Morgunblaðið - 06.01.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.01.2014, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til á allar gerðir vinnuvéla, vöru- og flutningabifreiða, dráttarvéla og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum Munið að slökkva á kertunum Ef vatn kemst í vax útikerta er hætta á að heitt vaxið skvettist á fætur og hendur nálægra Slökkvilið höfuborgasvæðisins Fréttir af mikilli veð- urhæð og tíðum snjó- flóðum á Ísafjarð- arsvæðinu og sunnanverðum Vest- fjörðum vekja spurn- ingar um hvort þing- mönnum Norðvesturkjördæmis sé fyrir bestu að bregð- ast hið snarasta við áhyggjum heimamanna í Álftafirði af slysahætt- unni í hlíðinni norðan Súðavíkur og í Kirkjubólshlíð. Áður en Alþingi sam- þykkti kjördæmabreytinguna spurði greinarhöfundur fyrrverandi þing- menn Vestfirðinga hvort snjóflóð gæti fallið ofan úr hlíðinni og farið yfir flug- völlin í Skutulsfirði. Engin svör feng- ust þegar þessir landsbyggð- arþingmenn vísuðu spurningunni til föðurhúsanna og vildu ekkert um samgöngumál fjórðungsins vita. Áður hefur greinarhöfundur ítrekað að stutt veggöng norðan Súðavíkur breyti engu og verði bara ávísun á enn frekari vandræði sem eru nógu mikil fyrir. Hugmyndin um veggöng í Súða- víkurhlíð sem tryggir aldrei öryggi íbúanna á svæðinu milli Álftafjarðar og Bolungarvíkur er óskynsamleg. Góð lausn á samgöngumálum Súðvík- inga felst í því að þessi hugmynd verði afskrifuð fyrir fullt og allt sem er hag- ur heimamanna, stjórnvalda og Vega- gerðarinnar. Greinarhöfundur sendir Vegagerðinni, heimamönnum og öll- um þingmönnum Norðvest- urkjördæmis skýr skilaboð sem eru þessi: Um tvennt stendur valið. Ann- aðhvort er það besti kosturinn að klára dæmið fyrir fullt og allt með lengri göngum sem tekin yrðu sunnan Súðavíkur og kæmu út innarlega í hlíðinni við Ísafjarðarflugvöll eða fest- ast í vítahring sem vonlaust yrði að brjótast út úr næstu áratugina. Allir þingmenn Norðausturkjördæmis skulu bregðast við áhyggjum íbúanna sem eiga erfitt með að treysta á stóra Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði þegar blindbylur, snjóþyngsli, grjóthrun, aurskriður og snjóflóð gera heima- mönnum lífið leitt. Þetta hættuástand kemur í veg fyrir að hægt sé að mæta tímanlega í vinnu og bregðast við neyðartilfellum sem enginn sér fyrir. Óþolandi er að þingmenn Norðaust- urkjördæmis komist upp með að láta Vestfirðinga og Austfirðinga færa fórnir næstu áratugina í þeim tilgangi að stuðn- ingsmenn Vaðlaheið- arganga geti þegar þeim hentar troðið sínum áformum fram fyrir önn- ur þarfari verkefni sem hafa alltof lengi setið á hakanum. Áður hefur innanríkisráðherra við- urkennt að brýnt sé að ríkisstjórnin taki á þessu ástandi sem íbúar fjórð- ungsins geta ekki látið bjóða sér meir en orðið er. Kjörnum þingmönnum Vestfirðinga skal vera ljóst að von- sviknum heimamönnum verður fljót- lega heitt í hamsi þegar þeir setja hnefann í borðið og segja hingað og ekki lengra. Einar K. Guðfinnsson ætti að sjá sóma sinn í því að fylgja þessu máli eftir í samgöngunefnd Al- þingis og svara öllum spurningum sem Súðvíkingar eiga rétt á. Spurningin er hvort allir þingmenn Norðvest- urkjördæmis vilji standa saman og flytja á Alþingi tillögu um að flýta und- irbúningsrannsóknum á jarð- gangagerð sunnan Súðavíkur, í hlíð- inni beint á móti Kambsnesi myndu þau bjóða hættunni heim. Varasamt er ef þessir ágætu landsbyggð- arþingmenn treysta því að dalurinn milli Súðavíkur- og Kirkjubólshlíðar verði um ókomin ár 100% öruggur fyr- ir snjóflóðum sem geta kostað alltof mörg mannlíf. Fyrir löngu átti Alþingi að samþykkja tillögu Ólínu Þorvarð- ardóttur um að skoðaðir yrðu mögu- leikar á gerð vegganga sunnan Súða- víkur sem kæmu út innarlega í Kirkjubólshlíð eða Engidal til þess að íbúar Álftafjarðar losni endanlega við slysagildruna beint á móti Kambs- nesi. Því andmælti fyrrverandi rík- isstjórn með falsrökum sem hafa skaðað samgöngumál Vestfirðinga. Arnardalur getur verið fullur af snjó- flóðahættum sem enginn hefur hug- mynd um. Fram hjá þessari stað- reynd geta þingmenn Norðvesturkjördæmis ekki horft. Að sjálfsögðu er þeim líka skylt að bregð- ast við áhyggjum íbúanna á Ströndum sem búa á öllu svæðinu milli Bjarn- arfjarðar og Ingólfsfjarðar. Þarna geta þeir alla vetrarmánuðina aðeins treyst á flugsamgöngurnar milli Gjög- urs og Reykjavíkur. Ekki verður bet- ur séð en að kjördæmabreytingin hafi stórskaðað alla landsmenn. Fyrir Vestfirðinga yrði það mikill léttir að sjá á bak Súðavíkurhlíðinni sem er engu betri en Óshlíðin. Göng sunnan Súðavíkur Eftir Guðmund Karl Jónsson »Engin svör fengust þegar þessir lands- byggðarþingmenn vís- uðu spurningunni til föðurhúsanna og vildu ekkert um samgöngu- mál fjórðungsins vita Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.