Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Side 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Side 14
14. OKTÓBER 201114 Björk Jakobsdóttir leikkona og leikstjóri stýrir nú upp setningu Leikfélags Hafnarfjarðar á Fúsa froska gleypi, fjölskyldusýningu sem hefur vakið mikla lukku en sýningar verða að minnsta kosti út októbermánuð. Aðalleikarar sýningar innar eru ungir að árum og sýna það og sanna að þeir standa fyllilega undir þeirri ábyrgð sem þeim er falin. Björk hefur starfað að leiklistarmálum í Hafnarfirði um áratugaskeið og hóf feril sinn hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar í leikritinu Þið munið hann Jörund. „Ég var dregin á eyrunum inní Leikfélagið á sínum tíma og tók þar þátt í mörgum sýningum og öðlaðist þar góða reynslu. Þá var ég feimna stelpan sem sat útí horni. Feimnin rann svo af mér með reynslu og menntun nú er ekki flóafriður fyrir mér.“ „Leikfélag Hafnarfjarðar hefur getið af sér marga frábæra listamenn eins og Herdísi Þorvalds, Stefán Karl, Stein Ármann, Vigdísi Gunn- ars dóttur, og Gunnar Björn kvik- myndaleikstjóra með meiru og ég gæti haldið lengi áfram. Allt er þetta fólk sem hóf ferilinn hjá Leik félagi Hafnarfjarðar. „Eiga eftir að verða landþekktir leikarar“ Við eigum nú þegar sterkan hóp hafnfirskra krakka á aldrinum 18–20 ára sem eiga framtíðina fyrir sér í leikhúsi. Krakkar sem byrjuðu í leiklistinni í unglingavinnunni á sínum tíma og í unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar. Ég sé þar einstaklinga sem eiga eftir að verða landsþekktir leikarar, Ég get t.d nefnt Elmar sem leikur titil hlut- verkið í Fúsa froskagleypi, hann minnir mig mikið á Stefán Karl, alger náttúrutalent“ segir Björk og heldur áfram. Mig langar mikið að halda áfram að vinna með þess um hæfileikakrökkum. Hver veit nema við skellum af stað í Gaflara leik hús- inu svokölluðu leik hús sports kvöld- um í anda Who‘s line is it anyway sem er vinsæll þáttur í sjón varpi. Þetta er einskonar keppni í spuna og gríni sem á rætur sínar að rekja til upp uppistandsklúbba í Bret landi“ Björk hefur mikinn áhuga á upp- byggingu leikhúslífs í Hafnar firði sem og að leiklistin verði notuð meira í grunnskólum „Ég sé gríðar- legar breytingar á krökkum þegar þau koma á leiklistarnámskeið hjá mér og eru búin að fara aðeins í gegnum sjálfstrausts-, jákvæðni- og sam spilsæfingar. Það er eins og feimnin leki bókstaflega af þeim þegar þau yfirvinna hræðsluna við höfnun. Það er svo miklu auðveldara að koma með hugmyndir þegar þú veist að það á enginn eftir að rang- hvolfa augum og segja þér hvað þetta sé glatað. Til að hægt sé að spinna saman í leiklist er grundvallaratriði að samþykkja tilboð annara. “ Gestum boðið uppá svið Við höfum allt til að bera til að búa til menningarsetur leiklistar í Hafnarfirði. Við höfum húsnæði, reynda fagmenn á öllum sviðum og mér finnst að hér ætti að starfa öflugt unglingaleikhús. Leikfélag Hafnar- fjarðar hefur tekið mikinn kipp og er að rísa upp á ný. Íþrótta félögin búa til afreksfólk í íþróttum, leikhúsið á að gera það sama varð andi leiklistina.“ Á sýningunni um Fúsa froska- gleypi er sýningargestum boðið uppá svið að sýningu lokinni, þeir geta spjallað við leikarana, fengið myndatöku af sér með þeim og skoðað leyndardóma sviðsins og leikmuni. Þetta hefur vakið mikla lukku meðal yngri leikhúsgesta sem lifa sig mikið inní leiksýninguna. Gaflaraleikhúsið er atvinnuleikhús og rekið af atvinnufólki þrátt fyrir að Leikfélag Hafnarfjarðar hafi einnig aðsetur í húsinu. „ Ég er ein af stofnendum og leik hússtjórum Gaflarleikhússins ásamt Gunnari Helgasyni, Ágústu Skúla dóttur og Gunnari Birni sem eru öll snillingar á sínu svið að ógleymdum Lárusi Vilhjálmssyni fram kvæmdastjóra, Hjá Göflurum eru fjölmörg verk efni á döfinni. Í október verður Anna Svava Knútsdóttir með uppistand , Björk og Þórunn Lárus dóttir ætla að frumsýna revíu- upp stand í nóvember sem kallast Perlur og vín og eftir áramótin verður frumsýnd ný leikgerð eftir ævintýrum Munchausen í leik- stjórn Ágústu Skúladóttur. Svo er hóp ur inn með leiklistarnámskeið vetur og sumar og samstarf við grunnskóla Hafnarfjarðar um menn- ingarkennslu í unglinga deild um. Vill sterkt og öflugt samfélagsleikhús „Þar á ég við leikhús með vönduð um atvinnusýningum, sterku áhuga leik- félagi og góðu menningar upp eldi fyrir komandi kynslóðir. Gaflara- leikhúsið á líka að þjóna Hafn firð- ing um sem menningarsetur fyrir allra handa uppákomur. Við höfum verið með uppákomur eins og leik sýningu barna á leikskólanum Hjalla. Tónleika Lúðrasveitar Hafnar fjarðar, tónleika með Polla- pönki og margt fleira.“ „Sem sagt opið leikhús fyrir alla er okkar markmið og þeir sem vilja fá nánari upplýsingar eða panta miða geta hringt í 565-5900“ segir Björk Jakobsdóttir og svo er hún rokin af stað á fyrstu æfingu á Perlur fyrir Vín revíunni sem frumsýnd verður í nóvember. -hþ Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda alhliða loftverkfæraþjónusta 20% Afsláttur Af öllum loftverkfærum Loftverkfæri - Helluhrauni 14 - 220 Hafnarf. Opið frá 10:00 til 17:00 - Sími: 571-4100 www.loftverkfaeri.is mikil gróska í leiklistar- starFi í haFnarFirði „Eigum að búa til afreksfólk í leiklist ekki síður en í íþróttum“ Leikfélag Hafnarfjarðar 75 ára. Eins og fram kemur í viðtali við Björk Jakobsdóttur hér í blaðinu þá stigu margir leikarar sín fyrstu skref á sviði hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Á þessari mynd sjást þau Sigurður Kristinsson, einn af máttarstólpum LH um árabil og Herdís Þorvaldsdóttir sem hefur átt farsælan feril sem atvinnuleikari. – Mynd: Leikfélag Hafnarfjarðar Björk Jakobsdóttir

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.