Morgunblaðið - 06.01.2014, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
✝ Margrét Hel-ene Billhardt
fæddist í Düssel-
dorf í Þýskalandi
3. júní 1935, hún
lést á heimili sínu
þann 10. desember
2013. Foreldrar
Margrétar voru
Hugo Philipp Bill-
hardt, iðnaðar- og
rekstrarverkfræð-
ingur í Þýska-
landi, f. 14. apríl 1904 í Thion-
ville í Lorraine, d. 21. febrúar
1994 og Paula Billhardt Scholl,
lyfjafræðingur, f. 16. maí, 1904
í Erzingen, Þýskalandi, d. 25.
júlí, 1996. Margrét átti fjögur
systkin, þau Mareile Mecht-
hild, f. 1930, d. 2010, Hans-
jörg, f. 1933, Gisela Heidrun f.
1938, Hermann, f. 1939.
Margrét giftist þann 19. jan-
úar 1962 Bjarna Kristmunds-
syni, byggingarverkfræðingi,
f. 14. ágúst, 1934. Foreldrar
Bjarna voru Kristmundur
Karlsruhe í Þýskalandi. Mar-
grét lauk stúdentsprófi frá
Wirtschaft Oberschule og
verslunar- og viðskiptaprófi
frá Industri- und Hand-
elskammer í Karlsruhe. Eftir
nám dvaldist Margrét eitt ár í
London og lærði ensku og
einnig dvaldist hún í tvö ár í
Genf, lærði þar frönsku jafn-
hliða vinnu hjá The Lutheran
World Federation. Eftir nám
starfaði Margrét hjá ýmsum
fyrirtækjum í Þýskalandi, s.s.
Junker & Ruh AG og Neue Ar-
gus GmbH.
Margrét fluttist með fjöl-
skyldu til Íslands árið 1965 og
settist fljótlega að í Garðabæ
þar sem hún bjó í tæp 20 ár.
Hún fluttist svo til Reykjavíkur
þar sem hún bjó fram á síðasta
dag. Margrét lauk námi í ís-
lensku fyrir erlenda stúdenta
frá Háskóla Íslands. Á Íslandi
starfaði hún hjá ÍSAL í Hafn-
arfirði, á austurrísku aðalræð-
ismannsskrifstofunni og frá
1985 starfaði hún hjá Lána-
sjóði íslenskra námsmanna.
Margrét var jarðsungin í
kyrrþey að eign ósk en athöfn-
in fór fram frá Breiðholts-
kirkju þann 27. desember
2013.
Georgsson, tré-
smíðameistari, f.
28. nóvember
1909, d. 21. jan.,
1996 og Sigríður
Guðleifsdóttir, f. 4.
apríl, 1908, d. 28.
september 1980.
Margrét og Bjarni
skildu.
Börn Margrétar
og Bjarna eru: 1.
Einar Þór, f. 10.
desember 1962, maki Iðunn
Lára Ólafsdóttir, f. 28. júní,
1963. Börn þeirra eru Tryggvi
Þór, f. 1990 og Freydís Halla,
f. 1994. 2. Helga Jóhanna
Bjarnadóttir, f. 19. júlí 1966,
maki Kristján B. Einarsson, f.
2. júlí 1965. Börn þeirra eru
Bjarki Viðar, f. 1995, Margrét
Kristín, f. 1998 og Arnar
Ágúst, f. 2001.
Margrét ólst upp í Berlín
ásamt systkinum sínum til
unglingsára þegar hún flutti
ásamt fjölskyldu sinni til
Það var fyrir um 22 árum að
leiðir okkar lágu saman. Þú
varst að heimsækja dóttur þína
í Kaupmannahöfn, sem þá var
nýkomin þangað til að fara í
framhaldsnám. Það kom þér á
óvart að hún væri þá strax
komin með kærasta. Síðan þá
höfum við verið góðir vinir. Þú
tókst mér vel sem tengdasyni
og sýndir mér mikla væntum-
þykju.
Þegar barnabörnin komu í
heiminn varstu stoð og stytta,
við að hlaupa í skarðið hjá upp-
teknum foreldrum. Það var
ómetanlegt að eiga þig að.
Þú hafðir gaman af að spjalla
um heima og geima og fjöl-
skyldan átti margar góðar
stundir með þér, þar sem málin
voru krufin. Þú hafðir alltaf
nægan tíma fyrir alla, varst
aldrei að flýta þér og gafst þér
góðan tíma að ræða við barna-
börnin og byggja upp tengsl við
þau. Þú ferðaðist mikið með
fjölskyldu okkar. Við heimsótt-
um ættingja erlendis og þú
kynntir okkur æskuslóðir þín-
ar, það var bæði fróðlegt og
þroskandi að kynnast þeim að-
stæðum sem þú ólst upp við og
fá að heyra hversu framandi
það var fyrir þig að setjast að á
Íslandi á sínum tíma.
Þú áttir langa og viðburða-
ríka ævi og ef þú lentir í mót-
byr þá var áberandi hversu
sterk þú varst að takast á við
hann. Þú hélst alltaf áfram á
þinni braut og varst ekki að
barma þér.
Á síðustu árum fór heilsu
þinni að hraka, en þú tókst því
af æðruleysi. Vildir alltaf vera
sjálfbjarga og ekki háð aðstoð
annarra. Eitt er víst að öll
þurfum við einhvern tímann að
yfirgefa þennan heim, þú fórst
héðan alveg eins og þú vildir,
með fullri reisn, sterk og sjálf-
stæð.
Ég kveð þig með miklum
söknuði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Kristján Einarsson.
Elsku besta amma mín.
Ég trúi ekki að ég þurfi að
kveðja þig strax. Ég hefði vilj-
að fá lengri tíma með þér en ég
veit að núna ertu á góðum stað
og þér líður vel. Ég er samt
ótrúlega þakklát fyrir þann
tíma sem við fengum saman og
allar minningarnar sem hann
skildi eftir sig. Þær mun ég svo
sannarlega geyma á góðum
stað og aldrei gleyma. Fimm
utanlandsferðir, öll matarboðin,
afmælin, þegar þú passaðir
okkur systkinin þegar við vor-
um lítil, allar heimsóknirnar til
þín og svo lengi mætti telja.
Síðan má ekki gleyma öllum
símtölunum okkar. Það síðasta
var sama dag og þú lést. Þú
spurðir mig hvað ég hafði gert í
skólanum í dag og hvað ég
hefði eldað í heimilisfræði. Svo
vildir þú fá að vita hvers ég
óskaði mér í jólagjöf því þú
ætlaðir að fara sjálf í Kringluna
og kaupa jólagjafirnar í ár án
aðstoðar. Þú varst ekkert á
leiðinni að deyja. Þú gast séð
um þig sjálfa fram á þinn síð-
asta dag og það var nákvæm-
lega það sem þú vildir. Þig
langaði ekkert að deyja á ein-
hverju hjúkrunarheimili eða á
spítala. Þig langaði að deyja í
fullu fjöri ef svo má segja. Þú
fékkst það sem þú óskaðir þér
enda áttir þú það líka fullkom-
lega skilið eftir allt sem þú hef-
ur þurft að ganga í gegnum í
lífinu.
Þú varst svo sterk að takast
á við mótlæti en að sama skapi
alltaf svo góð við alla. Þig lang-
aði alltaf að vita hvernig mér
liði og hvernig allt gengi hjá
mér og hinum barnabörnunum.
Enda varstu mjög stolt af okk-
ur.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa átt svona frábæra ömmu
sem kenndi mér svo mikið á líf-
ið. Þú varst til dæmis alltaf
mjög nýtin og fórst vel með alla
hluti þannig að þeir litu út eins
og nýir. Einnig varstu hagsýn
og keyptir vandaða hluti sem
entust vel. Þú varst líka mjög
gjafmild og vildir alltaf gleðja
náungann.
Mér finnst ég vera mjög
heppin að vera skírð í höfuðið á
þér enda varstu glæsileg kona.
Ég mun alltaf verða stolt af
nafninu okkar sem við eigum
saman. Hvíldu í friði, elsku
amma Margrét. Þitt barnabarn.
Margrét Kristín
Kristjánsdóttir.
Margrét Helene
Billhardt
✝ ÞórhildurKristín Bach-
mann (Bessý) fædd-
ist í Borgarnesi 30.
júlí 1922. Hún lést
27. des. 2013 á
Brákarhlíð, hjúkr-
unar- og dval-
arheimili í Borg-
arnesi.
Foreldrar henn-
ar voru Guðjón J.
Bachmann vega-
verkstjóri, f. 23. júní 1869, d. 21.
sepember 1963, og Guðrún G.
Bachmann, f. 20. júlí 1879, d. 10.
apríl 1961. Systkini Bessýjar eru
Sigríður, f. 1901, d. 1990, Jón, f.
1902, d. 1902, Guðlaug, f. 1904,
d. 1913, Ragnheiður, f. 1906, d.
1993, Geir, f. 1908, d. 1987, Ás-
laug, f. 1910, d.
2009, Sigurður, f.
1912, d. 2000, Guð-
laug, f. 1913, d.
1995, Guðmundur,
f. 1915, d. 2003,
Skúli, f. 1917, d.
1996, Bjarni, f.
1919, d. 2010.
Hún stundaði
nám í Héraðsskól-
anum í Reykholti
og Húsmæðraskól-
anum Ósk á Ísafirði. Vann hjá
Verslunarfélagi Borgarfjarðar,
Kaupfélagi Borgfirðinga en
lengst af sem forstöðukona á
Dvalarheimili aldraðra í Borg-
arnesi. Útför Þórhildar fer fram
í Borgarneskirkju í dag, 6. júní
2014, og hefst athöfnin kl. 15.
Elsku Bessý amma, þegar ég
fer að rifja upp allar góðu
stundirnar sem við áttum sam-
an þá get ég ekki annað en
brosað. Þegar við sátum saman
og lögðum kapal í borðstofunni
á meðan Gummi las blaðið og í
bakgrunni ómaði útvarpsleikrit
eða fréttir. Þú vildir aldrei
svindla svo kapallinn gengi upp
þó ég væri alltaf að stinga uppá
því, enda varla hægt að finna
heiðarlegri konu en þig, svo við
enduðum oftast á því að byggja
hús úr spilunum. Feluleikirnir
þar sem ég faldi mig nær oftast
á sama stað undir borðstofu-
skápnum og þú gafst þér góðan
tíma til að finna mig. Gummi
sat í stólum sínum og hló með
mér á meðan þú labbaðir
framhjá skápnum og þóttist
ekki sjá mig. Þegar ég hjálpaði
þér við að skreyta fyrir jólin,
baka eða frekar borða deigið,
sækja hitt og þetta út í „hlöðu“,
gefa skógarþröstunum korn
þegar snjóaði, sitja með þér og
Gumma uppi í stofu og horfa á
þá koma í stórum hópum yfir
Dvalarheimilið og fylla snævi-
þakinn grasblettinn ykkar. Það
að koma til ykkar Gumma var
yndislegt, alltaf svo rólegt, hlý-
legt og gott, og ég tala nú ekki
um allt heimagerða bakkelsið,
rúgbrauðið og kæfan.
Hjá ykkur leið mér alltaf vel
og var alltaf velkomin. Fyrir
mitt leyti verð ég að telja mig
afar lánsama þar sem við systk-
inin áttum ekki bara tvær held-
ur þrjá yndislegar ömmur. Og
það sem meira var: ég fékk
þann heiður að vera alnafna
þín. Þetta nafn mun ég alltaf
bera með stolti því allt sem þú
gerðir fyrir mig er ómetanlegt.
Elsku amma mín, sofðu vel og
megi Guð geyma þig.
Þórhildur Kristín Bach-
mann.
Hún Bessý frænka mín er nú
fallin frá á nítugasta og öðru
aldursári. Hún var yngst af tólf
systkinum, næstur á undan
henni var faðir minn Bjarni,
honum þótti mjög vænt um litlu
systur sína og kallaði hana því
„blessuð blíð“ en sá litli gat illa
borið það fram svo úr varð
Bessý og það nafn bar hún allt
sitt líf og þekktu hana allir und-
ir því nafni.
Bessý á mikið þakklæti skilið
frá mér og minni fjölskyldu,
alltaf var hægt að leita til henn-
ar, hún var alltaf til staðar og
alltaf fyrst til að hjálpa. Þegar
þurfti að halda veislu var hún
fremst í flokki, fermingar,
skírnir, brúðkaup og svo ekki
síst jólaboðin sem hún hélt
heima hjá sér á jóladag, þangað
komu saman allir ættingjar
hennar og makar sem voru í
Borgarnesi, þetta voru alvöru
jólaboð, matar- og kaffiboð og
stóð allan daginn.
Bessý bjó lengst af á Borg-
arbraut 67. Eftir að foreldrar
hennar féllu frá bjuggu þau þar
hún og Guðmundur bróðir
hennar. Þegar ég, eldri systkini
mín og foreldrar fluttum frá
Ísafirði bjuggum við um tíma
hjá þeim, það var alltaf nóg
pláss þar.
Ég minnist þess líka þegar
við Gummi fórum á veiðar
hvort heldur bara við tveir eða í
stærri hóp, þá var alltaf byrjað
á því að borða hjá Bessý og oft
sá hún um nestið og það var
ekkert smáræði.
Þegar ég fór að búa varst þú,
Bessý mín, okkur Kristínu
mjög hjálpleg, það var margt
sem vantaði hjá okkur og þú
varst alltaf að rétta okkur
hjálparhönd og vildir allt fyrir
okkur gera, nokkuð sem við
getum aldrei fullþakkað.
Elsta dóttir okkar var skírð í
höfuðið á þér, hún og yngri
systkini hennar kölluðu þig
aldrei annað en Bessý ömmu,
þér þótti vænt um það og sagð-
ir stundum við mömmu að hún
hefði gefið þér tengdadætur og
barnabörn.
Þú passaðir fyrir okkur
börnin, eiga þau mjög góðar
minningar um þig og Gumma,
þið höfðuð svo góð áhrif á alla
sem fengu að kynnast ykkur og
njóta alls sem þið höfðuð upp á
að bjóða, þið voruð miklir höfð-
ingjar heim að sækja.
Þú munt alltaf eiga stóran
hlut í minni fjölskyldu sem mun
sakna þín en góðar minningar
um þig munum við alltaf
geyma.
Hvíldu í friði, Bessý mín, við
Kristín eigum þér margt að
þakka.
Guðjón Bachmann.
Mín kæra föðursystir Þór-
hildur Kristín, aldrei kölluð
annað en Bessý, átti langa ævi
umvafin elsku ættingja sinna til
síðasta dags. Hún var yngst úr
hópi tólf systkina og þeirra síð-
ust yfir móðuna miklu.
Bessý bjó alla tíð í foreldra-
húsum. Fyrst með foreldrum
sínum og eftir þeirra dag með
bróður sínum, Guðmundi.
Vegna stærðar fjölskyldunnar
og mikillar hlýju og samkennd-
ar var alltaf fullt út úr dyrum í
þessu yndislega húsi. Bessý og
Gummi tóku á móti öllum sín-
um gestum með fádæma gest-
risni og gleði og aldrei fór mað-
ur framhjá húsinu án þess að
koma þar við. Sjaldan kom ég
þar inn öðruvísi en aðrir gestir
væru þar fyrir. Það var ynd-
islegt að sitja í borðstofunni
með Gumma í hægindastólnum
á vinstri hönd með nokkra
krakka í fanginu og Bessý að
sýsla í eldhúsinu. Þeyta rjóma
ofan á nokkrar tertur sem hún
tíndi fram úr búrinu. Alltaf fullt
borð af kræsingum og hlýjar og
notalegar sögur sem fylgdu
með kaffinu af ættingjunum
sem þau systkinin sögðu frá
með miklu stolti enda alltaf svo
ánægð með sitt fólk.
Síðustu árin var Bessý á
Dvalarheimilinu í Borgarnesi.
Hún var mjög ánægð þar og
gott að koma þangað til hennar.
Nú er lífi systkinanna tólf
lokið hér á þessari jörðu og það
er sérstaklega eitt sem stendur
upp úr í minningunni sem ég
held að fylgi manni alla tíð.
Einstök hlýja og áhugi þeirra á
öllum börnunum í fjölskyldunni.
Við ólumst upp við að skipta
máli. Systkinin gáfu sér enda-
lausan tíma til að spjalla við
okkur yngri kynslóðina. Bessý
á þakkir skildar fyrir að hafa
opnað heimili sitt á hverjum
degi fyrir okkur og gert það að
því mikla félagsheimili sem það
var alla tíð. Fyrir það verð ég
ævinlega þakklát.
Sigríður Bachmann.
Nú er hún elsku, besta
frænka og vinkona dáin. Hún
var yngst af tólf systkinum sem
nú eru öll látin. Hún bjó með
foreldrum sínum á Borgarbraut
og hugsaði vel um þau síðustu
árin sem þau lifðu. Þegar
Bjarni bróðir hennar flutti frá
Ísafirði með fimm manna fjöl-
skyldu fengu þau að vera hjá
þeim í heilt ár, á meðan þau
byggðu sitt hús.
Það var skemmtilegt ár sem
þau minnast með miklu þakk-
læti. Síðan bjó hún með Gumma
bróður sínum í þessu sama húsi
þar sem öll systkinin ólust upp.
Hjá Bessý og Gumma var
sannkallaður samkomustaður
ættarinnar og einstaklega gott
og mannbætandi að koma í
heimsókn til þeirra systkina.
Þau voru mjög gestrisin, alltaf
ánægð og stolt af frændfólki
sínu. Eins og Bessý sagði alltaf
þá áttu þau svo sannarlega öll
börn, tengdabörn og barnabörn
systkina sinna, þó að þau hefðu
ekki eignast börn sjálf. Það
voru til óskaplega góðar kökur
hjá Bessý og virtust eldhús-
störfin eitt af hennar aðal-
áhugamálum.
Gat Kristófer nýtt sér það
óspart á sínum yngri árum og
hringdi í frænku sína og fékk
góð ráð. En þau áttu þetta sam-
eiginlega áhugamál.
Gjafmildi hennar var líka
einstök og gaf hún veglegar
jólagjafir, sem oft var eitthvað
fallegt eða notadrjúgt í eldhús-
ið. Við eigum henni mikið að
þakka. Það var notalegt að geta
átt mikinn tíma með henni í
veikindum hennar í desember
Blessuð sé minning þín. Guð
geymi þig.
Björg og Þórður.
Þórhildur Kristín Bachmann
hefur nú fengið hvíldina. Þór-
hildur, eða Bessý eins og hún
vildi jafnan láta kalla sig, var
einn af þessum gamalgrónu
Borgnesingum sem svo gaman
var að kynnast, hún lét sér annt
um samfélagið sitt og gaf góð
ráð.
Bessý veitti Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi, nú Brák-
arhlíð, stærstan skerf af sinni
starfsævi og það gerði hún af
heilum hug sem forstöðukona
heimilisins í áratugi. Hún hélt
vel um stjórntaumana, gerði
það bæði af festu og mildi.
Samstarfsfólk hennar ber
henni afar vel söguna, sann-
gjarn og skipulagður stjórn-
andi, það bar stjórnunarstíl
hennar besta vitnið að fólk
ílengdist í starfi og hefur það
verið eitt stærsta lán hjúkrun-
ar- og dvalarheimilisins í Borg-
arnesi hve margt gott starfsfólk
hefur ráðist til heimilisins og
ílengst í starfi, þar gætir m.a.
áhrifa Bessýjar.
Þegar undirritaður var ráð-
inn til starfa sem framkvæmda-
stjóri Dvalarheimilisins var
Bessý orðin heimilismaður og
svo vel vildi til að skrifstofa
framkvæmdastjóra var nánast
næsta herbergi við íverustað
hennar.
Við nágrannarnir skröfuðum
margt, bæði um gamla tíma í
Borgarnesi, uppvöxt Bessýjar
og reynslu og af og til laumaði
hún að mér góðum ráðum varð-
andi samskipti við starfsfólk og
stjórnun heimilisins, allt gert af
góðum hug og mikilli hógværð.
Fyrir þessi samtöl vil ég þakka
um leið og ég færi kærar þakk-
ir frá heimilinu til Bessýjar fyr-
ir góð störf fyrir Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi. Við
starfsmenn Brákarhlíðar send-
um ættingjum og ástvinum
Bessýjar hugheilar samúðar-
kveðjur.
Björn Bjarki Þorsteinsson.
Nú er göngu þinni lokið,
elsku Bessý. Við mæðgur urð-
um þeirrar gæfu aðnjótandi að
fá að ganga spöl með þér. Það
var gott að vinna á Dvalarheim-
ili aldraðra í Borgarnesi (sem
nú heitir Brákarhlíð) þegar þú
varst forstöðukona þar. Ég
vann mörg sumur og um jól á
námsárunum mínum og
mamma í handavinnunni til
margra ára. Alltaf leið okkur
vel að vinna á dvalarheimilinu
og við mamma höfum oft talað
um hve einstakur yfirmaður þú
varst og hve gott var að vinna
hjá þér.
Allt frá því að við fórum að
vinna með þér hefur verið góð-
ur vinskapur okkar á milli. Þú
sýndir okkur hlýju og við fund-
um svo vel að þér var annt um
okkur. Það var gaman að heim-
sækja þig í Bachmannshús og
nú á síðustu árum að hitta þig á
dvalarheimilinu þar sem þér
leið vel.
Það var líka gott að hitta þig
oft nú í haust eftir að mamma
flutti á Brákarhlíð, henni fannst
svo notalegt að sitja til borðs
með þér. Þú tókst manni alltaf
fagnandi og stundum ræddum
við um gömlu góðu dagana þeg-
ar við vorum að bralla saman.
Takk fyrir allar góðu sam-
verustundirnar, fyrir vináttuna
og hlýju í okkar garð. Við mun-
um ylja okkur við góðu minn-
ingarnar sem við eigum um þig,
elsku Bessý. Blessuð sé minn-
ing þín. Við sendum ættingjum
innilegustu samúðarkveðjur.
Theodóra Þorsteinsdóttir
og Sigríður Jónsdóttir.
Þórhildur Kristín
Bachmann