Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
✝ Bryndís Jó-hannsdóttir
fæddist á Skriðu-
felli í Þjórsárdal 27.
ágúst 1926. Hún
lést á Landspít-
alanum 18. desem-
ber 2013.
Foreldrar Bryn-
dísar voru Þórdís
B. Björnsdóttir,
húsfreyja í Þjórs-
árdal, fædd 29.
september 1897 í Tungu í Fá-
skrúðsfirði, d. 14. ágúst 1993, og
Jóhann Magnús Ólafsson, fædd-
ur að Skriðufelli 10. ágúst 1897,
d. 5. september 1983. Systkini
Bryndísar: Hjalti Ísfeld, f. 28.
janúar 1923, d. 19. júlí 2013;
Margrét, f. 13. júní 1925, d. 14.
desember 2007; Björn, f. 12. júní
1928, d. 15. janúar 2007;
Bergný, f. 20. apríl 1933.
Hinn 2. júlí 1949 giftist Bryn-
dís Kristni Gunnarssyni hæsta-
réttarlögmanni, f. 10. sept-
ember 1919 í Reykjavík, d. 22.
október 2012. Foreldrar hans
voru Málfríður Jónsdóttir hús-
freyja, f. 9. mars 1893, d. 30.
Bryndís, f. 2010. 4) Jóhann, f.
1961, m. Sólveig Ólafsdóttir,
sonur þeirra er Hrafnkell Húni,
f. 2011, og dóttir Jóhanns er
Hekla Bryndís, f. 1997.
Bryndís, sem einnig var köll-
uð Gógó, ólst upp á Skriðufelli í
Þjórsárdal, Gnúpverjahreppi.
16 ára var hún vetrarlangt,
ásamt Margréti systur sinni, í
húsmæðraskóla Árnýjar í
Hveragerði og veturinn eftir
var hún í fjarnámi í Bréfskóla
SÍS til að undirbúa sig fyrir inn-
tökupróf í Samvinnuskólann.
Hún réði sig næsta haust í vist
að Ártúnsbrekku í Rafstöð í
Reykjavík á heimili Þórunnar
Bergþórsdóttur og Sveinbjörns
Jónssonar, móðurbróður Krist-
ins, og þar lágu leiðir Bryndísar
og Kristins saman. Næstu tvo
vetur var Bryndís í Samvinnu-
skólanum og útkrifaðist þaðan
1947. Starfsvettvangur Bryndís-
ar var á heimilinu utan nokkur
ár er hún starfaði hjá Hag-
kaupum. Bryndís og Kristinn
hófu búskap í húsi tengdafor-
eldranna, Hvammi á Laug-
arnesvegi 54, og bjuggu í
Blönduhlíð 33 í um eitt ár. Þau
byggðu sér hús í Steinagerði 5
og síðar í Ásenda 3, en þar var
heimili þeirra í nær 50 ár.
Útför Bryndísar verður gerð
frá Laugarneskirkju, í dag, 6.
janúar 2014, kl. 13.
september 1969,
frá Bíldsfelli í
Grafningi, og
Gunnar Þórðarson,
kaupmaður í
Reykjavík, f. 21.9.
1883, d. 21. júlí
1926, frá Hala í
Holtum.
Bryndís og Krist-
inn eignuðust fjög-
ur börn. 1) Þórunn,
f. 1949, m. Garðar
Jóhann Guðmundarson, sonur
þeirra er Paul Gunnar, f. 1980,
maki Yan Xingqiao. 2) Þórdís, f.
1951, m. Ásgeir Magnússon,
börn; Bryndís Björk, f. 1975, m.
Sigurður Hjalti Kristjánsson,
synir þeirra eru Bjarki Krist-
geir, f. 2002 og Helgi Þórir, f.
2006; Magnús Kristinn, f. 1982,
sambýliskona Aðalbjörg Sigurð-
ardóttir; Ásdís Sigríður, f. 1990,
unnusti Davíð Þór Sigurðsson.
3) Gunnar, f. 1955, m. Claudia
Picenoni, sonur Gunnars er
Dagur Kristinn Jóhann, f. 1980,
m. Verena Gunnarsson, börn
þeirra eru Lúkas Magnús Krist-
inn, f. 2008, og Anna María
Tengdamóðir mín og vinkona
til margra ára er látin. Bryndís,
eða Gógó eins og flestir nefndu
hana, varð undir í baráttu við
harðan sjúkdóm. Hún hélt reisn
sinni til enda, enda ekki þekkt
fyrir að gefast upp.
Á nýliðinn nýársdag voru 35
ár frá því ég sá Gógó fyrst og
tengdamóðir mín varð hún tæp-
um tveim árum síðar. Þessi ár
hafa liðið alltof fljótt, að mér
finnst, en nóg er samt af góðum
minningum um samverustundir
með henni og manni hennar
Kristni, sem lést seint á árinu
2012.
Þau hjón voru einstaklega
samheldin og heimili þeirra var
öllum alltaf opið. Enda urðu þó
nokkrir næturgestir á heimili
þeirra að heimilismönnun um
áraraðir. Samband hennar við
systkin sín og systkinabörn var
einnig með afbrigðum gott. Og
barnabörn hennar, öll nutu þau
þess að dvelja um lengri eða
skemmri tíma hjá Gógó ömmu
og afa Didda. Gott atlæti og at-
hygli var meðal þess sem ömmu-
börnin nutu, það var talað við
börnin og það var líka hlustað á
það sem þau höfðu að segja.
Gógó átti stóran þátt í hvernig
barnabörnin komust til manns
og það eitt verður aldrei full-
þakkað.
Þau hjón áttu fallegt heimili,
sem naut smekkvísi Gógóar og
listfengi. Hún var góður teiknari
og listamaður og hún byrjaði
barn að árum að safna öllum
pappírssnifsum sem hún komst
yfir og teikna og teikna. En hún
fór aldrei í neitt formlegt list-
nám og er það mikill skaði. Öll
börn hennar eiga blýantsteikn-
ingu af gamla bænum á Skriðu-
felli, sem hrundi í Suðurlands-
skjálftanum 1896. Bærinn og
Skriðufell teiknuð af mikilli natni
og vandvirkni og bera hand-
bragði hennar gott vitni.
Hún var mikil fjölskyldukona,
leið aldrei betur en þegar hún
var í faðmi fjölskyldunnar, að
ekki sé minnst á ef það var
heima í Þjórsárdalnum, en þar
undi hún sér best og þau hjón
byggðu sumarbústað sem heitir
Skógar í landi Skriðufells. Þar
sagði hún fyrir um alla tilhögun,
úti sem inni, af mikilli smekkvísi.
Reyndar nutu húsin sem hjónin
byggðu sér í Reykjavík einnig
hæfileika Gógóar, allt skipulag
var úthugsað og bar vott um
smekkvísi og hver hlutur á sín-
um stað. En það kom oft fyrir að
hún gerbreytti húsgagnaskipan,
vippaði stólum og borðum um
gólfin. Og allt fór jafnvel og fyrr.
Kristinn dvaldi á hjúkrunar-
heimili síðustu ár ævi sinnar,
hrjáður af Alzheimers-sjúkdómi.
Það voru ekki margir dagar sem
úr féllu hjá Gógó. Hún heimsótti
Didda á hverjum degi og það gat
verið barátta að fá að skjóta
henni á milli staða. „Gógó sjálf“
voru með fyrstu orðunum sem
hún sagði og hún vildi alltaf vera
sjálfbjarga og sjá um sitt sjálf.
Í Hávamálum stendur:
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Þessi orð eiga líklega hvergi
betur við en um Gógó, hún var
vinsæl, vinmörg og vel liðin hvar
sem hún kom. Minningar um
Gógó munu lifa og þær minn-
ingar eru bjartar og góðar.
Hafðu kæra þökk fyrir sam-
fylgdina og vináttuna, Gógó mín.
Garðar Jóhann.
Tengdamóðir mín, Bryndís
Jóhannsdóttir, eða Gógó eins og
hún var oftast kölluð, er látin
eftir stutta sjúkdómslegu. Allt til
hins síðasta hélt hún myndarlegt
og hlýlegt heimili í Ásendanum,
lengst af með tengdaföður mín-
um, Kristni Gunnarssyni hæsta-
réttarlögmanni, en síðustu sex
árin bjó hún þar ein vegna veik-
inda Kristins sem lést fyrir rúm-
lega ári.
Bryndís var dugnaðarforkur
til allra verka. Allt til hins síð-
asta vílaði hún ekki fyrir sér að
ráðast sjálf í alls konar verkleg-
ar framkvæmdir, sem vart gátu
talist á færi fullorðinna kvenna,
hvort sem var í og við heimilið í
Ásendanum eða í sumarbústaðn-
um í Þjórsárdal. Þá kom þraut-
seigja hennar mjög í ljós er hún
sinnti Kristni af mikilli sam-
viskusemi, dugnaði og alúð er
hann dvaldi síðustu æviár sín á
dvalarheimilinu Sóltúni. Lagði
hún þá á sig að ferðast oft í viku,
aðra leiðina eða báðar, með
strætisvagni frá heimili sínu í
Ásenda. Virtist hún oft vilja það
jafnvel frekar en að eitthvert
barnanna skutlaði henni, enda
var sjálfstæðið henni ávallt of-
arlega í huga og það að fólk væri
ekki að snúast í kringum hana.
Var börnum hennar oft ekki rótt
vitandi af þessum ferðalögum
Bryndísar, í ýmsum veðrum og
stundum við erfiðar aðstæður,
en hún lét sér ekki segjast því
umfram allt vildi hún halda í
sjálfstæði sitt og reisn.
Á þessari kveðjustund er mér
ofarlega í huga hversu viljug þau
hjónin voru ætíð að aðstoða okk-
ur Dísu við að gæta barna okkar
og þá ekki síst á námsárum okk-
ar þegar Bryndís Björk okkar
var mikið hjá þeim. Virtist ávallt
vera nægur tími og vilji hjá þeim
til að sinna slíku og jafnvel svo
að eigin áætlunum var fyrir
bragðið ýtt til hliðar án okkar
vitneskju. Þá eru sérstaklega
minnisstæðar fjölmargar sam-
verustundir í sumarbústaðnum í
Þjórsárdal og í Grímsnesinu og
ferðalög okkar Dísu með Bryn-
dísi um nágrannasveitir Þjórs-
árdals tvö síðustu sumur.
Ásgeir Magnússon.
Mér þótti undurvænt um
tengdamóður mína. Það var
gæfa mín að tengjast Bryndísi
fjölskylduböndum og eiga hlut-
deild í lífi hennar síðustu ár.
Hún gegndi stóru hlutverki í
okkar fjölskyldulífi, og jólahátíð-
in hefur einkennst af söknuði,
gleði yfir fallegum minningum,
en umfram allt áþreifanlegum
missi.
Bryndís var engin venjuleg
kona. Hún var blíð og mild,
ákveðin og stolt, kjarkmikil og
dugleg, og hlífði sér hvergi. Hún
var jafnvíg úti sem inni. Hús-
móðirin sem töfraði fram mar-
grétta fjölskylduveislur svo allir
fengju það sem þeir vildu og
þótti best. Athafnakonan sem
tók upp og endurlagði hellur fyr-
ir framan Ásendann, færði til
húsgögn, smíðaði, gerði við, og
stjórnaði framkvæmdum í Þjórs-
árdalnum. Listakonan sem
teiknaði, málaði, skar út og
prjónaði á dætur, tengdadætur,
barnabörn og langömmubörn.
Náttúrubarnið sem ræktaði
garðinn sinn, naut sín í sveitinni
og kenndi afkomendum um-
gengni við umhverfið og dýrin.
Bryndís hafði endalaust
hjartarými og sá sem eignaðist
þar sess átti varanlegt sæti. Hún
var jákvæð og fordómalaus, setti
aldrei út á eða vissi betur þegar
ég var að feta mig í móðurhlut-
verkinu í fyrsta sinn. Var svo
mikill hluti af okkar lífi að lítill
drengur talar á hverjum degi um
ömmu Dúdú (Gógó), og gerir sér
enga grein fyrir að hún hefur nú
kvatt okkur í hinsta sinn. Frekar
en við hin.
Við vissum hvert stefndi, en
enginn hafði áttað sig á hversu
stutt var eftir. Síst Bryndís sjálf
– hún unni lífinu og vildi lifa
lengur til að sinna hugðarefnum
sínum og fjölskyldu. Lát hennar
kom að óvörum, en þó ef til vill á
réttri stundu svo hún þurfti aldr-
ei að vera upp á aðra komin eða
liggja fyrir veik til lengri tíma.
Létt í spori, kvik, hnarreist,
og falleg yst sem innst. Þannig
var tengdamóðir mín. Og ég er
viss um að við munum finna fyrir
nærveru hennar um ómuna tíð í
öllu okkar umhverfi, á heimilinu,
að Skógum, og í börnunum okk-
ar. Það er arfleifð Bryndísar og
Kristins. Og það gefast ekki
betri eftirmæli.
Sólveig.
Þegar við hugsum til elsku
mömmu sjáum við kraftmikla,
ráðagóða konu, kvika og létta í
hreyfingum. Áhuginn á viðfangs-
efninu skín úr fallegum bláum
augunum. Mamma var fljót að
hugsa, lét ekki smávandamál
trufla heldur sá til þess að hlut-
irnir gengju vel og snurðulaust
fyrir sig. Allt hennar umhverfi
bar vott um listrænt auga, sköp-
unargáfu og dug. Hún gekk
óhikað í öll verk úti sem inni.
Mamma var um margt á und-
an sinni samtíð, hún hugsaði
stórt, hafði stórt hjarta og sýndi
frumkvæði og kjark. Hún elskaði
útiveru og hreyfingu alla tíð,
stundaði göngutúra, leikfimi,
jóga og sundið sem allir í fjöl-
skyldunni tóku þátt í, vinir
fylgdu gjarnan með og síðan
barnabörnin.
Mamma var okkur fyrirmynd
í flestu. Hennar sterku eiginleik-
ar endurspegla í raun bakgrunn-
inn sem hún var svo stolt af.
Hún ólst upp á myndarlegu
heimili á Skriðufelli í stórbrot-
inni og fagurri náttúru Þjórsár-
dalsins. Frá bænum blasir við
Hekla og Búrfell með birkiskóg-
inn í forgrunni og Þjórsá liðast
til sjávar. Mamma undi sér best
úti við, sagði sjálf að hún hefði
verið útistelpa og helst ekki vilj-
að koma í hús.
Á Skriðufelli var gestkvæmt
og algengt að fólk og fjölskyldur
úr Reykjavík kæmu þar til
lengri eða skemmri dvalar. Í
þeirra hópi voru landsþekktir
myndlistarmenn sem sóttu efni-
við í fegurð dalsins. Mamma
minntist þess oft er hún fylgdi
listmálurum á fallega staði í
dalnum og víða liggja eftir verk
sem þar voru máluð. Þar naut
hún sín því hún unni náttúrunni
og myndlist, og hefur þessi um-
gengni við listamennina eflaust
aukið áhuga hennar enn frekar.
Hún bar jafnan á sér undir peys-
unni blað og blýant til að teikna,
og þá var hnífurinn einnig ómiss-
andi því hún hafði yndi af að
tálga alls konar fígúrur úr birk-
inu og sandsteini. Peysurnar
hennar voru flestar sundur-
skornar á maganum, eins og hún
lýsti því sjálf.
Áhugi mömmu á listsköpun
fylgdi henni alla tíð. Það var
hluti af uppeldi okkar að teikna
við eldhúborðið, aldrei skorti
blöð né blýanta. Hún sótti ýmis
listanámskeið og síðast keypti
hún sér útskurðarsett og skar út
í tré sér til mikillar ánægju síð-
ustu árin.
Við vorum öll systkinin í sveit
á Skriðufelli heilu sumrin, og er-
um ævinlega þakklát fyrir það.
Þar komumst við í snertingu við
ræturnar og skildum frásagnir
mömmu betur. Fyrir 30 árum
byggðu mamma og pabbi sér
sumarbústað í Þjórsárdal sem
hefur verið unaðsreitur fjöl-
skyldunnar. Mamma sá um
hönnunina, þau tóku bæði fullan
þátt í byggingunni og bústaður-
inn var reistur á mettíma. Það
var þeirra stíll.
Það var fleira sem foreldrarn-
ir sameinuðust um. Örlæti,
hjálpsemi og gestrisni var þeirra
aðalsmerki og margir sem nutu í
gegnum tíðina. Barnabörnin
voru þeim afar hjartfólgin og
þau voru ætíð reiðubúin að
hlaupa undir bagga, passa eða
sækja þau á leiðinni í sund svo
þau gætu komið með.
Eftir að pabbi veiktist sýndi
mamma ótrúlegt þrek. Hún fór
til hans nánast daglega á Sóltún
í 5 ár. Hún kaus að taka stræt-
isvagn til að njóta útiveru og
hreyfingar í leiðinni, sjá fólk og
versla. Það var eins og aldur
hennar stæði í stað.
Lífskraftur mömmu entist til
hins síðasta þrátt fyrir erfið
veikindi frá því í vor. Hún naut
jafnan morgunstundanna, fannst
það besti tími dagsins – að horfa
fram á daginn. Hún hélt reisn
sinni allt til loka, og var aldrei
upp á aðra komin.
Við kveðjum þig, elsku
mamma, með ást og þakklæti.
Þórunn, Þórdís,
Gunnar og Jóhann.
Elsku amma mín, nú ertu far-
in en ég gæti ekki verið þakklát-
ari fyrir að hafa fengið þennan
góða og skemmtilega tíma með
þér. Ég gæti ekki verið stoltari
af því að þú varst amma mín. Þú
ert algjör hetja í mínum augum
og hefur verið fyrirmynd mín
síðan ég var lítil.
Þú varst alltaf góð við alla
enda heldur hópur af fólki upp á
þig. Þú hefur kennt mér margt
sem mun gagnast mér í gegnum
lífið. Þú kvartaðir alls ekki yfir
einhverju smáu enda varstu al-
gjört hörkutól.
Ég mun sakna þín, amma mín.
Hekla Bryndís.
Samverustundir með ömmu
Gógó og afa Didda hafa verið
dýrmætur þáttur í lífi og upp-
vexti okkar barnabarnanna. Öll
eigum við margar hlýjar minn-
ingar um ánægjulegar stundir
með þeim. Amma var einstak-
lega umhyggjusöm og fylgdi því
mikil tilhlökkun, öryggi og vel-
líðan að vera með henni í Ás-
endanum. Amma sá líka til þess
að okkur barnabörnunum leidd-
ist aldrei, hún sagði okkur sögur,
fór með kvæði og bjó til
skemmtilega leiki. Þá fór hún
gjarnan með okkur í gönguferðir
í Elliðaárdalinn með nesti og
nýja skó, eins og hún orðaði það.
Við gengum þá gamla hitaveit-
ustokkinn og komum við í hest-
húsunum á leiðinni. Það var allt-
af mikill ævintýraljómi yfir
þessum gönguferðum okkar með
ömmu, enda samtvinnaði hún
göngurnar sögum sem gerðu það
að verkum að okkur fannst við
ávallt vera að fara á vit nýrra
ævintýra.
Sundferðirnar skipuðu stóran
sess í lífi ömmu og afa og var
fátt jafn skemmtilegt og að fara
með þeim í sund og fá ís eða
pylsu á eftir. Einnig fórum við
reglulega upp í Þjórsárdal, í
sumarbústaðinn Skóga, þar sem
við nutum einstakrar náttúru-
fegurðar og fórum í ófáa göngu-
túra upp að Skriðufelli. Þjórs-
árdalurinn átti mjög ríkan stað í
hjarta ömmu. Þangað lágu rætur
hennar. Rætur sem einkenndust
af sterkum tengslum við náttúr-
una, góðum æskuminningum og
mikilli sköpunargleði.
Amma Gógó var með eindæm-
um kraftmikil, sjálfstæð og dug-
leg kona. Hún lét ekkert stöðva
sig og einhenti sér í hvert það
verk sem inna þurfti af hendi.
Það var því ósjaldan sem hún
sást uppi í stiga að dytta að hús-
inu eða með stóra sög í hönd við
að grisja í garðinum eða við
sumarbústaðinn. Hún var ein-
staklega laghent og fljót að til-
einka sér handbragð og list. Þar
má nefna þegar hún ákvað að
leggja stund á útskurð úr tré
sem hún gerði svo listavel að
fólki fannst verkin auðveldlega
standast samanburð við verk eft-
ir útlærða tréskurðarmeistara.
Hún hafði mikla listræna hæfi-
leika sem komu berlega í ljós í
teikningum hennar, málverkum
og hannyrðum.
Með þakklæti í hjarta, hlýju
og kærleik hugsum við til ömmu
Gógóar. Ömmu okkar sem var
svo einstaklega umhyggjusöm
og sterk, atorkumikil og skap-
andi en allt eru þetta kostir sem
gerðu hana að þeirri sterku og
góðu fyrirmynd sem við höfum
litið upp til og lært af í gegnum
þau ár sem við áttum með henni.
Minningar okkar um elsku
ömmu og sögurnar sem hún arf-
leiddi okkur að munu ylja okkur,
börnum okkar og barnabörnum
um hjartarætur um ókomna
framtíð.
Bryndís Björk Ásgeirs-
dóttir, Magnús Kristinn
Ásgeirsson og Ásdís Sigríð-
ur Ásgeirsdóttir.
Amma mín er dáin eftir erfiða
legu, og það er alltaf sárt að sjá
á bak þeim sem áttu stóran þátt
í að móta mann á barns- og ung-
lingsárunum.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera í pössun hjá ömmu
og afa, þegar ég var pottormur
og þegar ég eltist eyddi ég sumr-
um að miklu leyti hjá þeim í stað
þess að fara í unglingavinnu.
Þetta voru skemmtilegar stundir
meö ömmu og afa og ég lærði
mikið á þessum tíma. Um lífið og
tilveruna og hvað það getur ver-
ið gaman að horfa á skýin og all-
ar þær myndir sem þau sýna
okkur. Amma var nefnilega
skýjaglópur af bestu gerð og enn
þann dag í dag er ég að horfa á
skýin sem amma kenndi mér að
meta.
Amma mín var forkur dugleg-
ur, hún gat bókstaflega allt – frá
því að bródera dúka og upp í að
leggja gangstéttir, úr hellum eða
steyptar. Mér er í fersku minni
að eitt sinn þegar ég kom til
ömmu og afa og fann þau ekki
við fyrstu leit, en viti menn (svo
vitnað sé í afa), amma lá hálf
fram af þakskegginu með log-
andi blússlampa í hendi að
brenna af gamla málningu og
það eru ekki margir sem eiga
slíka ömmu.
Við amma gerðum margt sam-
an, bæði í Ásendanum og við
byggingu Skóga í Þjórsárdal.
Það var skemmtilegur tími þeg-
ar þau voru að byggja bústaðinn
sinn og amma ljómaði af gleði og
stoppaði varla allan daginn.
Amma var firnasterk í höndum
og það voru ófáir bollahankar
sem fuku þegar hún var að
þurrka upp. Og nokkrir hurð-
arhúnar urðu líka undan að láta.
En amma var líka mikil lista-
kona, hún prjónaði, heklaði,
teiknaði og málaði eins og snill-
ingur, það var ótrúlegt að sjá
þessa sterku fingur vinna svona
fíngerða vinnu,og það fyrirhafn-
arlaust, að mér sýndist.
Eiginkona mín kynntist ömmu
nokkuð er við fluttum heim í
ágúst 2013, þær náðu vel saman,
enda líkar að skapgerð og hvor-
ug má aumt sjá. Við hjónin
þökkum allar samverustundir
með ömmu, og geymum þær
minningar af alúð. Það er gott að
eiga þær minningar þegar ástrík
amma er kvödd hinstu kveðju.
Paul Gunnar og Hoshi.
Kátína, gleði og glaðværð;
þetta fer fyrst um hug minn þeg-
ar ég hugsa til Bryndísar föð-
ursystur minnar, Margrétar
systur hennar og Björns bróður
þeirra sem bæði létust 2007. Á
fundum með þessu góða fólki var
ævinlega brosað og hlegið.
Bryndís hét Gógó þegar ég
var lítill, vissi varla að hún héti
Bryndís fyrr en ég var kominn á
efri unglingsár. Ekki frekar en
að Lilla systir hennar héti
Bergný. En nöfn breyta ekki
fólki og það var gaman að hitta
þetta fólk. Nýársdagur í Njörva-
sundi hjá Möggu og Sigga; þá
áttu Linda og Hrafnhildur af-
mæli, stundum var farið í messu
í Langholtskirkju þann daginn,
Siggi var jú í kórnum. Ferðirnar
út úr bænum, gaman þá, skil
ekki enn hvernig allir komust
fyrir í bílnum hjá Sigga. Bakaða
brauðið með beikoni hjá Gógó í
Ásendanum, mín persónulega
minning! Ferðirnar í umhverfi
Ásendans, niðri í fjöru, uppi í El-
liðaárdal, náttúran handan
grindverks hjá þeim Gógó og
Kristni enda engar umferðar-
slaufur til þá. Gaman að vera
með Gunna, hann var svakalega
Bryndís
Jóhannsdóttir