Morgunblaðið - 28.02.2014, Page 39

Morgunblaðið - 28.02.2014, Page 39
hróp og köll og fallegar myndir birtast frá ævilangri samveru. Fyrir það erum við innilega þakklát. Birna og Helgi Pétursson. Elsku amma mín, núna ertu farin á fallegri og betri stað. Allar minningarnar sem ég á af þér eru svo fallegar og ég er svo heppin og stolt að hafa átt jafn yndislega og frábæra ömmu og þig. Þú varst alltaf svo góð og sást ekki sólina fyrir barnabörnunum þínum. Ég man þegar ég var oft að gista hjá þér í Barmahlíðinni og þú nenntir endalaust að spila ótukt og leika við mig, bara svo lengi sem ég var glöð þá varst þú glöð og ég man ég sagði oft „besta og uppáhalds amma mín í heimi“. Allar stundirnar sem við eyddum saman í Stínukoti eru líka ógleymanlegar. Allir þeir páska- morgnar sem ég eyddi með þér voru þeir bestu, þú varst alltaf með bestu felustaðina fyrir páskaeggið mitt. Þér þótti svo vænt um allt og alla að þú gast ekki gert flugu mein – heldur skírðirðu flugurnar í stað þess að gera þeim mein. Þú varst engum lík, það er bara ein amma Stína og hún er sko amma mín. Það er skrítið að hafa þig ekki hér, amma mín, og ennþá skrítn- ara að hugsa út í framtíðina og þú ert ekki þar. Ég veit samt að þú ert að fylgjast með okkur og að vernda okkur. Þú átt stóran stað í hjarta mínu og þar muntu verða að eilífu, amma mín. Ég sakna þín og ég elska þig, engillinn minn. Matthildur Sigurðardóttir. Elsku flotta mágkona mín, hún Stína Kára, er látin. Fallega brosið hennar mun lifa áfram. Margs er að minnast gegnum árin. Mér er minnisstætt þegar Stína kom með Sigurð Helga til Eyja, vildi prófa að vinna í fiski. Ungu hjónin voru blönk. Við mæðgurnar pössuðum Sigurð Helga á meðan þessi yndislega pjattrófa vann í fiskinum og sagði alltaf „Eygló, oj bara, fýlan…“ En hún var sátt þegar hún fékk útborgaðan pening í umslagi, hafði bara gaman af. Bróðir minn, Hlöðver, og Kristín giftu sig 22. nóvember 1969. Eignuðust tvö yndisleg börn, Sigurð Helga og Hlín, sem nú syrgja mömmu sína. Hlöðver og Kristín fengu ekki langan tíma saman. Hann var vél- stjóri á flutningaskipinu Suður- landi sem fórst aðfaranótt jóla- dags 1986, Hlöðver lést þessa nótt, aðeins 41 árs gamall. Nú kveður Kristín eftir erfið veik- indi, aðeins 64 ára. Þetta er ekki langur tími fyrir Sigurð Helga og Hlín með foreldrum sínum. Elsku Stína okkar, við hitt- umst síðar. Kæri Albert og allir ástvinir Stínu, vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð blessi minn- ingu Kristínar Kára. Eygló og Smári. Elsku Stína mín. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þig svo snemma. Þú varst alltaf uppáhaldsfrænka mín og vissir það vel. Þitt ógleymanlega bros, hláturinn og æðruleysið. En þú hefur kennt okkur hinum svo margt og er ég óendanlega þakk- lát fyrir að hafa átt þig sem mömmusystur. Margar eru minningarnar úr Flúðaselinu og hlóst þú mikið þegar ég var fljót að finna namm- ið sem Hlöðver kom með úr sjó- ferðunum og þú hafðir falið og ég vissi alltaf ef þú hafðir kíkt í kaffi til mömmu, ég fann Stínulykt. Það var alveg sama hvort mað- ur heimsótti þig í Hlíðarnar, Naustabryggju eða í Stínukot, alltaf sama gleðin og vel tekið á móti fólki. Mér þótti svo frábært þegar ég fékk að vinna með þér í Sam- vinnuferðum og fylgjast með hvernig þú tæklaðir fólk var alveg magnað, þegar menn lyppuðust niður í stólunum og róuðu sig, því þú kunnir mannleg samskipti. Þú sýndir svo mikinn styrk í veikindum þínum og talaðir svo opinskátt og náðir alltaf að snúa uppí grín og sjá kómísku hliðarn- ar frekar en einblína á það nei- kvæða. Þú hafðir svo góða nær- veru og alltaf var gott að leita til þín Stína mín. Elsku Albert, Hlín, Sigurður Helgi og fjölskyldur. Megi Guð gefa ykkur styrk og englar guðs yfir ykkur vaka. Unnur Guðjónsdóttir. Það er með sorg í hjarta sem við setjumst niður og skrifum nokkur kveðjuorð um ástkæra vinkonu okkar, hana Stínu, sem var okkur svo kær en kölluð burt alltof snemma úr þessu jarðlífi. Eftir lifa minningar um yndislega konu sem ætíð kom manni í gott skap með nærveru sinni. Eins og börnin okkar sögðu, sannkallaður gleðipinni. Í gegnum árin höfum við átt margar ánægjulegar sam- verustundir jafnt hér á landi og erlendis. Fyrir utan öll ferðalög innanlands má nefna ferð til Ástr- alíu með viðkomu á Bali í tilefni af 50 ára afmæli átta vinkvenna sem haldið hafa hópinn frá því í gagn- fræðaskóla, nú ásamt eiginmönn- um að heimsækja Gunnu og Geira sem þar búa. Þá var ákveðið að á fimm ára fresti myndum við ferðast eitthvað saman. Að fimm árum liðnum var ferðast um Ítal- íu, en þegar komið var að næstu ferð lést ein úr hópnum og nú er enn höggvið skarð í ekki stærri hóp, þegar okkar kæra vinkona kveður rétt fyrir sextíu og fimm ára afmælið sitt. Síðustu ár var samgangur meiri eftir að við urð- um nágrannar og við Stína kíkt- um inn í kaffibolla hjá hvorri ann- arri eða töluðum saman í símann. Það verður tómlegt án hennar Stínu. Stína var ákaflega mikil fjölskyldumanneskja og elskaði að hafa marga í kringum sig. Allir afmælisdagar voru eins og stór- afmæli, þar sem margt var um manninn, sérstaklega 1. maí þeg- ar hún átti afmæli, þá fylltist íbúðin, enda frídagur og gráupp- lagt að kíkja á afmælisbarnið. Er okkur minnisstætt allt bakkelsið sem á borðum var, minnti einna helst á fermingarveislu. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt svona góða vinkonu. Samveru- stundirnar geymast í minning- unni og er okkur einkar kært að hafa átt frábæra helgi með þeim Stínu og Abba síðastliðið haust í sumarbústaðnum okkar meðan hún var enn nokkuð hress og naut þess. Kæri Abbi og fjölskylda, ykkar missir er mikill, við sendum ykk- ur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Rannveig og Stefán. Elsku besta Stína mín, þakka þér fyrir samverustundir og vin- áttu sem hefur eflst og blómgast síðan í barnaskóla í rúma hálfa öld í gegnum súrt og sætt. Þú fórst allt of snemma frá okkur, við hefðum getað notið lífsins miklu lengur. Ég minnist þess þegar við báðar hófum nám í Barnaskóla Kópavogs, þú forfrömuð frá Þýskalandi og ég nýflutt frá Keflavík og vinátta okkar hófst. Við fórum ungar saman til Dan- merkur til að vinna og kynnast heiminum. Ég og fjölskylda mín höfum notið samverustunda með þér og fjölskyldu á ferðalögum innan- og utanlands og við ótelj- andi önnur tækifæri. Alltaf hefur þú haldið uppi gleðinni og fjörinu. Það er margs að minnast, sem ekki er unnt að telja allt upp hér en minningarnar lifa. Góða ferð og heimkomu í Sumarlandið. Sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur til Abba, Öllu, barna, tengdabarna og barna- barna. Kveðja, þín vinkona, Katrín. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2014 ✝ Jóhanna M.Stefánsdóttir fæddist 2. júlí 1929 í Eystri-Hól í Vest- ur-Landeyjum. Hún andaðist 18. febr- úar síðastliðinn á heimili sínu, Stað- arbakka 20 í Reykjavík. Foreldrar henn- ar voru Helga Þórðardóttir og Stefán Guðmundsson. Eig- inmaður Jóhönnu var Ólafur Sigurðsson fæddur í Kúfhól í Austur-Landeyjum 26. janúar 1926 en hann andaðist 6. apríl 2011. Börn þeirra eru: 1) Stefán f. 1956. Eiginkona hans er Ragnheiður Sumarliðadóttir, f. 1960. Börn þeirra eru Helga, f. 1977, Sigurður, f. 1988 og Jó- hanna, f. 1991. Dóttir Helgu er Selma Rut, f. 2009. 2) Sigurður, f. 1959. Eiginkona hans er Fjóla Agnarsdóttir, f. 1964. Börn hennar eru Andrea, f. 1993 og Friðrik, f. 1997. 3) Anna, f. 1961. Börn hennar og fyrrverandi sambýlismanns, Jóns Bergþórs Hrafnssonar, f. 1956, eru Auður, f. 1989 og Davíð, f. 1992. Jóhanna ólst upp í Eystri-Hól. Hún stundaði nám við Ingimarsskólann og Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Hún var húsmóðir og stundaði jafn- hliða saumaskap á Njálsgötunni þar sem þau Ólafur bjuggu framan af. Árið 1969 fluttust þau að Staðarbakka 20. Frá 1975 til 1998 starfaði Jóhanna við Æfingaskóla Kennaraskól- ans sem síðar kallaðist Háteigs- skóli og lauk þar starfsævi sinni. Jóhanna verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, 28. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Mín ástkæra tengdamamma, Jóhanna Stefánsdóttir, lést á heimili sínu þriðjudaginn 18. febrúar. Stórt skarð er höggvið í þessa litlu fjölskyldu þegar kletturinn sem hélt utan um alla er farinn. Mér auðnaðist að kynnast Jóu þegar ég var ung og við Stefán kynntumst. Alveg frá því að ég kom fyrst á Stað- arbakkann hefur mér verið tekið eins og einu af þeirra börnum enda leit ég alltaf á Jóu, ekki síð- ur, sem mömmu mína en tengdamömmu. Þegar ég kynnist Jóu þá starfaði hún í Æfingaskólanum en áður og þegar börnin voru lít- il vann hún við að sauma heima, enda lék allt í höndunum á henni. Ekki má gleyma öllum þeim kræsingum sem fram voru bornar þegar hún átti von á fjöl- skyldu og vinum. Kaniltertan og stóra marengstertan eru þar of- arlega á lista og voru þær ekki lengi að klárast þegar allir voru saman komnir á Staðarbakkan- um. Jóa var stórkostleg amma. Henni auðnaðist að eignast fimm barnabörn og Helga sem er elst og var lengi vel eina barnabarn- ið fékk svo sannarlega að njóta þess. Amma hennar saumaði á hana kjóla, kápur og flest annað sem hana vantaði. Þó svo að Helga hafi notið þess að vera eina barnabarið framan af þá var mikið lagt upp úr því að gera vel við hin þegar þau komu eitt af öðru. Að ógleymdu lang- ömmubarninu voru þau heppin að eiga ömmu sína enda er sökn- uður þeirra mikill þegar hún er ekki lengur til staðar. Jóa og Óli bjuggu til sælureit í Landeyjum þar sem þau dvöldu oft, bæði ein og einnig í faðmi fjölskyldu sinnar. Þar standa ógrynni af trjám sem Jóa handmokaði fyrir og sinnti hverri plöntu eins og þær væru börnin hennar. Enn í dag má sjá afrakstur þessarar gróðursetn- ingar og við sem eftir erum fáum að njóta þess. Við hjónin settum upp gróðurhús fyrir nokkrum árum og var henni mikið umhugað að ég setti niður gladíólur sem ég og gerði síðasta sumar. Hún hafði ekki heilsu þá til að koma og sjá þær en ég tók myndir af þeim til að sýna henni. Hér eftir mun ég setja niður gladíólur í minningu tengdamóð- ur minnar. Elsku Jóa, takk fyrir allt. Þín tengdadóttir. Ragnheiður (Raggý). Elsku besta amman mín er látin. Ég get varla orðað það hvað ég sakna hennar mikið. Amma á Staðarbakka eins og við barnabörnin kölluðum hana allt- af var stoðin í okkar litlu fjöl- skyldu. Það verður erfitt að feta í spor þessarar sjálfstæðu konu. Hún hafði afskaplega gaman af lífinu, elskaði vinnuna sína, hafði alltaf nóg að gera í frítíma sínum og var vinamörg. Eftir að hún hætti að vinna lét hún ekki deig- an síga og fann sér alltaf eitt- hvað til dundurs. Ég var mikið hjá ömmu og afa þegar ég var að alast upp. Ég var svo lánsöm að hafa þau svolítið út af fyrir mig, til ellefu ára aldurs. Ég varði miklum tíma á Staðarbakkanum, fékk oft að gista og dúllast með ömmu og afa. Amma var alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á að halda. Við vorum miklar vinkonur og gátum spjallað um allt milli himins og jarðar. Hún fylgdist einnig vel með kóngalífinu, sérstaklega í Danaveldi. Í júní 2009 eignaðist ég dóttur mína hana Selmu Rut. Amma sá ekki sólina fyrir litlu langömm- ustelpunni sinni sem fékk nafnið sitt á áttatíu ára afmælisdegi hennar, annan júlí 2009. Við fór- um reglulega í heimsókn á Stað- arbakkann og eftir að afi dó að þá reyndum við að kíkja til ömmu flestar helgar. Eftir að hún veiktist urðu heimsóknirnar hluti af helgunum okkar mæðgna. Við kíktum í kaffi og spjall og verður erfitt að venja sig af þessari rútínu okkar. Við kíktum eins og venjulega til hennar tveim dögum áður en hún lést og arkaði hún þá og hit- aði kaffi, spjallaði og knúsaðist í Selmu sem var gjörn á að hoppa og skoppa aðeins of mikið í kringum ömmu sína en amma vildi nú ekkert að verið væri að stoppa hana af. Það var ótrúlegt hvað hún gat látið litla skottið „vega salt“ á löppinni á sér eða dansa við hendurnar á sér. Þeg- ar við kvöddum þennan dag kom hún með okkur út í dyr og veif- aði svo til okkar úr eldhúsglugg- anum eins og svo oft áður. Þetta var hennar hinsta kveðja til okk- ar. Ég vil samt hugsa það þann- ig að loksins sé hún komin aftur í fjörið. Hún er nú komin til afa, Öllu, Fríðu og allra hinna. Nú getur hún farið í sundið sitt hvenær sem hana langar til. Hún saumar á sig fallega kjóla og dragtir, dressar sig upp og hittir vini og kunningja. Hún ræktar tré og dundar í Landeyjunum. Hún hlúir að ungum einstaklingum og fer í bókbandið sitt þar sem gamlar bækur fá nýtt líf. En fyrst og fremst stendur hún eins og klettur fyrir litlu fjölskylduna sína, heldur utan um okkur öll og gefur okkur ást og umhyggju. Við sem eftir stöndum eigum all- ar þessar yndislegu minningar í hjartanu. Þó svo að í eigingirni minni vildi ég hafa hana hjá mér miklu lengur veit ég að henni finnst miklu skemmtilegra að vera í fjörinu heldur en í þeim veikindum sem hún glímdi við síðustu misseri. Ég sakna þín, amma mín, ég elska þig. Helga Stefánsdóttir. Eins sárt og það er að kveðja elsku ömmu þá gleðst ég yfir því að hún og afi séu sameinuð á ný. Nafna mín er ábyggilega ein sú skemmtilegasta, gjafmildasta og hreinskilnasta amma sem sögur fara af. Allar þessar frábæru minningar munu lifa í hjarta mínu um alla ævi. Ég mun sakna þess mjög að líta inn í kaffi til ömmu og ekki var farið úr húsi án þessi að fá sér kók eða app- elsín og eitthvert nasl, annað kom ekki til greina. Ég fékk þann heiður að fá að heita í höfuðið á ömmu og ef ég einhvern tíma, þó ekki nema að hálfu, líkist þessari merkilegu konu, þá get ég verið stolt af því. Elsku amma, ég sakna þín og takk fyrir allt. Jóhanna Stefánsdóttir. Jóhanna Stefánsdóttir hefur kvatt þennan heim. Hún starfaði um langt skeið sem gangavörður við Æfingaskóla Kennaraháskól- ans, síðar Háteigsskóla. Starfs- heitið lætur ekki mikið yfir sér en í reynd fólst í því að fylgjast með hjartslætti skólastarfsins og hafa umsjón með nemendum utan kennslustundanna. Jó- hanna var komin í anddyrið þeg- ar fyrstu börnin tíndust í hús og hún yfirgaf vinnustaðinn þegar þau síðustu voru farin heim að skóladegi loknum. Jóhanna þekkti fleiri nemendur með nafni en nokkur annar starfs- maður. Hún var næm á líðan barnanna og vissi að vanlíðan getur verið orsök óæskilegrar hegðunar. Hún lagði sig fram um að leysa úr hvers manns vanda og átti einlæga vini í hópi nemenda. Af hlýju og festu leið- beindi hún þeim um hegðun og framkomu og þeir virtu hana að verðleikum. Jóhanna var góður vinnufélagi sem gaman var að spjalla við um landsins gagn og nauðsynjar. Hún var víðsýn og fordómalaus um menn og mál- efni og ætíð var stutt í kankvíst bros. Minnisstæðir eru morgnar eftir að skóla var slitið á vorin og kennarar horfnir af vettvangi. Þá teygðist stundum úr morg- unkaffinu hjá stjórnendum og starfsmönnum sem eftir voru í húsinu sem voru þær góðu vin- konur, Jóhanna, ritarar og mat- ráðskona ásamt umsjónarmanni hússins. Oft var rætt um liðinn vetur og lögð á ráðin um hvað mætti betur fara næst, en einnig var brugðið á glens og gaman. Að leiðarlokum færi ég Jó- hönnu innilegar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf og vináttu og votta fjölskyldu hennar virð- ingu. Ólafur H. Jóhannsson. Þá fann ég, hvað jörðin er fögur og mild, þá fann ég, að sólin er moldinni skyld, fannst guð hafa letrað sín lög og sinn dóm með logandi geislum á strá og blóm. Allt bergði af loftsins blikandi skál. Allt blessaði lífið af hjarta og sál. Jafnvel moldin fékk mál. (Davíð Stefánsson) Það auðveldar viðskilnað við ástvini þegar minningarnar er ljúfar og vegferð þeirra var með þeim hætti að jafnvel í erfiðleik- unum mátti greina óvenjulegan, óbugandi styrk og staðfestu samhliða kærleik og tillitssemi. Jóhanna Stefánsdóttir, kær vin- kona okkar, var ákaflega heil- steypt og viljasterk kona og um- hyggja hennar fyrir velferð fjölskyldu sinnar og vina var æv- inlega í fyrirrúmi. Við hjónin kynntumst Jó- hönnu fyrst þegar einkadóttir okkar trúlofaðist eldri syni Jó- hönnu og Ólafs og hóf búskap með öldruðum foreldrum henn- ar, þeim sómahjónum Stefáni og Helgu, á Eystri-Hól í Vestur- Landeyjum. Samheldni fjöl- skyldunnar var mikil og hjálp- semi og vinsemd Jóhönnu og tengdafólksins alls í garð hinnar kornungu húsfreyju var eftir- tektarverð og einstök. Eftir að dóttir okkar, tengdasonur og foreldrar Jóhönnu hættu búskap og fluttu til Reykjavíkur héldu þessi sterku fjölskyldutengsl áfram og óslitin. Við hjónin áttu margar ómetanlegar stundir með þeim Jóhönnu og Ólafi og um árabil eyddum við áramótum stórfjölskyldunnar hjá þeim á Staðarbakkanum og heimsóttum þau í sumarhús fjölskyldunnar á æskustöðvum Jóhönnu í Eystri Hól. Eitt sinn áttum við hjónin með þeim Ólafi ógleymanlega daga á sameiginlegu ferðalagi til Spánar. Jóhanna var vinamörg og fróð kona, hafði ákveðnar skoðanir á málefnum líðandi stundar og hélt sterkum tengslum við uppruna sinn í rangæsku samfélagi. Hún var ákaflega iðin og listræn, gróð- ursetti falleg, valin tré við sum- arhúsið austur í Landeyjum, lærði bókband og batt inn fá- gætar bækur af sannri list. Jó- hanna var ekki bara tengd okk- ur fjölskylduböndum hún var ekki síður kær vinkona okkar. Við vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúð. Eygló og Sigurður. Jóhanna M. Stefánsdóttir Með hlýhug og virðingu kveðjum við fóstursystur og mágkonu okkar, Soffíu Valgerði Einarsdóttur, og sendum börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Þá horfði guð á garðinn sinn, hann greindi auðan reit og sá þitt andlit ofurþreytt er yfir jörð hann leit. Þig örmum vafði hann undurblítt og upp þér lyfti nær, Soffía Valgerður Einarsdóttir ✝ Soffía Val-gerður Ein- arsdóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, Grafarvogi, 9. febrúar 2014. Útför Soffíu fór fram 20. febrúar 2014. í garði Drottins dýrðlegt er Því djásnin bestu hann fær. Hann vissi hve þín þraut var þung, hve þjáningin var hörð, þú gengir aldrei aftur heil með okkur hér á jörð. Hann sá að erfið yrði leið og engin von um grið. Með líknarorðum lukti brá og ljúfan gaf þér frið. Þótt sárt í huga sakni þín og syrgi vinur hver við heim til Guðs er heldur þú Í hjarta fylgjum þér. (Höf. ók.) Arnar og Guðrún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.