Morgunblaðið - 06.01.2014, Side 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
» Myndlistarmenn-irnir Ragnar Kjart-
ansson og Ásmundur
Ásmundsson frömdu
sinn árlega jólasveina-
gjörning í galleríinu
Kling & Bang við
Hverfisgötu í fyrradag.
Sveinarnir skemmtu
gestum með glensi og
samfélagsádeilu í jóla-
sveinagjörningi sínum,
sem mun hafa verið í
norrænum gjörninga-
stíl. Rifjuðu þeir m.a.
upp ævintýrið um litlu
stúlkuna með eldspýt-
urnar.
Árlegur jólasveinagjörningur var framinn í galleríinu Kling & Bang í fyrradag
„Selfí“ Bjúgnakrækir tók sjálfsmynd, „selfí“, af þeim bræðrum, í anda
Thorning-Schmidt og Obama, og „twerkuðu“ þeir svo eins og Miley Cyrus.
Skemmtan Listunnendur á öllum aldri þyrptust í Kling&Bang að fylgjast
með gjörningnum. Voru uppátækin ekki síður að skapi þeirra eldri.
Myndað Ljósmyndarinn Spessi var í fremstu röð og tók myndir af ærsla-
skapnum þar sem sveinarnir pökkuðu inn ávöxtum og köstuðu til gesta.
Morgunblaðið/Einar Falur
Tjútt Jólasveinarnir stigu dansspor með ungum aðdáendum og sungu með þeim valin jólalög um leið.
Anna María Lind Geirsdóttir opnar
sýninguna Gallabuxur og bolir í sal
Sambands íslenskra myndlistar-
manna, Hafnarstræti 16, í dag kl. 17.
Anna María sýnir verk sem hún
vann sérstaklega fyrir sýningarrým-
ið, textílverk ofin úr gallabuxum og
bolum. Sýningin er framhald sýning-
arinnar Bómullartuskur sem hún
hélt í sal félagsins Íslensk grafík árið
2012. „Anna María er sjálfstætt
vinnandi myndlistarmaður sem
vinnur í vefstól og stundar spuna-
gjörninga. Sýningin er pælingar um
gallabuxur og boli sem voru fatnaður
verkamanna sem þróaðist síðan í að
verða föt uppreisnargjarnra ung-
menna með Marlon Brando og
James Dean í fararbroddi. Síðar
varð þetta tískufatnaður og er enn,“
segir um sýninguna í tilkynningu.
Mótælandinn Anna Maria Lind
klæðist ullarfötum og gore-tex klæð-
um í sínum mótmælum en skapi list
úr gallabuxum og bolum sem gnægt-
arsamfélagið láti henni í té. „Föt
uppreisnarseggjanna eru orðin efni-
viður gore-tex mótmælandans á 21.
öld,“ segir í tilkynningu.
Anna María hlaut meistaragráðu í
textíllist frá University of South-
ampton í Bretlandi og hefur tekið
þátt í samsýningum hér á landi, ann-
ars staðar á Norðurlöndum og Bret-
landi. Sýningin verður opin virka
daga kl. 10-16 og lýkur 24. janúar.
Spunagjörningar Anna María Lind Geirsdóttir sýnir í sal SÍM.
Textílverk ofin úr galla-
buxum og bolum í sal SÍM
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega
hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun.
WWW.PAPCO.IS
FIÐURMJÚK FÍFA