Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 11.01.2014, Blaðsíða 6
Nafn: Stefán Hosi Aldur: 12 ára Ég á heima: Í Chelsea, við ströndina, sem er í Melbourne, Ástralíu. Fjölskyldan mín: Við erum 3 í fjölskyldunni minni, ég, mamma og pabbi. Mamma mín er Gunnhildur Harðardóttir og pabbi er Mal Hosi. Okkur finnst gaman að fara á ströndina saman. Skóli og bekkur: Cheltenham Secondary College í 7.bekk. Uppáhaldsnámsgreinar: Stærð- fræði, IT og flugmál (aviation). Áhugamálin mín eru: Surf Lifesaving, tennis, körfubolti, flugmál og allt sem tengist flugvélum og tölvum. Uppáhaldsmaturinn minn hér er: Heimalagaðar pítsur og pasta með túnfisk og chilli. Manstu eftir einhverjum sið sem er öðruvísi í Ástralíu en á Íslandi: Í lok dags á hverjum föstudegi er ‘assembly’ í skólanum hjá mér þar sem við hlustum á ræðuhöld skólastjórans og viðukenningar eru gefnar til nemenda. Svo endum við á að syngja þjóðsönginn. Allir eru í eins skólafötum. Hvað með jólasið sem er öðruvísi?Jólin er ekki eins hátíðleg hér eins og á Íslandi. Hér fer enginn í spariföt, allir eru í stuttbuxum og bol að grilla rækjur og snags (ástralskar pulsur). Í sumar...: Það er sumar hér í Ástralíu frá desember til mars og ég er í sumarfríi núna. Ég fer oft með vinum mínum á ströndina, og þar á æfingar tvisvar sinnum í viku. Við ferðumst svo um fylkið til að keppa á íþróttarmótum í Surf Lifesaving. Uppáhalds í Ástralíu: Mér finnst skemmtilegast í íþróttum í Surf Lifesaving. Ég er búin að eignast marga vini hér og læra mikið um sjóinn og hvernig á að bregðast við í erfiðum aðstæðum eins og útsogi og hvernig á að komast út úr því. Uppáhalds á Íslandi: Best á Íslandi er að krakkar eru frjálsir og fá að vera úti að leika sér og alltaf skemmtilegast á sumrin. Og ísbúðirnar eru geggjaðar. Eitthvað að lokum? Ég bið rosalega vel að heilsa frændsystkynum mínum, ömmu og afa, frænkum og frændum og öllum vinum mínum. Ég vonast til að koma til Íslands í júlí á þessu ári og hlakka til að sjá alla þá. Krakkakynning Sumar í Melbourne núna – og hér snjóar aldrei Stefán Hosi í góðum gír. BARNABLAÐIÐ6 Í áramótablaði Barnablaðsins var blásið til risaeðluleiks. Rétt svar við verðlaunaspurningunni var; T-Rex. Dregið var úr innsendum lausnum og hljóta vinningshafarnir miða fyrir sig og þrjá vini á kvikmyndina Risaeðlurnar 3D. Vinningshafarnir eru: Aron Flavio Luciano 11 ára, 101 Reykjavík Eyþór Ingi Einarsson 10 ára, 250 Garði Jakob Felix Pálsson 7 ára, 200 Kópavogi Ólafur Jökull Hallgrímsson 10 ára, 107 Reykjavík Unnur Maren Þiðriksdóttir 9 ára, 107 Reykjavík Til hamingju krakkar!! Haft verður samband við vinningshafana með nánari upplýsingar. Einu sinni var geimfari semþótti gaman að fara upp í geim. Dag einn komu geimverur sem voru forvitnar og sögðu „bíbú lala“. Geimfarinn spurði; „hvað eruð þið að segja?“ En geimverurnar sögðu bara aftur „bíbú lala“. Geimverurnar voru grænar og með þrjú hár og græn augu. Þær og geimfarinn urðu vinir. Geimfarinn sýndi þeim bók og meira að segja matinn sinn. Geimverurnar sýndu honum geimskipið og tóku hann í ferðalag. Þegar ferðalagið var búið þá sögðu geimverurnar „Þú máð kíma aftur“ með sínu skrýtna máli. Köttur úti í mýri, setur á sig stýri, úti er ævintýri. Höfundur: Daníel Sean Hayes, sjö ára. Risaeðlu- vinningshafar Geimfarinn Tengdu tölurnar Hvað virðir Ólafur svona íbygginn fyrir sér í frostinu? Tengdu tölurnar til að sjá hvað. Lausn aftast. Hvað heita vetrarbörnin? Lausn aftast. H e r b o r g Í s ó l f u r

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.