Morgunblaðið - 06.01.2014, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
Við hjónin verðum hér á Kanaríeyjum fram í miðjan mánuðinn.Það er ágætt að skeppa svona í skammdeginu. Ef til villhefðu félagar mínir í Karlakór Selfoss, sem ég hef verið í síð-
an 1975, þó vakið mig með söng á þessum tímamótadegi hefði ég
verið heima,“ segir Kári Jónsson á Selfossi sem er 70 ára í dag.
Kári er frá Eystri-Loftstöðum í Flóa og ólst þar upp. Fann sína
fjöl fljótt í jarðvinnu og var átján ára munstraður á traktorsgröfu.
„Sumarið sem ég byrjaði gróf ég fyrir vatnsveitu á Skeiðunum og
þar með fór boltinn að rúlla,“ segir Kári sem með félögum sínum
stofnaði fyrirtækið Fossvélar árið 1971. Þar á bæ hefur gröftur úr
námum og efnisvinnsla, meðal annars fyrir Vegagerðina, verið snar
þáttur í starfseminni alla tíð. „Nú eru Fossvélar fjölskyldufyrirtæki
og rekstur þess hefur alla tíð gengið vel,“ segir Kári sem kveðst
sáttur við dagsverk sitt og starfsferil.
Ef aðstæður fyrr á tíð hefðu verið aðrar, segir Kári þó líklegt að
hann hefði farið í flugið. „Áhuginn var alltaf til staðar. Þegar ég var
kominn yfir fertugt ákvað ég að taka einkaflugmannsprófið og hef
alltaf flogið mjög reglulega, er kominn með um 900 flugtíma. Er
sjálfur með í útgerð Cessna 180, TF FFK, og á hlut tveimur flug-
vélum öðrum með félögum mínum,“ segir Kári Jónsson sem er
kvæntur Guðborgu Bjarnadóttur og eiga þau fjórar uppkomnar
dætur. sbs@mbl.is
Kári Jónsson á Selfossi er sjötugur í dag
Ljósmynd/Laufey Ósk Magnúsdóttir
Selfossbúi „Áhuginn var alltaf til staðar. Þegar ég var kominn yfir
fertugt ákvað ég að taka einkaflugmannsprófið,“ segir Kári Jónsson.
Flýgur á Íslandi en
er nú á Kanaríeyjum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Bíldudalur Símon Nói fæddist 8. sept-
ember 2013 kl. 11.57. Hann vó 4.245 g
og var 51 cm langur. Foreldrar hans
eru Sólveig Dröfn Símonardóttir og
Eiður Orri Grétarsson.
Nýir borgarar
Fáskrúðsfjörður Thelma Rós fæddist
23. október 2013 kl. 17.15. Hún vó
3100 g og var 49 cm löng. Foreldrar
hennar eru Stefanía Óskarsdóttir og
Hannes Þór Þorláksson.
S
igtryggur fæddist á Eski-
firði þann 6.1. 1934, ólst
þar upp og hefur alla tíð
átt þar heima: „Það hefur
margt breyst hér á Eski-
firði frá því ég man fyrst eftir mér,
ekki síst atvinnuhættir og húsa-
kynni. En íbúafjöldinn hefur þó ver-
ið nokkuð stöðugur um langt árabil.“
Álver og breyttir atvinnuhættir
Var álverið lyftistöng fyrir ykkur?
„Hér hefði margt farið á verri veg
ef álverið hefði ekki komið. Atvinnu-
hættir útgerðarinnar hafa breyst
mjög mikið. Skipin eru stærri og
miklu afkastameiri, áhafnir hlut-
fallslega fámennari og vinnan í landi
minni en áður var. Álverið hefur
hins vegar veitt fjölda manns at-
vinnu sem áður stóð ekki til boða.“
Sigtryggur var í Barnaskóla Eski-
fjarðar frá sjö ára aldri og fram að
Sigtryggur Hreggviðsson, fyrrv. verslunarm. á Eskifirði – 80 ára
Fjórir ættliðir Sigtryggur og Hulda, dóttirin Jóhanna, dóttir hennar Hulda, og Amelía Dröfn og Rakel Lilja.
Við verslunar-, skrif-
stofustörf og laxeldi
Hjónin Sigtryggur og Hulda hafa verið búsett á Eskifirði allan sinn búskap.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is