Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
Á hálum ís Konurnar tvær sem gengu framhjá Sólfarinu við Reykjavíkurhöfn þökkuðu fyrir að gangstígurinn var sandaður því annars hefði getað illa farið.
Kristinn
Fjölmörg tækifæri
bíða okkar Hafnfirð-
inga á komandi árum.
Staðsetning bæjarins, í
jaðri höfuðborg-
arsvæðisins í beinni
leið frá alþjóða-
flugvelli, með öfluga
hafnarstarfsemi og
nægt landsvæði skapa
mörg sóknarfæri. Þau
þarf að nýta en það
gerist ekki af sjálfu sér. Við sjálf-
stæðismenn í bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar höfum lagt áherslu á að
farið verði í átak í sölu atvinnulóða
því þannig sé með raunverulegu
móti hægt að auka tekjur bæjarins.
Jafnframt höfum við viljað bíða með
úthlutun íbúðalóða í nýju hverfi, þar
sem uppbygging heils hverfis kalli á
kostnaðarsamar framkvæmdir eins
og skólabyggingar, sem ekki er
grundvöllur fyrir að sinni. Sú nið-
urstaða okkar fékkst eftir ítarlega
úttekt á hagkvæmni lóðaúthlutunar
á svæðinu.
Mikilvægt að minnka
erlendar skuldir
Atvinnulóðirnar eru tilbúnar og
vel staðsettar á Valla- og Hellna-
svæðinu. En það er ljóst að í því ár-
ferði sem ríkt hefur seljast þær lóðir
ekki af sjálfu sér. Það er því ánægju-
efni að Icelandair hyggur á miklar
framkvæmdir á svæðinu. Sú upp-
bygging getur haft mikil samlegð-
aráhrif þar sem önnur fyrirtæki
munu án efa sjá sér hag í því að vera
staðsett nærri svo öflugu fyrirtæki.
Andvirði lóða sem seljast myndi
ganga upp í og lækka margra millj-
arða króna skuld bæj-
arins við slitastjórn
Depfabanka. Það er
mikilvægt, ekki bara
vegna lækkunar vaxta-
kostnaðar, heldur mun
bærinn einnig njóta
þeirrar arðsemi og
tekna sem skapast af
uppbyggingu og starf-
semi nýrra fyrirtækja
á Valla- og Hellna-
svæðinu.
Tillaga um að skapa tekjur
Það er því brýnt að leita nýrra
leiða til að efla og fjölga fyr-
irtækjum. Við Sjálfstæðismenn lögð-
um til í bæjarstjórn nú fyrir áramót-
in að sett yrði á laggirnar sérstakt
atvinnuþróunarverkefni þar sem
markaðs- og kynningarmál sveitar-
félagsins yrðu efld með átak í sölu
atvinnulóða, nýsköpun og at-
vinnuþróun að leiðarljósi. Í tillög-
unni er gert ráð fyrir að 30 milljónir
króna verði settar í verkefnið á
þessu ári en að lóðasöluátak geti
skilað bænum allt að 300 milljónum
króna á sama tímabili. Það kostar að
skapa tekjur, leita tækifæranna og
nýta þau. En auknar tekjur og nýjar
lausnir eru nauðsynlegar til að rífa
bæjarfélagið upp eftir mörg erfið ár.
Þannig náum við okkur aftur á strik
og getum staðið vörð um það góða
samfélag sem við viljum búa við og
bjóða upp á í Hafnarfirði.
Eftir Rósu
Guðbjartsdóttur
Rósa Guðbjartsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi
í Hafnarfirði.
Nýtum tækifærin
í Hafnarfirði
» Það kostar að
skapa tekjur …
Sveitarfélögin í
landinu leggja út-
svarsskatt á laun, en
jafnframt leggja þau á
annan skatt sem
leggst á alla þá sem
hafa komið sér upp
eigin íbúðarhúsnæði.
Á Íslandi er hlutfall
þeirra sem búa í eigin
húsnæði eitt það
hæsta á Vesturlöndum
og hefur farið hátt í
80%. Á sama tíma er hlutfall leigj-
enda mun lægra en í nágrannalönd-
um okkar. Fasteignaskatturinn
leggst á íbúðareign fólks óháð
skuldsetningu eignanna og óháð
tekjum. Fjölskyldur með neikvætt
eigið fé greiða jafn mikið og fjöl-
skyldur sem hafa hreina eign. Ekki
er heimilt að draga neinn kostnað
frá skattstofninum þó heimilt sé að
gefa takmarkaðan afslátt til eldri
borgara. Skatturinn leggst þannig á
barnafjölskyldur og eldri borgara
án tillits til skuldakostnaðar. Ríkið
og sveitarfélögin greiða leigubætur
til þeirra sem eru með leigusamn-
ing en hins vegar eru fast-
eignaskattar lagðir á þá sem hafa
lagt í stærstu fjárfestingu ævi sinn-
ar: heimilið sitt. Þegar gengi krón-
unnar féll á árinu 2008 hækkuðu
skuldir heimilanna verulega, bæði
erlend lán og verðtryggð krónulán.
Þó nú sé unnið að mikilvægri leið-
réttingu af hálfu ríkisstjórnar Sjálf-
stæðis- og Framsóknarflokksins
eru íslensk heimili ennþá allt of
skuldsett. Má segja að skuldabagg-
inn standi eðlilegum vexti íslensks
þjóðfélags fyrir þrifum. Það er því
varla á það bætandi að fast-
eignaskattur sé
íþyngjandi á sama
tíma.
Stefnubreyting
í Árborg
Árið 2010 voru fast-
eignagjöld í sveitarfé-
laginu Árborg hæst á
landinu samkvæmt
samantekt Byggða-
stofnunar. Þrátt fyrir
þessi háu gjöld voru
skuldir að aukast og
mikið tap var á rekstr-
inum. Með samstilltu átaki hefur
tekist þrennt; skila afgangi, lækka
skuldir og lækka fasteignaskatta.
Gerð var þriggja ára áætlun fyrir
árin 2012-2014 þar sem fast-
eignaskattur á íbúðarhúsnæði var
lækkaður úr 0,35% í 0,275%. Þessi
lækkun er fimmtungslækkun á
þremur árum. En til hvers erum
við að þessu burtséð frá því að
þetta komi heimilunum almennt
vel? Í fyrsta lagi er mikilvægt fyrir
vaxtarsamfélag eins og sveitarfé-
lagið Árborg að vera samkeppn-
isfært. Lægra húsnæðisverð hefur
um árabil verið aðdráttarafl þeirra
sem hafa viljað fá stærra íbúðar-
húsnæði fyrir lægra verð en fæst á
höfuðborgarsvæðinu. Með því að
lækka fasteignaskattinn og þar með
fasteignagjöldin erum við betur
samkeppnishæf. Hingað kemur þá
frekar fólk sem vill búa og hefur þá
frekar úr einhverju að spila. Í öðru
lagi eru sérstakar aðstæður í ís-
lensku samfélagi þar sem skuld-
setning heimilanna er enn of mikil.
– Lægri fasteignaskattar létta
byrðarnar. Í þriðja lagi er ört
stækkandi hópur eldri borgara sem
kýs að búa í eigin húsnæði. Það er
bæði manneskjulegt og oft eina úr-
ræðið á tímum þar sem biðlistar
eftir sérhönnuðu húsnæði og dval-
arrýmum aukast. Eldri borgarar
geta í einhverjum tilfellum fengið
afslátt af fasteignagjöldum, en best
er að einfalda kerfið og lækka
skattinn á alla. Þannig er ekki verið
að refsa með jaðarsköttum þeim
eldri borgurum sem eru færir um
að afla sér tekna á efri árum. Ís-
lendingar verða einna langlífastir
og ná á langri ævi að koma upp
heimili í meira mæli en flestar aðr-
ar þjóðir. Þetta fyrirkomulag er í
eðli sínu heilbrigt og gott og það
ber að vernda.
Búum til jákvæða hvata
Við verðum að gæta þess að eyði-
leggja ekki heilbrigða hvata í sam-
félaginu með því að refsa þeim sem
hafa náð að spara eigið fé í eigin
húsnæði. Þvert á móti á að létta
byrðarnar á þeim sem hafa sýnt
ráðdeild og dugnað. Með þessu litla
lóði okkar á vogarskálar heimilanna
viljum við stuðla að heilbrigðara
samfélagi. Vonandi getum við hald-
ið áfram að lækka álögur á íbúana
og gert gott samfélag enn betra.
Eftir Eyþór Arnalds »Með því að lækka
fasteignaskatta um
1/5 styðjum við heimilin
á erfiðum tímum. Skuld-
sett heimili þola ekki
þungar álögur og því
ber að létta byrðina.
Eyþór Arnalds
Höfundur er formaður
bæjarráðs Árborgar.
Af hverju lækkum
við fasteignaskattinn?