Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 12
Friðland í Þjórsárverum
Breytingar á tillögu
Loftmyndir ehf.
Þjórsá
Krókur
Eyvafen
Svartá
Þjórsá
Breyting við Svartá:
Breyting við Háumýrakvísl:
Háumýrar
Háumýrakvísl
Þjórsárlón
HOFSJÖKULL
KÖLDUKVÍSLAR-
JÖKULL
Kvíslavatn
HágöngulónS
pr
en
gi
sa
nd
sle
ið
Kj
al
ve
gu
r
Þj
ór
sá
Þjórsárver
Þj
ór
sá
Núverandi
mörk
friðlands
Mörk friðlands
samkvæmt
upphaflegri tillögu
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fern náttúruverndarsamtök, þ.e.
Landvernd, Náttúruverndarsamtök
Íslands, Náttúruverndarsamtök
Suðurlands og Vinir Þjórsárvera,
hafa ritað Sigurði Inga Jóhannssyni,
umhverfis- og auðlindaráðherra, og
mótmælt tillögu að breytingu á suð-
urmörkum fyrirhugaðrar stækkunar
friðlands í Þjórsárverum. Þess er
krafist að tillagan verði dregin til
baka og að ný mörk tilgreini farveg
Efri-Þjórsár og fossana þar sem
hluta verndaða svæðisins.
„Verði farið að þeirri tillögu sem
nú hefur verið kynnt sveitarstjórn-
um verður fossaröðin einstaka,
Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfur-
leitarfoss, eyðilögð og víðerni svæð-
isins vestan Þjórsár spillt. Brýtur
það í bága við yfirlýsta stefnu um
víðerni sem kemur fram í skýrslu
umhverfisráðuneytisins „Velferð til
framtíðar – stefnumörkun til 2020“,“
segir í bréfinu.
Samtökin segja að í tillögunni að
nýjum friðlandsmörkum sé „árfar-
vegi og bökkum Þjórsár við Eyva-
fenskrók haldið utan friðlandsins í
þeim tilgangi að veita aðstöðu fyrir
mannvirki sem Landsvirkjun áform-
ar að veiti vatni úr Þjórsá norðan
Svartár.“ Samkvæmt korti líti þetta
út „eins og fleygur sem beinist að
Þjórsárverum“. Þau segja einnig að
tillagan um ný suðurmörk friðlands-
ins virðist eiga rætur sínar að rekja
til Landsvirkjunar.
Einnig segja samtökin að tillaga
umhverfis- og auðlindaráðuneytisins
um breytt mörk friðlandsins sé ekki í
samræmi við lög um verndar- og
orkunýtingaráætlun eða lögskýring-
argögn og að hún gangi beinlínis
gegn rökstuðningi í þingsályktunar-
tillögu um áætlun um vernd og orku-
nýtingu landsvæða.
Umhverfisverndarsamtökin
áskilja sér allan rétt til að leita til
dómstóla vegna lögmætis tillögu um-
hverfis- og auðlindaráðherra, máls-
meðferðar ráðherra og annarra sem
komið hafa að ferlinu og vegna ann-
arra atriða sem snúa að stækkun á
friðlandi Þjórsárvera.
Vill fá opinn fund um málið
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður
Samfylkingarinnar og fyrrverandi
iðnaðarráðherra, hefur farið fram á
opinn fund í umhverfis- og sam-
göngunefnd Alþingis vegna málsins.
Í tilkynningu er vitnað í orð Katrínar
þar sem hún segir að rammáætlun
hafi fengið lögformlega stöðu á með-
an hún var iðnaðarráðherra. Fást
verði úr því skorið hvort þetta stand-
ist og hver lagaleg staða verndar-
flokksins sé eftir samþykkt laga-
ramma rammaáætlunar á Alþingi.
Stjórnvöld sendu Skeiða- og
Gnúpverjahreppi og Ásahreppi er-
indi þann 27. desember sl. Þar er
leitað samþykkis sveitarfélaganna
fyrir umræddri breytingu sem er
innan skipulagsmarka sveitarfélag-
anna. Málið verður á dagskrá
hreppsnefndar Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps nk. þriðjudag og verður
lagt fram í hreppsnefnd Ásahrepps á
fundi 14. janúar n.k. Fallist þessi tvö
sveitarfélög á tillöguna verður leitað
samþykkis annarra sveitarfélaga
sem hafa skipulagsvald innan fyrir-
hugaðs friðlýsts svæðis.
Breytingu á friðlandi mótmælt
Náttúruverndarsamtök krefjast þess að fallið verði frá tillögu að breytingu á suðurmörkum fyrirhug-
aðrar stækkunar friðlands Þjórsárvera Segja að einstök fossaröð verði eyðilögð og víðernum spillt
Friðlandið
» Undirrita átti friðlýsing-
arskilmála vegna friðlands í
Þjórsárverum 21. júní sl. Þar er
ein víðáttumesta gróðurvin á
hálendinu.
» Undirritun friðlýsingarskil-
málanna var frestað með
skömmum fyrirvara vegna at-
hugasemda sem bárust frá
Landsvirkjun.
» Svæðið var friðlýst 1981 og
náði til 375 km2. Nú eru áform
um að stækka friðlýsta svæðið
í 1.563 km2.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
VIFTUR
Í MIKLU ÚRVALI
Það borgar sig að nota það besta!
www.falkinn.is
• Bor›viftur
• Gluggaviftur
• I›na›arviftur
• Loftviftur
• Rörablásarar
• Ba›viftur
• Veggviftur
„Friðlýsingarferli er eitt og sú vinna
sem fer fram innan rammaáætlunar
er annað,“ sagði Stefán Gíslason,
formaður verkefnisstjórnar þriðja
áfanga rammaáætlunar. Hann sagði
að nú væru engin áform um virkj-
anaframkvæmdir við fyrirhuguð
friðlandsmörk Þjórsárvera á borði
rammaáætlunar. Unnið væri að því
að taka saman lista yfir virkj-
anakosti sem fjalla ætti um í næstu
lotu.
„Landsvirkjun, eða hver sem er,
getur óskað eftir því að verkefn-
isstjórn rammaáætlunar taki nýjan
kost til skoðunar og þá fer það í
ferli,“ sagði Stefán. Vilji einhver
byggja veitu eða önnur virkjana-
mannvirki utan friðlýsta svæðisins
þarf hann að skilgreina þá fram-
kvæmd. Gera þarf Orkustofnun
grein fyrir skilgreindum áformum
um framkvæmdina. Orkustofnun
sendir erindið til verkefnisstjórnar
rammaáætlunar.
Framkvæmdaáform þurfa að fara
í gegnum ferli rammaáætlunar, sem
getur tekið allt að eitt til tvö ár eftir
atvikum. Þar er framkvæmdinni
raðað í ákveðna forgangsröð. Lendi
þessi kostur í orkunýtingarflokki er
samt ekki víst að af honum verði.
Fyrst þarf framkvæmdin að gangast
undir mat á umhverfisáhrifum.
Einnig þarf að semja við landeig-
endur og breyta skipulagi hlutaðeig-
andi sveitarfélaga.
Stefán sagði því ljóst að þótt
ákvörðun yrði tekin um að þrengja
mörk fyrirhugaðs friðlands í Þjórs-
árverum yrði ekki hægt að hefja
framkvæmdir utan við friðlandið
strax í framhaldi af því. „Þetta á eft-
ir að fara í gegnum langt ferli og
það getur endað hvernig sem er,“
sagði Stefán.
Langt ferli áður en
framkvæmd hefst
Unnið að 3. áfanga rammaáætlunar
Morgunblaðið/RAX
Þjórsárver Framkvæmdir við frið-
landið ekki á borði rammaáætlunar.
Landsvirkjun hefur lagt fram nýja útfærslu að Norð-
lingaölduveitu hjá Orkustofnun. Guðni Jóhannesson
orkumálastjóri segir að auglýst hafi verið eftir tillögum
að virkjanakostum vegna 3. áfanga Rammaáætlunar.
Hægt var að skila tillögum til 1. desember 2013. Lands-
virkjun lagði fram lista yfir framkvæmdir sem þeir ósk-
uðu eftir að yrðu teknar til skoðunar. Þeirra á meðal var
Norðlingaölduveita í breyttri mynd. Landsvirkjun gat
gert það á meðan svæðið var ekki komið lögformlega í
vernd, þótt það væri í verndarflokki.
Orkustofnun fer yfir tillögurnar og sker úr um hvort
nægar upplýsingar fylgja varðandi gerð og staðsetn-
ingu hugsanlegra virkjana og umfang
framkvæmdanna. Hugsanlega verður
óskað eftir viðbótarupplýsingum og
nánari greiningu. Væntanleg er reglu-
gerð um hvaða kröfur kostirnir verða
að uppfylla. Samkvæmt lögum má
leggja til virkjanakosti hvort sem um
er að ræða verndarflokk, nýtingar-
flokk eða biðflokk Rammaáætlunar.
Orkustofnun metur einnig hvort
ástæða sé til að hafa með fleiri orku-
öflunarkosti en þá sem orkufyrirtækin hafa lagt til.
Ný útfærsla Norðlingaölduveitu lögð fram
TILLÖGUM AÐ VIRKJANAKOSTUM FYRIR 3. ÁFANGA RAMMAÁÆTLUNAR SKILAÐ FYRIR 1. DESEMBER
Guðni
Jóhannesson