Morgunblaðið - 06.01.2014, Side 22

Morgunblaðið - 06.01.2014, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014 ✝ Hermína Sig-urðardóttir fæddist á Akureyri 13. nóvember 1923. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 27. desember 2013. Foreldrar Herm- ínu voru Ágústa Rósa Jósefsdóttir og Sigurður Jóna- tansson. Alsystkini Hermínu voru Guð- munda, Jón, Þórir og Hreinn. Auk þess átti hún 12 hálfsystk- ini, samfeðra. Systkinin eru nú öll látin. Hinn 5. maí 1945 giftist Hermína Finnlaugi Pétri Snorrasyni frá Syðri-Bægisá í Öxnadal. Börn þeirra eru: 1) Helgi, f. 1946, d. 1988. Börn hans og Hildar Gunnarsdóttur eru: a) Þuríður, b) Gunnlaugur, c) Finnlaugur Pétur, d) Sig- urlaug, e) dóttir Helga og Ragn- hildar Benediktsdóttur er Hermína Íris. 2) Gunnar, f. 1947, kvæntur Gunillu Mariu Finn- laugsson. a) sonur Gunnars og og Hákonar er Valtýr Már. Alls eru afkomendur Hermínu 72: sjö börn, 20 barnabörn, 41 barnabarnabarn og fjögur barnabarnabarnabörn. Hermína ólst upp hjá ömmu sinni Helgu Guðrúnu Jónatans- dóttur í Hillnakoti á Árskógs- strönd. Einnig var Hermína mikið í Hörgárdalnum á sínum yngri árum. Árið 1945 fluttu þau Hermína og Finnlaugur á Selfoss og byggðu sér hús að Tryggvagötu 5 (nú 9). Árið 1953 fluttu þau að Arnarstöðum í Hraungerðishreppi. Fyrstu árin á Arnarstöðum stunduðu þau blandaðan kúa- og fjárbúskap, en síðari árin varð kartöflurækt aðalbúgreinin. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur árið 1970 vann Hermína ýmis störf, s.s. við ræstingar, aðstoð í mötu- neytum og ýmis umönn- unarstörf. Eftir andlát Finnlaugs hóf Hermína sambúð með Jóhanni Long Ingibergssyni, fyrst í Ár- skógum 6, en í ágústmánuði 2006 fluttu þau á Hrafnistu í Reykjavík þar sem Hermína bjó til dauðadags. Hermína greind- ist á efri árum með Alzheimers- sjúkdóminn. Útför Hermínu fer fram frá Grensáskirkju í dag, 6. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Guðlaugar Björns- dóttur er Freyr, b) sonur Gunnars og Gunillu er Jo- hannes Gunnar. 3) Þorfinnur, f. 1948, kvæntur Soffíu Guðmundsdóttur. a) dóttir Þorfinns og Þórhöllu Þór- hallsdóttur er Þór- laug, b) sonur Þor- finns og Soffíu er Einar Árni og c) Guðný Ruth, sem Þorfinnur ættleiddi. 4) Þór- laug, f. 1950, gift Kai Toft. Son- ur Þórlaugar og Gests Karls- sonar er Finnlaugur Pétur. 5) Hulda, f. 1953, börn hennar og Héðins Sverrissonar eru: a) Tryggvi, d. 1993, b) Erna, c) Jó- hannes Pétur, d) Helgi, e) Einar. 6) Snorri, f. 1960, kvæntur Sig- ríði Birgisdóttur. Dætur þeirra eru: a) Linda Björk og b) Helga Dögg. 7) Ágústa Rósa, f. 1962, giftist Hákoni Valtýssyni, d. 2005. a) sonur hennar og Egils Arnar Arnarsonar er Ingvar Andri og b) sonur Ágústu Rósu Ég veit að það besta sem í mér er, í arfleifð ég tók frá þér. Ég veit, að þú gafst mér þá glöðu lund, sem getur brosað um vorfagra stund, og strengina mína sem stundum titra, er stráin af náttköldum daggperlum glitra, stemmdi þín móðurmund. Ég veit það af reynslunni, móðir mín, hve mjúk hún er höndin þín. Þín umhyggja er fögur sem himinn- inn hár, ég hef ekki skoðað þau grátsöltu tár, sem þú hefur kysst burt af kinnunum mínum og klappað í burtu með höndunum þínum í fjöldamörg umliðin ár. (Jóhann Sigurjónsson) Þakka þér takmarkalausa ást og umhyggju. Þín dóttir, Ágústa Rósa. Ef ég ætti að nefna nokkur atriði sem voru einkennandi fyr- ir mömmu þá eru það hlýja, já- kvæðni, samkennd, umburðar- lyndi og bjartsýni. Og þessu reyndi hún miðla til afkomenda sinna. Mamma var alin upp hjá ömmu sinni, Helgu Guðrúnu, sem var einkum þekkt fyrir tvennt, gestrisni og fallega handavinnu. Báða þessa kosti fékk mamma í arf. Mamma var einn vetur í Húsmæðraskólan- um á Laugalandi í Eyjafirði. Það var eina skólaganga hennar fyrir utan nokkrar vikur í far- skóla á barnaskólaárunum. En mamma nýtti vel það sem hún hafði lært bæði í skóla og hjá henni ömmu sinni. Hún lagði mikla rækt við íslenskuna og allt fram í andlátið var hún að vanda um og minna okkur hin á að vanda málfar okkar. Vinnu- dagur mömmu var oft langur, enda margt í heimili á árunum sem hún bjó í Flóanum. Auk okkar fjölskyldunnar var heim- ilisfastur hjá okkur aldraður móðurbróðir mömmu, Einar Kr. Jósefsson. Og þrátt fyrir að tíu manns væru í heimili bauð mamma iðulega börnum vina- og frændfólks að dvelja í sveit- inni um lengri eða skemmri tíma. Mamma sá alltaf björtu hlið- arnar og lausnirnar fremur en vandamálin. Hún var mjög hlát- urmild og alltaf tilbúin að gant- ast með öðrum og þar var ekk- ert kynslóðabil. Hún hafði mjög smitandi hlátur og gat maður hlegið með henni þó að maður vissi alls ekki hvað hafði komið henni til að hlæja og hún gat ekki sagt það fyrir hlátri. En líf mömmu var ekki alltaf dans á rósum. Með nokkurra ára millibili missti hún son, dótturson og tengdason. Það var erfitt fyrir hana að þurfa að horfa á eftir þeim sem voru af næstu og þarnæstu kynslóð í gröfina. Á þessum sömu árum veiktist pabbi og þurfti mikla umönnun, sem mamma veitti honum lengi vel í heimahúsi áð- ur en hann fór á vistheimili og lést svo árið 2002. En mamma bar harm sinn í hljóði og hennar létta lund fleytti henni áfram. Í nóvember sl. varð mamma 90 ára. Þá hittist fjölskyldan og margir lögðu á sig að koma um langan veg til að fagna með gömlu konunni. Mamma var hress þennan dag og gladdist að sjá allan þennan fjölda og þá ekki síst litlu börnin, en mamma hefur alltaf verið sérlega barn- góð. Það lifnaði alltaf yfir henni ef maður tók ungviðið með í heimsókn á Hrafnistu. Eftir að pabbi dó eignaðist mamma góðan vin, Jóhann Long Ingibergsson, sem síðar varð sambýlismaður hennar. Fyrstu árin ferðuðust þau mikið saman og á dansgólfinu var eftir þeim tekið. Milli þeirra var ein- staklega fallegt vináttusam- band. Eftir nokkurra ára sam- vistir greindist mamma með alzheimer-sjúkdóminn sem svo leiddi til þess að þau fluttust á Hrafnistu. Þar naut mamma áfram umhyggju Jóa, sem leiddi hana um gangana og aðstoðaði á allan hátt og það fór ekki hjá því að hinar „kellurnar“ öfund- uðu mömmu af því að hafa slík- an mann sér við hlið. Og mikið erum við fjölskyldan þakklát honum Jóa fyrir alla hans alúð og umhyggju í garð mömmu. Einnig langar mig að þakka starfsfólki Hrafnistu fyrir þeirra hlut, þar þótti mömmu gott að vera. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú kenndir mér og varst mér. Hví í friði. Hulda Finnlaugsdóttir. Elsku amma mín. Þá er kom- ið að hinstu kveðjustund. Mikið eru kveðjustundir ávallt erfiðar, en ég veit að þér líður vel núna í faðmi þeirra sem eru farin frá okkur á æðri staði og þér þótti svo vænt um. Þú ert án efa með fallegri englum sem eru á himn- inum. Hjartahlýja þín var ein- stök og barngóð með eindæm- um varstu. Þú hreinlega geislaðir af gleði þegar lítil börn voru í kringum þig og vildir ávallt fá þau í fangið til þín. Þegar ég kom til þín í heimsókn með strákana mína varstu svo glöð og ánægð. Brostir út að eyrum og knúsaðir þá og kysst- ir. Og þegar við kvöddum þig sagðir þú ávallt: „Fæ ég ekki mynd um jólin?“ Og auðvitað fékkstu alltaf mynd af strákun- um mínum hver jól, það síðasta nú aðeins þremur dögum fyrir andlát þitt. Einhvern tímann spurði ég þig hvort það hefði ekki verið erfitt að sinna öllum þessum sjö börnum sem þú áttir sjálf. Svarið var: „Nei, síður en svo. Þau voru alltaf svo góð.“ Ég man að ég glotti út í annað, því ég hef heyrt ansi margar prakkarasögur af þeim systk- inum frá Arnarstöðum. En þau tala öll um hve góð móðir þú varst, sinntir þeim af alúð eins og þér einni var lagið. Það vant- aði heldur aldrei upp á kærleik- ann og ástúðina þegar ég kom í heimsókn til þín og afa Finn- laugs meðan hann var á lífi. Kræsingar voru dregnar fram og mikið spjallað. Og auðvitað mátti aldrei gleyma að skrifa í gestabókina áður en haldið var heim. Ég vildi óska að við hefð- um átt mun fleiri samveru- stundir. En mikið er ég glöð að hafa komið til þín núna í nóv- ember síðastliðnum, þegar hald- ið var upp á 90 ára afmælið þitt. Það er ómetanlegt að hafa átt þennan dag með þér og fjöl- skyldunni allri. Fallegur dagur sem tókst svo einstaklega vel og þú svo bros- andi ánægð með veisluna og alla þá sem þér þótti svo vænt um. Jói þinn líka svo glaður og sátt- ur með fallegu konuna sína – man að þið sátuð saman hönd í hönd. En nú er komið að leiðarlok- um amma mín og vil ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Að lokum vil ég enda á þeim orðum sem ég sagði við þig þegar ég kvaddi þig nú síðast í nóvember: „Bless amma mín og hafðu það alltaf sem allra best. Mér þykir vænt um þig.“ Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þórlaug Þorfinnsdóttir. Elsku hjartans amma mín. Þegar ég stend frammi fyrir því að þurfa að kveðja á þennan hátt er eins og orðin flæði ekki á eðlilegan hátt. Eða kannski gera þau það, það er bara eins og þau hafi ekki nægilega mikla merkingu. Það er erfitt að reyna að koma einhverjum orð- um á blað þegar maður ætlar að minnast einhvers sem er manni jafn kær og þú ert mér. Þú áttir stóran part í því að móta mig sem þá manneskju sem ég er í dag og fyrir það er ég þér þakklát. Þú tókst mér með opnum örmum frá fyrsta degi og aldrei léstu mig finna fyrir því að ég væri „stjúp“- barnabarnið þitt. Kannski var það þess vegna að ég leit aldrei þannig á hlutina, þú varst sko ekki „stjúp“-amma mín. Eða kannski bara af því að þú varst bara eins mikil „alvöru“-amma og hægt var að vera, líka fyrir mig. Minningar mínar um þig eru með því dýrmætasta sem ég geymi í hjartanu mínu. Ég var oft í pössun hjá þér í Dverga- bakkanum og aldrei leiddist mér með þér. Ég man eftir því að hafa farið með þér í vinnuna, fengið að leika mér að orgelinu, ég fékk að fara í bað eins oft og ég vildi og ég fékk að kúra hjá þér á nóttunni. Þú söngst fyrir mig Ó Jesú bróðir besti í hvert sinn sem ég gisti hjá þér og á hverju kvöldi syng ég það fyrir mín börn. Ég man eftir því að hafa rölt með þér í miðbænum og Kolaportinu, að hafa oftar en ekki kíkt í hádegismat til þín í Árskógum. Svona gæti ég lengi talið. Ég man eftir sykruðum pönnukökum, brauði með hun- angi eða sultu og svo framvegis. En það sem stendur upp úr af öllum minningum eru fallegu grænu augun þín, brosið og hláturinn. Og auðvitað knúsin þín. Jesús bróðirinn besti blessar nú leiðina þína og ljós þitt á alla er þig elska eilíft mun lifa og skína. (Vígþór H. Jörundsson.) Ég trúi því að þú sért nú á góðum og fallegum stað. Ég trúi því að þér líði vel og að þú hlæir og dansir sem aldrei fyrr. Ég trúi því að ég muni hitta þig aft- ur seinna. Þangað til mun ég aldrei gleyma þér, ég mun muna þig alveg eins og þú varst. Jákvæð, þolinmóð, glað- lynd og alltaf svo góð. Takk fyr- ir allt, elsku amma. Sjáumst seinna. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft sakn- ar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Þín sonardóttir, Guðný Ruth. Hermína Sigurðardóttir HINSTA KVEÐJA Athvarf hlýtt við áttum hjá þér, ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerki: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Kveðja frá börnunum þínum. Þorfinnur Finnlaugsson. ✝ Bjarni Böðv-arsson fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1934. Hann lést 27. des- ember 2013. Foreldrar hans voru Böðvar Stephensen Bjarnason, húsa- smíðameistari, f. 1. október 1904, d. 27. október 1986, og k.h. Ragnhildur Dagbjört Jónsdóttir, húsmóðir, f. 31. mars 1904, d. 23. júlí 1993. For- eldrar Böðvars voru Bjarni Jónsson, bóndi, og Sigríður Jónsdóttir, í Gerði í Innri- Akraneshreppi. Foreldrar Ragnhildar voru Jón Welding, bóndi, og Soffía Jónsdóttir, á Rein í Innri-Akraneshreppi. Al- systkini Bjarna eru Jón, skóla- meistari og ritstjóri, f. 2. maí 1930, d. 4. apríl 2010, Vilhelm- ína Sigríður, húsmóðir, f. 13. júní 1932, d. 29. júní 2007, Val- borg Soffía, fyrrv. leikskóla- kennari, f. 18. ágúst 1933, Böðv- ar, trésmíðameistari, f. 23. júní 1936, og Sigmundur, lögfræð- ingur, f. 29. september 1937. Hálfsystur Bjarna, samfeðra, eru tvíburarnir Alberta Guð- rún, húsmóðir, f. 19. júní 1942, og Guðný Þóra, hárgreiðslu- meistari og bankastarfsmaður. Bjarni var tvígiftur, fyrri kona hans heitir Hallfríður Her- mannsdóttir, f. 14 september 1936. Barn þeirra er: 1) Sigríð- ur Gerða, f. 13 júlí 1961. Börn hennar eru Ásdís Halla Sigríð- ardóttir, f. 10 nóvember 1980, og Jóhann Bjarni Þorsteinsson, f. 6. febrúar 1992, maki Ásdísar er Páll Þór Pálsson, f. 1 nóv- ember 1980, og barn þeirra Sindri Dylan Pálsson, f. 16. nóv- ember 2008. Seinni kona Bjarna hét Þórhildur Guðnadóttir, f. 2. nóvember 1940, d. 11. nóvember 2011. Börn þeirra eru: 2) Helga Soffía, f. 25. ágúst 1964, maki Þórður Her- mannsson, f. 21. nóvember 1955. Börn: Arnar Logi Grétarsson, f. 2 febrúar 1981, Rósa Ösp Þórðardóttir, f. 8. júlí 1987 og Anna Birta Þórðardóttir, f. 6. júní 2002, sonur Arnars Loga er Bjartur Þór Arnarsson, f. 19. ágúst 2009, sambýlismaður Rósu er Ævar Karl, f. 11. nóv- ember 1984. 3) Böðvar, f. 30. október 1965, maki Bei Ping, f. 16. júní 1972 og eiga þau tvo stráka, þá Kristófer Gauta, f. 5. ágúst 2000 og Valþór Gauta, f. 13. maí 2005. 4) Bjarni Þór, f. 13. júní 1970. Bjarni var búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1954, sveinspróf í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1966, prófi úr Meistaraskólanum lauk hann 1975. Starfaði Bjarni við búskap fyrst í Gerði í Innri- Akraneshreppi 1960-1962 og á Efri-Rotum undir Eyjafjöllum 1968-1972. Fjósameistari á Hvanneyri 1972-1973. Eftir það við húsasmíðar, fyrst eitt ár á Raufarhöfn en síðan á höfuð- borgarsvæðinu lengst af við endurbyggingar gamalla húsa. Hann var smíðakennari á Seyð- isfirði 1988-1992, samhliða því að sinna viðhaldi nokkra gam- alla hús í bænum. Eftir 1992 starfaði hann við húsasmíðar í Reykjavík og víðar meðan starfsorkan leyfði. Útför Bjarna fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 6. janúar 2013, kl. 15. Hann dansaði, hann Bjarni. Dans Bjarna var sérstæður, hann hófst í beinu framhaldi af göngu- laginu. Hans eigin göngulagi – al- veg áreynslulaust. Hann varð fjar- rænn til augnanna, en hafði þau þó helst ekki af gólfinu í fyrstu. Hæll og hnakki unnu saman, þunginn var í táberginu og hælarnir nánast svifu létt yfir. Hann varð ekki reig- ingslegur eða sperrtur, sem oft eru einkenni á dansandi fólki, hann varð hógværðin holdi klædd. Hann varð eins og skip sem leið yf- ir hafflötinn, með vind í seglum, en þó í blankalogni. Sérhver hreyfing var mjúkleg og alls ekki laus við þokka, framandi þokka – hlýjan þokka. Það færðist mildur svipur yfir andlitið og olnbogunum lyfti hann ögn frá líkamanum og lófarn- ir snéru upp og svo hvolfdi hann þeim, reglufast, eins og hann væri að losa sig við eitthvert smælki eða óþol, svarta anda. Þá sneri hann lófunum niður og ekki laust við að hann eins og þrýsti þeim niður og fór þá jafnharðan á enn meira flug, þetta sáu allir, það var sem hann stryki einhverju í leiðinni, klapp- aði einhverjum á koll og í sömu mund var hann algjörlega á valdi hrynsins. Dans Bjarna líktist ferðalagi, hann sté áfram, færði annan fótinn fram fyrir hinn á víxl. Þá ferðaðist hann svolítið til vest- urs, en ekki lengi, þá hélt hann beint áfram til suðurs, okkur fannst það vera niður í móti, þá tók hann skyndilega skref í austur og dvaldist þar við að hvolfa úr lófum og senda fjarrænt hófsemdar blik inn í tilveruna og slétti úr enninu. Allir fylgdust með Bjarna og tóku við þessu hlýlega bliki sem varð að Bjarna-brosi sem smitaði og breiddist yfir nærstödd andlit – allir endurnærðust, menn og kon- ur lyftust í hæðir eina örskots- stund í fullkomnu algleymi. Þetta gat hann endurtekið þó nokkuð oft og við í hljómsveitinni fylgd- umst með Bjarna, hvernig hann gladdi og seiddi alla nærstadda og varð svo í framhaldinu glaðastur allra. Eftir á teygaði hann hun- angsmjöð, varð hreifur og sagði brosandi að hann væri ekki alveg búinn að útfæra alla þætti dans- ins, en það kæmi. Bjarni Böðvarsson var öllum stundum að vinna í sínu. Hann var skemmtilegur, góður í bridge, víð- lesinn og sílesandi og þess vegna fróður um margt. Allir sem kynntust Bjarna, sem kennara, meistara, yfirmanni, spilafélaga, ber saman um; að hann hafi ætíð komið fram sem jafningi og vinur og leiðbeind ávallt af mikilli virð- ingu fyrir viðfangsefninu og manninum. Ég heimsótti Bjarna nokkuð reglulega og alltaf áttum við uppbyggilegar samræður, nú síðast á aðfangadag, mér fannst ég hafa þekkt hann alla tíð, þó að á okkur væri nokkur aldursmun- ur. Alltaf sótti ég til hans visku og vináttu. Takk fyrir samfylgdina, kæri Bjarni – þín verður lengi minnst, góða ferð. Egill Ólafsson. Bjarni Böðvarsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.