Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 15

Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 15
FRÉTTIR 15Viðskipti | Atvinnulif MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014 Útsalan er hafin v/Laugalæk • sími 553 3755 V M - F É L A G V É L S T J Ó R A O G M Á L M T Æ K N I M A N N A STÓRHÖFÐA 25 - 110 REYKJAVÍK - 575 9800 - WWW.VM.IS Nánari upplýsingar á heimasíðu VM, www.vm.is. Kynningarfundir vegna nýgerðs kjarasamnings á almennum vinnumarkaði verða haldnir á eftirtöldum stöðum: REYKJAVÍK Fimmtudaginn 9. janúar kl. 20:00 að Stórhöfða 25 - 3. hæð Fundurinn verður sendur út gegnum fjarfundarbúnað. Þeir sem vilja fylgjast með fundinum sendi beiðni þar um ásamt símanúmeri á gudnig@ vm.is. Hægt verður að senda inn fyrirspurnir á gudnig@vm.is á meðan fundi stendur. AKUREYRI Mánudagur 13. janúar kl: 20:00 að Skipagötu 14, 5. hæð SELFOSS Þriðjudaginn 14. janúar kl. 20:00 að Hótel Selfoss FÉLAGSFUNDIR VM Framvirkir samningar með gull með afhendingartíma í febrúar hækkuðu um 2% á markaðinum í New York í liðinni viku. Á föstu- dag bætti gullið við sig um 1,1% og endaði únsan í 1.238,60 dölum. MarketWatch leitaði álits ým- issa markaðssérfræðinga á þróun gullverðs og höfðu þeir sumir m.a. á orði að fjárfestar væru mögulega efins um að hlutabréfamarkaður- inn mundi halda áfram á jafnkröf- tugri siglingu og hann hefur verið. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá var mikil hækkun á bandaríska hlutabréfamarkaðinum árið 2013 en gull veiktist töluvert á sama tíma. Þá eiga almennir kaup- endur, sér í lagi á Kínamarkaði, að hafa sætt lago í ljósi verðlækkana og keypt gull í föstu formi sem einnig hjálpar til að hækka heims- markaðsverð. ai@mbl.is AFP Sveiflur Eftir mikla lækkun árið 2013 hækkaði gullúnsan í vikunni sem leið. Gullgrafari í Kólumbíu tekur sér stundarhvíld frá streðinu í námunum. Gull byrjar árið vel Kanadíski snjallsímaframleiðandinn BlackBerry hefur lagt fram kæru fyrir dómstóli í San Francisco þar sem tæknifyrirtækið Typo Products er sakað um brot á einkaleyfum og höfundarvarinni hönnun í eigu kær- anda. Typo Products var stofnað af sjónvarps- og útvarpsstjörnunni Ryan Seacrest, sem þekktastur er fyrir að stjórna hæfileikakeppninni vinsælu American Idol. Deilt um hulstur Typo hyggst selja allsérstakt hulstur utan um iPhone-snjallsím- ann frá Apple, og er það þetta hulstur sem BlackBerry segir að byggist á stolinni hönnun. Hulstrið hefur að geyma agnarsmátt lykla- borð sem þykir svipa töluvert til smályklaborðanna sem einkenna marga síma frá BlackBerry, s.s. Q10-símann sem kom á markað í fyrra. Talsmaður Typo tjáði Bloomberg að fyrirtækið teldi ásakanir Black- Berry ekki eiga við rök að styðjast og að Typo myndi halda uppi vörn- um af fullum krafti. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá hafa síðustu ár ekki gengið svo vel hjá BlackBerry, sem áður hét Research In Motion. Hafa snjallsímar frá framleiðendum á borð við Apple og símar sem keyra á Android-stýrikerfinu saxað mjög á markaðshlutdeild BlackBerry, sem á sínum tíma var leiðandi framleiðandi en seldi aðeins 1,7% af snjallsímum á heimsvísu á síðasta ári. ai@mbl.is BlackBerry höfðar mál á hendur Ryan Seacrest  Saka fyrirtækið Typo Products, sem Seacrest stofnaði, um að hafa stolið hönnuninni á nýstárlegu iPhone-hulstri með lyklaborði EPA Deilur Höuðstöðvar BlackBerry. Þeim þykir á sér brotið með hönnun Typo Products. Ryan Seacrest Eins? Hulstrið sem um er deilt bætir litlu lyklaborði við snjallsíma Apple. Taívanski snallsímaframleiðandinn HTC var rekinn með tapi á síðasta árs- fjórðungi, að því er fram kemur í nýút- gefnu ársfjórðungsuppgjöri. Er þetta annar fjórðungurinn í röð sem HTC skilar tapi. Bloomberg greinir frá að fyrirtækið hafi tapað 1,56 milljörðum taívanskra dollara á fjórðunginum, jafnvirði um 6 milljarða króna eða 52 milljóna dala. Þrátt fyrir tapreksturin var frammi- staða HTC nokkuð umfram væntingar markaðsgreinenda sem höfðu, skv. könnun Bloomberg, reiknað með tapi upp á 1,72 milljarða Taívandollara. Sala á símtækjum HTC hefur geng- ið brösuglega upp á síðkastið og mark- aðslutdeild fyrirtækisins farið minnk- andi í níu fjórðunga samfleytt. Dugði það ekki til að snúa þróuninni við þeg- ar HTC gerði nýlega hollywood- stjörnuna Robert Downey Jr. að tals- manni sínum og gerði stóran sölusamning við kínverskt farsíma- fyrirtæki. Sölutekjur HTC námu 42,9 millj- örðum Taívandollara á liðnum fjórð- ungi en 43 milljörðum á fjórðunginum þar á undan. ai@mbl.is HTC áfram rekið með tapi EPA Barátta Höfuðstöðvar HTC í Taí- peí. Reksturinn gengur brösuglega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.