Morgunblaðið - 06.01.2014, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ávarp íslenskaþjóðhöfð-ingjans,
allra fimm þeirra, á
fyrsta degi nýs árs,
hefur undantekn-
ingarlítið fjallað um mál sem
óverulegur ágreiningur er um.
Gildi skógræktar og ræktun í
víðasta skilningi hefur oft sést í
þeim árvissa texta og farið vel á
því.
Höfuð Janusar, sem 1. mán-
uðurinn er kenndur við, veit
bæði fram og aftur. Því hefur
forsetinn iðulega, þessi 60 ár,
einnig horft um öxl, enda verið
talið að þjóðin myndi langt
fram. Vera má að það sé að
breytast. Glymjandi og inn-
antóm síbyljan, innhringing-
arþættir og athugasemdadálk-
ar, þar sem engin endaleysa,
klámhögg eða níð þykir lengur
ná því að vera til skammar, hef-
ur sett ný mörk lágkúru. Þau
mörk eru nú mun neðar en lengi
var talið að nokkur maður kæm-
ist óskaddaður.
Þeim fækkar sem leggja sig
eftir ávörpum forystumanna um
áramót. Afsökun þess er að það-
an sé ekki tíðinda að vænta. Nú-
verandi forseti lét þó einstaka
sinnum eftir sér, á fyrrihluta
forsetatíðar, að draga óvænt
fram á fyrsta degi kosningaárs
áherslur sem kæmu þáverandi
ríkisstjórn ekki endilega vel.
Ríkisútvarpið og hinir þaul-
sætnu fréttamenn þess tóku
slíku ekki aðeins vel heldur
fylgdu fast á eftir. Það máttu
þeir eiga.
Um nýliðin ára-
mót talaði forsetinn
hins vegar í hefð-
bundnum stíl. Þá
bregður svo við að
Fréttastofa „RÚV“
telur nauðsynlegt að leggjast í
mikinn rannsóknarleiðangur.
Forsetanum hafði orðið á að
leggja ríka áherslu á mikilvægi
samstöðu þjóðarinnar. Það virt-
ist fréttastofunni þykja grun-
samlegt. Voru fræðimenn því
fengnir til að fjalla í löngu máli
um þennan þátt í ræðu forset-
ans, samstöðuþáttinn.
Hin fræðilega útlegging hjó
stundum æði nærri því að keppa
við efni sem ætti endranær að
vera í áramótaskaupi. Helst
virtist niðurstaðan vera sú, að
samstaða þjóðar væri naumast
til og það væri raunar þýðing-
armikið að hún væri ekki til.
Sjálft lýðræðið héngi næstum
alfarið á þeirri spýtunni.
Nú er það svo að forsetaskip-
an af þeirri gerð sem stjórn-
arskráin býr Íslandi á sér marg-
ar hliðstæður. Í flestum
löndum, sem við slíka búa, velj-
ast fyrrverandi stjórnmála-
menn í þjóðhöfðingjasætið.
Ekki þó til að iðka þar stjórn-
mál með sama hætti og áður,
heldur gjarnan með vísun til
mikilvægrar reynslu. Hér hafa
fróðir menn og ófróðir hrópað
hátt gegn slíku með þeirri til-
vísun helst að forsetinn væri
„sameiningartákn“ þjóðarinnar.
Stjórnmálamenn risu ekki undir
þeirri háleitu kröfu. Hvers
vegna er nú annað uppi?
Afstaðan til Icesave
og ESB virðist ófyr-
irgefin í Efstaleiti}
Þjóðin skal víst berjast
við sjálfa sig í vökinni
Landeyjahöfnvar fagnað
mjög þegar hún var
tekin í notkun í júlí
2010 enda sáu
menn þá fram á
byltingu í sam-
göngum á milli lands og Eyja.
Þetta hefur að hluta til gengið
eftir og siglingarnar oft verið
samkvæmt áætlun. Þegar
þannig háttar til má tala um
byltingu í samgöngum.
Á hinn bóginn hefur það allt
of oft gerst og allt of lengi í
senn að ófært hafi verið fyrir
Herjólf inn í Landeyjahöfn. Þá
hefur það einnig gerst of oft að
skipið hafi lent í vandræðum í
innsiglingunni og jafnvel þann-
ig að hætta hafi verið á ferðum.
Þetta ástand er auðvitað óvið-
unandi og full ástæða til að
setja kraft í að bæta úr þessu
hið fyrsta.
Langur tími er liðinn frá því
að ljóst var að ráðast þyrfti í
endurbætur á höfninni, skipinu
eða hvoru tveggja, en þó hefur
furðu lítið gerst. Morgunblaðið
greindi frá því á laugardag að
Siglingastofnun
hefði loks leitað til
erlendra sérfræð-
inga sem telja unnt
að laga skipið að
höfninni þannig að
rásfesta þess batni.
Spyrja má hvers vegna þetta
var ekki gert fyrr, en meg-
inatriðið nú er þó að málið
dragist ekki enn á langinn.
Líkur standa til að einnig
þurfi að lagfæra höfnina sjálfa
og umhverfi hennar og brýnt er
að þær framkvæmdir dragist
ekki úr hömlu en fái hraða með-
ferð hjá þeim stofnunum sem
um málið munu fjalla.
Eyjamenn biðu lengi eftir
þeirri samgöngubót sem Land-
eyjahöfn á að vera. Hún hefur
enn ekki staðið undir vænt-
ingum og telst tæplega fullgerð
fyrr en hægt er að treysta á
siglingar inn í hana með fáum
undantekningum. Það er því
tímabært að ljúka verkinu og
tryggja um leið að skipið sem
notað verður, hvort sem það er
Herjólfur eða annað skip, henti
höfninni og siglingaleiðinni.
Ekki má dragast
öllu lengur að sam-
göngubótin komist
í fulla notkun}
Ljúkum við Landeyjahöfn
H
ingað til lands hafa komið
stjörnur í einum og öðrum til-
gangi. Heimsóknir þeirra eru
líkt og annarra erlendra ferða-
manna fyrirsjáanlegar, með
nokkrum föstu liðum eins og venjulega. Flest-
ar fara í Bláa lónið, sjá Gullfoss og Geysi, eru
afgreiddir í sjoppu og eignast útivistarflík.
Þær allra stærstu hafa stundum haldið sig til
hlés og jafnvel sett svart límband fyrir örygg-
ismyndavélar hótelanna en það er sjaldgæft.
Það er algengara að þær séu á útopnu, klæði
sig í sparifötin á einum eða öðrum tímapunkti
og dúkki upp á Kaffibarnum.
Þótt það hafi gerst að við höfum setið uppi
með stjörnur í fýlu, af skiljanlegum ástæðum
eins og þeim að það vill enginn láta kasta gos-
flösku í hausinn á sér, þá höfum við yfirleitt getað verið
glöð með þessar heimsóknir og fæstir hafa neitað okkur
um aukalag. Aðgengi að frægðarfólki er þó yfirleitt eins.
Þetta er spurning um að þröngva sér inn á Kaffibarinn
áður en stjarnan mætir þangað, vera í rétta eftirpartíinu,
þekkja framleiðendur og tónleikahaldara. Þetta er víst
allt mun flóknara en það hljómar.
Það gleður því að sjá að þegar faðir frægðarinnar
mætir á svæðið þarf ekki að róla sér í ljósakrónu á Kaffi-
barnum til að ná athyglinni enda stendur Bono stjörnum
heims feti framar. Íslenski minnisvarðinn um Bono er
ekki ljósmynd af honum með innkaupapoka á Laugaveg-
inum. Hann skilur ekki eftir sig slóð flökkusagna um að
hafa dregið íslenskar þokkadísir á hótelher-
bergið. Það sem Bono gerir er að hann fær
sér hamborgara með eiginkonu sinni til fjör-
tíu ára og tekur einn sjómann við Guðna Val
Auðunsson, 13 ára einlægan aðdáanda sinn, í
leiðinni. Svoleiðis hagar Bono sér því Bono er
öðlingur sem stendur flestum framar í gæsku
og mannúð.
Annar eins vitleysisgangur hefur nefnilega
ekki orðið uppi á samfélagsmiðlum og þegar
fólk fór að blanda tónlist Bono inn í þetta.
Einhverjir gengu svo langt að fagna því að Ís-
land væri nú loksins orðið laust við U2. Það er
ekki hægt að elta ólar við slíkt og kenna fólki
að meta góða tónlist. Hins vegar skal minna á
að Ísland var heiðrað með nærveru Bono,
ekki vegna þess að hann er poppari heldur er
hann einn helsti mannréttindafrömuður 20. og 21. aldar.
Til að skilja af hvaða stærðargráðu Bono hefur bætt
heiminn þá hefur hann frá árinu 1979 einbeitt sér að því
að vera boðberi góðra tíðinda fyrir þriðja heiminn. Alla
helstu þjóðarleiðtoga heims hefur hann hitt og sannfært
um nauðsyn þróunaraðstoðar. Aðeins í fyrra runnu fyrir
hans tilstilli um 65 milljónir dollara til baráttusamtaka
gegn alnæmi í fátækustu löndum heims. Milljónir dollara
má margfalda með öllum þeim árum sem Bono hefur
verið að störfum. Ef eitthvað er hefði Bono mátt vera
lengur. Og hann hefði eflaust lengt dvölina hefði hann
frétt hvernig komið er fyrir söfnunarbaukunum okkar.
julia@mbl.is
Júlía Margrét
Alexandersdóttir
Pistill
Það sem Bono gerir og ekki hinir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
H
efði Michael Schu-
macher ekki verið
með hjálm þegar
hann féll á skíðum í
frönsku ölpunum er
talið víst að fallið hefði reynst ban-
vænt. Hjálmurinn kom á hinn bóg-
inn ekki í veg fyrir að Schumacher
hlyti alvarlega og lífshættulega
áverka á heila og enn er tvísýnt um
líf hans.
Slysið hörmulega hefur vakið
umræðu um öryggi í skíðaíþróttinni.
Í frétt New York Times í lið-
inni viku var bent á að þrátt fyrir að
í Bandaríkjunum noti 70% skíða- og
snjóbrettafólks hjálma, fleiri en
nokkru sinni áður, hafi banaslysum
eða slysum sem leiða til alvarlegra
áverka á heila ekki fækkað.
Skýringin á þessu er tvíþætt;
annars vegar sú að hjálmar koma
ekki í veg fyrir áverka í alvarleg-
ustu tilfellunum og hins vegar að
fleiri virðast taka meiri áhættu í
brekkunum en áður – skíða hraðar,
reyna erfiðari stökk og sækja meira
í ótroðnar brekkur. Skíðabúnaður
sé orðinn svo góður að fólk geti
skíðað við erfiðari aðstæður en áður
en hætta sé á að fólk ofmetnist og
komi sér í aðstæður sem það ræður
í raun ekki við.
Minni áverkum fækkar mjög
Í frétt blaðsins kemur fram að
aukin hjálmanotkun hafi gert mikið
gagn og fækkað höfuðáverkum sem
ekki teljast mjög alvarlegir, s.s.
skurðum á höfði, um 30-50%. Vax-
andi vísbendingar séu hins vegar
um að skíðahjálmar geti ekki komið
í veg fyrir ýmsa alvarlegri áverka,
s.s. rof í heilavef sem verður þegar
heilinn færist til innan í hauskúp-
unni.
„Hjálmurinn gagnast vel til að
koma í veg fyrir skurði og höfuð-
kúpubrot en hann virðist ekki
gagnast mikið til að koma í veg fyrir
heilahristing eða alvarlega heila-
áverka,“ segir Jasper Shealy, verk-
fræðingur, sem hefur rannsakað
skíðaslys í yfir 30 ár, í viðtali við
New York Times.
Í umfjölluninni kemur fram að
sumar rannsóknir bendi til þess að
alvarlegum höfuðáverkum við skíða-
og snjóbrettaiðkun hafi fjölgað á
undanförnum árum, jafnvel þótt
hjálmanotkun hafi aukist mjög.
Margar skýringar eru sagðar á
fjölguninni, m.a. aukin þekking á af-
leiðingum höfuðáverka, og því séu
höfuðslys frekar skráð nú en áður.
Viðhorf „skíða- og snjóbretta-
iðnaðarins“ eigi líka sinn þátt í
fjölgun slysa. Iðnaðurinn noti skíða-
og brettamenn sem taki mikla
áhættu á miklum hraða til að mark-
aðssetja vörur sínar. Fleiri reyni því
slíkar kúnstir en svoleiðis skíða-
mennska sé hins vegar aðeins á færi
örfárra.
60% með hjálm í Hlíðarfjalli
Í könnun sem gerð í Hlíð-
arfjalli, ofan Akureyrar, árið 2012
kom í ljós að um 60% þeirra sem
voru í fjallinu voru með hjálm.
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður á skíðasvæðinu í Hlíð-
arfjalli, segir að hlutfallið hafi enn
hækkað síðan þá. Hjálmar séu
þægilegri og léttari en áður og í
raun sé þægilegra að vera
með hjálm en húfu. Hann er
talsmaður hjálmanotkunar
en sér ýmsa meinbugi á hjálm-
askyldu, m.a. sé ómögulegt
fyrir starfsfólk skíðasvæða að
kanna hvort hjálmarnir séu í
raun og veru í lagi. Hægt sé að
uppfylla hjálmaskyldu með
því að vera með 15 ára
gamlan, ónýtan, hjálm á höfð-
inu en í raun og veru geri hann ekk-
ert gagn.
Koma ekki í veg fyrir
alvarlegustu áverkana
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Öryggi Hjálmar geta komið í veg fyrir höfuðmeiðsl. Þeir veita hins vegar
alls ekki fullkomna vörn ef hratt er farið og höggið er þungt.
Rúnar Bjarnason, rekstrarstjóri
í Bláfjöllum og fyrrum keppn-
ismaður á skíðum, telur að
lögleiða eigi notkun hjálma á
skíðum, annað hvort fyrir börn
eða fyrir alla. Skíðamenn geti
hæglega náð yfir 100 km
hraða í Bláfjöllum ef þeir
bruna (sem er reyndar bann-
að). Engin rökrétt ástæða sé
til þess að gera hjálmanotkun
að skyldu á mótorhjólum og
reiðhjólum (fyrir börn 15 ára
og yngri) en ekki á skíðum.
Hann telur ekki að hægt væri
að krefjast hjálmanotkunar í
Bláfjöllum ef ekki væri
lagastoð fyrir kröfunni.
Einar segir sífellt
fleiri nota hjálma og
bendir á að for-
eldrar hans, sem
komnir eru yfir
áttrætt, hafi byrj-
að að nota
hjálma á skíðum
fyrir tveimur ár-
um.
Vill lögleiða
hjálmanotkun
Á YFIR 100 KM HRAÐA