Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 6
Krakkakynning Svíar horfa á Kalle Anka (Andrés Önd) í sjónvarpinu á aðfangadag BARNABLAÐIÐ6 Hvað stingur í stúf? Lausn aftast. Nafn: Vigfús Fródi Fujio Árnason Aldur: 7 ára (8 ára í maí) Ég á heima: Í Stokkhólmi, Svíþjóð Fjölskyldan mín: Mamma, pabbi, Tómas (5 ára) og Emil (3 ára) Skóli og bekkur: 1C í Västbergaskolan í Stokkhólmi Uppáhaldsnámsgreinar: Leikfimi - Gympa heitir það á sænsku. Áhugamálin mín eru: Spila fótbolta, safna fótboltakortum, leika við vini mína, spila spil, leika mér með Beyblade og að horfa á keppnir í sjónvarpi eins og t.d. Sveriges Mästerkock sem er keppni í að elda mat. Uppáhaldsmaturinn minn hér er: Pítsa, sænskar kjötbollur með sultu og kartöflumús og líka spaghetti Bolognese. Manstu eftir einhverjum sið sem er öðruvísi í Svíþjóð en á Íslandi: Midsommar (Jónsmessuhátíð) þar sem allir eru með blómakransa og dansa í kringum midsommarstöng og syngja sænsk lög og borða kjötbollur og fleira. En jólasið sem er öðruvísi? Svíar horfa á Kalle Anka (Andrés Önd) á aðfangadag. Í sumar...: Í sumar æfði ég fótbolta með Val á Íslandi og með liðinu Aspudden-Tellus í Svíþjóð. Uppáhalds í Svíþjóð: Skemmtilegast er að spila fótbolta með vinum mínum í Svíþjóð. Uppáhalds á Íslandi: Vera í heimsókn hjá ömmu og afa og fara í pottinn með afa og fara með dósir í endurvinnsluna og fá pening. Eitthvað að lokum? Mig langar að skila kveðju til Péturs Goða frænda míns og Elínar Helgu frænku minnar og líka ömmu og afa og allra sem þekkja mig á Íslandi. Vigfús með vinum Tengdu tölurnar Smásaga Tinna Malín, 7 ára vinkona blaðsins á Akureyri, sendi þessa gamansögu, frá áramótunum. Takk fyrir Tinna: Ég var að leika flugeld um daginn. Þegar ég var búin að springa sagði pabbi minn; „Það verður að henda sprengjunni!“ Hann tók mig upp eins og dúkku og ætlaði að henda mér í ruslið!! Endir. Takk fyrir, Tinna, 7 ára. Lausn aftast Hver skýtur í mark? Jóhann Iðunn Ólafur Freyja Jóhann, Iðunn, Ólafur og Freyja hafa öll gaman af bogfimi. Sérð þú hvert þeirra náði að skjóta hér í mark?

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.