Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 3

Barnablaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 3
Verðlaunaleikurvikunnar Í þessari viku eigið þið að svara nokkrum spurningum. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 22. febrúar næstkomandi. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina Aukaspyrna á Akureyri. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, heimiilsfang og aldur. Þið getið annaðhvort sent lausnina á netfangið barnabladid@mbl.is eða á heimilisfangið: Morgunblaðið Barnablaðið - verðlaunaleikur 15. febrúar 2014 Hádegismóum 2 110 Reykjavík Birkir Orri Arason 8 ára Hofgörðum 10 17 Seltjarnarnesi Elín Rósa Magnúsdóttir 11 ára Kambaseli 54 109 Reykjavík Guðlaug Karen Ingólfsdóttir 10 ára Klapparhlíð 2 270 Mosfellsbæ Hjalti Jónasson 7 ára Bessahrauni 15 900 Vestmannaeyjum Úlfhildur Hölludóttir 10 ára Framnesvegi 29 101 Reykjavík Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa dulmál. Lausnin sem það myndaði var: „VÍSINDIN EFLA ALLA DÁГ ORTI JÓNAS HALLGRÍMSSON. Dregið var úr innsendum lausnum og fá hinir heppnu bókina Tímakistan í verðlaun. Til hamingju krakkar! Þið fáið bókina senda heim á næstu dögum. BARNABLAÐIÐ 3 Vinningshafar 1. Vetrarólympíuleikarnir fara þessa dagana fram í landi sem er m.a. þekkt fyrir babúskudúkkur, skrautleg hús og kó- sakkadans. Hvert er landið? a) Finnland b) Rússland c) Rúðuborg d) Rúmenía 2. Rauðir töfraskór, gulur tígulsteinsvegur, huglaust ljón og hundur sem heitir Tótó - hvaða ævintýri er spurt um? a) Lísa í Undralandi b) Mary Poppins c) Galdrakarlinn í Oz d) Mjallhvít og dvergarnir sjö 3. Flestir þekkja bækurnar um Herramennina - enda sívin- sælar. Hvaða herramaður er hér á ferð? a) Hr. Hnýsinn b) Hr. Kitli c) Hr. Gleyminn d) Hr. Sæll 4. Þessi persóna er hálfgerð Ronja, í bókunum og myndunum um Hungurleikana. Hvað heitir hún (og leikkonan sem leikur hana)? a) Hermione (Emma Watson) b) Katniss (Jennifer Lawrence) c) Bella (Kristen Stewart) d) Hannah Montana (Miley Cyrus) 5. Kanadísku konurnar hér á myndinni keppa í vinsælli íþrótt á vetrarólympíuleikunum, þótt hún komi okkur hér á Íslandi ef til vill einkennilega fyrir sjónir. Hvað kallast íþróttin? a) Krulla b) Flétta c) Tígó d) Tagl 6. Þessir kátu kappar mynda hljómsveit sem kemur til greina sem framlag Íslands í Evróvisjón? a) Pollapönk b) Strákapör c) Drengjasport d) Rokklingarnir 7. Hitabeltiseyjan Jamaíka er frekar þekkt fyrir strendur, sólböð og pálmatré en vetraríþróttir. Eyjan á samt tvo keppen- dur á vetrarólympíuleikunum í ár - í hvaða íþrótt? (Vísbending: Kvikmyndin Cool Runnings fjallar m.a. um þátttöku eyjunnar í þessari grein). a) Bob-sleða b) Skíðum c) Snjóbretti d) Skautum 8. Hvað heitir þessi heppni frændi Andrésar andar í Andabæ? a) Leifur b) Jóakim c) Hábeinn d) Lárus 9. Þorra var fagnað með bóndadeginum. Næstur þar á eftir kemur mánuður sem byrjar með konudeginum, 23. febrúar - hvað kallast sá? a) Góa b) Ýlir c) Gormánuður d) Mörsugur 10. Þessi skötuhjú tilheyra fríðum og fjörugum flokki. Hvað kallast hann? a) Addams-fjölskyldan b) Skrímslaskólinn c) Múmínálfanir d) Prúðuleikararnir

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.