Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 15.02.2014, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 Drátthagi blýanturinn Bananafrostpinnar Hver kannast ekki við að hafa velt fyrir sér hversu hratt neglur manns og hár vaxa? Eflaust flestir. Í Banda- ríkjunum hafa menn gengið svo langt að búa til vél sem mælir þetta nákvæmlega, þ.e. hversu hratt og mikið neglur og hár mannsins vaxa á hverjum tíma. Kom í ljós að hvort tveggja vex hraðar á daginn en á næturnar, þótt það sé aðeins mismunandi eftir fólki. Neglur vaxa reyndar aðeins hægar en hár en það vex að meðaltali um 0,4 mm á dag eða 10-15 cm á ári. Aðferð: Það er auðvelt að búa til þessa ljúffengu bananapinna. Munið bara að fá leyfi einhvers fullorðins áður en þið hefjist handa. 1. Afhýðið og skerið bananana í tvennt. Stingið hreinni ísspýtu eða hálfu bambusgrillspjóti í. Pakkið í plastfilmu og frystið í 4 klst eða yfir nótt. 2. Þegar bananarnir eru frosnir, biðjið einhvern fullorðinn um að hjálpa ykkur að bræða súkkulaði í skál. Blandið kókosolíu og agave- sírópi út í og hrærið vel. 3. Þegar súkkulaðið er bráðið leyfið því að kólna í smástund. Hafið kurlið tilbúið í skál til hliðar. 4. Dýfið bananapinnunum í súkkulaðið (gott er að hafa það í sósukönnu). Þekið banana næst með kurlinu. Leggið síðan á bökunarpappír. 5. Geymið súkkulaðibanana í frysti þar til þeir eru borðaðir. Gjörið þið svo vel! Það sem þarf (gerir 6 pinna): 3 bananar 120 gr hjúpsúkkulaði 1 tsk kókosolía 1 tsk agave-síróp Kurl til skrauts, t.d. kókosmjöl, hnetur, Rice Crispies eða annað. Hár og neglur VölundarhúsFalin mynd Hjálpaðu skauta- parinu að skauta í verðlaunasæti. Litaðu punktuðu reitina hér til að komast að því hvað er á myndinni? Lausn aftast Hvaða leið? Stafarugl Hvaða leið á Malli mús að velja hérna til að ná í ostahúsið? Lausn aftast Lausn aftast Einkunnarorð Ólympíuleikanna eru falin hér í stöfunum. Sjáðu hvort þú sérð þau. H SH R T Æ A E R Ð R R R AK A R A

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.