Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
!
"
#$ %
# &
# '
(
)(%
* '& $ '
+(% *
,
-
./ 0 1
'( 2
-
"
3&
( 4 5 4-
6
&
4
'
'
7#8
-
%
79/:#9
'
#9
#9#8
!"
##$#% ;
'
"
! 4
#/#/
#99/ 6
#$9/
$ &
' <
#.
= -
(
% >
4"% ' ?@
7
##9/
? :
A(
#
"( B (
7-#9/ C :
'
7-#9/ ?%
7-#9
)"' #* 4
7 A(
7#8 )>
#/#8
2&
#9
)
*+$*, A(
!9/
79/
7 ?
-
)
#9 'D ( &
##9/
#$9/
)'" %# =
'
!8/
#/
-
##9/
#9
#$9/
-&
1
(
#99/ ? E%%
88$-
9$
FFF
. "/ # 2
!9/ 2
7$8 )
#/ )( (%
## C
#9 ?
#$
0" 1 G ( +(% D
#9 H !
#9 ?%> 7
7#8
#/$8
H &:
7
7#8:#9 3( 7
#9 6 " #/
#/#8 H"
#/
#99/ ?
898-.$/
0" 1 ? :
7 4 I
'J
7 4-
##9/ 3(>
#9 3
#$9/
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555-1947 | Gsm 894-0217
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ!
MOGGINN Í
IPADINN
WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD
✝ Guðríður Jóns-dóttir fæddist
4. maí 1931 í Hnef-
ilsdal. Hún lést á
Landspítalanum
28. desember 2013.
Guðríður fluttist
sem kornabarn
með foreldrum sín-
um að Skeggjastöð-
um á Jökuldal þar
sem hún ólst upp.
Foreldrar hennar
voru Anna Grímsdóttir, f. 21.
ágúst 1904 að Galtastöðum í
Hróarstungu, d. 1996, og Jón
Björnsson, f. 19. júní 1903 í
Hnefilsdal á Jökuldal, d. 1986.
Systur hennar eru Áslaug, f.
1930, d. 2006, Auður, f. 1932,
Guðný Erla, f. 1937, d. 2009,
Jóna Sigríður, f. 1939, og Ásdís
Sigurborg, f. 1943. Uppeld-
isbróðir þeirra var Ingimar
Magnússon, f. 1922, d. 2006.
Guðríður giftist 22. febrúar
1953 Höskuldi Jónssyni frá Sól-
garði, Vopnafirði, f. 9. nóv-
ember 1926. Foreldrar hans
voru Lilja Sveinsdóttir, f. 10.
júní 1895, d. 1970 og Jón Hösk-
uldsson, f. 2. september 1893, d.
maki Jóns er Lára Sverr-
isdóttir, f. 1964. 3. Gauti Hösk-
uldsson, f. 1961, maki Hafrún
Friðriksdóttir, f. 1961. Synir
þeirra eru a. Óðinn, f. 1982,
maki Guðrún A. Friðgeirsdóttir,
f. 1987. Sonur þeirra er Markús
Axel, f. 2012. b. Friðrik Freyr, f.
1986, maki María Óskarsdóttir,
f. 1987. Synir þeirra eru Hall-
mar Gauti, f. 2010 og Kári, f.
2012. 4. Anna Höskuldsdóttir, f.
1964, maki Árni Jón Þorgeirs-
son, f. 1961. Synir þeirra eru a.
Logi f. 1988, maki Sigurbjörg
Sandra Pétursdóttir, f. 1994. b.
Höskuldur, f. 1990, maki Mar-
grét Eir Árnadóttir, f. 1994. c.
Þorgeir, f. 1997.
Guðríður var í unglingaskóla
á Reyðarfirði. Veturinn 1948-49
stundaði hún nám við Hús-
mæðraskólann á Blönduósi.
Hún vann ýmis störf á Egils-
stöðum t.d. hótelstörf, við póst-
afgreiðslu, og í Kaupfélagi Hér-
aðsbúa. Hún giftist Höskuldi
Jónssyni árið 1953 og fluttist
með honum til Vopnafjarðar.
Þar byggðu þau hús sitt Snæ-
fell, sem síðar nefndist Kol-
beinsgata 52, og bjuggu þar alla
sína tíð. Þegar börnin uxu úr
grasi starfaði hún við síld-
arsöltun og síðar fiskvinnslu hjá
Tanga hf. á Vopnafirði.
Útför Guðríðar fer fram frá
Áskirkju í Reykjavík í dag, 6.
janúar 2014, kl. 11.00.
1972. Börn Guð-
ríðar og Höskuldar
eru 1. Fjóla, f.
1953, maki Jón
Guðmundsson, f.
1951. Sonur hennar
er a. Höskuldur
Daði Magnússon, f.
1977, maki Þórunn
Rafnar Þorsteins-
dóttir, f. 1979.
Börn þeirra eru
Dagur, f. 2009, og
Hrefna, f. 2011. Börn þeirra
Jóns eru b. Finnbogi Rafn, f.
1982, maki Hulda Sigurð-
ardóttir, f. 1987. Dóttir þeirra
er Þórhildur, f. 2012. c. Ingi-
björg Lilja, f. 1987, maki Hlyn-
ur Jens Smith, f. 1990. Dóttir
þeirra er Viktoría, f. 2012. 2.
Jón Höskuldsson, f. 1956, maki
Svanhildur Þengilsdóttir, f.
1964. Þau slitu samvistir. Dætur
þeirra eru a. Kristín, f. 1988,
maki Heiðar Ingi Ólafsson, f.
1984. Þeirra börn eru Mikael
Bjarki, f. 2009 og óskírð dóttir,
f. 2013. b. Guðríður, f. 1991,
maki Egill Einarsson, f. 1980,
maki Jóns var Magnea Hrönn
Stefánsdóttir, f. 1958, d. 2012,
Elsku mamma mín.
Í huga mínum er fyrst og
fremst þakklæti er ég hugsa til
þín. Þú varst ótrúlega kraftmikil
og dugleg kona svona lítil og nett.
Þú hugsaðir bara um okkur hin
aldrei um þig sjálfa. Það er um-
hyggjusemi og ósérhlífni. Þú
saumaðir og prjónaðir á okkur,
bakaðir og eldaðir. Alltaf varð að
vera nóg af mat. Þú varst bók-
staflega alltaf að frá morgni til
kvölds. Garðurinn þinn er nánast
orðinn skógur og mikil paradís,
verk ykkar pabba. Við vinnuna í
garðinum sagðist þú vera að hvíla
þig, ég skil það núna. Þið pabbi
vilduð okkur allt það besta og
lögðuð allt á ykkur til að koma
okkur áfram. Það tókst.
Í Snæfell komu margir gestir
og við systkinin öll með okkar
vini. Alltaf var pláss, matur og
kaffi, nóg til, það var bara ein-
faldlega meira bakað, ekkert mál.
Vinnusemi og ósérhlífni. Okkar
vinir urðu þínir vinir einnig. Ynd-
islegt. Þú kvartaðir aldrei og
sagðir alltaf að ekkert amaði að
hjá ykkur nema elli. Fram á mitt
þetta ár annaðist þú pabba heima
og varst orðin veik sjálf. Þú barð-
ist alltaf áfram því ekki kom til
greina að gefast upp – dugnaður.
Það er alveg magnað hvað þú
komst yfir. Allir fengu saumuð
milliverk í rúmfötin, barnabörnin
fengu þau hekluð, handsaumaðir
stafir að sjálfsögðu, einnig í
handklæði. Þær eru óteljandi
peysurnar sem barnabörnin
fengu, vöggusett og teppi og þér
tókst einnig að prjóna á barna-
barnabörnin sem nú eru orðin 9.
Ég er óendanlega þakklát fyr-
ir samveru okkar í haust, það
voru forréttindi og gott að fá hafa
þig hjá mér síðustu mánuðina.
Ég bið fyrir þakkir til góðu ná-
grannanna og vinkvenna þinna á
Vopnafirði einnig til starfsfólks á
11 e á Landspítalanum.
Þú kvaddir þennan heim á fal-
legan og fínlegan hátt, rétt eins
og allt þitt handverk er. Hvíl í
friði, elsku mamma mín, þín er
sárt saknað, við pössum pabba,
þín.
Anna.
Elsku fallega amma mín.
Mér finnst ekki sanngjarnt að
þú skulir hafa þurft að fara frá
okkur svona fljótt. Ég vildi óska
þess að þú hefðir náð að kynnast
Viktoríu betur og að hún hefði
getað komið til ykkar afa á sumr-
in eins og ég gerði. Þetta voru
ógleymanlegir tímar. Þú varst
hin besta og fullkomnasta amma
sem ég hef nokkurn tímann vitað.
Þú varst svo yndisleg í alla staði
og allir dáðu þig. Það var svo frá-
bært að koma til ykkar og vera
hjá ykkur. Þú varst alltaf komin á
fætur upp úr fimm á morgnana,
komin fram í eldhús og tróðst í
mann morgunmat, hádegismat,
kaffi, kvöldmat og kvöldkaffi og
þetta voru sko engar slormáltíðir.
En aldrei fannst þér maður borða
nóg. Þess á milli sendirðu mann
út í sjoppu með pening að kaupa
eitthvað gott á meðan þú
skrappst út í garð að gera fínt hjá
þér. Þú sem varst alltaf í garð-
inum að stússa og hafðir svo gam-
an af því enda varstu með falleg-
asta garðinn á Vopnafirði. Ég
vildi óska þess að þú værir hér
enn svo ég gæti haldið utan um
þig og sagt þér hvað ég elska þig.
En ég veit samt að þú ert komin á
betri stað og ég hlakka mikið til
að hitta þig næst. Ég mun aldrei
gleyma þér og mun alltaf sakna
þín. Ég lofa að hugsa vel um „afa
síns“. Þín
Ingibjörg.
Það var alltaf sérstök tilfinn-
ing að koma til ömmu og afa á
Vopnafjörð. Þegar keyrt var inn í
bæinn var búið að opna hliðið á
garðinum og allt var tilbúið fyrir
gestina. Rúm uppábúin, hand-
klæði og þvottapokar fyrir alla og
að sjálfsögðu veislumatur á borð-
um. Þetta gaf tóninn fyrir alla
heimsóknina.
Þannig var amma. Hún lagði
sig alla fram um að láta öðrum
líða vel. Sjálf var hún alltaf í öðru
sæti. Þannig var hlutunum ein-
faldlega háttað og lítið við því að
gera. Amma stóð fast á sínu og
lét ekki hagga sér.
Fyrstu minningar mínar af
ömmu eru allar frá heimsóknum
austur enda verður seint sagt að
hún hafi verið hrifin af ferðum til
Reykjavíkur. Þá kom amma heim
úr vinnunni í frystihúsinu með
viðkomu í kaupfélaginu. Svo lék
hún við mann meðfram matar-
undirbúningi og smáverkum í
garðinum. Alltaf var methiti í
þessum heimsóknum, að minnsta
kosti heitara en á Egilsstöðum.
Um helgar gat amma svo einbeitt
sér meira að garðinum sínum
sem varð glæsilegri með hverju
árinu.
Í þessum minningum var búrið
inn af eldhúsinu forboðin paradís.
Þar voru kökurnar og kleinurnar,
kakómaltið og allt það sem gladdi
barnabörn í heimsókn. Verst
hvað hátt var upp í hillurnar í þá
daga. Ekki að það hafi staðið á
þeirri gömlu að lauma eins og
einni brúntertusneið að áhuga-
sömum á milli mála.
Síðar breyttust þessar heim-
sóknir. Ég var svo heppinn að fá
að eyða tveimur sumrum á
menntaskólaárunum í símavinnu
hjá afa og Gunnari. Þá fór maður
frá því að vera strákur í heim-
sókn í að vera vinnandi maður í
fæði og húsnæði hjá ömmu. Það
voru ekki slæm býtti. Þá kynntist
maður þeim afa og ömmu líka á
annan hátt. Spjall við ömmu um
hvaða bækur við vorum að lesa
hverju sinni stendur upp úr.
Undanfarin ár hef ég reynt að
heimsækja gömlu hjónin á hverju
sumri. Síðustu ár voru heimsókn-
irnar stuttar enda hafði amma
ekki heilsu til að sinna gestum á
sama hátt og áður. Hún væri mér
vitaskuld ósammála ef hún væri
spurð.
Í þessum síðustu heimsóknum
hafði fjórði ættliðurinn bæst við
föruneytið. Það var sérstaklega
ánægjulegt að börnin mín hafi
fengið að kynnast ömmu. Þau
fengu að vökva blómin í garðin-
um fallega, tromma á potta í eld-
húsinu og kíkja í bílskúrinn til
afa. Í sumar stoppuðum við bara
dagpart í Snæfelli en dvölin var
engu að síður ógleymanleg. Dag-
urinn var sá heitasti það sumarið
og amma eldaði lambalæri að
hætti hússins. Það var einhvern
veginn allt eins og það átti að
vera.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund er mér þakklæti efst í
huga. Takk fyrir allar góðu
stundirnar, góðu ráðin og auðvit-
að veislurnar. Takk fyrir allt,
amma.
Daði.
Elsku langamma mín.
Ég hef ekki þekkt þig lengi,
elsku langamma, en allt sem þú
hefur gert fyrir mig er mér ómet-
anlegt. Þegar þú varst í Austur-
gerði var svo gott að koma niður
til þín, þú bauðst mér alltaf upp á
gotterí og oft varstu líka búin að
prjóna á mig vettlinga eða ullar-
sokka. Það er mömmu svo kært
að jólin 2009, 2010 og 2011 voruð
þið Höskuldur langafi með okkur
pabba, afa Jóni og ömmu Magneu
í Austurgerði. Mamma er búin að
segja mér að þú hafir verið rosa-
lega lasin og núna sértu dáin og
þá veit ég að þú ert uppi hjá Guði
og með öllum englunum. Ég vona
að þér líði vel og þú hittir ömmu
Magneu og þið vakið saman yfir
mér, litlu systur minni og öllum
sem sakna ykkar svo sárt.
Hvíldu í friði, elsku langamma.
Þinn
Mikael Bjarki Heiðarsson.
Guðríður
Jónsdóttir