Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Lukka Mörk Sigurðardóttir, 9 ára, vílar ekki fyrir sér að han uppi á veggjum og klifra á milli þeirra. Klifur og útivist eru h langt að sækja það enda báðir foreldrarnir í hjálparsveit. G aði í flokki 12 ára og yngri á sínu öðru klifurmóti fyrir jól. B stelpu á æfingu á dögunum, fékk að heyra meira um klifurá 3 1 2 2 3 1 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1-4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1-4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku Vissir þú ...að ... ... býflugnadrottning getur verpt um 3.000 eggjum á dag? ... maurar geta lyft 50-faldri líkamsþyngd sinni? ... allar pláneturnar í sólkerfinu okkar kæmust fyrir inni í Júpíter? ... það þarf hýði af 110 silkiormum til að búa til eitt meðalstórt silkibindi? ... termítadrottning getur lifað í allt að 50 ár? ... maður getur aðeins séð regnboga annaðhvort á morgnana eða seinni part dags (sólin þarf að vera innan við 40° yfir sjóndeildarhringnum)? ... 80% af matvælauppskeru heimsins eru frævuð af skordýrum? ... flestar köngulær hafa gegnsætt blóð? ... það eru yfir 2.000 vöðvar í fiðrildalirfu? ... það eru til yfir 100 þúsund tegundir af fiðrildum? ... það eru til yfir 80 þúsund tegundir af maurum? ... 1.000.000 jarðir kæmust fyrir í sólinni? ... ef yfirborð sólarinnar jafngilti frímerki, væri birtan sem skini af því á við birtuna af 1.500.000 kertum? Lausn aftast Hefur þú alltaf verið mikill „klifurköttur“? Já - pabbi minn og mamma eru í Hjálp- arsveit skáta í Kópavogi og ég fer oft með honum niður í Skemmu að klifra þar sem hjálparsveitarfólk getur æft sig. Mér finnst bara rosalega gaman að klifra og hef rosalega gaman af því. Þannig að þú varst vön klifri - kannski löngu áður en þú byrjaðir að æfa? Já, sennilega er ég mjög vön. Ég klifra líka mikið á fjöllum, bara í venjulegum klettum. Hvað hefur þú æft klifur lengi? Ég byrjaði að æfa í fyrra. Hvað æfir þú oft í viku? Ég æfi einu sinni í viku. Eru margir krakkar að æfa klifur? Já já - við erum til dæmis 18 í 8-10 ára hópnum hér í Klifurhúsinu núna. Það er eiginlega jafnt, stelpur og strákar. Síðan er líka hægt að æfa klifur hjá Björk í Hafnarfirði. Hvernig eru æfingarnar uppbyggðar? Við byrjum á því að hita upp og síðan æfum við okkur að klifra. Stundum eru þrekæfing- ar, stundum förum við á svona stöðvar eða æfum okkur að klifra bara venjulega. Síðan endum við alltaf á að teygja. Hvað myndir þú segja að væri mikilvægt vilji maður verða góður klifrari? Maður þarf að vera mjög sterkur bæði í höndum og fótum, til að geta klifrað almenni- lega. Síðan er þetta eiginlega bara æfing. Er klifrið flókið? Leiðirnar eru mjög mismunandi - sumar eru flóknar og aðrar einfaldari. Maður „lærir“ líka að detta þannig að minni líkur séu á að maður meiði sig og svona. Og þú ert farin að keppa - við heyrðum af því að þú hefðir keppt og sigrað á þínu fyrsta móti fyrir jól? Já - ég varð efst í aldurshópnum 12 ára og yngri. Það eru fjögur mót á ári og þrjú bestu mótin telja til keppni um Íslands- meistaratitilinn. Hvað myndir þú segja að væri svona erfiðast við klifrið? Það er að ná að hanga og halda sér nógu lengi Hvernig útbúnað þarf maður Pennavinir Svo rosagama að klifrin Hæ hæ! Ég heiti Guðmunda Þórunn. Ég hef áhuga á lestri, söng, dansi og ég hef gaman af dýrum. Ég er að leita að pennavini á aldrinum 9 -11 ára en ég er sjálf 10 ára. Utanáskriftin er: Guðmunda Þórunn Þorvarðardóttir Vindási 851 Hella. Kveðja, Guðmunda. Þríhyrningafjöld Hvað eru þríhyrningarnir á myndinni margir? Munið að nokkrir smáir þríhyrningar geta líka myndað stærri. Þið getið til dæmis hjálpast að með því að lita til skiptis þríhyrningana sem sjáið. Lausn aftast.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.