Morgunblaðið - 06.01.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.01.2014, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014 Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Í hádegisfréttum RÚV þann 28. desem- ber síðastliðinn var fjallað um ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðra laxeldisframkvæmda Hraðfrystihúss Gunn- varar í Ísafjarðardjúpi. Fyrirsögn fréttarinnar sem birtist síðar á vef og textavarpi RÚV var: „Fagnar því að laxeldi fari í um- hverfismat“ Fréttin byggist að stærstum hluta á afstöðu Orra Vigfússonar sem kynntur er til sögunnar sem formað- ur Verndarsjóðs villtra laxa. Þar seg- ir Orri að „að laxeldi í sjó sé einhver hættulegasta matvælaframleiðsla sem fram fari í heiminum. Úrgangur og mengun frá 7.000 tonna fram- leiðslu í kvíaeldi jafnist á við 160.000 manna byggð.“ Jafnframt fullyrðir viðmælandinn að ekki sé hægt að stjórna laxeldi í sjó á nokkurn máta. Óháð fréttastefna RÚV Í útgefinni stefnu RÚV fyrir árin 2012 til 2016 er lögð áhersla á að fréttaþjónusta skuli vera „víðtæk, óháð og áreiðanleg. Með fréttum verði miðlað traustum upplýsingum sem jafnframt eru vettvangur gagn- rýninnar og upplýsandi umræðu um hvaðeina sem varðar almannahag.“ Jafnframt segir að fréttir RÚV skuli „vera vandaðar, nákvæmar, upplýs- andi og innihaldsríkar“. Í ljósi þessarar skýru stefnu RÚV vekur furðu hvernig annar eins mál- flutningur og staðhæfingar um þekk- ingariðnað sem starfar undir ströngu regluverki skuli skila sér gagnrýn- islaust inn í hádegisfréttatíma stofn- unarinnar, á vefsíðu svo og texta- varp. Dregin er upp afar villandi mynd af atvinnuvegi sem er í uppbyggingu á Íslandi. Fullyrt er um skaðlega eig- inleika framleiðslunnar á heimsvísu án þess að fréttamaður geri minnstu tilraun til að greina í hverju þeir eig- inleikar ættu að vera fólgnir. Ekki er heldur gerð krafa um rökstuðning að baki al- varlegri fullyrðingu um að ekki sé hægt að hafa „stjórn á sjókvíaeldi á nokkurn máta“. Rakalaus umfjöllun Í ljósi þess að frétta- þjónusta RÚV á að vera óháð og áreiðanleg skýt- ur það skökku við að fréttastofan skuli við vinnslu fréttar leita ein- vörðungu álits yfirlýsts andstæðings sjókvíaeldis vegna ákvörðunarinnar. Umfram það að lýsa tilfinningum sín- um og ánægju yfir niðurstöðu mála er viðmælandanum að auki gefinn kostur á að setja fram alrangar og órökstuddar fullyrðingar um fræða- svið sem hann hefur afar takmarkaða þekkingu á. Hefði fréttastofa RÚV ekki átt að sýna þann metnað í störf- um sínum að leita jafnframt annarra sjónarmiða og ræða við sérfræðinga á viðkomandi sviði fremur en leik- mann? Fagleg umfjöllun og áreið- anlegar upplýsingar eru grundvöllur fyrir gagnrýnni og upplýstri um- ræðu. Ekki verður séð að formaðurinn Orri Vigfússon hafi nokkra þá sér- þekkingu á sviði líffræði og eldis lax- fiska að ástæða ætti að vera fyrir fréttastofu Ríkisútvarpsins að leita hann uppi sérstaklega sem viðmæl- anda um slík efni. Fráleitur málflutningur Ef fréttamaður hefði kynnt sér það sem formaðurinn hefur borið á borð í fjölmiðlum hingað til hefði hann fljót- lega séð að viðmælandinn hefur gert sig ítrekað sekan um að tjá sig um málefni sem hann hefur enga þekk- ingu á. Fyrr á þessu ári velti formað- urinn því fyrir sér í fullri alvöru hvort skelfiskur í Breiðafirði á Vesturlandi hefði drepist þar sem menn hefðu notað aflúsunarlyf á Austfjarðasvæð- inu. Fyrir það fyrsta voru slík lyf ekki notuð í eldi á Austfjarðasvæð- inu. Í annan stað er á það líta að þynningarhraði efna í svo miklum sjó er mikill auk þess sem fjarlægð og straumlag útiloka með öllu þessa fjarstæðukenndu hugmynd. Á grundvelli vanþekkingar hefur formaðurinn fullyrt að í laxafóðri sé að finna tiltekin óæskileg efni í skað- legu magni. Hefur hann gengið svo langt í áróðursskyni að halda því fram opinberlega að eldislax sé því krabbameinsvaldandi og að hann sé hættulegur börnum og ófrískum kon- um. Á það er að líta að fóðurframleiðsla er iðnaður sem háður er ströngu eft- irliti opinberra aðila bæði hérlendis og erlendis. Við fóðurframleiðslu og laxeldi starfa þúsundir sérfróðra manna svo ekki sé talað um þann fjölda sem starfar við eftirlitsiðnað á þessu sviði. Enginn þessara sérfræð- inga hefur orðið var við þá ætluðu ógn sem leikmaðurinn Orri telur sig koma svo glögglega auga á. Eiginhagsmunabarátta Í huga margra sem fylgst hafa með umræðu um lax- og laxeldi á Íslandi er Verndarsjóður villtra laxa, sem Orri Vigfússon er í forsvari fyrir, í raun hagsmunasamtök ákveðinna veiðiréttarhafa fremur en óháð nátt- úruverndarsamtök. Náttúruvernd- arsamtök stuðla almennt að því að vernda dýr og þá einkum á uppeldis- og hrygningarsvæðum. Því er hins vegar öfugt farið með náttúruvernd framangreinds sjóðs sem leggur áherslu á að vernda fiskinn gegn netaveiði í sjó en telur ekkert eðli- legra en að seld séu veiðileyfi á laxinn á náttúrulegum hrygningar- og upp- eldissvæðunum hans. Það er vonandi að fréttastofa RÚV fjalli um málefni laxeldis af fag- mennsku og sanngirni í framtíðinni þannig að umfjöllun geti orðið vett- vangur gagnrýninnar og upplýstrar umræðu. Óboðlegar fréttir RÚV af laxeldi Eftir Einar Örn Gunnarsson Einar Örn Gunnarsson »Dregin er upp afar villandi mynd af at- vinnuvegi sem er í upp- byggingu á Íslandi. Höfundur er einn stjórnarmanna í einkahlutafélaginu Laxar fiskeldi. Bréf til blaðsins Um mitt nýliðið ár voru tuttugu ár síðan öll starfsemin í Gamla sjúkra- húsinu við Suðurgötu á Seyðisfirði var flutt yfir í það nýja þar sem hún fer fram nú. Stjórn Hollvinasamtaka sjúkrahússins (HSSS) ákvað í tilefni tímamót- anna að efna til sérstaks átaks- verkefnis meðal velunnara. Í sam- ráði við fagráð HSSS var ákveðið að hefja söfnun og kaupa tíu rafdrifin sjúklingarúm, bestu gerðar, til handa sjúkrahúsinu. Það er sá fjöldi rúma sem vantar á að þar séu öll rúm þeirrar gerðar. Heildarkostnaður með fylgihlutum er um 6 milljónir kr. Rafdrifin sjúkrarúm létta starfs- fólki alla þjónustu við skjólstæðinga sína og þeim sjúku líður miklum mun betur. Svo vel hefur söfnunin gengið að nú er búið að fjármagna átta rúm af þeim tíu ( verða ellefu) sem verk- efnið stendur fyrir. Stefnt er á að ljúka verkefninu endanlega fyrir vor- ið. Stjórn HSSS er þegar farin að huga að næsta átaksverkefni, þörfin er næg og hugur mikill í Hollvinum að verja og styðja vel við sjúkrahúsið sitt. Sérhæfð heilabilunardeild fyrir Austurland, með frábæru starfsfólki, er starfandi á Sjúkrahúsinu og þar er og hefur verið biðlisti eftir inn- lögnum. Sjúkrahúsið er fjölmennasti vinnustaðurinn í kaupstaðnum og því sem slíkur ákaflega verðmætur fyrir samfélagið á Seyðisfirði sem vissu- lega á „í vök að verjast“ nú um stund- ir. Milli jóla og nýárs færði stjórn HSSS ásamt Hollvinum sjúkrahúsinu formlega að gjöf sex rafdrifin rúm með fylgihlutum og einn hæg- indaruggustól. Form. HSSS, Þor- valdur Jóhannsson, fór yfir, við það tækifæri, starfsemi samtakanna á árinu, átaksverkefnið, söfnunina og helstu styrktaraðila. Yfirlæknir, Ólafur Sveinbjörnsson, tók við gjöfinni fyrir hönd Sjúkra- hússins. Einnig voru viðstödd Kristín Albertsdóttir framkvæmdastjóri og Emil Sigurjónsson frá HSA. Kristín þakkaði fyrir hönd HSA Hollvina- samtökunum frábærar gjafir og stuðning við Sjúkrahús HSA á Seyð- isfirði. ÞORVALDUR JÓHANNSSON, fyrrv. bæjarstjóri, nú eldri borgari, Seyðisfirði. Hollvinir Sjúkrahús- sins á Seyðisfirði skila átaksverkefni Frá Þorvaldi Jóhannssyni Þorvaldur Jóhannsson Ég er ekki mikið fyrir það að kvarta en nú er mér nóg boðið, ég hef aldrei lent í öðru eins. Þannig er mál með vexti að við fengum tilboð í Netpakk- ann hjá 365, sem er frítt net og heimasími og maður borgar bara fyr- ir Skemmtipakkann, eins og í okkar tilfelli. Við vorum að borga um 11.000 kr. hjá Símanum bara fyrir net og síma, þannig að við tókum ofan- greindan pakka þann 5. desember 2013 frá 365 á um 13.000 kr og héld- um að það væri nú ekkert mál að flytja okkur yfir, en annað kom á daginn. Nokkrum dögum seinna þá hringdum við í 365 og spurðum hvort við ættum að skila routernum og myndlyklinum og var okkur sagt að við ættum að skila routernum en halda myndlyklinum. Nokkrum dög- um seinna þá hringjum við í 365 aftur og spyrjum hvor við séum ekki að fara að fá mann heim til okkar til að koma með nýjan router til að setja tækin upp, en það var ekki hlaupið að því, því það tæki u.þ.b. 2 vikur að fá mann heim. Við tókum þá ákvörðun að sækja routerinn sjálf til 365 og setja tækin upp sjálf. Þegar við vor- um búin að setja tækin upp vildi netið ekki virka. Því hringdum við í 365 og báðum um hjálp til að láta allt virka eins og á að gera og allt gekk vel. Við fengum stöðvarnar sem fylgdu skemmtipakkanum. Við hringdum í Símann því við vorum með reikning frá þeim. Við héldum að við værum komin yfir til 365. Þá var okkur sagt að við værum enn hjá Símanum og 365 ætti að senda uppsagnarbeiðni til Símans. Við hringdum þá í 365 og spurðum hvort þeir væru búnir að senda uppsagnarbeiðni en þá var okkur sagt að við þyrftum að segja sjálf upp hjá Símanum ef uppsögn færi ekki í gegn. Við vorum eitt spurningarmerki eftir þessi svör en ákváðum að fara í Símann í Kringl- unni til að skila routernum og til að fá einhverjar frekari upplýsingar. Þeir skrifuðu niður símanúmer sem var skráð hjá þeim og sögðu okkur að fara til 365 og biðja þá um að aftengja númerið eða nota það áfram. Við rölt- um yfir til 365 sem voru í Kringlunni yfir jólahátíðarnar og báðum sölu- manninn til að athuga þetta fyrir okkur. Þetta númer var tengt og við ákváðum að nota númerið sem okkur var gefið þegar við fórum yfir til 365 og þá ætti allt að virka og hann sagði að uppsögnin hefði komið frá Síman- um 8. desember 2013. Núna, 2. janúar 2014, datt allt net og sjónvarp út. Við hringdum í 365 og báðum um aðstoð en okkur var sagt að það væri verið að flytja okkur og beiðni væri kominn til Mílu og við ættum að fá netið inn daginn eftir eða á föstudegi. Svo leið föstudagurinn og ekkert net, við hringdum í 365, okkur var tjáð að þetta væri í ferli sem gæti tekið nokkra daga og við ættum að fá netið inn í dag eða eftir helgi (6. janúar 2014 ). Ég var ekki sáttur með þessar upplýsingar og bað manninn um að setja okkur í for- gang hjá Mílu, það var lítið mál og sagðist hann ætla að reyna það. En ekkert gerðist og ákvað ég að hringja bara beint í Mílu og athuga hvað væri í gangi. Þeir sögðu mér að þeir gætu ekki farið í að tengja okkur í dag og mundu þeir fara í þetta eftir helgi. Ég var samt ekki sáttur að vera net- laus alla helgina með ekkert sjón- varp, þannig ég hringdi aftur í 365 og fékk samband við yfirmann hjá þeim. Hann vildi lítið sem ekkert gera nema athuga þetta og koma sér inn í málið og kvaðst hringja í mig seinna um daginn. Svo hringir hann í mig og tjáir mér að ekkert verði hægt að gera fyrr en mánudaginn 6. janúar 2014. Málið er að mér finnst þetta hafa tekið óþarflega langan tíma, frá 5. desember 2013 til 6. janúar 2014 og mikið sem við þurftum að hringja og stússast sem maður hélt að þeir myndu græja fyrir mann. Fyrstu skiptin sem við hringdum vegna vandamála þá voru starfsmenn mjög almennilegir og hjálpsamir en þegar þetta fóru að verða endalaus vandamál og þegar okkur var sagt að við ættum að sjá um að segja upp netinu hjá Símanum sjálf ef þetta færi í gegn, þá fengum við nóg. GUÐNI MÁR ÆGISSON, Hafnarfirði. Léleg þjónusta 365 Frá Guðna Má Ægissyni - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.