Barnablaðið

Main publication:

Barnablaðið - 25.01.2014, Page 4

Barnablaðið - 25.01.2014, Page 4
BARNABLAÐIÐ4 Systurnar Elva Rún, 5 ára, og Guðný Dís, 8 ára, Jónsdætur, voru e fóru fyrst á hestbak, rétt tæplega tveggja ára. Þá voru þær reynd um, hestafólkinu Erlu Guðnýju Gylfadóttur og Jóni Ólafi Guðmun stelpurnar strax vel við sig á baki og áttu jafnvel til að sofna þar foreldrana. Í dag hika þær ekki við að fara sjálfar á hestbak og r upp á hestunum ef því er að skipta. Við hittum þessar knáu syst uppi á Kjóavöllum, þar sem þær má oftar en ekki finna eftir skól 4 1 3 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1-4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1-4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku 1 Vissir þú ...að ... ... allir skýstrókar verða til úti á sjó og geta enst í allt að 10 daga? ... það tekur ostru 5 ár að búa til meðalstóra perlu? ... 80% af öllum rósategundum í heiminum eiga uppruna sinn í Asíu? ... mannfólkið eru einu prímatarnir sem eru ekki með litarefni í húðinni í lófunum? ... það eru yfir 225 þúsund tré í Central Park í New York? ... fullþroska eikartré fellir yfir 700.000 lauf á hausti (það er því mjög mikið af laufum í Central Park á haustin)? ... Mount Everest er 8,9 km hátt? ... laukar tilheyra sömu blómaætt og liljur? ... Kyrrahafið er stærst hafanna á jörðinni? ... höfrungar geta numið hljóð úr allt að 24 km fjarlægð? Lausn aftast Eruð þið búnar að hafa áhuga á hesta- mennsku lengi? Guðný: Já, eiginlega alltaf. Við fórum fyrst á bak bara litlar. Elva: Já, bara svona eins árs. Eyðið þið miklum tíma í hesthúsinu? Báðar: Já!! Guðný: Bara alla daga sem við megum og getum. Hvað gerið þið þar svona að staðaldri? Elva: Við förum í útreiðartúra. Guðný: Við förum líka út í reiðhöll og svona. Hver eru svona hin hefðbundnu störf líka sem þarf að vinna í hesthúsinu? Elva: Það þarf að gefa hestunum að borða. Guðný: Það þarf líka að moka og setja spæni svo að stíurnar hjá hestunum séu hreinar og þurrar, hleypa þeim út í gerði, kemba og klappa þeim. Hvað voruð þið gamlar þegar þið fóruð að fara á hestbak sjálfar? Guðný: Ég var fimm ára. Elva: Ég var fjögurra ára. Það eru nokkuð margir hestar hér í hesthúsinu - eru einhverjir í uppáhaldi? Guðný: Já, Seifur er uppáhalds-hesturinn minn hér í hesthúsinu. Elva: Já og Hvati er minn. Síðan erum við með fleiri hesta. Hellir er líka uppáhald hjá mér og Ás. Guðný: Þokkabót frá Hólum, Krafla og Sparisjóður eru líka í uppáhaldi hjá mér. Elva: Má ég bæta við Litlu-Svört? Guðný: Já og ég líka Herðubreið? Ég á hana og Elva Helli sem er verið að temja. Er einhver munur á hestamennskunni eftir árstíðum? Elva: Á veturna eru hestarnir hér í hesthúsinu... Guðný: ...en á sumrin eru þeir í hesta- sveitinni - okkar heitir Hulduheimar og er fyrir austan. Elva: Í byrjun sumars fórum við í langan „sleppitúr“ þangað en þá er riðið á hestunum úr hesthúsinu í sveitina, þar sem þeim er sleppt. Guðný: Við fórum hjá Þingvöllum á leiðinni og fleiri stöðum. Hvað finnst ykkur skemmtilegast við hestamennskuna? Guðný: Mér finnst skemmtilegast að fara í reiðtúr, í reiðhöllina, hestaskól- a E r te H B H h G h E O a B G lo H g G h E Gáta „Styttist efl að yngsta s sláist í hóp Glóey Kristjánsdóttir, 9 ára, sendi þessa sniðugu gátu - takk fyrir: Af hverju fór sítrónan í gula jakkann? Svar: Sá blái var í þvottavélinni!! Brandarar Halli: Hvernig þekkir maður fáfróðan sjóræningja frá öðrum sjóræningjum? Þóra: Það hef ég ekki hugmynd um! Halli: Nú, hann er sá eini þeirra sem er með leppa fyrir báðum augunum!! Á fullri ferð. Í reiðhöll Spretts. Af hverju var hundurinn í grænum strigaskóm? Stigvélin hans voru hjá skósmið!! Hvað er svart, hvítt, grænt, svart, hvítt? Tveir sebrahestar að slást um gúrku!! Hvað er grænt og rautt? Mjög reiður froskur!! Maður er á rölti í bænum með skógarbjörn í bandi þegar þeir mæta óvænt löggu. Löggan: Heyrðu nú mig, ég er hræddur um að þú verðir að fara með björninn í dýragarðinn. Maðurinn: Ha já, ég skal gera það. Næsta dag er maðurinn aftur á ferð með björninn og mætir löggunni sem er allt annað en glöð á svipinn og segir reið: Var ég ekki búinn að segja þér að þú ættir að fara með björninn í dýragarðinn. Maðurinn: Jú, við gerðum það. Nú erum við að fara í bíó!

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.