Morgunblaðið - 06.01.2014, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.01.2014, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014 CRONUT Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Frá Bandaríkjunum til Evrópu og nú hjá Reyni Bakara í Kópavoginum! CRONUT er snilldar blanda af Crossant og Donut. Nýbakaður og fylltur með vanillufyllingu Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Yfir 30.000 afrískir hælisleitendur, sem komu ólöglega til Ísraels um Egyptaland, mótmæltu í Tel Aviv í gær þeirri afstöðu þarlendra stjórn- valda að veita þeim ekki stöðu flóttamanna. Þá kölluðu þeir eftir því að lög, sem heimila að ólög- legum innflytjendum sé haldið í allt að ár án rétt- arhalda, væru felld úr gildi. Hinn strangtrúaði þingmaður Eli Yishai, fyrrverandi innanrík- isráðherra Ísrael, fordæmdi mótmælin og sagði þau til marks um að ísraelsk yfirvöld þyrftu að grípa til allra ráða til að koma aðkomufólkinu aft- ur til síns heima. Afrískir hælisleitendur mótmæltu í Tel Aviv AFP Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Íraskar hersveitir undirbúa meiri- háttar árás í Fallujah,“ sagði hátt- settur íraskur embættismaður í samtali við fréttastofu AFP í gær en borgin féll í hendur uppreisnar- mönnum tengdum Al Kaída-hryðju- verkasamtökunum á laugardag. Liðsmenn uppreisnarsamtakanna Islamic State of Iraq and the Levant, ISIL, hafa jafnframt tekið yfir hluta Ramadi, höfuðborgar Anbar-fylkis, en þetta er í fyrsta sinn sem upp- reisnarmenn ná völdum í stórborg- um Írak frá því í átökunum sem brutust út þegar Bandaríkjamenn réðust inn í landið 2003. Embættismaðurinn sagði að her- sveitir Íraksstjórnar hefðu tekið sér stöðu á borgarjaðri Fallujah og myndu ráðast til atlögu gegn hryðju- verkamönnunum eftir að almennir borgarar hefðu fengið tækifæri til að leita skjóls. John Kerry, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin myndu styðja Íraksher í baráttu sinni en það kæmi ekki til greina að senda bandaríska her- menn til aðstoðar. Hann sagði stjórnvöld í Washington afar ugg- andi yfir stöðu mála. Íraski hershöfðinginn Ali Ghaidan Majeed sagði í samtali við AFP að hersveitir hans hefðu drepið ellefu uppreisnarmenn frá Afganistan og ýmsum arabaríkjum á þjóðveginum milli Fallujah og Bagdad. Hann við- urkenndi að hermálayfirvöld hefðu ekki skýra sýn á stöðu mála í borg- inni en sagði að íbúar ætti að búa sig undir það sem væri í vændum, og vísaði þar til yfirvofandi árásar. Alls létu 160 manns lífið í átökum í Anbar á föstudag og laugardag og er þetta mesta mannfall í fylkinu í mörg ár. Það reyndist Bandaríkjamönnum erfiður vígvöllur eftir innrásina 2003 en nærri þriðjungur bandarískra hermanna sem létust í Írak féll í An- bar. Bardagar brutust út í nágrenni Ramadi 30. desember síðastliðinn, þegar öryggissveitir hugðust tæma mótmælabúðir súnní-araba. Átökin breiddust út til Fallujah og þegar sveitirnar neyddust til að hörfa úr borgunum tveimur tóku uppreisnar- menn þar völdin. Uppreisnarmenn ná völdum  Íraski herinn undirbjó árás gegn uppreisnarmönnum í Fallujah í gær  Náðu Fallujah og hluta Ramadi á sitt vald á laugardag  Bandaríkjamenn veita aðstoð Ekkert lát varð á átökum í Suður- Súdan yfir helgina en þá funduðu samninganefndir stjórnvalda og uppreisnarmanna í Addis Ababa í Eþíópíu. Til stóð að hefja formlegar vopnahlésviðræður í gær en þrátt fyrir fund Tabans Dengs, leiðtoga samninganefndar uppreisnarmanna, og Nhials Dengs Nhials, leiðtoga samninganefndar stjórnvalda, ríkti biðstaða í málinu fram eftir degi. Upplýsingamálaráðherra Suður- Súdans, Michael Makuei, sagði í gær að beðið væri eftir viðræðuramma frá Þróunarsamvinnustofnun Austur- Afríku, IGAD, en það sem stóð í vegi viðræðnanna var m.a. sú krafa upp- reisnarmanna og alþjóðasamfélags- ins að stjórnvöld slepptu ellefu sam- starfsmönnum uppreisnarleiðtogans Rieks Machars úr haldi. Formlegar viðræður tefjast Taban Deng Um 62% Spán- verja vilja að Ju- an Carlos Spán- arkonungur segi af sér og rétt tæp- lega helmingur segist styðja kon- ungsveldið, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í gær. 66% sögðust já- kvæðir í garð krónprinsins, Felipe, og 56% sögðust hafa trú á því að hann gæti bætt ímynd konungsfjöl- skyldunnar, sem þykir hafa beðið hnekki, m.a. vegna kostnaðarsamrar veiðiferðar sem Juan Carlos fór til Botswana árið 2012, á sama tíma og efnahagur Spánar var í rúst. Kon- ungurinn hefur átt við heilsufars- vanda að stríða en talsmenn hans hafa neitað því að hann hafi íhugað að segja af sér. Vilja afsögn konungsins Juan Carlos Indverjum tókst í gær í fyrsta sinn að skjóta á loft innlendri lág- hitaknúinni eldflaug og koma tveggja tonna fjarskiptahnetti á sporbraut í um 36 þúsund kíló- metra fjarlægð frá jörðinni. Dr. K. Radhakrishnan, formaður ind- versku geimrannsóknastofnunar- innar, sagði starfsmenn stofnunar- innar hafa lagt hjarta og sál í að undirbúa þessa stóru stund en Ind- land er nú komið í hóp örfárra ríkja sem ráða yfir tækninni til að senda þyngri gervihnetti út í geim. Lághitaeldflaugar eru knúnar með ofur-kældu fljótandi eldsneyti en það hefur tekið inverska vís- indamenn fjölda ára að þróa lág- hitavélar, eftir að tilraunir Ind- verja til að flytja tæknina inn frá Rússlandi 1992 fóru út um þúfur vegna andstöðu Bandaríkja- manna. Viðleitni Ind- verja hefur mátt þola ýmis bak- slög, s.s. árið 2010 þegar eldflaug sprakk skömmu eftir flugtak. Þá hafa þeir sætt gagnrýni fyrir að eyða stórum fjárhæðum í eld- flaugaáætlun á sama tíma og stór hluti landsmanna býr við fátækt. INDLAND Tókst að skjóta á loft lághitaeldflaug Fjölgun eldri mæðra og mæðra í yfirþyngd hefur aukið álagið á enskum ljósmæðrum, að sögn RCM, samtaka og stéttarfélags ljós- mæðra. Fæðingar á Englandi voru 700.000 árið 2012 en konum sem eignuðust börn á fertugsaldri fjölg- aði um 85% milli áranna 2001 og 2012. Í Skotlandi fjölgaði konum sem eignuðust börn eftir 44 ára ald- ur um 165% á sama tímabili. „Eldri mæður þarfnast meiri að- stoðar frá ljósmæðrum,“ sagði Lo- uise Silverton, framkvæmdastjóri hjá RCM, í samtali við Guardian. „Þær eiga að sjálfsögðu fullkominn rétt á allri þeirri viðbótarumönnun en hún hefur óneitanlega áhrif á vinnuálag og það þarf að end- urspeglast í fjölda ljósmæðra innan opinbera heilbrigðiskerf- isins,“ sagði hún. Samtökin sögðu einnig að mæðrum í yfirþyngd hefði fjölgað, úr 7,6% í 15,6%, milli áranna 1989 og 2007. Þetta þýddi að nærri 50.000 konur hefðu þurft á meira krefjandi þjónustu að halda á með- göngu. BRETLAND Eldri og þyngri mæður auka álagið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.