Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 5
ekki háar í loftinu þegar þær dar í fylgd með foreldrum sín- dssyni. Að þeirra sögn kunnu r sem þær sátu fyrir framan ríða út - og standa jafnvel tur í hesthúsi fjölskyldunnar la. ann líka og að standa á hestum. Elva: Mér finnst skemmtilegast að fara í eiðhöllina, í reiðtúr og að keppa. [Guðný ekur undir þetta síðastnefnda] Hafið þið aldrei verið neitt hræddar? Báðar: Nei! Hafið þið lent í einhverju óvenjulegu á hestunum? Guðný: Ja, ég hef dottið af baki og handleggsbrotnað. Elva: Ég hef líka dottið af baki - einu sinni. Og voruð þið ekkert hræddar við að fara aftur á bak? Báðar: Nei nei. Guðný: Ég fór aftur á bak áður en ég osnaði við gifsið (bara rétt áður). Hvað er nauðsynlegt ef maður vill vera góður knapi? Guðný: Að vera duglegur að fara á hestbak, á reiðnámskeið og nota hjálm. Elva: Já og vera góður við hestana. Guðný: Ég er búin að fara á fullt af reiðnámskeiðum. Hvað er nauðsynlegur búnaður fyrir krakka sem vilja vera í hestamennsku? Guðný: Hjálmur, hestaskór eða reiðstígvél, reiðbuxur... Elva: Hlý peysa og úlpa og góðir reiðvett- lingar. Guðný: Líka buff - undir hjálminn. Er eitthvað sem hestar vilja ekki? Elva: Þeir vilja ekki láta kitla sig, þeim finnst það óþægilegt, verða bara pirraðir. Guðný: Það má heldur ekki stríða þeim. Þið nefnduð hestaskóla - getið þið sagt mér aðeins frá honum? Guðný: Já, hann er á Hólum í Hjaltadal - þar er frænka mín, Dísa, að vinna en hún er reiðkennari. Við fáum stundum að fara og hjálpa henni í svona hestastússi og fylgjast með. Elva: Við fáum að fara með flugvél og vera þar síðan og fylgjast með í nokkra daga. Hvað með önnur áhugamál - eigið þið einhver önnur áhugamál? Elva: Já - fimleika. Ég er að æfa hjá Stjörnunni tvisvar í viku. Guðný: Já, ég líka. Hvernig fer þetta saman - fimleikarnir og hestamennskan? Báðar: Bara vel! Guðný: Fimleikarnir hjálpa manni með jafnvægið á hestunum og maður er líka sterkari. Og þið ætlið að halda áfram á hestunum? Báðar: Já! Guðný: Mér finnst gaman að keppa - núna keppum við á pollamótum en þegar maður er svona 10 ára má maður fara að keppa í stærri keppnum. Eru vinir ykkar líka í hestamennskunni? Guðný: Ja, við höfum eiginlega „hesta- vætt“ bekkina okkar. Við höfum nokkrum sinnum boðið þeim hingað upp í hesthús, sumir hafa líka komið oft. Elva: Já, ég var til dæmis með bekkinn minn í síðustu viku. Þið eigið svo eina systur í viðbót - haldið þið að hún komi líka í hestana? Guðný: Já, Kristín Rut - hún er að verða tveggja ára. Elva: Hún er allaveganna búin að fara á bak, með mömmu og pabba. Hvað með framtíðina - vitið þið hvað ykkur langar til að vinna við? Guðný: Ég myndi vilja vinna við að temja hesta. Elva: Mig langar bara til að verða dýrakona - við erum líka með hund hérna, Badda, og köttinn Álf. flaust í systirin inn“ BARNABLAÐIÐ 5 Elva með Hvata frá Saltvík og Guðný með Seif frá Flugumýri. Elva æfir sig að standa. Guðný stendur á baki. Ljósmyndir: Þórður Arnar Þórðarson

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.