Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 6
Nafn: Ýrr Einarsdóttir Aldur: 6 ára Ég á heima: Í súkkulaðibæn- um Hershey í Pennsylvaníu, Bandaríkjunum. Fjölskyldan mín: Pabbi minn heitir Einar Þór Bogason og mamma mín heitir Jana Frið- finnsdóttir. Stóri bróðir minn heitir Tandri og er 11 ára. Skóli og bekkur: Hershey Early Child- hood Center og ég er í 1. bekk. Uppáhaldsnámsgreinar: Stærðfræði og listgreinar Áhugamálin mín eru: Fimleikar og körfubolti. Uppáhaldsmaturinn minn hér er: Brunch, þá fæ ég egg, bacon (beikon) og pönnukökur. Manstu eftir einhverjum sið sem er öðruvísi í Bandaríkjunum en á Íslandi: Hérna sendir maður vinum sínum kort í pósti til að segja takk fyrir afmælisgjafir. En jólasið sem er öðruvísi? Á nýársdag borðar maður svínakjöt og súrkál til að nýja árið verði gott og gæfuríkt. Í sumar...: Fór ég tvisvar sinnum til Íslands og var á leikjanámskeiði í skólanum mínum og fór í sund á hverjum degi. Ég fór líka oft í skemmtigarðinn, Hershey Park. Uppáhalds í Hershey: Þegar það er súkkulaði- lykt úti. Fara í Hershey Park og að leika við vini mína. Uppáhalds á Íslandi: Að vera með Katrínu Ingu frænku minni sem er besta vinkona mín, hitta fjölskylduna okkar og fara í Flatey. Krakkakynning Súkkulaðilykt í loftinu og ljósastaurar eins og Hershey-kossar Ýrr með Tandra, stóra bróður sínum. BARNABLAÐIÐ6 6 = 7 = 8 = 9 = 10 = Litaðu eftir númerum Reyndu á skilningarvitin Það getur verið skemmtileg tilraun að kanna hversu vel skilningarvitin virka. Það sem þarf er: Ennisband eða trefill (til að hylja augun á þeim sem er’ann) Nokkur ílát - t.d. plastglös eða bollar, helst öll eins. Nokkur matvæli - til dæmis; Sítrónubátur, grófur pipar, kaffi, baunir, nokkur kóríander-blöð, niðursneiddur laukur og kanill. (Líka má nota t.d. tómatsósu eða sinnep, vínber, basiliku eða aðrar ferskar kryddjurtir o.s.frv.) 1. Stjórnandinn skiptir „matvæl- unum“ í ílátin - þannig að hægt sé að lykta af þeim, koma við áferðina á þeim o.s.frv. Passa þarf að aðrir þátttakendur sjái ekki hvað hann notar. 2. Hver og einn þátttakandi kemur einn í einu og hylur augun, á meðan hann lyktar af bollunum, þreifar jafnvel eða smakkar á innihaldinu. Hann þarf síðan að geta um hvað er að ræða hverju sinni. 3. Stjórnandinn skráir niður hvað hver og einn giskar á. 4. Það er áhugavert að sjá hvernig fólki gengur að finna hvað er í bollunum (passið bara að fara varlega í piparinn!!). Tengdu saman tvö og tvöParaðu saman hlutina hér - út frá skilningarvitunum fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt). Lausn aftast. Kínverska nýja árið Mikið er um dýrðir í Kína á þessum tíma árs en þá er kínverska nýárinu fagnað með pompi og pragt, skrúðgöngum, flugeldum o.fl. Þar kenna menn árin við eitt 12 dýra. Ári snáksins var að ljúka en ár hvaða dýrs tekur við? Lausn aftast. Á R H EST S I N S

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.