Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 31

Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 31
fermingu. Þá tók lífsbaráttan við. Hann var sendill hjá Kaupfélaginu Björk, varð síðan afgreiðslumaður þar um árabil og síðan hjá Pönt- unarfélagi Eskifjarðar, eftir að þessi tvö fyrirtæki sameinuðust. Sigtryggur starfaði á sýslu- skrifstofunni 1977-87. Hann hafði átt hlut í litlu útgerðarfyrirtæki sem seldi bát sinn og hóf laxeldi 1987. Við það starfaði Sigtryggur til 1996 er starfsemin var lögð niður: „Við urðum aldrei gjaldþrota í þessu lax- eldisævintýri. En það gekk ekki nógu vel til að halda því til streitu. Í rauninni var alltaf nægur markaður fyrir laxinn. En verðið var mjög lágt á þessum árum og okkur skorti fag- þekkingu sem nú er mun meiri. Þá var rekstrareiningin líklega of smá í sniðum hjá okkur. En það var spennandi að takast á við þetta.“ Sigtryggur æfði og keppti í knatt- spyrnu með ungmennafélaginu Austra á Eskifirði og starfaði síðan mikið með félaginu. Hann sat í bæj- arstjórn Eskifjarðar fyrir Fram- sóknarflokkinn 1960-68: „Þetta var á síldarárum og uppgangstíma, fjár- hagur sveitarfélagsins var rúmur og því hægt að takast á við ýmis verk- efni og framkvæmdir svo áður hafði ekki verið ráðist í. Það var virkilega ánægjulegt að sitja í sveitarstjórn við þau skilyrði.“ Sigtryggur tekur mikinn þátt í starfi eldri borgara á Eskifirði sem hann segir mjög blómlegt: „Við höf- um ferðast töluvert um landið og jafnvel til útlanda. Síðan sinnum ýmsum verkefnum, vöktum Sjó- minjasafn Austfjarða, lesum af hita- veitumælum og erum alltaf með skemmtilega skötuveislu á Þorláks- messu. Þetta er skemmtilegur fé- lagsskapur sem kemur ýmsu í verk.“ Fjölskylda Eiginkona Sigtryggs er Hulda Björk Rósmundsdóttir, f. 26.1. 1935, húsfreyja. Hún er dóttir Rósmundar Kristjánssonar, verkamanns á Eski- firði, og Þórunnar Karlsdóttur hús- freyju. Börn Sigtryggs og Huldu eru Jó- hanna Sigtryggsdóttir, f. 25.9. 1958, lengi fiskvinnslukona og síðar starfsmaður við mötuneyti Alcoa á Reyðarfirði en maður hennar er Haraldur Friðbergsson sjómaður og eiga þau tvö börn; Einar Hregg- viður Sigtryggsson, f. 13.10. 1961, starfsmaður við álver Alcoa á Reyð- arfirði, búsettur á Reyðarfirði og á hann tvo syni; Eygló Sigtryggs- dóttir, f. 1.2. 1964, starfsmaður við mötuneyti álvers Alcan í Straums- vík, búsett í Njarðvík en maður hennar er Jóhann Búason rafvirki og eiga þau tvö börn. Langaafabörn Sigtryggs eru nú fimm talsins. Alsystkini Sigtryggs eru Sigurþór Hreggviðsson, f. 17.8. 1936, fyrrv. hafnarstjóri á Eskifirði, búsettur þar en kona hans er Unnur Jó- hannsdóttir, og Kristín Ingigerður Hreggviðsdóttir, f. 29.6. 1945, hús- freyja í Garðabæ en maður hennar er Jónas Sveinsson. Hálfbróðir Sigtryggs er Jón Steingrímur Baldursson bankamað- ur. Foreldrar Sigtryggs voru Hregg- viður Sveinsson, f. 8.9. 1907, d. 3.6. 1946, verkamaður á Eskifirði, og Jó- hanna Sigríður Jóhannsdóttir, f. 21.3. 1911, d. 27.6. 1985, húsfreyja á Eskifirði Úr frændgarði Sigtryggs Hreggviðssonar Sigtryggur Hreggviðsson Guðný Árnadóttir Sigurður Jónsson Þórunn Sigurðardóttir húsfr. á Grund Jóhann Friðrik Sigurðsson sjóm. á Grund á Djúpavogi Jóhanna Sigríður Jóhannsdóttir húsfr. á Eskifirði Guðný Höskuldsdóttir ljósmóðir Sigurður Friðriksson sjóm. á Eyþreyjunesi á Djúpavogi Vilhelmína Sigurlína Guðmundsdóttir húsfr. á Kleif Hallgrímur Hallgrímsson b. á Kleif í Þorvaldsdal Kristín Hallgrímsdóttir húsfr. á Eskifirði Sveinn Björnsson húsmaður á Neðri-Vindheimum á Þelamörk Hreggviður Sveinsson verkam. á Eskifirði Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. á Ásgerðarstöðum og í Staðartungu Björn Benediktsson b. á Ásgerðarstöðum og í Staðartungu í Hörgárdal Afmælisbarnið Eskfirðingurinn Sigtryggur Hreggviðsson. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014 Vigfús Sigurgeirsson,ljósmyndari og kvik-myndatökumaður, fæddist á Stóruvöllum í Bárð- ardal 6.1. 1900. Hann var son- ur Sigurgeirs Jónssonar, bónda á Stóruvöllum, síðar organleikara og söngstjóra á Akureyri, og Júlíönu Frið- riku Tómasdóttur húsfreyju. Systkini Vigfúsar: Páll, kaupmaður á Akureyri; Gunnar, píanókennari í Reykjavík; Hermína, tónlist- arkennari við Tónlistarskóla Reykjavíkur; Jón, skólastjóri Iðnskólans á Akureyri; Agnes sem lést á unglingsárum; Hörður, ljós- myndari í Vestmannaeyjum, Har- aldur, skrifstofumaður hjá Akureyr- arbæ, og Eðvarð, ljósmyndari og kvikmyndatökumaður á Akureyri, faðir Egils Eðvarðssonar kvik- myndatökumanns. Fyrri kona Vigfúsar var Bertha Þórhallsdóttir sem lést 1932 en seinni kona hans var Valgerður Magnúsdóttir og eru börn þeirra Gunnar Geir ljósmyndari og Bertha húsfreyja. Vigfús stundaði nám við Gagn- fræðaskóla Akureyrar, sótti einka- tíma í tungumálum og teikningu, lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Ein- arssyni á Akureyri, kynnti sér nýj- ungar í ljósmyndun í Danmörku og Þýskalandi, sótti námskeið í litljós- myndun, var við tónlistarnám við Tónlistarskóla Akureyrar og stund- aði framhaldsanám hjá Emil Thor- oddsen og Páli Ísólfssyni og kynnti sér kvikmyndagerð í Þýskalandi. Vigfús var ljósmyndari á Akureyri frá 1923, starfrækti eigin ljósmynda- stofu þar 1927-36 og starfrækti síðan umsvifamikla ljósmyndastofu í Reykjavík. Hann var sérlegur ljós- myndari ráðuneyta og forseta Ís- lands frá upphafi. Hann tók kvik- myndir í öllum opinberum ferðum forsetanna Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar, innanlands sem utan, gerði kvikmyndirnar Stofnun lýðveldis á Íslandi og Í jökl- anna skjóli og kvikmyndir af at- vinnuháttum Íslendinga og þjóðlífi frá 1937. Hann var auk þess píanó- leikari og lék undir fyrir kóra og ein- söngvara á Akureyri í mörg ár. Vigfús lést 16.6. 1984. Merkir Íslendingar Vigfús Sigurgeirsson 95 ára Anna Samúelsdóttir 90 ára Ásmundur Magnússon 85 ára Héðinn Hermóðsson 80 ára Guðbjörg Jóhannesdóttir Jón Gunnarsson Júlíus Petersen Guðjónsson Steinunn Sveinsdóttir Tómas Sigurþórsson 75 ára Björgvin Þorvaldsson Eggert Jónsson Hreinn Þórðarson Kristín Viggósdóttir Ríkarð Bjarni Björnsson Trausti Þorleifsson 70 ára Kári Jónsson Ólafur Grímur Björnsson Símon Ragnarsson Vilhjálmur E Sigurlinnason Örn Clyde Webb Jónasson 60 ára Anna Sigurborg Kristinsdóttir Gracjanna Przybylek Guðmundína Sigurrós Ólafsdóttir Kristján Knútsson Magnús Svavar Magnússon Ólafur Kristinn Kjartansson Sigríður Ástmundsdóttir 50 ára Anna Guðfinna Stefánsdóttir Guðrún Öyahals Jóhann Árni Tafjord Margrét Arnþórsdóttir Ólafur Gunnar Guðlaugsson Steinunn Hrafnsdóttir Þórunn Guðný Tómasdóttir 40 ára Arunee Khamsamai Cristopher Bangot Nano Guðfinna Guðjónsdóttir Harpa Stefánsdóttir Hrafn Pétursson Íris Fanney Friðriksdóttir Katarzyna Beata Cheda Kolbrún Lind Karlsdóttir Roberto Estevez Estevez Þórður Úlfarsson 30 ára Áslaug Erlín Þorsteinsdóttir Birgir Imsland Esther Ösp Gunnarsdóttir Eva Dögg Ólafsdóttir Fanney Friðþórsdóttir Fjóla Hrafnkelsdóttir Guðrún Hrund Jónsdóttir Jón Hallur Arngrímsson Lilja Sigurðardóttir Magnús Ingi Gunnarsson Margrét Vera Benediktsdóttir Vilhjálmur Sigdórsson Til hamingju með daginn 30 ára Thelma ólst upp í Reykjavík, er þar búsett og er nú í fæðingarorlofi. Maki: Hjalti Þór Vilhjálms- son, f. 1983, bygging- artæknifræðingur. Sonur: Mikael Reynir Hjaltason, f. 2012. Foreldrar: Bryndís Gunn- arsdóttir, f. 1952, hús- freyja í Reykjavík, og Reynir Guðmundsson, f. 1952, pípulagningamaður. Þau eru búsett í Mos- fellsbæ. Thelma Lind Reynisdóttir 30 ára Ólafur ólst upp í Njarðvík, er búsettur á Akureyri og leikur þar með Þór í körfubolta. Hann á að baki mikinn fjölda unglingalandsleikja og var valinn körfubolta- maður Þórs árið 2013. Sonur: Jökull Ólafsson, f. 2008. Foreldrar: Erna Ólafs- dóttir, f. 1957, húsfreyja, og Ingvi Jón Kjartansson, f. 1956, húsamálari. Þau eru búsett í Njarðvík. Ólafur Aron Ingvason 30 ára Sigrún ólst upp í Reykjavík, lauk sveins- prófi í hársnyrtiiðn frá Iðnskólanum í Hafnarfirði og er hársnyrtir. Maki: Örvar Ingi Björns- son, f. 1983, starfsmaður hjá Sorpu. Dóttir: Hallveig Lára, f. 2012. Foreldrar: Valgerður Hall- dórsdóttir, f. 1959, versl- unarmaður, og Tómas Hilmarsson, f. 1957, raf- virki hjá Agli ehf. Sigrún S. Tómasdóttir Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 Rafgeymar á tilboðsverði. Bílkó selur og skiptir um rafgeyma og hefur á lager rafgeyma í flestar gerðir bíla. TILB OÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.