Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 6
Nafn: Klara Bergmann Hauksdóttir Aldur: 8 ára Ég á heima: Lítill bær sem heitir Gimli, hann er í Manitoba í Kanada. Fjölskyldan mín: Pabbi minn heitir Haukur Bergmann Gunnarsson, mamma heitir Berg- hildur Ösp Jósavinsdóttir og svo á ég stóran bróður sem heitir Mikael Bergmann Hauks- son, hann er 11 ára. Skóli og bekkur: Skólinn minn heitir Sigurbjörg Stefanson Early School, og ég er í þriðja bekk. Uppáhaldsnámsgreinar: Stærðfræði er í mestu uppáhaldi og svo finnast mér vísindi líka skemmtileg. Áhugamálin mín eru: Að leika við vini mína, ferðalög, tónlist, skautar og margt fleira. Uppáhaldsmaturinn minn hér er: Hakk og spagettí. Og allskonar grænmeti. Manstu eftir einhverjum sið sem er öðruvísi í Kanada en á Íslandi: Við höfum hrekkjavöku hérna, þar sem við förum í búninga og löbbum á milli húsa og segjum hrekk eða gott - og fáum fullt af nammi. Við þurfum ekkert að syngja eins og á öskudaginn. En jólasið sem er öðruvísi? Það er bara einn jólasveinn hérna í Kanada og hann kemur aðfaranótt jóladags og fólk opnar pakkana í náttfötunum á jóladagsmorgun. Í sumar...: Fórum við í ferðalag til Calgary, Banff og Edmonton sem var rosalega skemmtilegt. Við fórum á vísindasafn í Calgary, upp á topp á fjalli með kláf í Banff og í risastóran vatnsleikjagarð í Edmonton. Uppáhalds í Kanada: Að leika með vinum mínum og fara í skólann. Svo að fara á ströndina á sumrin. Uppáhalds á Íslandi: Að hitta alla og leika við frændsystkini mín og vini. Og fara í sund og heimsækja sveitina í Þríhyrningi. Eitthvað að lokum? Saknaðarkveðjur til allra heima á Íslandi. Það var rosalega skemmtilegt að koma heim um jólin. Krakkakynning Í Gimli þurfum við ekki að syngja eins og á öskudaginn Klara og Mikael gæða sér á mjólkurhristingi. BARNABLAÐIÐ6 0 = 1 = 2 = 3 = 4 = Vel heppnuð veiðiferð Lausn aftast. Hér má sjá aflann úr vel heppnaðri veiðiferð. Aðeins tveir fiskanna eru af sömu tegund. Sérð þú hvaða tveir? Tengdu doppurnar Hvaða dýr? Lausn aftast. Til að sjá hvaða dýr er hér á myndinni, litið alla fletina sem eru með þrjár hliðar. Athugið: fletirnir þurfa ekki endilega að vera reglulegir þríhyrningar. Reiknaðu og litaðu

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.