Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður
Sérfræðingar í líkamstjónarétti
Átt þú rétt á
slysabótum?
Milljónir Bandaríkjamanna bjuggu
sig í gær undir brunagadd en veð-
urfræðingar sögðu að kuldamet
gætu fallið í norðausturhluta lands-
ins næstu daga og hiti farið niður í
-48 gráður. Yfirvöld í fjölda borga
og bæja hafa hvatt fólk til að halda
sig heima, og jafnvel hamstra mat,
en sérfræðingar vara við aðstæðum
þar sem kalsár gætu myndast á
óvarinni húð á fimm mínútum.
New York-ríki lýsti yfir neyðar-
ástandi vegna óveðurs á fimmtudag
en allt flug lá niðri í a.m.k. tvo tíma á
John F. Kennedy-flugvelli í gær
vegna rigningar og snjókomu, eftir
að vél Delta-flugfélagsins rann og
lenti í snjóbakka. Farþega vél-
arinnar sakaði ekki en a.m.k. ellefu
hafa látið lífið í vetrarhörkunni frá
áramótum, þ. á m. 71 árs gömul
kona með Alzheimers-sjúkdóminn,
sem lést úr kulda eftir að hafa týnst í
norðurhluta New York-ríkis.
„Vetrarstormurinn Ion breiðir nú
þungt snjólag yfir miðvesturríkin og
ískaldir armar hans munu einnig
færa vetrarveður til suðursins og
hluta austursins. Fast á hæla Ion
mun fylgja roka af harðneskjulega
köldu lofti,“ spáði Veðurrásin, The
Weather Channel, í gærmorgun.
Líkur þóttu á að veðrið yrði verst í
Norður-Dakóta og Minnesota, þar
sem tilkynnt var að skólar yrðu lok-
aðir í dag. Mikill snjór féll í Chicago,
Detroit og St. Louis aðfaranótt
sunnudags og þá var spáð ískaldri
rigningu í New York og Wash-
ington.
EPA
Frosthörkur Bandaríkjamenn hafa fundið vel fyrir vetri síðustu daga.
Kuldamet gætu fall-
ið í Bandaríkjunum
Fólk hvatt til að halda sig heima
Dhaka. AFP. | Þúsundir mótmælenda
köstuðu eldsprengjum að kjörstöðum
og að minnsta kosti 18 létu lífið þegar
gengið var til þingkosninga í Bangla-
desh í gær. Lögregla skaut að mót-
mælendum, sem báru eld að fleiri en
200 kjörstöðum og stálu og brenndu
kjörseðla. Enginn vafi lék á úrslitum
kosninganna, þar sem stjórnarand-
stöðuflokkarnir höfðu flestir neitað að
taka þátt, og 153 frambjóðendur
stjórnarflokksins Awami League
voru sjálfkjörnir. Af 78 átta sætum,
sem niðurstaða lá fyrir um í gær,
hreppti Awami 59 en samstarfsflokk-
ar hans og óháðir 19. Þingsætin eru
300 alls.
Talsmenn stjórnarandstöðuflokks-
ins Bangladesh Nationalist Party,
BNP, kölluðu kosningarnar farsa og
yfirkjörstjórnin viðurkenndi að kosn-
ingaþátttaka hefði verið með minna
móti. Tugþúsundir lögreglumanna
stóðu vaktina á kjördag en Awami-
liðar sökuðu stjórnarandstöðuna um
að standa að baki ofbeldinu við kjör-
staði og hefur leiðtoga BNP verið
haldið í stofufangelsi.
Stjórnarandstaðan hafði farið fram
á að forsætisráðherrann Sheikh Has-
ina skipaði bráðabirgðastjórn til að
hafa umsjón með kosningunum, til að
koma í veg fyrir kosningasvindl, en sú
hefur verið venjan síðustu ár. Hún
hefur staðið fyrir vikulegum mótmæl-
um og verkföllum til að koma kröfum
sínum á framfæri og hefur almennt
verkfall sem BNP boðaði til á laug-
ardag verið framlengt fram á mið-
vikudagsmorgun.
Fréttamenn AFP sögðu að engar
raðir hefðu myndast við kjörstaði á
sunnudag en upplýsingaráðherrann
Hasanul Haq Inu sagði í sjónvarps-
viðtali að þátttakan skipti ekki máli.
„Það sem er mikilvægt er að fólkið
hafnaði ofbeldinu og kom til að kjósa,“
sagði hann.
Varaformaður BNP sagði kosning-
arnar hins vegar grín. „Þjóðin hefur
hafnað þessum farsakenndu kosning-
um, sem voru merkingarlausar,
hlægilegar og algjörlega óásættan-
legar,“ sagði hann.
Óeirðir við þingkosn-
ingar í Bangladesh
18 létu lífið Flestir fulltrúar sjálfkjörnir Boða verkfall
AFP
Ótti Einn kjósenda sagðist ekki vilja greiða atkvæði, þar sem aðeins þing-
menn stjórnarflokksins væru í framboði, en hann þyrði ekki að sleppa því.
Kosningar
» Sérfræðingar vara við því að
ofbeldi muni aukast í landinu í
kjölfar kosninganna.
» Vesturveldin höfnuðu því að
senda eftirlitsmenn til að fylgj-
ast með kosningunum vegna
ofbeldisins.
» Bangladesh er áttunda fjöl-
mennasta ríki í heimi en eitt
það fátækasta í Asíu.