Morgunblaðið - 06.01.2014, Page 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2014
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn
Martin Scorsese slær metið hvað
varðar notkun á blótsyrðinu „fuck“
í kvikmynd, með nýjustu mynd
sinni, The Wolf of Wall Street.
Fyrra met átti kvikmyndin Summer
of Sam eftir leikstjórann Spike Lee
en blótsyrðið fær að fjúka 71 sinn-
um oftar í kvikmynd Scorsese, eða
506 sinnum, 2,81 sinnum á mínútu,
hvorki meira né minna. The Wolf of
Wall Street er byggð á æviminn-
ingum verðbréfamiðlarans Jordan
Belfort sem varð moldríkur á ólög-
legum viðskiptum, lifði hátt og
stundaði saurlifnað mikinn og svall.
Belfort hlaut 22 mánaða fangels-
isdóm fyrir afbrot sín.
Fjárinn Leonardo Di Caprio blótar mikið í
kvikmyndinni The Wolf of Wall Street.
Scorsese slær
„f**k“-metið
Breski kvikmyndaleikstjórinn
Steve McQueen gagnrýnir kvik-
myndaverin í Hollywood fyrir að
fjalla lítið sem ekkert um þrælahald
í Bandaríkjunum í kvikmyndum
sínum. Nýjasta kvikmynd
McQueen, 12 Years a Slave, fjallar
um þeldökkan mann sem sviptur er
frelsi sínu og seldur í þrælahald á
19. öld. McQueen segir kvikmynda-
framleiðendur ekki vilja takast á
við þetta skelfilega tímabil í banda-
rískri sögu.
Gagnrýninn Steve McQueen.
Segir Hollywood
forðast þrælahald
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Mig hefur lengi langað til að leik-
gera og setja upp smásöguna Lífs-
hættu eftir Jakobínu Sigurðar-
dóttur. Ég sá hins vegar ekki fram
á að fá fjármagn til að setja verkið
upp og datt þá í hug að gaman gæti
verið að vinna þetta fyrir útvarps-
miðilinn. Sjálf er ég alin upp við að
hlusta alltaf á Útvarpsleikhúsið á
fimmtudagskvöldum og því gaman
að fá tækifæri til að spreyta sig í
þessum miðli,“ segir Þórey Sigþórs-
dóttir, leikstjóri og leikkona, en á
morgun kl. 16.30 frumflytur Út-
varpsleikhúsið eftir hana Lífshættu
í Bíó Paradís.
Leikritið er unnið í samvinnu við
RÚV og er lokaverkefni Þóreyjar í
MA-námi í hagnýtri menningar-
miðlun frá Háskóla Íslands. „Mér
skilst að þetta sé í fyrsta sinn sem
RÚV og HÍ eigi í samstarfi um gerð
útvarpsleikrits,“ segir Þórey, sem
jafnframt því að vera höfundur leik-
Lífshætta lengi heillað
Fjölhæf Þórey er höfundur leik-
gerðarinnar, leikstýrir og leikur.
gerðarinnar, leikstýrir verkinu og
leikur í því. Hljóðvinnslan er í hönd-
um Einars Sigurðssonar, en fram-
leiðandi og leiðbeinandi fyrir hönd
Útvarpsleikhússins/RÚV er Viðar
Eggertsson.
Lífshætta er leikgerð sem byggð
er á samnefndri sögu Jakobínu úr
smásagnasafninu Sjö vindur gráar
frá árinu 1970. „Inn í smásöguna
flétta ég upplestur Jakobínu sjálfr-
ar á skáldsögunni Í sama klefa frá
árinu 1981. Þannig má segja að Jak-
obína fari með eitt hlutverkanna í
verkinu,“ segir Þórey sem sjálf leik-
ur á móti Jakobínu í verkinu. „Ég
stóðst ekki freistinguna að fá að
leika á móti henni. Upplestur henn-
ar færir áhugaverðan tón inn í verk-
ið,“ segir Þórey, en aðrir leikarar
eru Halldóra Rósa Björnsdóttir,
Elva Ósk Ólafsdóttir, Gunnar Hans-
son og Kristín Erna Úlfarsdóttir.
„Jakobína skrifar mjög flott samtöl.
Leiðarstef í verkum hennar er val
okkar í lífinu og eftirsjáin, þ.e. hvað
hefði getað gerst ef…,“ segir Þórey.
Samkvæmt upplýsingum frá Út-
varpsleikhúsinu verður Lífshætta
flutt í Útvarpsleikhúsi RÚV á
næsta leikári. „En hér gefst tæki-
færi til að njóta þess að hlusta á
frumflutning verksins í þéttu
myrkri bíósalar með öðrum hlust-
endum og í miklum hljómgæðum,“
segir í tilkynningu. „Ég vonast til
að ná til breiðari hlustendahóps
með því að flytja verkið í bíósal,“
segir Þórey og tekur fram að eðli-
lega felist allt önnur upplifun og
hlustun í því að heyra útvarpsleikrit
með öðrum í bíósal í stað þess að
sitja einn við viðtækið. Þess má
geta að frumflutningurinn tekur um
eina klukkustund. Aðgangur er
ókeypis og eru allir velkomnir með-
an húsrúm leyfir.
Útvarpsleik-
húsið frumflytur
Lífshættu í Bíó
Paradís á morgun
SCREEN- OG
RÚLLUGARDÍNUR
Henta vel þar sem sól er mikil
en þú vilt samt geta séð út
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Meira úrval
Meiri gæði
Íslensk
framleiðsla
eftir máli
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
WOLFOFWALLSTREET KL.5-8:30-10:20
WOLFOFWALLSTREETVIP KL.5:30-9
HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG3DKL.5-8:30
HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG2DKL.6-10
ANCHORMAN2 KL.5:30-8-10:20
FROZENENSTAL2D KL.8
FROSINN ÍSLTAL2D KL.5:40 KRINGLUNNI
SECRET LIFEOFWALTERMITTYKL. 5:30 - 8 - 10:30
WOLFOFWALLSTREET KL. 6 -9 -10
FROSINN ÍSLTAL3D KL. 6
WOLFOFWALLSTREET KL. 7 -10:20
HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG3D KL. 7
ANCHORMAN 2 KL. 10:30
WOLF OFWALLSTREET KL.4:40-7-8-10:30
HOBBIT: DESOLATION OF SMAUG HFR3D KL.4:40-7-10:20
ANCHORMAN 2 KL. 8
HOMEFRONT KL. 10:30
RISAEÐLURNAR ÍSLTAL2D KL. 5
FROSINN ÍSLTAL3D KL. 4:40
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
WOLF OFWALLSTREET KL. 8 - 10:30
ANCHORMAN 2 KL. 8
FROSINN ÍSLTAL3D KL. 5:40
FROZEN ENSTAL2D KL. 5:40
FRÁ ÞEIM SÖMUOG FÆRÐUOKKUR TANGLED OGWRECK-IT RALPH
SÝND Í 2D OG 3DMEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
2 tilnefningar
til Golden Globe
verðlauna
Besta Mynd ársins
Besti leikari í aðalhlutverki
Leonardo DiCaprio
T.V. - BÍÓVEFURINN/SÉÐ OG HEYRT
ROLLING STONE
EMPIRE
THE GUARDIAN
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
ÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM
HÆTTU AÐ LÁTA ÞIG DREYMA
OG BYRJAÐU AÐ LIFA
HVER RAMMI
MYNDARINNAR ER NÁNAST
EINS OG LISTAVERK
S.G.S., MBL
Ævintýrið heldur áfram
Will Ferrel, Steve Carell og Paul Rudd ásamt
úrvalsliði grínleikara í jólagrínmyndinni í ár
12
L
7
10
Hættu að láta þig dreyma og byrjaðu að lifa.
Missið ekki af fyrstu stórmynd ársins.
Mynd sem allir eru að tala um!
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
„Hver rammi
myndarinnar
er nánast eins
og listaverk“
- S.G.S., MBL
Sýnd í 3D 48
ramma
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 4 - 7 - 10:20
LIFE OF WALTER MITTY Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:20
ANCHORMAN 2 Sýnd kl. 8 - 10:30
FROSINN 2D Sýnd kl. 4:45