Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 6
Nafn: Jason Dagur Þórisson Aldur: 8 ára Ég á heima: Í borginni Kielce í Póllandi. Fjölskyldan mín: Þórir, pabbi minn, Mar- grét, mamma mín, og litli bróðir minn, hann Óskar Bragi. Skóli og bekkur: I Społ- eczna Szkoła Podstawowa og bekkurinn minn heitir 2C. Uppáhaldsnámsgreinar: Myndmennt og tölvur. Áhugamálin mín eru: Fótbolti, fimleikar og að lesa íslenskar bækur. Uppáhaldsmaturinn minn hér er: Pítsa með salami. Manstu eftir einhverjum sið sem er öðruvísi í Póllandi en á Íslandi: Í skólanum mínum er farið í kirkju áður en skólaárið byrjar og jóla- sveinninn hér heitir Nikulás og gefur börnum í skóinn 6. desember. Í sumar... : Fór ég til grísku eyjunnar Korfu í sólina og síðan í rigning- una á Íslandi. Uppáhalds í Póllandi: Að fara heim með vinum mínum eftir skóla. Uppáhalds á Íslandi: Er að leika við frændsystkini mín og að fá að fara í Vallaskóla á Selfossi í vetrarfríinu okkar. Eitthvað að lokum? Kær kveðja til ömmu og afa á Íslandi og allra sem ég þekki. Síðan segi ég: Áfram Ísland á EM þar sem pabbi minn er að spila. Krakkakynning Farið í kirkju áður en skólaárið byrjar í Póllandi Jason með pabba sínum, sem varð Póllandsmeistari í handbolta með liði sínu. BARNABLAÐIÐ6 Hjálpaðu Sigursteini snjókarli að nálgast hattinn sinn. Minni fíla getur verið alveg ótrúlega gott - enda er oft talað um „fílsminni“ hjá fólki sem man allt og gleymir engu. Oft er grínast með að fílar gleymi aldrei en minni þeirra er án vafa betra en flestra annarra dýra. Til dæmis er þekkt sagan af fílnum sem réðst á mann, sem hafði verið vondur við hann þegar þeir hitstust síðast. En það hafði verið 32 árum áður! Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hungurleika-bókanna og fyrstu myndarinnar. Þegar ég frétti af því að aðalleikararnir myndu koma hingað til Rómar, til að vera viðstaddir forsýninguna á Cat- ching Fire, var ég strax ákveðinn í að hitta þá. Þegar dagurinn rann upp, runnu tvær grímur á foreldra mína, þar sem fólk flykktist að frá allri Ítalíu. Ég fór nú samt eftir skóla, klukkan 17, með pabba mínum að rauða dreglinum. Búið var að girða af stórt svæði þar sem hundruð aðdáenda voru búin að bíða lengi. Fyrir útsjónasemi pabba komumst við að girðingu fyrir utan svæðið og sáum strax að þangað myndu bílarnir koma fyrst og hleypa stjörnunum út. Fljótlega byrjuðu glæsikerrurnar að renna að. Fyrstur kom Liam Hemsworth, sem leikur Gale Hawthorne. Hann gaf mér mína fyrstu eiginhand- aráritun! Svo gerðust hlutirnir hratt... Jennifer Lawrence (Katniss Everdeen) og Josh Hucherson (Peeta Mellark) komu líka. Ég náði að segja Josh að ég væri Íslendingur og hann þakkaði mér kærlega fyrir að koma! Jennifer gaf mér síðan líka sína eiginhand- aráritun - hún hló mikið af því að ég var svo spenntur. Hún klappaði mér líka á axlirnar og gaf mér svo aðra áritun! Það var ekki fyrr en leikar róuðust að ég áttaði mig á því að ég var með opin tússpenna í hendinni í öllum hamagangnum. Ég hafði óvart tússað svolítið á ermar lífvarðanna með stjörnun- um... en þeir voru með þessar fínu gulu línur á jakkafötunum! Efni frá lesanda! Barnablaðinu barst meðfylgjandi frásögn af því þegar Hinrik Leonard Ingólfsson (11 ára) hitti stjörnurnar úr Hunger Games í Róm. Takk Hinrik. Hitti stjörnurnar úr Hunger Games Völundarhús Ótrúlegt minni

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.