Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
✝ Þorvarður Ell-ert Björnsson
fæddist í Reykjavík
5. mars 1943. Hann
lést á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 18. des-
ember 2013.
Foreldrar hans
eru Inga Jóels-
dóttir, húsmóðir, f.
24. apríl 1922 og
Björn Guðjónsson,
f. 11. nóvember 1921, d. 30. nóv-
ember 2008. Systkini Þorvarðar
eru Sigrún Björk, f. 21. desem-
ber 1945, maki: Örlygur Sigurðs-
son, Guðrún Gerður, f. 31. maí
1947, maki Þórður Eiríksson, f.
21. apríl 1941, d. 16. júní 2000,
11. desember 1991. Foreldrar
Steingerðar eru Ágústa Anna
Valdimarsdóttir, f. 19. desember
1931 og Steindór Guðmundsson,
f. 19. september 1921, d. 10. nóv-
ember 1993, lífsförunautur
Ágústu Önnu er Guðmundur
Guðnason. Systkini Steingerðar
eru: Þórður Grétar, Hinrik Ingi,
Sigurður Þórarinn, Þórir og
Anna Brynhildur.
Árið 1973 keypti Þorvarður
verslun Silla og Valda að Há-
teigsvegi 2 og gaf henni nafnið
Háteigskjör og varð verslunin að
litlu fyrirtæki fjölskyldunnar til
ársins 2012. Þorvarður stundaði
einnig hrognkelsaveiðar ásamt
föður sínum frá unga aldri. Þor-
varður var virkur félagi Knatt-
spyrnufélags Þróttar sem leik-
maður, þjálfari og dómari. Hann
dæmdi einnig fjölmarga leiki
sem alþjóðadómari.
Útför Þorvarðar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 6. janúar
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
sambýlismaður
Guðrúnar Gerðar:
Jóhann H. Þór-
arinsson, Guðjón
Jóel, f. 10. febrúar
1959, maki: Helena
Þ. Karlsdóttir, Ás-
geir, f. 25. mars
1960, maki: Kristín
Jónsdóttir.
Fyrri kona Þor-
varðar var Hrafn-
hildur Mar-
inósdóttir, f. 18. október 1946, d.
6. maí 1986. Þorvarður kvæntist
27. apríl 1991 Steingerði Stein-
dórsdóttur, f. 11. september
1962. Synir Þorvarðar og Stein-
gerðar eru Atli Már, f. 30. sept-
ember 1987 og Brynjar Smári, f.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl þú í friði, elsku eiginmað-
ur og faðir.
Steingerður, Atli Már
og Brynjar Smári.
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Enn erum við minntar á,
hversu litlu við ráðum og að í
lífsins bók er blöðunum ekki flett
til baka.
Hugurinn hvarflar til bernsk-
unnar, í Fordson með mömmu
og pabba. Eitt sinn á leið okkar
suður í Leiru sátum við systkinin
þrjú undir segli, það rigndi og
Fordsoninn lak. Elli, eins og við
systur kölluðum hann, var elstur
og gætti systra sinna. Við vorum
oft í Leirunni, elstu barnabörnin,
en móðursystkinin fjögur bjuggu
þá enn með afa og ömmu. Þegar
heyjað var fengum við að sitja
ofan á heyvagninum, sem hest-
urinn Fífill dró. Hesturinn var
„þarfasti þjónninn“ enda vélvæð-
ing engin. Við lékum okkur í
fjörunni eða uppi í heiði, þar sen
við tíndum ber. Við fórum inn í
Keflavík, þar sem Elli átti að
kaupa eftir minnismiða, í búð
Ingimundar og koma með vör-
urnar heim í „græna léreftspok-
anum“ enda fyrir tíma plastpok-
anna. Hvað við vorum frjáls
svona ung.
Í bænum var það fótboltinn
sem átti hug Ella allan. Hann
byrjaði líka snemma að hjálpa
pabba við hrognkelsaveiðarnar á
vorin og var viðloðandi þær svo
lengi sem þær voru stundaðar í
vörinni við Ægisíðu.
Við vorum vinamargir ung-
lingar og heima á Ægisíðu var
sem félagsmiðstöð fyrir alla fé-
laga okkar.
Um tíma vann Elli á milli-
landaskipum og ekki var leiðin-
legt að fá hann til að versla fyrir
sig. Hann hóf svo verslunarstörf
og lengst af rak hann verslunina
Háteigskjör. Elli kvæntist
Hrafnhildi sem lést 1986 eftir
margra ára veikindi. Seinni kona
hans er hún Steingerður og sam-
an eiga þau synina Atla Má og
Brynjar Smára.
Þeim og móður okkar sendum
við samúðarkveðjur með þeirri
vissu
að minning um góðan mann
lifir.
Sigrún Björk og Guðrún
Gerður.
Foringinn í systkinahópnum
er fallinn. Baráttan, sem búin er
að standa í nokkur ár, tapaðist.
Þegar engin von er lengur í stöð-
unni er gott að stríðinu ljúki.
Þorvarður eða Elli, eins og við
kölluðum hann, var stóri bróðir
og fórst það hlutverk vel úr
hendi. Til að byrja með voru orð
hans lög og ekkert lýðræði til
staðar. Með tímanum jafnaðist
þó aldursmunurinn jafnt og þétt
út og jafnræði gilti okkar á milli.
Vinátta og traust var alltaf til
staðar.
Bróðir okkar ólst upp á
Grímsstaðaholtinu á Bjarnastöð-
um til að byrja með og síðar Æg-
isíðunni í húsinu sem foreldrar
okkar byggðu. Á vorin snerist
lífið um sjósókn, aðgerð og sölu á
rauðmaga og grásleppu. Alltaf
var líf og fjör í vörinni.
Íþróttir urðu snemma hluti af
lífi Þorvarðar og Þróttur að
sjálfsögðu félagið. Eftir að
keppnisferlinum lauk tók dóm-
gæslan við og varð hann einn af
betri knattspyrnudómurum
landsins.
Kaupmennska varð ævistarfið
og Háteigskjör fastur punktur í
tilverunni um áratuga skeið. Við
yngri bræðurnir byrjuðum fljótt
að hjálpa til í búðinni og alltaf
stóð vinna til boða á sumrin og
með skóla.
Gott var að finna fyrir því
trausti sem okkur var sýnt.
Segja má að einkalíf Ella
bróður hafi skipst í fyrri og
seinni hálfleik. Fyrri hlutinn
byrjaði vel en snérist fljótt í bar-
áttu upp á líf og dauða þegar
Hrafnhildur, fyrri kona hans,
veiktist alvarlega og háði langa
og stranga baráttu sem tapaðist
á endanum.
En lífið hélt áfram og með
seinni konu sinni, Steingerði,
eignaðist Þorvarður tvo mynd-
arlega og góða stráka, Atla Má
og Brynjar Smára. Í hönd fóru
góðir tímar og dýrmætar minn-
ingar urðu til.
Nú hefur leikurinn verið flaut-
aður af hjá Þorvarði og það gerði
æðsti dómari okkar allra, þegar
staðan var töpuð og þjáningin
orðin óbærileg.
Við minnumst Ella alltaf sem
góðs bróður sem okkur þykir
vænt um og berum virðingu fyr-
ir. Móðir okkar og við ásamt
Kristínu og Helenu sendum
Steingerði og strákunum samúð-
arkveðjur á erfiðum tíma.
Guðjón og Ásgeir.
Ég minnist þín, kæri Þorvarð-
ur, með þakklæti fyrir að fá að
kynnast þér og eiga með þér
ótalmargar samverustundir í
gegnum árin. Ég eignaðist svo
miklu meira en tengdason þegar
þið Steingerður hófuð búskap.
Fyrst í Stigahlíð og síðan í Funa-
fold. Því þú varst líka svo góður
vinur. Þú hjálpaðir mér ómet-
anlega mikið þegar Steindór,
tengdafaðir þinn, veiktist. Mér
fannst ég rétt vera búin að
leggja símtólið á þegar þú birtist
við útidyrnar. Þú hafðir þá tekið
sprettinn úr Stigahlíðinni til mín
í Hörgshlíðina. Þú hefur örugg-
lega sett met í spretthlaupi þetta
kvöld þrátt fyrir að vera í fasta-
svefni þegar símtalið barst. Þú
gafst mér svo allan þann tíma
sem ég þurfti á sjúkrahúsinu og
veitti það mér mikinn stuðning.
Við Guðmundur eigum svo eftir
að ylja okkur á minningum um
allar þær ferðir sem við fórum
með ykkur fjölskyldunni því þær
eru ótal margar og allar
skemmtilegar að minnast. Aldrei
brá skugga á okkar góðu vináttu
á öllum þeim samverustundum
sem við áttum saman. Blessuð sé
minning þín, kæri tengdasonur
og vinur.
Ágústa Anna
Valdimarsdóttir.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Nú er kær mágur og vinur lát-
inn eftir erfið veikindi. Þorvarð-
ur Ellert, eða Varði eins og hann
var oftast kallaður, kom inn í
fjölskylduna árið 1986. Fyrstu
kynni af Varða voru þegar Stein-
gerður systir mín kom með hann
í fjölskylduútilegu og tókust
strax með okkur góð kynni. Góð-
legt fas hans og hlýlegt viðmót
var einkenni hans og alltaf stutt í
húmorinn. Í öllum fjölskylduboð-
um og afmælum var hann mjög
yfirvegaður og hafði góða nær-
veru.
Þökkum fyrir að hafa fengið
að kynnast honum og notið
stunda með honum. Vottum
Steingerði, Atla Má, Brynjari
Smára og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúð.
Sofðu vinur vært og rótt
verndi þig Drottinn góður.
Dreymi þig vel á dimmri nótt
dýrð þíns Jesú bróður.
(Þorkell G. Sigurbjörnsson)
Þórður og Vigdís.
Vinur okkar, Þorvarður, er
látinn eftir harða baráttu við
sjúkdóm sem hafði að lokum yf-
irhöndina. Kynni okkar hófust
fyrir áratugum og fylgdumst við
að í störfum fyrir Knattspyrnu-
félagið Þrótt, Þorvarður í dóm-
arastörfum en við í stjórnar-
störfum. Varði, eins og við
kölluðum hann, kynntist
snemma Þrótti enda var hann
uppalinn á gömlum slóðum fé-
lagsins við Ægisíðuna. Áhuga-
mál hans varð knattspyrna og
lék hann upp alla yngri flokka fé-
lagsins og síðar í meistaraflokki
þar sem hann lék alls 105 leiki.
Eftir knattspyrnuferilinn þjálf-
aði hann hjá félaginu í nokkur
ár, en fór fljótlega í dómarastörf
í knattspyrnu og varð landsdóm-
ari 1968 og síðan milliríkjadóm-
ari 1977.
Farsæll dómaraferill Varða
spannaði áratugi og eftir það
varð hann eftirlitsdómari hjá
KSÍ í mörg ár. Varði var fastur
gestur á heimaleikjum Þróttar
og fylgdist vel með sínu félagi.
Hann var sæmdur gullmerki
Þróttar fyrir hans miklu störf og
einnig gullmerki KSÍ.
Ævistarf Varða var verslunar-
stjórn og síðar verslunarrekstur
í áratugi í hinni merku búð Há-
teigskjöri á Háteigsvegi 1.
Við félagarnir fórum í mörg ár
til veiða í Straumum í Borgar-
firði og fastur liður var að Varði
kom með signa grásleppu, en
hann veiddi grásleppu í marga
áratugi með föður sínum og
gerðu þeir út frá Ægisíðunni. Þá
höfum við spilað brids ásamt
Sölva Óskarssyni nú mörg und-
anfarin ár, en Varði var góður
bridsari og verður hans nú sárt
saknað á þeim vettvangi.
Þorvarður var tryggur vinur
vina sinna og skemmtilegur í við-
ræðum og ekki síst þegar rætt
var um Liverpool, en hann var
mikill poolari. Nú við leiðarlok
þökkum við honum áratuga vin-
áttu og samferð í gegnum lífið.
Nú andar næturblær um bláa voga.
Við bleikan himin daprar stjörnur loga.
Og þar sem forðum vor í sefi söng
nú svífur vetrarnóttin dimm og löng.
(Tómas Guðmundsson)
Við, ásamt eiginkonum okkar
Dagnýju og Maríu, sendum
Steingerði, Atla Má og Brynjari,
móður hans Ingu og öðrum að-
stendendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Tryggvi E. Geirsson, Guð-
mundur Gaukur Vigfússon.
Knattspyrnufélagið Þróttur
var sannkallað stórveldi í dóm-
gæslunni á árum áður. Það skil-
aði hverjum dómaranum á fætur
öðrum inn í knattspyrnuheiminn
áratugum saman. Þar má m.a.
nefna Bjarna Pálmarsson, Bald-
ur Þórðarson, Halldór Back-
mann Hafliðason, Hjálmar Bald-
ursson og Gunnar Ingvarsson.
Ennfremur má nefna sex heið-
ursmenn úr frækinni sveit Þrótt-
ara sem urðu alþjóðlegir dóm-
arar fyrir Íslands hönd; þá
Eystein B. Guðmundsson, Magn-
ús Vigni Pétursson, Grétar
Norðfjörð, Óla P. Olsen, Þorvarð
Björnsson og Garðar Örn Hin-
riksson. Þeir félagar fóru víða
um heim sem slíkir og voru landi
og þjóð til sóma.
Þorvarður Björnsson hefur nú
kvatt þessa jarðvist eftir lang-
varandi og erfiða baráttu við
krabbamein. Hann lagði allt sitt í
þann slag en varð að játa sig
sigraðan. Kallið kom rétt fyrir
jólin.
Við félagar Þorvarðar í dóm-
arahópnum kölluðum hann
stundumVarða harða á góðri
stundu. Honum þótti vænt um
það viðurnefni. Hann vissi jafn
vel og við að gælunafnið var allt
að því öfugmæli, því jafnlyndari
og rólegri maður en Þorvarður
var vandfundinn. Þegar dagblöð-
in tóku upp á því að birta lista yf-
ir spjaldagjöf dómara, þ.e. hvaða
dómarar gáfu flestar áminningar
og vísuðu leikmönnum af leik-
velli, skipaði Varði undantekn-
ingarlaust eitthvert botnsætanna
á þeim lista – og var oftast í
neðsta sæti! Staðreyndin er
nefnilega sú að Varði gaf mönn-
um sárasjaldan gult spjald í leik
og enn sjaldnar það rauða. Einu
sinni vorum við félagarnir að
ræða atvik úr leik sem Varði
dæmdi og vorum flestir á því að
hann hefði átt að áminna tiltek-
inn leikmann fyrir tiltekið brot.
Varði sagði að það kynni vel að
vera rétt hjá okkur en bætti við:
„En ég er viss um að hann ætlaði
ekki að gera þetta!“ Og þar er
Varða rétt lýst. Hann var ró-
lyndur innan og utan vallar og
virti mönnum ævinlega allt til
betri vegar. Kannski þess vegna
þurfti hann sjaldnar að veifa
spjöldunum en við hinir en hafði
þrátt fyrir það fullt vald á að-
stæðum.
Við kveðjum góðan dreng með
söknuði og virðingu. Fyrir hönd
Knattspyrnusambands Íslands
og félaga Þorvarðar í hópi knatt-
spyrnudómara sendum við fjöl-
skyldu hans og vinum hugheilar
samúðarkveðjur.
Bragi V. Bergmann,
Gylfi Þór Orrason.
Þorvarður vinur minn er lát-
inn.
Eftir þriggja ára baráttu vid
erfiðan sjúkdóm. Hann neitaði
að gefast upp allan veikindatím-
ann en undir lokin vissi hann að
komið var að leiðarlokum.
Fyrstu kynni okkar voru þeg-
ar ég fluttist í Vesturbæinn úr
miðbænum og settist á skóla-
bekk með honum í Gaggó Vest.
Þar sátum við saman í öftustu
röð í fjögur ár og náðum vel
saman og urðum góðir vinir.
Eftir skólaárin tók vinnan við
og vináttan hélst áfram. Hann
hóf störf í Egilskjöri og vann sig
fljótt upp í stöðu verslunarstjóra.
Seinna stunduðum vid milli-
landasiglingar hjá Eimskipum,
bæði saman og hvor á sínu skip-
inu. Hann var afar vel liðinn,
stundvís og góður verkmaður.
Þá var komið að því að stofna
fjölskyldu og konan hans, Hrafn-
hildur, og konan mín urðu fljótt
góðar vinkonur. Hrafnhildur lést
langt um aldur fram úr erfiðum
sjúkdómi og reyndist Varði
henni stoð og stytta í veikind-
unum og ferðum til Boston í leit
að lækningum.
Þá hafði hann keypt versl-
unina Háteigskjör sem hann rak
með seinni konu sinni og tveim
sonum alveg þangað til veikindin
urðu honum ofviða og þau seldu
búðina. Hann var sannarlega
kaupmaðurinn á horninu í tugi
ára.
Varði var Þróttari í húð og
hár. Lék með öllum flokkum fé-
lagsins í fótbolta. Síðan gerðist
hann knattspyrnudómari sem
varð til þess að ég fylgdi í fót-
spor hans og urðu árin 25 sem
við störfuðum saman. Hann varð
fljótt alþjóðadómari og starfaði
mikið á erlendri grund. Varði var
Liverpool-maður alla tíð eftir að
hafa dæmt á Anfield í Evrópu-
keppni. Við fórum oft saman og
bar aldrei skugga á samstarf
okkar.
Oft var gaman í litla kjalla-
herberginu á Ægisíðunni og
stundum lítið sofið áður en
Bjössi bankaði á dyrnar um
fimmleytið og á grásleppuna
skyldi róið.
Takk fyrir samveruna, kæri
vinur.
Innilegar samúðarkveðjur til
þín, Steingerður, Atla Más,
Brynjars, Ingu og systkina.
Óli Pétur Olsen.
Þorvarður Ellert
Björnsson
✝ Ólafur Sig-urðsson fædd-
ist í Reykjavík 24.
maí 1932. Hann
lést á Droplaug-
arstöðum 22. des-
ember 2013.
Foreldrar hans
voru Guðrún
Sveinbjörg Árna-
dóttir, f. 23.11.
1905, d. 29.1. 1999,
og Sigurður Ólafs-
son, kolakaupmaður, f. 12.1.
1901, d. 27.10. 1969.
Ólafur giftist 9.4. 1954 Erlu
Guðbjörgu Einarsdóttur, f.
16.6. 1933, d. 21.3. 2013. For-
eldrar hennar voru Guðrún Jó-
hanna Einarsdóttir, f. 5.12.
1904, d. 8.6. 1982, og Einar
Oddur Kristjánsson, skipstjóri,
f. 23.12. 1895, d. 29.6. 1941.
Börn Erlu og Ólafs eru: 1)
Guðrún Hanna, f. 14.6. 1955,
giftist Ásmundi Jónssyni, f.
15.3. 1955. Þau skildu. Sonur
Guðrúnar og Ás-
mundar er Ólafur
Örn, f. 25.10. 1976.
Guðrún er gift
Gunnari Jensen, f.
19.10. 1954. Börn
þeirra eru: Sig-
urður, f. 29.11.
1978, Gunnar Æg-
ir, f. 8.4. 1982 og
Svava, f. 5.9. 1985.
2) Einar Oddur, f.
14.5. 1959. 3) Sig-
urður Óli, f. 1.6. 1968, kvæntur
Björgu Harðardóttur, f. 29.4.
1968. Börn þeirra eru: Oddur,
f. 21.11. 1990, og Elísabet, f.
5.9. 1994. Langafabörn Ólafs
eru átta talsins.
Ólafur stundaði nám við
Verzlunarskóla Íslands og síðar
við verslunarháskóla á Eng-
landi. Hann vann sem skrif-
stofumaður í 50 ár hjá Ræsi hf.
Útför Ólafs verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag, 6. janúar
2013, og hefst klukkan 11.
Elsku afi.
Við sitjum hér aftur, aðeins
níu mánuðum eftir að hafa
skrifað minningarorð um ömmu
Erlu, og minnumst nú þín. Það
tók mikið á þig að missa ömmu.
Hún hafði verið stoð þín og
stytta í 60 ár og síðustu mán-
uðir voru þér erfiðir.
Það velur sér enginn fjöl-
skyldu en við vorum ótrúlega
heppin. Þér þótti óendanlega
vænt um alla afkomendur þína
– börn, barnabörn og barna-
barnabörn. Þú varst mjög
heimakær og lagðir mikið upp
úr góðu heimili. Þegar við vor-
um yngri fórum við með þér í
langa bíltúra um helgar og oft
fengum við að fá að gista hjá
ykkur ömmu. Reglulega spurðir
þú okkur hvort það væri eitt-
hvað sem okkur vantaði og
varst alltaf tilbúinn að hjálpa
til.
Bílar voru líf þitt og yndi.
Starfsmaður Ræsis hf. í 50 ár
og áttir rúmlega 130 bíla um
ævina. Það var ekki sama hvaða
bíl við keyptum þegar við höfð-
um náð bílprófi. Bestir voru
þýskir bílar en reglan var að
alls ekki mátti kaupa franska
bíla. Við fylgdum þeirri reglu.
Þér fannst gaman að ferðast
með ömmu á meðan þú hafðir
heilsu til. Eftir að við fluttum
til útlanda hélstu áfram að
fylgjast vel með því sem við
vorum að gera. Nokkrum sinn-
um komuð þið að heimsækja
okkur og þá var líf og fjör í
húsinu og mikið dekrað við okk-
ur barnabörnin.
Elsku afi. Við munum alltaf
sakna þín en erum jafnframt
þakklát fyrir allar góðu minn-
ingarnar sem við eigum frá
tíma okkar saman. Þú varst
okkur bæði fyrirmynd og vinur.
Ást þín og umhyggja mun alltaf
búa með okkur.
Oddur og Elísabet.
Ólafur Sigurðsson