Morgunblaðið - 28.02.2014, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014
Loðnuskipin hafa síðustu daga ver-
ið að veiðum á norðanverðum
Faxaflóa og voru þau í gær um 14
mílur suðvestur af Malarrifi. Veiðar
hafa gengið ágætlega, en mest hef-
ur verið veitt úr einni þéttri torfu
og hafa skipin ekki öll getað at-
hafnað sig á sama tíma. Loðna er
trúlega jafnframt gengin inn í
Breiðafjörð, en veður hefur komið í
veg að hægt hafi verið að kanna
miðin þar.
Kappkostað er að nýta loðnu-
hrognin sem allra best og eru þau
fryst víða um land, m.a. í Reykja-
nesbæ, á Akranesi, í Vest-
mannaeyjum, á Vopnafirði og um
borð í vinnsluskipunum. Loðnan
drepst að mestu að lokinni hrygn-
ingu, en útgerðarmaður sem talað
var við í gær sagði erfitt að segja
fyrir um hversu mikið væri eftir af
vertíðinni. Ekki sé óalgengt að
botninn detti úr veiðunum um miðj-
an mars, en engar tvær vertíðir séu
eins. Þá sé líklegt að enn eigi nokk-
uð af loðnu eftir að ganga inn í
Faxaflóa og Breiðafjörð. aij@mbl.is
Að veiðum
suðvestur
af Malarrifi
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Við Snæfellsnes Vel gekk hjá skipverjum á Lundey NS síðdegis á miðvikudaginn. Þeir köstuðu þrisvar og fengu um þúsund tonn. Fjær má sjá Álsey VE.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Þetta er mjög atvinnuskapandi,“ segir Guðmundur
J. Guðmundsson, framleiðslustjóri Saltvers í
Reykjanesbæ, um vinnslu loðnuhrogna. „Vanalega
erum við hérna með saltfiskvinnslu og tæplega
fimmtán manns í vinnu. Þegar loðnan skellur á er-
um við hins vegar með tæplega fimmtíu, fyrir utan
iðnaðarmenn og allt annað sem er í kringum þetta,“
segir Guðmundur og bætir við að Saltver hafi verið
rótgróið fjölskyldufyrirtæki í um hálfa öld.
Vinnsla hrognanna fer fram á tveimur stöðum hjá
Saltveri. Loðnunni er landað í Helguvík, þar sem
hún er skorin, hrognin skilin frá og hreinsuð áður en
þau eru sett í kör. „Þau kör eru flutt til okkar í
Njarðvík og eru látin standa í tólf og allt að 24 tíma
eftir því hvað þau eru þroskuð.“ Eftir það er þeim
pakkað inn og fryst til útflutnings.
Loðnuvertíðin stendur í um það bil mánuð og eru
það mikið til nemar sem stökkva til í vinnu meðfram
skóla, og leggja þeir hart að sér. Guðmundur segir
vaktirnar hjá skólafólkinu langar. „Þessir krakkar
eru ótrúlega duglegir. Þeir koma hingað um kl. sjö á
kvöldin og fara ekki fyrr en um kl. sex á morgnana,
og þeir geta haft mikið út úr þessu,“ segir Guð-
mundur.
Það eru þó ekki bara nemar sem sækja vinnu í
tengslum við hrognavinnsluna. „Það er fullt af fólki
sem kemur hingað annars staðar frá og tekur þetta
sem aukavinnu, og það eru færri sem komast að en
vilja,“ segir Guðmundur að lokum.
Loðnunni landað Loðnuskipið kemur frá Tasiilaq í Grænlandi en það landar í Helguvík, þar
sem hrognin eru skilin frá loðnunni fyrir frystingu. Að löndun lokinni er haldið strax aftur út.
Morgunblaðið/Ómar
Loðnuvindur Árni mokar hrognunum úr hrognaskiljunum, eftir að búið er að hreinsa þau og skilja blóðvatn og annað frá.
Fjölgar úr fimmtán í fimmtíu
Skolun Jón á slöngunni skolar loðnuskilju. Eftir löndun fer loðnan í gegnum skiljuna áður en
hún fer í gegnum skurðarvélar. Að því loknu eru hrognin skilin frá loðnunni til frekari vinnslu.
Loðnuvertíðin hefur í för með sér mikla atvinnu hjá Saltveri Færri sem komast að en vilja
Framleiðsluferlið hefst í Helguvík og lýkur í Njarðvíkum Saltver fjölskyldufyrirtæki í 50 ár
Loðnuvertíðin nálgast hámark og reynt að frysta sem mest af hrognum