Morgunblaðið - 06.01.2014, Blaðsíða 25
klár að spila á litla orgelið, ég
held ennþá að hann gæti verið
besti spilari landsins en málara-
listin togaði í hann, ekki ólíklegt
að Gógó hafi skaffað honum eitt-
hvað þar, því hún var flottur
teiknari.
Skriðufellið okkar í Þjórsárdal
var svo staðurinn þar sem við
sameinuðumst öll. Þar var gam-
an að vera, í Skriðufellsskógi,
niðri í Nesi, í tjaldi, með frænk-
um og frændum. Afi og amma
farin að reskjast, Bjössi og Stína
tekin við búskap. Það var nú
ekki dónalegt að fara með
Bjössa á pikkupnum um land-
areignina, fara niður í Nes og
rukka fyrir tjaldstæði. Nesið,
þar var tjaldað um allar trissur,
skógur, rjóður og Hvammsá.
Sandáin. Tjaldstæði geta ein-
faldlega ekki orðið betri en
þetta, og það segi ég fullum fet-
um þótt fullorðinn sé. Ekki að
undra að Gyrðir Elíasson hafi
fallið fyrir þessu sviði en mel-
ankólían í Sandárbók hans
fjallar samt um annað en alla þá
kátínu og glaðværð sem þarna
ríkti þegar ég var lítill og Gógó
var á besta aldri.
Það var einstaklega gott að
heimsækja Gógó í sumar í Ás-
endann við lát föður okkar Óm-
ars og heyra hana segja frá og
rifja upp æskuár hans. Gógó
varð aldrei gömul í mínum huga,
þrátt fyrir aldur og veikindi, að
hún ætti svo stutt eftir var fjarri
hugsun minni. Hún var eitthvað
svo snögg í andanum og hreyf-
ingunum þrátt fyrir ójafnvægi á
göngu síðustu árin. Og þannig
var hún, með Tótu sér við hlið,
þegar við Þóra heimsóttum hana
skömmu fyrir jól. Sofandi í
fyrstu en opnaði svo augum, mér
er næst að segja að hún hafi ekki
getað dulið brosið sem var henni
svo eiginlegt.
Haukur Hjaltason.
Mig langar með nokkrum orð-
um að kveðja elskulega móður-
systur mína, Gógó, sem alltaf
reyndist mér svo vel. Það er ljúft
að ylja sér við góðar minningar
bernskunnar en þær á ég marg-
ar og þar kemur þú svo sann-
arlega við sögu. Elsku Gógó,
mikið var gott að koma við hjá
þér, þú nánast alltaf heima eða í
mesta lagi úti í garði að dytta að.
Oft komum við eldri systkinin
með mömmu og pabba til ykkar
Kristins í Steinagerðið og ég
man þegar við bjuggum hjá ykk-
ur um tíma, þá var nú glatt á
hjalla. Það var nú meira hvað þið
mamma gátuð hlegið og þannig
hugsa ég til ykkar og hreinlega
sé ykkur fyrir mér. Amma skildi
oft ekki af hverju þið voruð að
hlæja og spurði hvað væri svona
fyndið og þá lituð þið bara hvor á
aðra og hlóguð enn meira. Svo
fjölgaði börnunum hjá ykkur og í
nógu var að stússast en þegar
hægðist um og aldurinn færðist
yfir jókst aftur samgangur ykk-
ar á milli og þið studduð hvor
aðra þegar veikindi steðjuðu að.
Ég vil þakka þér fyrir hvað þú
reyndist mömmu vel í hennar
veikindum, en nú eruð þið komn-
ar saman á ný lausar við öll veik-
indin og getið slegið á létta
strengi.
Mér er líka minnisstætt þegar
þú hjálpaðir mér að sauma á mig
kjól fyrir eitt ballið. Þú lést mig
eiga heiðurinn af honum þó að
ég viti að hann hafi auðvitað ver-
ið að mestu þitt handverk.
Elsku frænka mín, ég við
þakka þér vinsemdina í gegnum
árin og bið góðan Guð að varð-
veita þig og blessa.
Ástvinum öllum sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Þín frænka,
Þórdís.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
✝ Björg Davíðs-dóttir fæddist í
Reykjavík þann 18.
ágúst 1941. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Grund 19.
desember 2013.
Hún var dóttir
hjónanna Davíðs
Gíslasonar, stýri-
manns frá Hamri í
Múlasveit við
Breiðafjörð, f.
28.7. 1891, d. 21.2. 1945, og
Svövu Ásdísar Jónsdóttur,
saumakonu frá Eskifirði, f.
30.3. 1905, d. 14.10. 1992.
Systkini Bjargar eru Lísabet
S., f. 12.6. 1932, d. 12.12. 2008,
til Noregs og nam leikhúsfræði
við Óslóarháskóla. Á sjöunda
áratugnum lék hún í ýmsum
leikverkum með Leikfélagi
Reykjavíkur bæði á sviði og í
útvarpi. Hún tók þátt í starfi
leikhópsins Gríma sem var
virkur áhugamannahópur á
sviði leiklistar. Björg ílengdist í
Noregi að námi loknu og varði
mestum hluta starfsævi sinnar
sem dagskrárgerðarmaður og
við skrifstofustörf hjá norska
ríkisútvarpinu „NRK“.
Björg flutti heim til Íslands
árið 2002 og bjó að Efstalandi 2
í Reykjavík og síðar að dval-
arheimilinu Grund fram að
dánardegi.
Útför Bjargar verður gerð
frá kapellunni í Fossvogskirkju
í dag 6. janúar 2014 og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Margrét S., f. 15.6.
1934, Elín, f. 29.10.
1936 og Svava Ás-
dís, f. 20.2. 1939.
Björg fæddist í
Reykjavík og bjó
sín fyrstu ár að
Vegamótum á Sel-
tjarnarnesi. Hún
fluttist að Njarð-
argötu 35 með fjöl-
skyldu sinni á öðru
aldursári og bjó
þar öll sín uppvaxtarár. Björg
gekk í Kvennaskóla Reykjavík-
ur og lauk þaðan prófi árið
1961. Hún stundaði nám í leik-
listarskóla Leikfélags Reykja-
víkur en að því loknu fór hún
Kæra Björg frænka. Ég minn-
ist þín sem glæsilegrar heims-
konu, leikkonu og frænku sem
komst reglulega í heimsókn frá
Noregi þar sem þú lifðir og starf-
aðir í fjölda ára við norska rík-
isútvarpið. Það geislaði af þér og
þú hafðir frá mörgu að segja. Þú
varst yngsta systir mömmu, og
borðaðir oft heima með okkur hjá
mömmu (Ellu systur þinni) í jóla-
boðum og fjölskylduboðum. Þú
fluttir síðan heim til Íslands fyrir
rúmum tíu árum upp úr veikind-
um sem voru farin að láta á sér
kræla og fylgdu þér þar til yfir
lauk.
Þú varst góð kona. Mig langar
að þakka þér fyrir allar þær góðu
minningar sem ég á um þig. Ég
þakka þér fyrir hversu dugleg þú
varst að koma og hlusta á tón-
leika sem ég hélt reglulega. Mér
þótti mjög vænt um það. Einnig
þótti mér mjög vænt hvernig þú
vildir hvetja mig áfram, en þú
kunnir það vel, og hrósa fólki fyr-
ir það sem þér fannst vel gert, á
þann hátt að maður trúði þér. Þú
varst sjálf næm og listræn, og
maður gat tekið mark á orðum
þínum, því þú vissir um hvað þú
talaðir á þeim vettvangi. Ég er
líka þakklát fyrir það hve góð þú
varst sonum mínum þrem. Þú
gafst þeim jólagjafir og afmæl-
isgjafir á meðan þú gast og hafðir
heilsu til. Ég veit þú áttir stund-
um erfitt, sérstaklega upp á það
síðasta, en ég bið og veit að guð
hefur nú leyst þig frá þeim erfiðu
þrautum. Hafðu þökk fyrir allt.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt. Gekkst þú með Guði, Guð
þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss
þú hljóta skalt.
Kristín R. Sigurðardóttir.
Björg frænka mín hefur kvatt
þennan heim og minningarnar
leita á hugann.
Björg var leikkona og lærði
hjá Leiklistarskóla LR. Hún
hafði mikinn áhuga á öllu því sem
við kom leikhúsum og leik bæði í
kvikmyndum og á sviði. Sagan
segir að hún hafi byrjað strax
sem krakki að setja upp leiksýn-
ingar í portum og görðum nærri
æskuheimili sínu og var þá sjálf
leikstjóri, aðalleikkona og sá
meira að segja um samningu efn-
isins.
Ég man eftir að hafa séð
Björgu í einu leikriti, þá sex eða
sjö ára gamla. Þá lék hún Ljónið í
Leikhúsálfunum sem LR setti
upp. Mér fannst mjög spennandi
að eiga frænku sem var á leik-
sviði og fékk að mig minnir að sjá
þetta verk nokkrum sinnum. Ég
heyrði líka oft sagt frá þeirri
skemmtilegu tilviljun að Björg
hreppti sama hlutverk hjá LR og
móðir hennar, Svava, lék sem
ung kona með áhugaleikhópi fyr-
ir austan en það var hlutverk
Láru í Ævintýri á gönguför.
Björg fékk góða dóma fyrir þann
leik. Þó ég hafi bara séð hana í
einu leikriti þá lék hún í ýmsum
uppfærslum LR og hjá Grímunni
á árunum 1964 til 1972.
Eftir það lá leið hennar til
Noregs til náms í leikhúsfræðum
enda hafði Noregur ávallt kallað
á hana eftir að hún dvaldi þar
með Gyðu frænku sinni í um eitt
og hálft ár á tvítugsaldri. Svo fór
að Björg ílengdist í Noregi. Hún
fékk fljótlega vinnu hjá NRK í
Ósló við dagskrárgerð og ýmis
önnur störf. Var hún dugleg að
kynna bæði land og þjóð þegar
svo bar undir. Vel man ég hana
koma heim með upptökur af þátt-
um þar sem hún hafði lagt hönd á
plóg.
Björg var ánægð í Noregi og
leið þar vel. Heimþráin var þó til
staðar og hún var dugleg að
halda tengslum við fjölskyldu
sína með heimsóknum og bréfa-
skriftum. Það voru ófáar ferðirn-
ar sem ég fór með móður minni
upp á Keflavíkurflugvöll, bæði
sumar sem vetur að sækja
Björgu þegar hún kom í heim-
sókn. Á mínum yngri árum var
ávallt spenningur þegar Björg
frænka kom til landsins. Sérstak-
lega að vita hvort eitthvað og þá
hvað kæmi upp úr töskunum.
Einnig var alltaf gaman að fá
bréf á heimilið frá Noregi en
móðir mín og Björg skrifuðust
alla tíð á, enda var móðir mín
dugleg að aðstoða hana með mál
hennar hér á landi bæði þegar
hún var við nám og eftir að hún
keypti sér hér íbúð.
Eftir að Björg flutti aftur heim
til Íslands leitaði hugur hennar
oft til Noregs en því miður komst
hún ekki eins oft og hún hefði
viljað. Hún var dugleg að fylgjast
með menningarlífinu, fór í leik-
hús, tónleika og kvikmyndahús
og hafði gaman af. Ég fylgdi
móður minni oft í heimsókn til
hennar og ræddi við hana í síma.
Þá var spjallað um sameiginleg-
an áhuga okkar á gríska Eyjahaf-
inu og Bretlandi en báðar höfð-
um við ferðast til þessara landa.
Þetta vers sálmaskáldsins
mikla hefur leitað á hugann síðan
fréttin af andláti Bjargar barst
mér og fylgir það kveðju minni.
Ég lifi’ í Jesú nafni,
í Jesú nafni’ eg dey,
þó heilsa og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti’ eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgrímur Pétursson)
Ég trúi því, að vel verði tekið á
móti Björgu frænku minni í land-
inu hinum megin grafar. Megi
hún hvíla í friði.
Ingibjörg Jóna Þórsdóttir.
Björg frænka og pabbi ólust
upp á Njarðargötu 35. Þar var
náið og þétt sambýli og fundum
við systurnar fyrir mikilli gleði
og samkennd í heimsóknum
þangað. Í okkar fyrstu utan-
landsferð héldum við til Noregs
og heimsóttum Björgu í Osló. Í
hennar návist leið okkur vel, hún
sýndi okkur hlýju og innilega
væntumþykju og kallaði okkur
systurnar englabörnin. Björg
frænka var glæsileg og sjálfstæð
kona og litum við systurnar upp
til hennar. Við minnumst Bjarg-
ar með þakklæti og hlýhug.
Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.
(Matthías Jochumsson)
Kristín, Hildur og Gerður
Jónsdætur.
Björg Davíðsdóttir
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
BERTA GUÐRÚN ENGILBERTSDÓTTIR,
Sléttuvegi 23,
Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 23. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 7. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar
látnu er bent á FAAS (Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga),
sími 533 1088 eða faas.is.
Eyjólfur Davíðsson,
Héðinn Eyjólfsson, Guðrún H. Fjalldal,
Guðrún S. Eyjólfsdóttir, Snjólfur Ólafsson,
Sigríður Eyjólfsdóttir, Ólafur Ó. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra
INGIBJÖRG KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR
frá Blönduósi,
sem lést sunnudaginn 29. desember
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í
Reykjavík fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.00.
Jón Ingi Jósafatsson, Alda Sigrún Sigurmarsdóttir,
Sigvaldi Hrafn Jósafatsson, Guðfinna Jóna Eggertsdóttir,
Jónína G. Jósafatsdóttir, Bjarni Benedikt Arthursson,
Pétur Jósafatsson, Málfríður Gestsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HANNES ÞORKELSSON,
hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund,
sem lést mánudaginn 16. desember, verður
jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn
7. janúar kl. 13.00.
Innilegar þakkir sendum við öllu starfsfólki V-2 á Grund fyrir
góða og ljúfa umönnun öll árin.
Ástríður Ingibjörg Hannesdóttir,
Helga Hannesdóttir,
Bjarndís Hannesdóttir, Henry Olaniyi Ojofeitimi,
Gunnlaug Hannesdóttir, Hlynur Bergvin Gunnarsson,
Anna Kristín Hannesdóttir, Helgi Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN ÓLAFUR ÍVARSSON
skipstjóri,
Ránarbraut 22,
Skagaströnd,
lést á heimili sínu sunnudaginn 29. desember.
Útförin fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd
föstudaginn 10. janúar og hefst kl. 14.00.
Guðrún Sigurðardóttir,
Þórey Jónsdóttir, Sigurbjörn Björgvinsson,
Hallbjörg Jónsdóttir, Sigurjón Ingi Ingólfsson,
Sigrún Jónsdóttir,
Ingvar Þór Jónsson, Sigríður Björk Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNLAUGUR E. BRIEM, FYRRV.
YFIRSAKADÓMARI Í REYKJAVÍK,
Boðaþingi 22, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi
að morgni nýársdags.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 9. janúar kl. 13:00.
Hjördís Á. Briem,
Valgerður Margrét Briem, Guðmundur Einarsson,
Kristinn Briem, Kolbrún Sigurðardóttir,
Gunnlaugur Briem, Eva Briem Galambos,
Áslaug Briem, Tómas Jónsson,
barna- og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐMUNDA JÓNÍNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Brekku á Ingjaldssandi, síðar
Gerðhömrum í Dýrafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 31.
desember.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 11. janúar kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
FSÍ.
Einar Jónsson, María Pálsdóttir,
Bergljót Vilhelmína Jónsdóttir,
Dagný Jónsdóttir, Arnór Magnússon,
Álfhildur Jónsdóttir, Þór Ólafur Helgason,
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLMI S. RÖGNVALDSSON
RAFVIRKJAMEISTARI,
Gullsmára 9, Kópavogi,
andaðist að morgni laugardagsins 4. janúar
á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Sigríður Anna Jóhannsdóttir,
Hrönn Pálmadóttir, Sævar Guðbjörnsson,
Rögnvaldur Pálmason, Ágústa G. Sigurbjörnsdóttir,
Örn Pálmason, Anna Karen Káradóttir,
afa- og langafabörn.