Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 22.02.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 22.02.2014, Blaðsíða 6
Nafn: Ísabella María Þórsdóttir Aldur: 7 ára Ég á heima: Í litlum bæ sem heitir Ullerslev á Fjóni í Danmörku. Fjölskyldan mín: Ég á tvo stóra bræður, Sindra Þór sem er 16 ára og Emil Snæ 11 ára. Mamma mín heitir Sigga og pabbi minn heitir Þór. Svo á ég svarta kanínu sem heitir Kalissa. Skóli og bekkur: Skólinn minn heitir Vibeskólinn og ég er í 1. bekk. Uppáhaldsnámsgreinar: Náttúrufræði. Áhugamálin mín eru: Dans, kvikmyndir og að leika með kanínunni minni. Uppáhaldsmaturinn minn hér er: Kjúklin- garéttur sem mamma býr til með nachos og salsasósu. Manstu eftir einhverjum sið sem er öðruvísi í Danmörku en á Íslandi: Á Íslandi dansar maður í kringum jólatréð á jólu- num, það gerir maður ekki svo mikið í Danmörku. Það er ekki Morgunblað fyrir börn í Danmörku eins og á Íslandi. Í sumar...: Ég fór á ströndina og var úti að leika og svo fór ég í sumarhús. Uppáhalds í Danmörku: Það er mjög gott að búa í Danmörku, Danmörk er mjög gott land og hér líður mér vel. Mér finnst mjög gaman í skólanum mínum. Uppáhalds á Íslandi: Það er mjög rólegt og gott að vera á Íslandi, en ég hef ekki búið þar svo lengi. Eitthvað að lokum? Ég hef það mjög gott í Dan- mörku og vona að allir í fjölskyldunni minni hafi það gott á Íslandi. Kær kveðja til allra. Krakkakynning Dansar ekki jafn mikið í kringum jólatréð í Danmörku og á Íslandi Með kanínuna Kalissu. BARNABLAÐIÐ6 Kubbaklifr Hér er kubbafjöld, sem aparnir tveir leika sér í. Sérð þú hvað kubbarnir eru margir - þótt þeir sjáist ekki allir? Lausn aftast. Tengdu tölurnar Tveir eins? Lausn aftast. Tveir þessara átta varða eru nákvæmlega eins. Sérð þú hvaða tveir? Á eyðieyju Lausn aftast. Salvar Dór hér rak á land á þessari eyðieyju. Eins og sjá má er hún heldur sérkennileg í laginu. Á meðan hann bíður eftir hjálp hefur honum tekist að finna út að hægt er að skipta eyjun í tvo nákvæmlega jafn stóra hluta. Þeir eru reyndar ekki nákvæmlega eins í laginu. Sérð þú hvernig hann skiptir eyjunni í tvennt? (Til aðstoðar hefur Salvar dregið nokkrar línur á eyjuna)

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.