmtilega vildi til að
Gavin hafði komist í kynni við Ís-
lendinga í Perth og kom með þeim
til Íslands. „Hann vann í frystihús-
inu eins og margir útlendingar
gerðu á þessum árum. Hann safnaði
sér fyrir þriggja mánaða Evr-
ópureisu og kom til baka til að
vinna sér fyrir ferðinni heim til
Bóndi í Ástralíu og
ljóðskáld á Íslandi
Stefanía Guðbjörg Gísladóttir kynntist Gavin Dear, eiginmanni sínum, á
sjómannadagsballi á Norðfirði árið 1982. Sjálf ólst Stefanía upp í Seldal á
Norðfirði en hann er fæddur í Perth í Ástralíu. Þau hafa verið saman síðan þau
hittust á sjómannadagsballi fyrir rúmum þrjátíu árum. Þau eiga fjögur börn og
eru frístundabændur í Ástralíu. Stefanía yrkir ljóð á íslensku samhliða vinnu.
Ástralíu,“ útskýrir Stefanía þegar
hún er spurð um fyrstu kynni
þeirra. „Ég hafði búið í Reykjavík
síðustu sjö árin áður, en skrapp
austur til að hjálpa foreldrum mín-
um í sauðburði í Seldal í
Norðfirði þar sem ég hafði alist
upp. Þar hittumst við Gavin á sjó-
mannadagsballi og höfum verið
saman allar götur síðan,“ segir hún.
Frá Norðfirði fluttu þau til
Perth árið 1983 og eignuðust elstu
dótturina þar. Tæpum tveimur ár-
um síðar kom upp sérstök staða og
þau stóðu frammi fyrir áskorun.
„Foreldrar mínir og föð-
urbróðir þurftu að bregða búi og við
ákváðum að freista gæfunnar og
fórum aftur heim og tókum við
búinu í Seldal árið 1985. Svo
óheppilega vildi til að fram-
leiðslutakmarkanir voru settar á
hefðbundnar landbúnaðarafurðir á
þessum tíma og kom það illa út fyr-
ir okkur. Við þraukuðum í 10 ár,
með því að reyna ýmislegt óhefð-
bundið, þar á meðal fundum við upp
og þróuðum nýja afurð sem við köll-
uðum birkisalt og nýttum í það lauf-
Skáldið Stefanía Guðbjörg Gísla-
dóttir hefur gefið út þrjár ljóðabæk-
ur og yrkir á íslensku.
Hópur vísindamanna vinnur að rann-
sóknum á því hvernig mörgæsir
bregðast við hlýnun jarðar og þróun
vistkerfisins. Á vefsíðunni
www.penguinscience er hægt að fylgj-
ast með hluta rannsóknanna og er
áhugavert að skoða þá tækni sem
unnið er með.
Sem dæmi má nefna fjarstýrt vél-
menni sem greinir hversu víða fæðu-
svæði mörgæsanna nær og fleira í
þeim dúr.
Á síðunni má sjá fjölda stórkost-
legra ljósmynda og myndbanda þar
sem þessar stórkostlegu skepnur eru í
aðalhlutverki.
Auk þess er að finna ýmiss konar
fræðsluefni sem gagnlegt er fyrir þau
yngstu sem hafa áhuga á að læra
meira um mörgæsir á suðurheim-
skautssvæðinu. Tvær tegundir lifa á
mjög sérstökum stað þar sem hafið
leggur. Það eru Adélie-mörgæsin og
keisaramörgæsin en sérstaklega hef-
ur verið fylgst með þessum tegundum
með tilliti til loftslagsbreytinga.
Allt um mörgæsir, tækni, vísindi og
breytta ásýnd jarðar á þessari áhuga-
verðu og vel uppsettu síðu.
Vefsíðan www.penguinscience.com
Mörgæsir Lífið á suðurskautinu hefur tekið breytingum vegna hærra hitastigs.
Mörgæsir og hlýnun jarðar
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Halldór Bragason, upphafsmaður
Blúshátíðarinnar og heiðursfélagi
Blúsfélags Reykjavíkur, er einn þeirra
sem kenna nemendum gítarleik.
Námið er fyrir alla aldurshópa og
sniðið að getu hvers og eins.
Halldór býður einnig upp á nám
fyrir hópa og hefur það mælst vel fyr-
ir hjá fyrirtækjum og ýmsum hópum.
Námskeiðin eru styrkhæf hjá fjöl-
mörgum stéttarfélögum og ekki úr
vegi að fá samstarfsfólk til að kynn-
ast betur gegnum tónlistina.
Allar nánari upplýsingar um einka-
eða hóptíma í gítarnámi er hægt að
fá með því að senda tölvupóst á net-
fangið bluesice@simnet.is.
Fjöldi námskeiða að hefjast á nýju ári
Morgunblaðið/Kristinn
Blúsgítar Halldór Bragason er leikinn
á gítarinn og býður upp á gítarnám.
Einka- og hóptímar í gítarleik