Morgunblaðið - 06.01.2014, Side 11

Morgunblaðið - 06.01.2014, Side 11
in úr víðlendu birkikjarri í Seldal. Einnig fórum við út í svínarækt þar sem við reyndum fyrir okkur með að hafa grísina úti yfir sumartímann og tókum þátt í tilraun með bleikju- stofna,“ segir Stefanía. Ekki gekk það til lengdar og árið 1995 flutt- ust þau búferlum til Vest- ur-Ástralíu. „Við keypt- um okkur síðan níu ekrur af landi um fjögurhundruð kílómetra suð- austur af Perth. Við byggðum þar hús, fengum okkur nokkrar kindur og hænur og höfum verið þar síð- an,“ segir Stefanía sem hefur samhliða bústörf- unum unnið hlutastarf á skrifstofu menntamála í áströlsku fangelsi. Inn á milli þessara starfa hefur hún fengist við skriftir og ort fjölda ljóða. „Ég byrjaði að yrkja ljóð um 1990, á árunum sem við bjuggum í Sel- dal, var þá um þrítugt. Þetta var róstusamur tími og við vorum að berjast fyrir tilverurétti okkar,“ segir Stefanía um þessi fyrstu ár kveðskaparins. Á búskaparárunum í Seldal lagði Stefanía í heimildasöfnun um skáldkonuna Guðrúnu Ólafsdóttur með það í huga að rita um hana bók. „Líklega hefur sú vinna virkað örv- andi á mig og einn góðan veðurdag braust þetta út. Ég orti mitt fyrsta ljóð. Eftir það varð ekki aftur snúið og smám saman varð þetta hluti af mér og ég get varla hugsað mér hvernig það var að lifa áður en ég byrjaði að yrkja, því ég og ljóðin mín erum orðin svo samtvinnuð,“ segir hún. Hugleiðsla og sýnir Stefanía hefur tamið sér hug- leiðslu og stundað hana í rúm 25 ár. „Í gegnum hana fæ ég mikla anda- gift, bæði beinan innblástur og myndrænan. Ég sé sýnir eins og ég sé að horfa á myndband og þeim fylgja tilfinningar sem ég túlka í prósa eða ljóði.“ Stefanía ólst upp í fallegum dal með foreldrum sínum, tveimur föð- urbræðrum og stórum systk- inahópi. Stefanía er yngst níu systkina. „Ég á mikið af fallegum minn- ingum og hefur bæði fólkið mitt og náttúran sem mótaði mig orðið mér rík uppspretta í ljóðum mínum. Ég geri mér grein fyrir hversu rík ég er og er óendanlega þakklát. Mér finnst að kjarninní ljóðum mínum sé leiftrið sem er á bak við gerðir fólks og mynd birtist í náttúrunni, í hinni eilífu leit okkar að því sem er alltaf að vitja okkar, en rennur um leið úr höndum okkar eins og sleip- ur silungur.“ Sorgin er Stefaníu einnig hug- leikið yrkisefni. „Í henni leynist mikil fegurð, annars væri hún ekki til staðar. Hún tengist minni per- sónulegu reynslu sem er á engan hátt einstæð, enda er það meira sem sameinar okkur, en það sem skilur okkur að. Það ljóta og erfiða kemur líka til mín og ég hef mikla samúð með þjáningum sem eru all- staðar sjánlegar. Ég er í hjarta mínu jafn- aðarsinni og óska öllum þess að eiga völ á því besta sem lífið hefur uppá að bjóða. Ég veit líka að þann- ig þróun útheimtir andlegan vöxt og ég get ekki hugsað mér neitt æðra en að skapa það sem ýtir undir það fallega og góða sem býr í öllum, þó að það sé dýpra á því í sumum en hjá öðrum,“ segir þessi magnaða kona sem heldur ótrauð áfram að skrifa og verður forvitnilegt að sjá hvað kemur frá henni næst á eftir þriðju ljóðabók hennar, Skyldi það vera sem Salka gaf út fyrir áramót. EPA Perth Stefanía fluttist ásamt manni sínum til Perth í Ástralíu árið 1983. Þau hafa nú komið sér vel fyrir á sveitabæ suðaustur af Perth. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014 V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA Facebook er óþrjótandi uppspretta ný- mæla og hafa margir hönnuðir og hug- myndafræðingar nýtt sér þennan öfl- uga samskiptavef til að koma ýmsu á framfæri með því að búa þar til síður. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja þegar Facebook er annars vegar og hafa allnokkur fyrirtæki byrjað sinn feril sem hugmynd á Facebook. Sparidýr er íslensk hönnun þar sem hundum og köttum er gert hátt undir höfði. Sérhannaðir hálskragar og fínirí sem setja má upp á tyllidögum er það sem Sparidýr standa fyrir. Um er að ræða handgerða skyrtu- kraga sem settir eru utan um ól gælu- dýrsins og er hægt að velja hvort krag- arnir koma með slaufu eða tölu sem skraut. Íslensk hönnun og hugvit Spariföt fyrir gæludýrin Spariföt Stundum má fara í spariföt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.