Morgunblaðið - 06.01.2014, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.01.2014, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014 ✝ Kristinn Guð-jónsson fædd- ist í Reykjavík 8.4. 1921. Hann lést á Landakotsspítala 16.12. 2013. For- eldrar voru hjónin Elín Eyjólfsdóttir frá Bjarnastöðum í Grímsnesi, f. 1885, d. 1929 og Guðjón Kristinn Jónsson, múrarameistari, f. 1888, d. 1957. Þau skildu. Alsystkini Kristins: Gíslína Sig- ríður, 1907-1970. Gústaf Adolf, 1909-1985. Magnea Sigurveig, 1911-1973. Jón Gíslason 1913- 1984. Elín 1915-1989. Drengur 1920-1920. Hálfsystkin sam- feðra: Unnur, 1921-1990, Elliði Norðdahl, 1923-1990. Fósturforeldrar Kristins voru Helga Jónsdóttir og Sig- urjón Jónsson, Kópareykjum, Borgarfirði, fóstursystkini Mar- grét, Sigríður, Þuríður Fanney og Eyjólfur. Fyrri kona Krist- ins var Anna Ágústsdóttir, f. 3.2. 1928 í Reykjavík, d. 13.4. 1998, þau gengu í hjónaband 6.1. 1947. Foreldrar hennar ýliskona Jóna S. Halldórsdóttir. Seinni kona Kristins var Bjarndís Jónsdóttir. f. 7.3. 1920, d. 27.9. 2004. Foreldrar Júlíana Jónsdóttir og Jón Jóns- son. Kristinn og Bjarndís gengu í hjónaband 16.6. 1973. Bjarndís átti sex börn. Kristinn ólst upp hjá móður sinni í Reykjavík þar til hún féll frá. Eftir það ólst hann upp að Kópareykjum í Reykholtsdal til fullorðinsára. Hann lauk hefð- bundinni skólagöngu í Reyk- holti og útskrifaðist sem garð- yrkjumaður frá Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði. Kristinn og Anna hófu sinn búskap 1944 í Reykholtsdal þar sem hann stofnaði garðyrkjustöðina Skrúð hf. við Kleppjárnsreyki ásamt fleirum. Árið 1952 seldi hann sinn hlut og flutti með fjölskylduna í Kópavog þar sem þau gerast frumbyggjar að Kópavogsbraut 73. Árið 1955 stofnaði hann fyrirtækið Ban- ana hf.ásamt Eggerti Kristjáns- syni og vann þar óslitið sem framkvæmdastjóri til 1991. Hann var stjórnarformaður Banana frá 1991-2001, sat í stjórn Sölufélags Garðyrkju- manna 1996-2001. Kristinn átti Íslandsmet í bringusundi um tíma. Útför Kristins fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 6. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 15. voru Anna Jak- obína Jónasdóttir og Jóhannes Ágúst Guðjónsson. Anna og Kristinn skildu. Þeirra börn eru 1. Sigrún Erla, f. 7.4. 1946, d. 19.8. 2012, maki Reynir Jóns- son, barn Kristinn Freyr, f. 1973, maki Rhonica Reynisson, þau eiga fjögur börn. 2. Jóhannes Ágúst, f. 17.5. 1949, maki Þor- björg Jónsdóttir, f. 23.5. 1948, þeirra dætur eru: Anna María. f. 1975, hún á þrjú börn; skilin. Sambýlismaður Johan Hell- berg. Eva Dís, f. 1977, maki Jean Claude Clemens, þau eiga eina dóttur, Elísabet, f. 1986. Dóttir Þorbjargar er Aldís Guðrún, f. 1967, maki Gilbert Jacobs, þau eiga tvö börn 3. .Elín, f. 1.10. 1957, maki Magn- ús Gíslason; skilin, Þeirra börn eru Hrafnhildur, f. 1979, Hall- dór Örn, f. 1982, sambýliskona Sigurbjörg H. Gunnbjörns- dóttir, þau eiga tvær dætur, Hlynur Már, f. 1989, sam- Langri vegferð er lokið. Á dimmu desemberkvöldi kvaddi ættarhöfðinginn okkar sáttur við guð og menn. Hann var af kyn- slóð sem er óðum að hverfa. Hafði lifað tímana tvenna í bók- staflegri merkingu úr torfbæ til tæknialdar. Hann missti móður sína átta ára en hún gaf honum það veganesti sem hann bjó að alla tíð. Börnin sín þrjú eignaðist hann með fyrri konu sinni Önnu. Æskuáranna í Kópavogi er minnst með gleði enda sannköll- uð paradís fyrir börnin. Hverfið iðaði af leik og fjöri og fjaran hafði mikið aðdráttarafl fyrir soninn, mátti hann stundum híma daglangt inni á náttfötum þegar foreldrunum þótti of langt gengið. Bananaafi eins og barnabörnin kölluðu hann jafnan starfaði sem framkvæmdastjóri í Bönunum hf. á fjórða tug ára af stakri trú- mennsku og heiðarleika. Lagði metnað sinn í að láta aldrei falla víxil á fyrirtækið. Þegar bananar voru í þroskunarferli fór hann á hverju kvöldi til að fylgjast með að allt væri í lagi. Heilar umbúðir voru ekki teknar upp til einka- nota. Borðaði banana blettótta og brúna og uppástóð að þeir væru bestir þannig. Suma ávexti og grænmeti smakkaði hann aldrei. Eftir að starfi hans lauk fylgdist hann með vexti og við- gangi fyrirtækisins af miklum áhuga. Seinni konu sinni, Dísu, kynnt- ist hann á dansleik og sagðist hafa vitað um leið og þau hófu dansinn sem entist ævilangt að hún yrði lífsförunautur hans. Samband þeirra var fallegt og kærleiksríkt og samverustundir með þeim ávallt ljúfar og gef- andi. Þau dvöldu hjá okkur á hverju ári um lengri eða skemmri tíma og nánast öll jól seinni árin. Betri ömmu og afa eða tengdaforeldra væri ekki hægt að óska sér. Landið og náttúran átti sterk ítök í honum, óþreytandi að aka um landið þvert og endilangt. Óþrjótandi sagnabrunnur, virtist þekkja hvern bæ og þúfu. Við fórum saman í ferðalög til fjar- lægra landa og veiðiferðir innan- lands. Afi var barn vorsins, dýrk- aði sól og birtu og nýtti hvern geisla sem gafst. Þau hjónin fóru til Kanaríeyja á hverjum vetri í tugi ára og eftir að amma féll frá fór hann einn. Hann lagði metnað í að sjá um sig sjálfur til síðasta dags. Lærði að matbúa á efri árum og ók eigin bíl. Fór í sínar daglegu heilsubót- argöngur heilsteyptur og æðru- laus, alltaf sjálfum sér nógur. Bannaði okkur að kalla sig gaml- an fyrr en hann gæfi formlegt leyfi. Skipti sér ekki af að óþörfu en alltaf tilbúinn að leggja lið ef þess gerðist þörf. Sannur heið- ursmaður sem markaði djúp spor í líf okkar. Hann hafði lifandi áhuga á öll- um framkvæmdum. Síðasta ferðalagið í Vopnafjörð var til að líta framkvæmdir sonarins. Sam- band feðganna var náið enda um margt líkir. Afi kvaddi okkur í desember, kvaðst vera á förum og þakkaði samfylgdina. Hefði dreymt Dísu sína og haft á orði hvernig hann ætti að finna hana. Það er enginn vafi að það hafa verið fagnaðarfundir og hlátur- inn þeirra sem við þekktum svo vel hljómar í eyrum. Við kveðjum hann með sökn- uði með orðum hans við sonar- dóttur sína: Að hryggjast og gleðjast, að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Jóhannes, Þorbjörg og fjölskylda. Höfðingi er fallinn frá. Það var árið 1955 sem Kristinn Guðjóns- son og Eggert Kristjánsson stofnuðu Banana ehf., en eins og nafnið gefur til kynna fólst starf- semin einkum í innflutningi á banönum. Þetta var á þeim tím- um sem epli voru einkum fáanleg um jól og ávextir voru sjaldséður hátíðarmatur. Fyrirtæki þeirra óx fiskur um hrygg og urðu þeir félagar frumkvöðlar í innflutn- ingi á ávöxtum og grænmeti til landsins. Kristinn rak Banana fram undir aldamótin síðustu og átti þannig stóran þátt í að byggja upp eitt stærsta fyrirtæki landsins. Kristinn hafði ávallt miklar taugar til fyrirtækisins og fylgdist vel með vexti og viðgangi þess alveg fram á síðasta dag. Kristinn var ljúfur maður, hann var skapgóður, fylginn sér, glaðlyndur og sanngjarn. Krist- inn var þægilegur í umgengni en sjálfur kynntist ég honum árið 1975 og síðar áttum við eftir að vinna saman um margra ára skeið. Við áttum margar góðar stundir og var hann í senn læri- faðir og vinur. Kristinn var mikill útivistarmaður og laxveiðar voru hans líf og yndi. Mér eru minn- isstæðar margar góðar stundir sem við áttum í Vesturdalsá þar sem rennt var fyrir lax og spjall- að yfir góðum mat. Ég þakka Kristni langa og góða vináttu og votta fjölskyldu hans samúð mína. Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf. Kristinn Guðjónsson Elsku Stella okk- ar. Þá ert þú búin að fá hvíldina sem þú þráðir. Þú varst alveg yndisleg kona. Við eigum eftir að sakna þín. Okkur langar að minnast þín með þessu ljóði sem okkur fannst passa svo vel við þig. Þú aðalsmark á enni og brúnum barst, svo björt á svip og hrein og sönn þú varst, ég veit að ein ég verð ei um þann dóm, að við þig aldrei festist nokkurt gróm. Ég minnist þín, er sól í heiði hló, er hamingjan þér gleði og farsæld bjó, Stella Jónsdóttir ✝ Stella Jóns-dóttir fæddist á Akureyri 16. sept- ember 1929. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð 16. des- ember 2013. Útför Stellu fór fram frá Gler- árkirkju 30. desem- ber 2013. þú barst af öllum ung og íturfríð, hve unaðsleg var sú hin liðna tíð. Ég minnist þín við margan gleðifund, ég man þig vel á beiskri reynslustund, hve stóðst þú tigin, stór í þungri sorg, hve stór þú varst — en barst ei harm á torg. Ó vina kær, ég sáran sakna þín, en samt ég veit að ávallt hjá mér skín þín minning fögur, göfug hrein og góð, sem gimsteinn lögð í minninganna sjóð. (Margrét Jónsdóttir) Með þessum orðum viljum við þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur í lífinu. Minningu þína munum við geyma í hjörtum okkar. Hvíl þú í friði. Við vottum Ingu, Kjartani og Sumarliða og þeirra fjölskyldum okkar inni- legustu samúðarkveðju. Þín mágkona Elín og María og Baldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGEBORG SVENSSON, sem lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 18. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Björn Jónsson, Helena Dýrfjörð, Anna M. Jónsdóttir, Steingrímur J. Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, SIGURLAUG ELÍSA BJÖRGVINSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR, Skipalóni 26, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 15.00. Kristján Heimir Lárusson, Hörður Már Kristjánsson, Sandra Heimisdóttir, Björgvin Örn Kristjánsson, Heimir Lárus Kristjánsson, Aðalbjörg Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg systir okkar, ANNA PÁLMADÓTTIR WILKES, Bel Air, Maryland, BNA, lést á hjúkrunarheimilinu Heart Heritage Estates í Baltimore hinn 4. janúar 2014. Minningarathöfn verður haldin hér heima síðar. Fyrir hönd ættingja, Guðmundur Pálmason, Helga Pálmadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á Landspítala, Fossvogi, laugardaginn 4. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hjördís Þórhallsdóttir, Þórhallur Guðmundsson, Guðrún L. Guðmundsdóttir, Valgerður M. Þorgilsdóttir, Halldór M. Aðalsteinsson, Guðmundur Þórhallsson, Hjördís L. Aðalsteinsdóttir, Sæbjörg Ásmundsdóttir, Ásta Kristinsdóttir, Heiða Kristinsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR SIGURÐSSON frá Straumi, til heimilis á Heiðarbrún 8, Hveragerði, lést fimmtudaginn 2. janúar. Sunna Guðmundsdóttir, Hörður Vignir Vilhjálmsson, Sigrún Rósa Vilhjálmsdóttir, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, Alfred B. Þórðarson, Játvarður V. Vilhjálmsson, Irma Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Elsku mamma mín. Það er svo sorglegt og ósann- gjarnt að þú skulir ekki fá að vera lengur hjá okkur. Ég dáðist að þér í veikindum þínum, hversu eitilhörð þú varst, svo ótrúlega sterk. Alltaf varstu hrókur alls fagn- aðar hvar sem þú komst, dróst alla með þér í spil og leiki. Þú varst svo dugleg við að varðveita barnið í þér og öðrum og eigum við endalausar minningar um skemmtilegar samverustundir. Barnabörnin voru þér sérlega hugleikin og varst þú algjör ofur- amma, þú naust þess að leika við þau og þau við þig. Erla Þórdís Árnadóttir ✝ Erla ÞórdísÁrnadóttir fæddist á Akranesi 4. apríl 1949. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. des- ember 2013. Útför Erlu Þór- dísar fór fram frá Akraneskirkju 3. janúar 2014. Þú varst ótrúlega hjálpsöm og stóðst þétt við bakið á þeim sem þess þurftu. Þú mættir líka á all- flesta fótboltaleiki okkar systkinanna og studdir okkur alla leið. Takk fyrir góðar stundir, elsku mamma. Þinn sonur, Guðmundur Bjarki Halldórsson. Elsku amma Ég trúi því ekki að þú sért far- in frá okkur. Það var alltaf svo gaman að vera með þér og spila við þig. Útilegurnar voru góðar, þú spilaðir oft með okkur boccia og kubbaspil. Ég á eftir að sakna þess. Á hverju ári fórstu með okkur í eggjaleit og það var mjög gaman og við tókum með okkur gott nesti og drykki. Þú verður alltaf í huga mér, takk fyrir allt, elsku amma. Kær kveðja Halldór Andri Guðmundsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjónarfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.