Morgunblaðið - 06.01.2014, Page 37

Morgunblaðið - 06.01.2014, Page 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014 Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Martin Scorsese slær metið hvað varðar notkun á blótsyrðinu „fuck“ í kvikmynd, með nýjustu mynd sinni, The Wolf of Wall Street. Fyrra met átti kvikmyndin Summer of Sam eftir leikstjórann Spike Lee en blótsyrðið fær að fjúka 71 sinn- um oftar í kvikmynd Scorsese, eða 506 sinnum, 2,81 sinnum á mínútu, hvorki meira né minna. The Wolf of Wall Street er byggð á æviminn- ingum verðbréfamiðlarans Jordan Belfort sem varð moldríkur á ólög- legum viðskiptum, lifði hátt og stundaði saurlifnað mikinn og svall. Belfort hlaut 22 mánaða fangels- isdóm fyrir afbrot sín. Fjárinn Leonardo Di Caprio blótar mikið í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street. Scorsese slær „f**k“-metið Breski kvikmyndaleikstjórinn Steve McQueen gagnrýnir kvik- myndaverin í Hollywood fyrir að fjalla lítið sem ekkert um þrælahald í Bandaríkjunum í kvikmyndum sínum. Nýjasta kvikmynd McQueen, 12 Years a Slave, fjallar um þeldökkan mann sem sviptur er frelsi sínu og seldur í þrælahald á 19. öld. McQueen segir kvikmynda- framleiðendur ekki vilja takast á við þetta skelfilega tímabil í banda- rískri sögu. Gagnrýninn Steve McQueen. Segir Hollywood forðast þrælahald Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mig hefur lengi langað til að leik- gera og setja upp smásöguna Lífs- hættu eftir Jakobínu Sigurðar- dóttur. Ég sá hins vegar ekki fram á að fá fjármagn til að setja verkið upp og datt þá í hug að gaman gæti verið að vinna þetta fyrir útvarps- miðilinn. Sjálf er ég alin upp við að hlusta alltaf á Útvarpsleikhúsið á fimmtudagskvöldum og því gaman að fá tækifæri til að spreyta sig í þessum miðli,“ segir Þórey Sigþórs- dóttir, leikstjóri og leikkona, en á morgun kl. 16.30 frumflytur Út- varpsleikhúsið eftir hana Lífshættu í Bíó Paradís. Leikritið er unnið í samvinnu við RÚV og er lokaverkefni Þóreyjar í MA-námi í hagnýtri menningar- miðlun frá Háskóla Íslands. „Mér skilst að þetta sé í fyrsta sinn sem RÚV og HÍ eigi í samstarfi um gerð útvarpsleikrits,“ segir Þórey, sem jafnframt því að vera höfundur leik- Lífshætta lengi heillað Fjölhæf Þórey er höfundur leik- gerðarinnar, leikstýrir og leikur. gerðarinnar, leikstýrir verkinu og leikur í því. Hljóðvinnslan er í hönd- um Einars Sigurðssonar, en fram- leiðandi og leiðbeinandi fyrir hönd Útvarpsleikhússins/RÚV er Viðar Eggertsson. Lífshætta er leikgerð sem byggð er á samnefndri sögu Jakobínu úr smásagnasafninu Sjö vindur gráar frá árinu 1970. „Inn í smásöguna flétta ég upplestur Jakobínu sjálfr- ar á skáldsögunni Í sama klefa frá árinu 1981. Þannig má segja að Jak- obína fari með eitt hlutverkanna í verkinu,“ segir Þórey sem sjálf leik- ur á móti Jakobínu í verkinu. „Ég stóðst ekki freistinguna að fá að leika á móti henni. Upplestur henn- ar færir áhugaverðan tón inn í verk- ið,“ segir Þórey, en aðrir leikarar eru Halldóra Rósa Björnsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Gunnar Hans- son og Kristín Erna Úlfarsdóttir. „Jakobína skrifar mjög flott samtöl. Leiðarstef í verkum hennar er val okkar í lífinu og eftirsjáin, þ.e. hvað hefði getað gerst ef…,“ segir Þórey. Samkvæmt upplýsingum frá Út- varpsleikhúsinu verður Lífshætta flutt í Útvarpsleikhúsi RÚV á næsta leikári. „En hér gefst tæki- færi til að njóta þess að hlusta á frumflutning verksins í þéttu myrkri bíósalar með öðrum hlust- endum og í miklum hljómgæðum,“ segir í tilkynningu. „Ég vonast til að ná til breiðari hlustendahóps með því að flytja verkið í bíósal,“ segir Þórey og tekur fram að eðli- lega felist allt önnur upplifun og hlustun í því að heyra útvarpsleikrit með öðrum í bíósal í stað þess að sitja einn við viðtækið. Þess má geta að frumflutningurinn tekur um eina klukkustund. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir með- an húsrúm leyfir.  Útvarpsleik- húsið frumflytur Lífshættu í Bíó Paradís á morgun SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18 EGILSHÖLLÁLFABAKKA WOLFOFWALLSTREET KL.5-8:30-10:20 WOLFOFWALLSTREETVIP KL.5:30-9 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG3DKL.5-8:30 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG2DKL.6-10 ANCHORMAN2 KL.5:30-8-10:20 FROZENENSTAL2D KL.8 FROSINN ÍSLTAL2D KL.5:40 KRINGLUNNI SECRET LIFEOFWALTERMITTYKL. 5:30 - 8 - 10:30 WOLFOFWALLSTREET KL. 6 -9 -10 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 6 WOLFOFWALLSTREET KL. 7 -10:20 HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG3D KL. 7 ANCHORMAN 2 KL. 10:30 WOLF OFWALLSTREET KL.4:40-7-8-10:30 HOBBIT: DESOLATION OF SMAUG HFR3D KL.4:40-7-10:20 ANCHORMAN 2 KL. 8 HOMEFRONT KL. 10:30 RISAEÐLURNAR ÍSLTAL2D KL. 5 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 4:40 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK AKUREYRI WOLF OFWALLSTREET KL. 8 - 10:30 ANCHORMAN 2 KL. 8 FROSINN ÍSLTAL3D KL. 5:40 FROZEN ENSTAL2D KL. 5:40 FRÁ ÞEIM SÖMUOG FÆRÐUOKKUR TANGLED OGWRECK-IT RALPH SÝND Í 2D OG 3DMEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 2 tilnefningar til Golden Globe verðlauna Besta Mynd ársins Besti leikari í aðalhlutverki Leonardo DiCaprio T.V. - BÍÓVEFURINN/SÉÐ OG HEYRT  ROLLING STONE  EMPIRE  THE GUARDIAN  GLEÐILEGT NÝTT ÁR! ÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM “HÆTTU AÐ LÁTA ÞIG DREYMA OG BYRJAÐU AÐ LIFA“ “HVER RAMMI MYNDARINNAR ER NÁNAST EINS OG LISTAVERK“ S.G.S., MBL  Ævintýrið heldur áfram Will Ferrel, Steve Carell og Paul Rudd ásamt úrvalsliði grínleikara í jólagrínmyndinni í ár 12 L 7 10 Hættu að láta þig dreyma og byrjaðu að lifa. Missið ekki af fyrstu stórmynd ársins. Mynd sem allir eru að tala um! -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is „Hver rammi myndarinnar er nánast eins og listaverk“ - S.G.S., MBL Sýnd í 3D 48 ramma LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 4 - 7 - 10:20 LIFE OF WALTER MITTY Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:20 ANCHORMAN 2 Sýnd kl. 8 - 10:30 FROSINN 2D Sýnd kl. 4:45

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.