Morgunblaðið - 06.01.2014, Side 40

Morgunblaðið - 06.01.2014, Side 40
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 6. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Lést í misheppnuðum kynlífsleik 2. Charlie Sheen á Íslandi? 3. Kærð fyrir að hjálpa ekki 4. Líkamspörtum rigndi í … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Blúsfélag Reykjavíkur efnir til blús- kvölds í kvöld, 6. janúar, með Björg- vini Gíslasyni og hljómsveit, á Rósen- berg við Klapparstíg. Hljómsveitina skipa, auk Björgvins, Ásgeir Ósk- arsson, Haraldur Þorsteinsson, Sig- urður Sigurðsson, Jens Hansson og Tómas Jónsson. Skemmtunin byrjar klukkan 21.00. Blúskvöld með Björgvini Gíslasyni  Dvalið hjá djúpu vatni, sýning á verkum Rúnu – Sigrúnar Guðjóns- dóttur – í Hafnarborg, hefur verið framlengd til 26. janúar 2014. Á sýn- ingunni eru sýnd verk frá öllum list- ferli hennar, þau elstu frá því um 1950 en þau nýjustu frá liðnu ári. Rúna hefur meðal annars unnið að skreytingu leirmuna, málað myndir á stein- og postulínsflísar og efnismik- inn japanskan pappír, skreytt bækur og gert auglýsingar auk fjölda vegg- mynda fyrir opinberar byggingar sem hún vann oft í samstarfi við eig- inmann sinn Gest Þorgrímsson. Rúna hefur einnig starfað að ýmiskonar hönnunarverkefnum. Sýning Rúnu í Hafn- arborg framlengd Morgunblaðið/Einar Falur Á þriðjudag og miðvikudag Norðan 8-15 m/s og snjókoma NV- til, slydda eða rigning fyrir austan, en annars bjartviðri. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast SA-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt, víða 8-15 m/s, en 18-23 NV- til. Bjart með köflum SV-lands, slydda eða snjókoma fyrir norðan, en rigning SA-lands. Hvessir og bætir í úrkomu NA-lands í kvöld. VEÐUR Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði illa fyrir Þjóðverjum í síðasta undirbúningsleiknum fyrir Evrópumótið sem hefst í Danmörku um næstu helgi. Eftir að hafa lagt bæði Austurríkismenn og Rússa að velli á fjögurra þjóða móti sem lauk í Þýskalandi í gær steinlá íslenska liðið fyrir Þjóðverjum en lokatölur urðu 32:24. »1-2 Átta marka tap gegn Þjóðverjum Það gengur hvorki né rekur hjá David Moyes og lærisveinum hans í Man- chester United. Englandsmeist- ararnir féllu úr leik í 3. umferð ensku bikarkeppninnar þegar þeir töpuðu fyrir Swansea og press- an er heldur betur farin að aukast á skoska knatt- spyrnustjór- ann. »6 Pressan farin að aukast á David Moyes Freydís Halla Einarsdóttir, 19 ára landsliðskona í alpagreinum, gerði sér lítið fyrir og vann alþjóðlegt FIS- mót í svigi í Þýskalandi. Með sigr- inum minnkaði hún forskot stór- vinkonu sinnar Erlu Ásgeirsdóttur í baráttunni um farseðilinn á ÓL 2014 í Sochi en þær vinkonurnar berjast um síðasta íslenska sætið á vetrarólymp- íuleikunum. »8 Freydís Halla vann sitt fyrsta FIS-mót erlendis ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Brettadeild Breiðabliks er undir- deild skíðadeildar félagsins. Þar geta ungir snjóbrettakappar fengið leiðsögn á bretti og æft fyrir keppni. Jóhann Óskar Borgþórsson, einn þeirra sem standa að deildinni, seg- ir þó að aðalmarkmið deildarinnar sé að hjálpa iðkendum að bæta sig og kenna góða fjallamennsku, miklu frekar en að vinna mót. Deildin tók til starfa í febrúar 2012 og starfar frá 1. janúar til 30. apríl ár hvert. Þægileg stígandi „Þetta hefur verið alveg glimr- andi gaman. Það hefur verið þægi- leg stígandi í þessu. Fyrsta vet- urinn voru svona 15 krakkar hjá okkur, í kringum 25 þann næsta og gætu orðið 40 í ár,“ segir Jóhann Óskar og bendir á að Böðvar Þór- isson og Kristján Kristjánsson hafi átt hugmyndina að stofnun deild- arinnar. „Ég kom inn sem þjálfari rétt áður en þetta byrjaði.“ Skíða- deild Breiðabliks er skipt í alpa- og brettagreinar, en þær eru reknar saman. Brettadeildin er sú eina á höfuð- borgarsvæðinu, en Jóhann Óskar segir brettadeildir einnig starfandi á Akureyri og á Austurlandi. „Það er einkenni svona barna- og unglingastarfs að foreldrar barnanna drífa það áfram. Það þarf líka vissa sérhæfingu í þetta og kannski ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að því að finna þjálfara í þetta,“ segir Jóhann Óskar. „Við höfum verið heppin með það því hjá okkur hafa þjálfað strákar sem hafa unnið til verðlauna og eru áhugasamir um að sinna krökk- unum og standa í þessu.“ Jóhann Óskar ítrekar að starf brettadeildarinnar sé að mörgu leyti ólíkt starfi annarra íþrótta- deilda. „Þetta er í rauninni ekki afreks- miðað starf. Við höfum einbeitt okkur að börnum í 1. til 10. bekk. Starfið og uppbyggingin hefur mik- ið eflst eftir að við hófum samstarf við skíðasambandið. Núna erum við með tvö skipulögð mót og síðan geta krakkarnir tekið þátt í Andr- ésar-andar-leikunum á Akureyri.“ Aðalmarkmiðið segir Jóhann Óskar samt sem áður vera að kenna krökkunum að vera betri þegar þau eru að leika sér sjálf, ekki bara í kringum keppni. „Við höfum passað okkur að æfa ekki of oft, þá slokknar oft neistinn.“ Passa upp á brettaneistann  Brettadeild Breiðabliks ein á höfuðborgarsvæðinu Jóhann Óskar segir brettakrakk- ana umfram allt stunda íþrótt- ina til að verða betri en þau voru í gær og að leika sér. „Aðalatriðið er að það sem hefur gerst er að þarna hafa komið saman krakkar alls staðar að af höfuðborg- arsvæðinu. Þarna myndast mikill vin- skapur. Ég finn til dæmis hjá son- um mínum að þeir hafa eignast góða vini og sá vinskapur gæti enst alla ævina,“ segir Jóhann Óskar. „Við lögðum mikið upp með það því það eru kannski ekki margir krakkar í hverjum skóla sem eru á bretti. Alla daga sem við feðgarnir förum á bretti hitt- ast vinirnir bara og leika sér í brekkunum.“ Vinskapur sem endist ævina BRETTABLIKAR Ljósmynd/Daníel Magnússon Neisti Þótt aðalatriðið sé ekki að vinna mót er keppnisandinn engu að síður fyrir hendi. Í brettadeild Breiðabliks, þeirri einu á höfuðborgarsvæðinu, er passað að æfa ekki of oft, því þá slokknar oft neistinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.