Morgunblaðið - 06.01.2014, Síða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert upptekin/n og stendur þig að
því að vera annaðhvort að koma eða fara.
Láttu ekki deigan síga á baráttunni við betri
heilsu.
20. apríl - 20. maí
Naut Svo virðist sem allir séu að reyna að fá
þig til þess að leggja eitthvað af mörkum. Af-
staða stjarnanna er þér á allan hátt mjög
hagstæð.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Fjárhagslegt mat þitt á undir högg
að sækja í dag. Reyndu að sýna þolinmæði,
hamingjan er á næsta horni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Minningar úr fortíðinni skjóta upp
kollinum með heimsókn gamals kunningja.
Þú tekur höndum saman með þínum nánustu
til þess finna svör við lífsgátunni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ástandið á heimilinu er ákaflega óljóst
núna. Raulaðu lítið lag og vertu tilbúin/n að
njóta einmitt þess sem kemur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gleði barna og hræringar á róm-
antíska sviðinu valda þér spennu og gleði í
dag. Margur mun vilja deila sviðsljósinu með
þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Jafnvægið sem þú færir öðrum er ekki
mikilvægara en þín innri ró. Notaðu innsæi
þitt til þess að sjá fyrir atburði áður en aðrir
segja frá þeim.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þungri byrði er af þér létt þá er
niðurstaða liggur fyrir í ákveðnu máli. Ásta-
málin blómstra en ekki á þann hátt sem þú
hélst.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er eðlilegt að þér finnist að
þér vegið, þegar grundvallarskoðanir þínar
eru dregnar í efa. Gefðu þér tóm til þess að
svipta hulunni burtu svo þú sjáir hlutina í
réttu ljósi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Óvænt tækifæri berst þér í hendur
og þér er fyrir bestu að nýta þér það til hins
fulls. Undirbúðu meira en verðskulduð verð-
laun fyrir þig og aginn kemur af sjálfu sér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er skynsamlegt að hafa fyr-
irvara á því sem vinir þínir eða aðrir hópar
hvetja þig til að taka þér fyrir hendur. Talaðu
hreint út en gættu þess að misbjóða ekki
öðrum með orðavali.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt þú sért ekki upp á þitt besta
þessa dagana tekst þér samt að hafa áhrif á
aðra þannig að mál þín þokast áfram. Ef þú
vilt ekki staðna verðurðu að sýna dirfsku.
Vísur fjúka á netinu, þegarHjálmar Jónsson ræðir við
gamla alþingismenn, vefvini sína,
stundum eru þær frumsamdar,
stundum gamlar. Um daginn rifjaði
hann upp nýárskveðju sr. Sigfúsar
Jónssonar, kaupfélagsstjóra á
Sauðárkróki, til Sveins á Mælifellsá
fyrir um öld.
Sigfús sendi honum fiskmeti
frameftir:
Gleðilegt nýár, góði Sveinn,
gæfan við þér brosi.
Lifðu alltaf hjartahreinn
á heilagfiski og trosi.
Séra Hjálmar fékk blóðtappa á
jólaföstu, en hefur náð sér, Guði sé
lof. Þegar um það fréttist sendi
Geir H. Haarde honum kveðju:
Er taka þeir tappann úr
tekur Hjálmar sér vænan lúr.
Fer svo á fínan kúr,
forðast saltmeti og súr.
Og Hjálmar svaraði að bragði:
Erfiðan komst yfir hjallann,
aftur kveðum nú við raust.
Blóðið rennur um mig allan
alveg fyrirstöðulaust.
Hjálmar setti inn á vefinn til
gamalla þingmanna pistil af heima-
síðu Ómars Ragnarssonar, þar sem
þau Helga senda honum jóla- og ný-
árskveðjur með óskum um að hann
komi tvíefldur til leiks og létu
fylgja glaðlegar og léttar stökur í
tilefni af því að til stendur að lag-
færa á Hjálmari vinstri fótinn:
Gangi allt í hag þér hjá
svo heilsan verði í lagi,
blóðtappanum bægt sé frá
og bífurnar í lagi!
Þótt hátt þú fljúgir yfir andans lendur
og orðgnótt þín, hún sé oft gulli slegin
þá hefur lengi staðið til og stendur
að styrkja þig, minn kæri, vinstra
megin.
Hjálmar rifjaði upp vísur Jóns
Ingvars Jónssonar þegar hann fór í
kransæðaaðgerð fyrir 9 árum:
Hjálmar má þola hremmingu stranga
og heilsufarsbresti.
Drottinn minn láttu nú dæluna ganga
hjá dómkirkjupresti.
Og nú um daginn orti hann í
sama dúr:
Hjálmar er traustur og heiðurskall
mesti
og hefur það sannað.
Drottinn minn taktu nú tappann úr
presti
og trodd’onum annað.
Halldór Blöndal
(halldorblondal@simnet.is)
Vísnahorn
Vísur Hjálmars eru út
og suður og allt um kring
Í klípu
„MÉR FINNAST SÝNDARMENNSKULEIKIR
EKKI SKEMMTILEGIR HELDUR. EN ÉG
ELSKA SÍMALEIKI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VISSI ALLTAF AÐ LITLA STELPAN MÍN
MYNDI FLYTJA AÐ HEIMAN EINHVERNTÍM-
ANN. ÞANNIG HÉLT ÉG GEÐHEILSUNNI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... loforð um betri tíð.
JÆJA, GRETTIR! NÚ
VEIÐUM VIÐ MÝS Í GILDRU!
ÞRÍR, TVEIR,
EINN ... ÁÁÁÁÁIIII!
HÆTTAN
ER LIÐIN
HJÁ.
PABBI, FYRST ÞÚ
TRÚIR ÞVÍ AÐ JÖRÐIN
SÉ FLÖT, HVAR ER ÞÁ
LANDFRÆÐILEG MIÐJA
HENNAR?
HÚN ER
BREYTILEG,
SONUR SÆLL
...
... EFTIR ÞVÍ HVAR
ÉG STEND!
ÁSTAR-
YFIR-
LÝSING
Þegar Víkverji var að alast upp bjóhann í húsi við hliðina á lítilli lög-
reglustöð. Víkverji var forvitinn og
ævintýragjarn krakki og lagði oft leið
sína til nágrannanna til að spyrja þá
frétta. Var búið að handtaka marga
bófa nýlega? Þurfti eitthvað að nota
rauðu blikkljósin þann daginn? (Já,
svona er Víkverji nú gamall.)
Alltaf tóku lögregluþjónarnir vel á
móti krakkanum úr næsta húsi. Máttu
kannski ekki vera mikið að því að
sinna honum, en hann fékk að valsa
um hluta lögreglustöðvarinnar og var
gjarnan réttur bæklingur af ein-
hverjum toga, ef þörf var á vinnufriði.
Í bæklingi um akstur utan vega var
fyrsta línan: „Akstur utan vega er
bannaður.“
x x x
Víkverji er svosem enginn krakkilengur, en honum er enn af-
skaplega hlýtt til lögreglunnar. Hefur
kynnst nokkrum lögregluþjónum á
fullorðinsaldri og veit fyrir víst að þeir
eru upp til hópa gæðablóð.
Fyrir nokkrum dögum sendi Vík-
verji tölvupóst til lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu, til að láta vita af
flutningabíl sem hann taldi hættu-
legan í umferðinni.
Nokkrum klukkutímum síðar kom
svarpóstur frá lögreglunni þar sem út-
skýrt var hvernig hún hefði brugðist
við, hvernig eigandi bílsins hefði lofað
úrbótum og að málinu teldist lokið.
Þetta þótti Víkverja til fyr-
irmyndar. Í stað þess að vera í hlut-
verki nöldrarans sem sendi tölvupóst,
var hann nú búinn að taka þátt í sam-
starfsverkefni með lögreglunni, og
hafði fengið skýrslu að verkefninu
loknu.
x x x
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu erfremst í flokki þeirra lögreglu-
embætta sem hafa opnað fyrir aukin
samskipti milli sín og borgaranna. Fa-
cebook-síða embættisins er til að
mynda bæði skemmtileg og notadrjúg
til samskipta. Og ef marka má vinnu-
brögðin í kjölfar tölvupósts frá Vík-
verja er ljóst að lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu gæti kennt mörgum
fyrirtækjum, bæði í einka- og op-
inbera geiranum, margt um samskipti
við „kúnna“ og gott kynningarstarf.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: En hvert tré þekkist af
ávexti sínum, enda lesa menn ekki
fíkjur af þistlum né vínber af þyrni-
runni. (Lúkas 6, 44.)
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís