Morgunblaðið - 06.01.2014, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
✝ RagnheiðurHallgríms-
dóttir fæddist 26.
júlí 1917 á Hvann-
stóði á Borgarfirði
eystra, N.-Múl. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
26. desember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Guðfinna
Hallgrímsdóttir, f.
15.5. 1896, d. 3.7.
1979, og Hallgrímur Ólafsson, f.
26.10. 1888, d. 21.2. 1981. Þau
skildu. Seinni kona Hallgríms
hét Helga Halldórsdóttir, f. 18.6.
1903, d. 13.12. 1991.
Alsystkini Ragnheiðar eru
Jónas, f. 1916, d. 1936, Rósa, f.
26.7. 1917, d. 1917, Lilja Aðal-
björg, f. 1919, d. 1995, drengur,
f. 1922, d. 1923. Hálfsystkini
samfeðra eru: Guðrún Alex-
andra, f. 1925, Gunnlaugur, f.
1930, d. 1989, Halldór, f. 1934,
Lovísa Rós, f. 2008, b) Þyri
Sölva, f. 5.10. 1971. 3) Magnús, f.
23.9. 1948, maki Júlíanna Frið-
jónsdóttir, f. 23.10. 1952, börn:
a) Berglind, f. 8.11. 1978, í sam-
búð með Atla Má, f. 1977, sonur
þeirra er Agnar Magnús, f.
2013, b) Hafrún Hlín, f. 27.9.
1980, í sambúð með Jóni Geir, f.
1979. 4) Guðfinna, f. 27.3. 1956,
maki Guðmann Bjarnason, f.
28.4. 1956, börn: a) Ragnheiður
Rósa, f. 6.6. 1979, sambýlis-
maður Stígur, f. 1974, og b)
Bjarni Ólafur, f. 27.4. 1988.
Ragnheiður var sín fyrstu ár
á Borgarfirði eystra og Seyð-
isfirði, fer þaðan ung að árum
vestur á Snæfellsnes þar sem
faðir hennar bjó. Hún var í vist á
Staðarstað á Snæfellsnesi hjá
föðursystur sinni, fór síðan á
Dagverðará og var þar nokkur
ár, þar sem Hallgrímur faðir
hennar og Helga bjuggu.
Hún flutti til Reykjavíkur þar
sem hún kynntist manni sínum
Pétri, þau bjuggu alla sína tíð í
Reykjavík.
Útför Ragnheiðar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 6. jan-
úar 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
Stefán, f. 1934,
Inga Rósa, f. 1936,
d. 2004, Jónas Jök-
ull, f. 1939, Elín
Björk, f. 1942, Að-
alheiður, f. 1945.
Einnig átti Ragn-
heiður uppeldis-
systur, Guðbjörgu
Eyvindsdóttur, f.
1927, d. 2013.
Ragnheiður gift-
ist 3.7. 1941 Pétri
Magnússyni, f. 3.7. 1916, á Sel-
skerjum í Múlahreppi í A-
Barðastrandarsýslu, d. 20.11.
2007. Foreldrar hans voru
Magnús Pétursson, f. 6.3. 1884,
d. 1970, og Björg Guðmunds-
dóttir, f. 23.6. 1885, d. 1962.
Börn Ragnheiðar og Péturs eru:
1) Hallgrímur Rafn, f. 27.5.
1942, d. 24.7. 2011. 2) Björg, f.
30.5. 1943. Börn: a) Pétur Heið-
ar, f. 10.12. 1966, dætur hans
eru Kristín Rós, f. 1994, og
Elsku besta amma okkar.
Ótal minningar renna í gegn-
um huga okkar, minningar um
góðar stundir sem við áttum
með þér og afa heima á Háa-
leitisbraut, í sumarbústaðnum
ykkar á Arnarstapa og frá þeim
mörgu ferðalögum sem við fór-
um saman í innan- og utan-
lands.
Oft fengum við að gista hjá
þér og afa á Háaleitisbraut eða
verða eftir hjá ykkur í bústaðn-
um og þá var morgunmatur
borinn í rúmið, sem var þá
stundum cocopuffs með nóa-
kroppi út í.
Aldrei fór neinn svangur frá
ömmu, því hún hætti ekki að
bjóða mat og drykk fyrr en
sagt var já við einhverju og var
hún ekki sátt ef maður vildi
ekki þiggja annað en glas af
vatni.
Þú hafðir gaman af að gera
grín og sprella og þrátt fyrir
veikindi þín þá hélstu alltaf í
húmor og grín, og er þá helst
minnisstætt þegar pabbi okkar
var að ýta þér áfram í hjóla-
stólnum þínum og þú nýttir
tækifærið og danglaðir í rass-
inn á einhverri konu sem stóð
og beið eftir lyftunni á Eir, ekki
var að spyrja að því að konan
gaf pabba okkar frekar illt
auga því aldrei hefði hana
grunað saklausu gömlu konuna
sem söng í hjólastólnum.
Þú varst mikið fyrir söng og
dans, elskaðir að syngja og og
dilla þér, enda tengjast svo
margar minningar þér syngj-
andi og trallandi og áttum við
barnabörnin góða stund um
daginn að rifja upp öll lögin
sem þú söngst.
Við nöfnur áttum eina uppá-
halds-söng- og dansamynd sem
við horfðum oft á saman, þú
hafðir svo gaman af að horfa á
dansana og svo fannst okkur
báðum aðalleikarinn soldið sæt-
ur.
Þú varst alltaf svo góð og
alltaf til staðar, þú varst ekta
amma og vildir öllum það besta,
einkum þeim sem minna máttu
sín. Þrátt fyrir háan aldur þá
léstu ekkert stoppa þig við að
sitja flötum beinum á gólfinu í
eldhúsinu og tromma á pottana
þína með sleifum með yngsta
barnabarni þínu, Bjarna,
kannski hjálpaði það þér að þú
varst heyrnarskert, því að há-
vaðinn fór ekkert í þig.
Það eru svo margar sögurnar
og minningarnar sem við mun-
um búa að alla tíð og verðum
endalaust þakklát fyrir.
Elsku góða amma okkar, nú
ert þú komin á góðan stað til
afa og Halla, við munum ávallt
sakna þín og ylja okkur við
minningarnar.
En nú er amma mín liðin á braut,
liðin í burtu frá sorgum og þraut
Ég gekk eitt sinn þangað, sem
greftruð hún var
frá gröfinni heyrði ég að ómaði lag.
Þín
Ragnheiður og Bjarni.
Amma var hress og skemmti-
leg, með frábæran húmor, þol-
inmóð og innileg. Hún var al-
gjört hörkutól og endalaust
dugleg. Hún var alltaf mikill
gestgjafi og var aldrei í rónni
fyrr en allir voru búnir að fá
sér af drekkhlöðnu eldhúsborð-
inu. Við eigum ótal góðar minn-
ingar með ömmu og þá einna
helst þegar við vorum yngri og
hún kenndi okkur ýmis
skemmtileg lög sem þekktust
ekki utan fjölskyldunnar. Þessi
lög syngjum við enn okkur til
skemmtunar eins og hún gerði
sjálf fram á síðustu daga sína.
Amma hefur alltaf verið okkur
afar kær og söknuðurinn verð-
ur því mikill.
Hvíl í friði, elsku amma, við
trúum því að þú hafir það gott
þar sem þú ert nú sameinuð afa
og Halla syni þínum á ný.
Allir hanar gala, allir hanar gala,
vindhaninn galar ei,
vindhaninn galar ei,
segi ég, ó nei.
Meló, meló, meló,
meló, melódí,
þú ert mitt svermerí.
(Höf ók.)
Bless, bless, amma.
Þín barnabörn,
Hafrún og Berglind.
Elsku besta amma mín, ég
vil þakka fyrir allar góðu stund-
irnar okkar saman, það verður
skrýtið að heyra þig ekki leng-
ur syngja og tralla eins og þú
gerðir svo mikið og finna ekki
höndina þína taka um mína.
Ég á margar góðar minn-
ingar um okkur ömmu saman
og af mörgum er ein sem er
mér kær. Ég var í pössun hjá
ömmu og hún ákvað að poppa
fyrir mig, ég fékk að sitja uppi
á borði til að fylgjast með og ég
man alltaf hvað ég var dolfallin
að sjá lokið á pottinum rísa eft-
ir því sem poppið poppaðist,
hvílíkur snillingur var hún
amma mín! Svo var tekið í spil
og þú söngst vísuna „Afi minn
og amma mín, úti á bakka búa“,
enda var það í miklu uppáhaldi
hjá mér, því þarna var að mínu
áliti kveðið um mitt uppáhalds-
fólk.
Sú hönd var æ svo hlý og mjúk
og holl, sem leiddi mig,
sem greiddi’ úr vanda’ og breiddi
blóm
á bernsku minnar stig.
(Jón Trausti.)
Þyri Sölva.
Ragnheiður
Hallgrímsdóttir
Á aðfangadags-
kvöld kvaddi hún amma þennan
heim. Það er mikill missir að
þessari frábæru konu en jafn-
framt forréttindi að hafa fengið
að þekkja hana. Hún Ásta var
frábær amma sem leyfði okkur
litlum að hoppa í sófum, róta í
fataskápum, klæðast í fínu kjól-
ana, borða frostpinna þangað til
lystin leyfði ekki meir, syngja há-
stöfum í aftursætinu, hamra á rit-
vélina og borða eintóma sykurp-
úðabita í morgunmat sem tíndir
voru úr morgunkornspakkanum.
Hún var líka dugleg að hendast í
ferðir á Skódanum sínum með
nokkur syngjandi barnabörn í
aftursætinu. Í minningu er alltaf
sól, söngur og gleði í þessum
ferðum. Þegar ég varð eldri
kenndi hún mér að yrkja, rök-
ræða, baka pönnukökur og spila.
Hún gerði líka nokkrar tilraunir
til að kenna mér að hekla og hló
svo að óþolinmæðinni í sonardótt-
urinni. Ég fékk líka stundum að
fara með henni að spila vist, eina
barnið í hópi fullorðinna og ljóm-
aði af stolti að fá að fara með.
Hún hafði afskaplega gaman af
því að spila og var harður and-
stæðingur. Hún vildi hafa líf og
gleði í kringum sig, söng og spil
og skemmtilegheit. Hún var mik-
il ræðukona og var oft fengin til
að segja nokkur orð við ýmis
tækifæri enda var hún hnyttin og
snögg að snara saman vísu eða
stöku. Hún átti ljóð og vísu fyrir
hvert tækifæri og mundi þær all-
ar til endursagnar síðar. Hún
hafði sérstakt lag á að segja frá
og þessi klára kona kom mér sí-
fellt á óvart með vitneskju sinni
og hæfileikum. Hún spjallaði við
erlenda vini mína á dönsku og
ensku eins og ekkert væri og var
líka mikil ferðakona. Þegar við
Heiða systir vorum litlar kölluð-
um við hana ömmu dreka enda
var hún mesti töffari sem við
höfðum fyrir hitt, alltaf í ævin-
týraferðum og í útlöndum, alltaf
glöð og algjört hörkutól. En hún
var líka hlý og mjúk og afskap-
lega stolt af stóra niðjahópnum
sínum sem henni þótti svo óskap-
lega vænt um og talaði oft um
hvað hann væri einstakur. Amma
hafði gaman af því að spjalla um
pólitík og rífast svolítið. Hún
býsnaðist yfir mörgu en oftast þá
á glettinn hátt og hafði svolítið
gaman af því að æsa okkur pabba
upp. Oft urðu samtölin okkar
þriggja svo hávær að aðrir við
borðið létu sig hverfa. Amma var
klár og kunnug, ótrúlega minnug
og staðföst fyrir en þó tilbúin að
skipta um skoðun ef mótrökin
voru nógu góð. Þó bara stundum
því þegar maður er orðinn gamall
þarf maður ekki að skipta um
skoðun og má segja það sem
manni finnst. Hin síðustu ár
ræddum við amma oft um barn-
æsku hennar, árin í Skólagerði,
börnin hennar og barnabörnin og
strákana hennar tvo sem fóru
langt fyrir aldur fram. Við deild-
um sorginni yfir að hafa þurft að
kveðja pabba minn og son hennar
og grétum stundum saman af
söknuði en hlógum líka yfir minn-
ingunum.
Hún amma var kjarnakona
sem mér þykir óendanlega vænt
um og er mér svo kær. Ég hef
hugsað til hennar með söknuði
þessa síðustu daga og yljað mér
við góðar minningar. Ég reyni þó
að láta gleðina sigra sorgina því
þannig er rétt að minnast þess-
arar mætu konu. Svo veit ég að
hún er komin í brjálað geim með
Ásta Sigurðardóttir
✝ Ásta Sigurð-ardóttir fæddist
í Miklaholti á Mýr-
um 26.9. 1921. Hún
lést að kvöldi að-
fangadags, 24.12.
2013.
Útför Ástu fór
fram frá Kópavogs-
kirkju 3. janúar
2014.
manninum sínum
og sonunum tveim.
Hildur Eva
Sigurðardóttir.
Elskuleg frænka
mín og kær vin-
kona, Ásta Sigurð-
ardóttir, er látin, 92
ára að aldri.
Við Ásta erum
systradætur, fædd-
ar á því herrans ári 1921. Ég á
Mýrum í Borgarfirði og Ásta á
Syðra-Langholti í Biskupstung-
um. Við áttum margar góðar
stundir saman í sveitinni og hægt
væri að segja að okkar samband
hafi verið alveg einstakt frá unga
aldri.
Sjö ára gömul flyt ég úr sveit-
inni til Reykjavíkur ásamt fjöl-
skyldu minni. Þar gekk ég í Lind-
argötuskóla, en í þeim skóla áttu
leiðir okkar Ástu eftir að liggja
saman enn á ný, þar sem hún
fylgdi í kjölfarið. Þetta voru ein-
stakir tímar. Árin færðust yfir og
eignuðumst við okkar eiginmenn
og börn, en héldum alltaf sam-
bandi.
Ásta var einstaklega ósérhlífin
kona sem vildi öllum vel, sem
sýnir sig best í því þegar hún og
maður hennar tóku mig, mann
minn og börn inn á heimili sitt
eftir bruna íbúðarhúss okkar á
Málmey í Skagafirði jólin 1951.
Þykir mér einstaklega vænt um
þá aðstoð sem hún veitti okkur á
þessum tíma og kann ég henni
hugheilar þakkir fyrir.
1996 er ár sem átti heldur bet-
ur eftir að reynast viðburðaríkt,
þar sem við misstum báðar eig-
inmenn okkar. Við slíkan missi
myndaðist okkar á milli ákveðinn
samhugur sem styrkti og efldi
vinaböndin. Seinnipart þess árs
stingur Ásta þeirri hugmynd að
mér að kannski ættum við að
skella okkur saman til Kanarí í
byrjun nýs árs, ásamt bróður
hennar og hans konu. Sem við og
gerðum. Og einnig næstu þrjú ár-
in á eftir. Við Ásta vorum mikið á
ferð og flandri á þessum árum.
Vorum meðlimir í Borgfirðinga-
félaginu og fórum í ófáar sumar-
ferðirnar á vegum félagsins.
Minningarnar frá þessum ferðum
eru mér dýrmætar og þá sér í lagi
samveran með Ástu.
Síðustu ár vorum við duglegar
að spila bingó sem haldið var í
þjónustumiðstöðinni að Afla-
granda, en tengdasonur minn
sótti okkur og keyrði vikulega yf-
ir vetrartímann. Þetta voru svo
sannarlega okkar heillastundir
og föstudagurinn heilagur.
Með þessum örfáu orðum kveð
ég Ástu frænku að sinni með
miklu þakklæti fyrir allar dásam-
legu stundirnar sem við áttum
saman og þann góða og trausta
vinskap sem hún veitti mér í
gegnum árin.
Sigríður Hannesdóttir
og fjölskylda.
Ásta var mamma Sigga skóla-
bróður míns, bæði úr Kárnsnes-
skóla og Víghólaskóla. Ég vissi
ekki þá að hann væri frændi
mannsins míns, en kynntist svo
Ástu fyrir nokkrum árum því
tengdamóðir mín og hún voru
frænkur og miklar vinkonur. Svo
vorum við saman á Kanarí,
Bjarni bróðir hennar og hans
kona og tengdamóðir mín, fyrir
nokkrum árum. Það var gaman
að vera með þeim og borða hangi-
kjöt og þær bjuggu til kartöflu-
mús með.
Við Ásta töluðum mikið saman
hjá tengdamömmu um Kópavog-
inn okkar og tengdó fannst gam-
an hvað við áttum margt sameig-
inlegt í Kópavogi.
Ég sakna hennar mjög.
Elsku Helga og systkini, við
Hannes sendum okkar bestu
samúðarkveðjur.
Ingibjörg Bjarnadóttir.
Elsku yndislega,
hjartahlýja, fallega,
trausta, hæfileikaríka og ljúfa
amma mín er látin eftir hetjulega
baráttu við krabbamein.
Hún amma Rut var engum lík,
hún var eins og fullkomin upp-
skrift að því hvernig ömmur eiga
að vera. Alltaf gaf hún sér tíma
fyrir okkur barnabörnin og tók
hún okkur með sér hvert sem
hún fór. Ég fór t.d. í mína fyrstu
jarðarför og mitt fyrsta brúð-
kaup með henni. Mína fyrstu
leikhúsferð og mitt fyrsta ferða-
lag um landið þar sem ég gisti í
fyrsta sinn á hóteli og fór í fyrsta
sinn fínt út að borða. Ég er svo
heppin að eiga ógrynni af minn-
ingum um ömmu og okkur sam-
an. Allar bæjarferðirnar okkar
með viðkomu á Súlnabergi, allar
stundirnar sem ég fékk að eyða
með henni og „hjálpa henni“ í
vinnunni sinni í Gagganum.
Ferðirnar í kartöflugarðinn, ynd-
islegu jólaboðin á jóladag, pönnu-
poppið hennar góða, karamellu-
kakan hennar og kjötbollurnar,
já og ömmusósa, hún var best.
Rut Ingimarsdóttir
✝ Rut Ingimars-dóttir fæddist á
Akureyri 20. júlí
1928. Hún lést á
heimili sínu 19. des-
ember 2013.
Útför Rutar fór
fram frá Akureyr-
arkirkju 3. janúar
2014.
Sögurnar sem hún
sagði mér fyrir
svefninn, vögguvís-
urnar sem hún
kenndi mér, spilast-
undirnar, Ítalíuferð-
in okkar, óvissu-
ferðin til
Siglufjarðar í sumar
og svona gæti ég
haldið endalaust
áfram.
Æi, elsku amma,
ég sem átti eftir að segja þér svo
margt, segja þér hvað þú varst
mér mikið. Þú varst mér svo
miklu, miklu meira en bara
amma. Þú umvafðir mig ást og
hlýju og hafðir ávallt óbilandi trú
á mér og öllu því sem ég tók mér
fyrir hendur. Þú sást bara það já-
kvæða í fari mínu, hvattir mig
óspart áfram, stappaðir í mig
stálinu þegar þess þurfti og varst
alltaf til staðar fyrir mig og
strákana mína.
Ég var svo heppin að fá að
eyða með þér síðasta deginum
þínum þótt mig hefði ekki órað
fyrir því þá að þetta væri okkar
síðasta samverustund. Dagurinn
hafði verið þér erfiður, með
óvæntum læknafundi þar sem þú
varðst að taka stóra ákvörðun.
Mér þykir óendanlega vænt um
að hafa verið hjá þér á þessari
stundu, getað sýnt þér stuðning
og sýnt þér hvað ég elskaði þig
mikið. Ég hélt í hendurnar þínar
og hlýjaði þér, strauk þér um
hárið og við hjúfruðum okkur
saman. Ég mun aldrei gleyma
þessari yndislegu stund. Við vor-
um búnar að ákveða að eyða að-
fangadegi saman heima hjá okk-
ur Ara og Haddó ásamt pabba,
mömmu, Vífli og Tómasi og ríkti
mikil tilhlökkun hjá okkur báðum
en því miður fengum við ekki
tíma til þess. Þetta voru skrítin
jól.
Ég er endalaust stolt af því að
bera nafnið þitt, stolt af því að við
Ari giftum okkur á afmælisdeg-
inum þínum, stolt af því að vera
barnabarn þitt.
Ég kveð mína yndislegu ömmu
með bæninni sem hún kenndi
mér þegar ég var lítil.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Hvíl í friði.
Þín ömmustelpa,
Rut Viktorsdóttir.
Rut föðursystir mín fæddist í
Gefjunarhúsinu á Akureyri sem
svo var nefnt, stundum einnig
Tóvélahúsið. Þar ólst hún upp hjá
foreldrum sínum og sex systkin-
um. Aðeins Sigurlína er nú eftir á
lífi. Hún býr ein á Akureyri í
hárri elli, skýr og skemmtileg.
Allt var þetta vel gert fólk og
hæfileikaríkt. Þegar sá sem þetta
skrifar fæddist í umræddu húsi
var Rut fimm ára gömul. Fannst
henni mikið til um atburðinn og
fannst strax að hún ætti eitthvað
í þessum anga. Má segja að þar
hafi byrjað áttatíu ára vinátta
okkar. Fyrir tvítugt missir hún
föður sinn (1945) en hafði þá
kynnst mannsefni sínu Gesti
Magnússyni. Þau eignuðust tvo
syni, Sigurð (f. 1944, d. 2006) og
Viktor (f. 1948). Eftir að faðir
hennar deyr taka Rut og Gestur
við rekstri heimilisins ásamt
móður hennar. Flytja þau sig síð-
an um set í Rauðumýri 20. Jóla-
boðin í Rauðamýri voru alltaf
með endemum glæsileg og borð
svignuðu af kræsingum. Eigin-
mann sinn missir Rut árið 2000.
Það sem gerir þessa konu eft-
irminnilega var hið einstaka
geðslag og góðu eðliskostir, hún
var einnig sérlega glæsileg svo
eftir var tekið. Glaðlyndi, velvild
og hjálpsemi, allt hafði hún þetta
til að bera í ríkum mæli. Rut
vann þó nokkuð utan heimilis,
helst ber að nefna að í fjörutíu ár
vann hún við ræstingar í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar. Þegar
hún hætti þar störfum var hún
kvödd með virktum með gjöfum
frá skólastjóra og kennurum.
Rut sinnti móður sinni og bjó
með henni alla tíð, átti María
amma einstakt æviskeið hjá dótt-
ur sinni og tengdasyni. Ýmislegt
mótdrægt hefur hún mátt þola í
gegnum árin og tók hún því með
æðruleysi. Rut hefur ekki verið
heilsuhraust hin síðari ár, en allt-
af brosandi og glöð þegar við
hittumst.
Margt fleira mætti segja um
þessa virðingarverðu alþýðukonu
sem var svo mörgum kostum
prýdd. Nú er komið að leiðarlok-
um og þakkað er fyrir 80 sam-
fylgd og vináttu.
Hreiðar Jónsson.