Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 04.01.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Það verður seint sagt að Nanna Kristín Bja rnadóttir láti snjó og klaka stoppa sig þegar kemur að á hugamálun- um. Þessi sniðuga 11 ára stelpa úr Garðab æ æfir bæði listhlaup á skautum og skíði oft í viku og h efur gert um nokkurra ára skeið. Keppir hún líka á hvoru tveggja. Barnablaðið hitti hana þar sem hún var við að sýna sóló-listdans á skautum hjá Skautafélagi R eykjavíkur. Verður ekki annað sagt en að hjá henni sé u vetraríþróttirnar í uppáhaldi. 2 4 1 3 3 4 2 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1-4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1-4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku 1 Vissir þú ...að ... ... húðin á flóðhestum er 3,8 cm þykk? ... nýfæddir gíraffar eru um 1,8 metrar að hæð? ... pöndur eyða 12 klukkustundum á dag í að borða bambus? ... hvalir hafa hægasta brennslu allra dýra? ... birnir missa um 25% af þyngd sinni á meðan þeir liggja í híði yfir veturinn? ... það eru til um 320 tegundir páfagauka? ... tennurnar í krókódílum halda áfram að endurnýjast á meðan þeir lifa? ... það eru til yfir 1.600 tegundir af krossfisk- um? ... úlfaldar geta lokað nasavængjunum í sand- stormum? ... kettir halda áfram að mala, hvort sem þeir anda að sér eða út? ... refagot geta talið á bilinu 10-15 yrðlinga? ... mörgæsir finnast bara á suðurhveli jarðar og þar aðallega á Suður- skautslandinu? (Að frátöldum mörgæsum sem búa í dýragörðum fyrir norðan miðbaug.) Lausn aftast Hvað ert þú búin að æfa skauta lengi? Eg er búin að æfa listhlaup í fimm ár. Hvernig kom það til að þú fórst að æfa skauta? Ég var einu sinni á „almenningi“ með pabba mínum, þ.e. þegar allir geta borgað sig inn og skautað á svellinu, þegar ég sá stelpur sem voru að æfa listhlaup. Mig langaði svo að vera eins og þær og fór í framhaldinu að æfa. Hvað æfir þú oft í viku? Ég æfi fimm sinnum í viku – svona 2,5 til 3 tíma í senn. En þú ert ekki bara að æfa skauta? Ég æfi skíði líka og hef gert frá því að ég var fimm ára. Ég æfi með Skíðadeild Ármanns. Hvernig fara skautar og skíði saman? Bara vel – ég hef gaman af vetraríþróttum. Það er ekki alltaf opið í fjöllunum svo þá er auðveldara að láta þetta passa saman. Annars gengur bara vel að láta þetta allt passa saman. Og þú keppir í hvoru tveggja? Já. Það er misjafnt hvað oft. Á skautunum eru t.d. mót ca einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Á þetta eitthvað sameiginlegt – annað en að vera hvort tveggja vetraríþróttir kannski? Já – kannski – til dæmis bara að vera ekki hræddur við svellið eða brekkurnar. Hvernig skipuleggur þú þig? Æfingarnar í báðum greinum eru yfirleitt seinni partinn svo ég geri heimanámið fyrst og fer síðan á æfingu. Og hvernig eru æfingarnar yfir sumarið? Á skautunum eru þá æfingabúðir í t.d. 1- 1,½ mánuð – oft svolítið lengi, kannski frá kl. 10 á morgnana til kl. 17. En á móti fær maður oftast frí um helgar og þannig. Það eru ekki skíðaæfingar yfir sumarið. Hvað finnst þér erfiðast að gera á skautunum? Sum tvöföld stökk geta verið svolítið erfið. En uppáhalds? Það er held ég bara axel („öxullinn“) – það er stökk. En á skíðunum? Stórsvig held ég. Hvað myndir þú segja að þurfi til að verða góður í þessum íþróttum? Bara að hafa trú á sjálfum sér og hugsa jákvætt. Maður á ekkert að vera hræddur við svellið eða brekkurnar, við að detta og þannig. Eru margir að æfa skauta hér á landi - hvernig er þetta til dæmis í þínum hópi? Við erum sjö í þessum fyrsta hópi. Við erum bara stelpur – það var einu sinni strákur að æfa með okkur en hann hætti. Annars komum við alls staðar að Grín og gátur VetraríþHalli: „Pabbi! Eignast kýr börn?“Pabbi: „Jú væni minn – hvers vegna spyrðu?“Halli: „Ég hélt það, en Óli segir að þær eignist kálfa!“ Arndís: „Mamma – gæti ég kannski ég fengið lítinn bróður?“ Mamma: „Nei, Dísa mín – af hverju biður þú mig um það?“ Arndís: „Æi, það er svo tilbreytingarlaust til lengdar að stríða kettinum!“ Hvað hefur 8 fætur, 2 handleggi, 3 hausa og 2 vængi? Svar: Maður á hestbaki sem heldur á hænu! Hvað nefnist afkvæmi broddgaltar og slöngu? Svar: Gaddavír! Hvað kallar þú fíl í kjól með bleik eyrnaskjól? Svar: Það sem þér sýnist, hann heyrir hvort sem er ekki neitt!! Ekki verður annað sagt en að Nanna hafi gott jafnvægi á svellinu.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.