Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 22.02.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 22.02.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 átt í minum Kristinn og Harpa æfa nú stíft fyrir Moskvu 4 ára, er ungt danspar misdansa, að undanförnu. r lítið fyrir og unnu alla um í janúar síðastliðnum. rir á æfingu hjá Dansí- yrir heimsmeistaramót ð þeim og fengum að að spyrja en eigið þið ykkur einhvern uppáhalds dans (og er hann þá sá sami hjá ykkur báðum)? [Bæði brosa og kíma]. Harpa: Það er alltaf að breytast. Kristinn: Já, það er einhvern veginn misjafnt - fer bara eftir því í hvernig stuði maður er. Ef maður er t.d. í stuði fyrir rokk og ról þá er það jive. Ef maður vill vera mjög einbeittur þá er það rúmba - svo mjög mismunandi. Harpa: Já einmitt. Ætli það hafi ekki oftast verið rumba hjá mér, líklegast af því að maður æfir hana kannski mest. Hvað mynduð þið segja að væri erfiðasti dansinn? Harpa: Vínarvalsinn... Kristinn: ... upp á þolið! Harpa: Hann virðist örugglega vera léttastur af öllum dönsunum, af því að maður er að dansa sömu sporin, aftur og aftur, í hring, en er í raun erfiðastur. Þið eruð farin að ferðast og keppa erlend- is, eruð t.d. nýkomin frá Kaupmannahöfn. Segið mér aðeins frá því? Kristinn: Já, við tókum þátt í Copenhagen Open - mótinu. Harpa: Þar keppa um 50 pör í okkar flokki. Við náðum að fara í finals (úrslit) tvisvar - lentum í 6. sæti í latin- og 10-dönsunum og í 14. sæti í ballroom-dönsum. Kristinn: Já, þetta var mjög erfið keppni - mjög mikið af góðum pörum. Harpa: Já, t.d. frá Eistlandi, Lettlandi, Rússlandi og fleiri löndum. Þið eruð líka á leiðinni til Rússlands heyrðum við? Kristinn: Já, á Reykjavíkurleikunum unnum við okkur inn rétt til að taka þátt í heims- meistaramóti í Moskvu í endann á mars. Það hlýtur að þurfa mikinn undirbúning fyrir slíka keppni? Harpa: Já, þetta er heimsmeistaramót bara í latin-dönsum, svo við einblínum mikið á þá þessa dagana. Kristinn: Kennarinn okkar í latin-dönsum, Maxim Petron, fer líka með okkur út en hann er einmitt rússneskur. Þannig að það er mikil ferð á ykkur í ár? Kristinn: Já, við erum annars á síðasta ári í flokki Unglinga 2. Harpa: Flokki 14 - 15 ára. Kristinn: Síðan verðum við komin upp í flokk 16 - 18 ára, þar sem eru mörg mjög góð pör að keppa við. Eigið þið mikið af búningum? Kristinn: Já, allavega hún! [Horfir kankvís yfir á Hörpu] Harpa: Ekki svo - það er bæði mikið verið að kaupa og selja kjóla á milli landa [á milli dansara] og síðan er líka hægt að láta sauma á sig - en þetta er yfirleitt mjög dýrt, svo maður verður að passa sig með allt svona. Maður reynir því alltaf að safna svolítið upp í... Kristinn: Já, er stöðugt fjáröflun í gangi. Harpa: Maður reynir t.d. að selja kjólana þegar maður er búinn að nota þá - fær þannig aðeins upp í nýja og þannig. Við erum líka alveg til í að sýna og svoleiðis, ef það er boði. Hvað mynduð þið segja að skipti mestu máli í fari dansara? Harpa: Örugglega bara einbeitingin og líka það að bera virðingu fyrir hinum, t.d. kennurum og öðrum. Það skiptir líka máli að vera alltaf með fókus, vera einbeittur - það gengur ekkert að vera bara út um allt. Kristinn: Já og svo eru það bara þessir hefðbundnu hlutir, mataræði... Harpa: ... halda sér í formi... Kristinn: Já - þegar maður æfir svona mikið þá verður maður að passa hafa mataræðið í lagi, ekki missa sig í hamborgarafæði og þannig. Eruð þið mjög skipulögð? Bæði: Já Harpa: Sérstaklega með skólann og þannig. Af því að maður hefur svo lítinn tíma til að læra, reynir maður að nýta hann sem best, t.d. gera sem mest í skólanum, hlusta vel í tímum og nýta síðan líka tímann inn milli æfinga. Maður reynir að hafa þetta allt mjög skipulagt. Er einhver tími til að hitta annað fólk, vini ykkar og aðra? Bæði: Neee... eiginlega ekki. [Þau hlæja] Harpa: Dagarnir eru frekar þéttir. Kristinn: Reyndar hef ég verið í tveimur dansfélögum og mér finnst einhvern veginn allir svo vingjarnlegir í dansi, eru góðir vinir þar, sem hjálpar svolítið. Þetta er eiginlega svona eins og stór fjölskylda. En geta allir lært að dansa? Bæði: Já! Harpa: Það geta allir lært að dansa - það þarf ekkert að hafa einhvern sérstakan hæfileika í dansi til að geta orðið góður. Það þarf bara að leggja sig fram og gefast ekki upp. Kristinn: Það er líka aldrei of seint að byrja. Harpa: Maður lærir líka að tapa - það er líka mikilvægt, það gengur nefnilega ekki alltaf vel. Hvað með önnur áhugamál? Harpa: Mér finnst gaman að elda og baka. Síðan finnst mér stærðfræði líka ótrúlega skemmtileg. Kristinn: Mér finnst gaman að ferðast og bara að vera með fjölskyldunni minni og vinum að gera eitthvað skemmtilegt, þótt það sé kannski ekki alltaf mikill tími. Að lokum - eigið þið ykkur einhver markmið í dansinum? Kristinn: Já, fullt af markmiðum!! Harpa: Það er örugglega að komast í final á heimsmeistaramóti, þ.e. efstu sex sætin. og bara ná eins langt og við getum. Að svo búnu þökkuðum við þessu dug- lega unga fólki fyrir spjallið og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni. Ljósmynd: Ómar Óskarsson

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.