Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 5
mmt fólki í áratugi og er lítið lát ið um prakkarann góðhjartaða verið frá því verkið var frumsýnt g Steingerður Snorradóttir, 8 um ævintýrum - ýmist viljandi ð aðstoð tækninnar og ræddi artaður en kannski eppinn Og það er ekkert mál? Steingerður: Nei nei. [Brosir] Þurfti mikinn undirbúning fyrir sýninguna? Sigurður: Prufurnar voru um miðjan ágúst og æfingarnar byrjuðu nokkrum dögum seinna. Þær voru oftast á kvöldin, fjórar klukkustundir í senn og sex daga vikunnar í 7 vikur. Við fengum handritið heim í byrjun og æfðum okkur, bæði að muna textann og að syngja. Hvað koma margir að verkinu? Sigurður: 16 leika í sýningunni Steingerður: En margir fleiri koma að sýningunni. Sigurður: Já, 30 manns koma að því í heildina, m.a. ljósum, búningum og öðru og fimm manna hljómsveit. Munið þið eftir einhverju fyndnu atviki sem átti sér stað á æfingu eða sýningu, sem má segja frá? Sigurður: Já - til dæmis er fána- stöngin færanleg - hún er fest í gat á gólfinu á sviðinu en alltaf tekin upp úr og geymd baksviðs á milli sýninga. Í eitt skipti datt stöngin niður á sviðið. Það munaði engu að hún færi á fólk - þ.á.m. Steingerði, sem rétt slapp! Nú skrifaði barnabókahöfundurinn Astrid Lindgren sögurnar um Emil í Kattholti. Þekktuð þið vel til hennar áður en þið tókuð þátt í leikritinu? Bæði: Já Eigið þið ykkur einhverjar uppáhalds- persónur eða bækur eftir höfundinn [fyrir utan Emil og Ídu]? Steingerður: Það eru margar bækur eftir hana sem mér finnast skemmti- legar - ég veit bara ekki hver mér finnst skemmtilegust, þær eru svo margar; Maddit og Beta, Bróðir minn ljónshjarta, Ronja og fleiri. Sigurður: Já, hjá mér væri það örugglega Lína Langsokkur, Kalli á þakinu eða aðrir. Hvað með önnur áhugamál? Sigurður: Það er aðallega leikur og söngur. Ég er síðan líka á skíðum og í Tónlistarskólanum. Steingerður: Ég er líka í Tónlistar- skóla. Ég hef líka áhuga á fótbolta og leiklist og söng og að dansa. Á hvað spilið þið? Sigurður: Ég spila á fiðlu og svo leik ég mér á gítar heima. Steingerður: Ég er að læra á píanó. Hefðuð þið áhuga á að leika í einhverju fleira? Steingerður: Já. Sigurður: Já, ég er núna að fara að taka þátt í englakór hjá Leikfélagi Akureyrar, í Gullna hliðinu. Æfingar eru byrjaðar. Það verður frumsýnt daginn fyrir lokasýninguna á Emil. En hvað með framtíðina - hafið þið hugmynd um hvað ykkur langar að verða? Sigurður: Leikari og tónlistarmaður. Steingerður: Ég örugglega líka leikari. Við þökkum þessum hressu krökk- um fyrir spjallið og óskum þeim velfarnar. BARNABLAÐIÐ 5 Siguður Bogi og Steingerður í hlutverkum sínum sem Emil og Ída í Kattholti Rólað í snjónum. Með ketti Steingerðar, Megasi. Ída lítur til Emils í smíðaskemmunni. Viðtalsmyndir: Skapti Hallgrímsson. Myndir frá leiksýningu: Freyvangsleikhúsið.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.