Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 2 4 4 1 2 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1-4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1-4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku 2 Vissir þú ...að ... ...Evrópa er eina heimsálfan sem er ekki með eyðimörk? ... Ólympíufáninn var hannaður árið 1913? ... engir tveir köngulóarvefir eru eins? ... moskítóflugur eru lítið hrifnar af sítrónum þar sem þær klæjar undan þeim? ... það eru til yfir 900 þúsund tegundir af skordýrum? ... kaffiplantan skilar ekki almennilegri uppskeru fyrr en hún er 5 ára? ... vinnumaurar geta lifað í allt að 7 ár og mauradrottningarnar í allt að 15 ár? ... uppáhalds matur górilla í dýragörðum, á eftir bönunum, eru sellerí og epli? ... grasker er í rauninni ávöxtur? ... engar tvær kornflögur eru eins? ... sítrónur innihalda meira magn sykurs en jarðarber? ... hunang er eini maturinn sem aldrei skemmist? ... kanínum líkar lakkrís? ... M&M súkkulaðið er nefnt eftir þeim sem fundu það upp, þeim Mars og Murrie? ... enginn matur er náttúrulega blár? (nema hann sé byrjaður að mygla?) Lausn aftast Sígildar gátur Í anda Hun og Hróa ha Það var líf og fjör í Bogfimisetrinu við Furugrund þe gar blaðamann B dögunum. Hópur 8-11 ára krakka var þar við æfinga r í bogfimi - æfði á skífur og frauðplastdýr. Var ekki frá því að hugurin n leitaði til Hung og Hringadróttinssögu, þegar maður virti fyrir sér bú naðinn og aðfar Bogfimiíþróttin hefur verið til um aldir og iðkuð hér á landi í nokkra stutt er þó síðan unga fólkið fór að geta æft hana h ér. Ýmsar tegu trissubogar, sveigbogar, langbogar og aðrir bogar. H ér æfa krakk sveigboga, eins og keppt er í á Ólympíuleikunum. Við tókum nokkra unga bogfimikappa tali og fengu m að fræðast þeirra á íþróttinni. Hvað tekur maður daglega utan um, en talar þó aldrei við? Tvær leiðir eru inn í hús. Þegar maður er kominn út með fæturna, þá fyrst er maður almennilega kominn inn. Hvað er þetta? Hver er barn foreldra minna, en er þó hvorki bróðir minn né systir? Hvað er það sem gengur og gengur, en kemst þó aldrei úr sporunum? Hver hefur auga, en ekkert höfuð? Hvaða orð mynda stafirnir l og n? Hvað er á milli fjalls og fjöru? Voruð þið búnir að hafa áhuga á bogfim i lengi, áður en þið fóruð að æfa? Kolbeinn: Nei, við erum eiginlega nýlega byrjaðir Halldór: Þegar ég sá bogfimi fyrst þá lang aði mig bara að prófa og við fjölskyldan. Ég bara kom síðan og prófaði og svo fengum við að byrja að æfa. Hvernig heyrðuð þið af þessu? Kolbeinn: Mamma fór í þetta fyrst og sag ði okkur frá því. Þá sagði ég við hana að m ig langaði rosalega til að prófa. Við fórum s íðan öll fjölskyldan og prófuðum. Síðan fórum við aftur og þá spurði ég mömmu hvort það væri hægt að æfa bogfimi. Hún tékkaði á því og við bræðurnir fórum síðan að æfa. Eru fleiri í fjölskyldunni að æfa? Báðir: Já, Helga frænka. Kolbeinn: Já, hún er að æfa. Halldór: Já, hún er bara á hverjum degi. H ún er þrefaldur Íslandsmeistari og er núna a ð undirbúa sig fyrir næsta mót. Hvað skiptir máli í bogfimi - að ykkar m ati? Kolbeinn: Einbeiting. Halldór: Já - allt um bogfimi er einbeiting . Hvað með nauðsynlegan búnað? Halldór: Hlífarnar - ef maður notar þær e kki, getur maður kannski ekki notað hendurn ar meira þann daginn. Kolbeinn: Maður getur fengið mar. Hvað gerið þið á æfingum? Halldór: Við bara skjótum. Stundum fáum við líka blöðrur - gerum þá eitthvað úr þeim og fáum síðan að skjóta á það. Síðan fáum við líka stundum að æfa okkur að skjóta bjö rn og hreindýr, vörtusvín og svona. Kolbeinn: Já, það eru líka svona frauðpla stdýr hérna sem við æfum okkur með. Og hvernig gengur að hitta? Kolbeinn: Ágætlega bara. Halldór: Bara vel. Er þetta fljótt að koma? Báðir: Já. Eru bogarnir ekkert þungir? Báðir: Nei Kolbeinn: Mjög léttir. Halldór: Sumir bogar eru mjög skrítnir - skoppa eiginlega svolítið, eins og þeir séu í fimleikum. En er bogfimi hættuleg? Halldór: Jú... Kolbeinn: ... þetta getur verið svolít hættulegt, ef maður passar sig ekk Hvað þarf til dæmis að passa? Kolbeinn: Maður þarf til dæmis að fara ekki yfir rauðu línuna, þegar að skjóta. Og bíða líka þar til allir eru b skjóta, áður en maður fer að ná í ö Halldór: Já, það skiptir miklu máli. Ætlið þið að halda áfram að stund Báðir: Já!! Langar ykkur til að keppa? Kolbeinn: Já Halldór: Já - ég ætla bara að kom Ólympíuleikana. Hvað með önnur áhugamál? Halldór: Við höfum báðir svona p tilraunum og svona, að fræðast u svona. Kolbeinn: Ég hef líka mjög mikinn dýrum. Halldór: Já, og dýrum líka. Hvað með bækur um bogfimi eð bogfimi kemur fyrir? Kolbeinn: Já, ég hef horft á Hróa báðar Hungurleikamyndirnar. Halldór: Já, ég hef séð þær. Við bækurnar þrjár. Bræðurnir Halld ór Skúli (9 ára) og Kolbeinn Tumi (11 ár a) Sindrasynir, báru sig fagmannlega að m eð bogana í Furu- grundinni. Þeir eru í Norðlingaskóla og hafa æft bogfimi frá því um áramótin, en þeir eiga m.a. fr ænku sem keppir í íþróttinni og höfðu áður farið með fjölsk yldunni sinni. K

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.